Dagur - 08.11.1997, Page 21

Dagur - 08.11.1997, Page 21
 LAUGARDAGUR 8.NÓVEMBER 1997 - 37 LÍFIÐ í LANDINU L Símon 2 8 ár í toppforml BRIDGE W 1 BJÖRN d ÞORLÁKSSON <*®1 1 SKRIFAR Fremur óvænt úrslit á íslandsmótijm í tví- menningi. Þau komu samt hvorki Símoni né Sverri mikið á óvart. Fæstir hefðu spáð Símoni Sím- onarsyni og Sverri Kristinssyni sigri á Islandsmótinu í tvímenn- ingi sem fram fór í húsnæði Bridgesambandsins í Reykjavík um síðustu helgi. Þeir skoruðu af miklum krafti seinnipart mótsins og enduðu með örugga forystu. I öðru sæti urðu norð- anbræðurnir Anton og Sigur- björn Haraldssynir en Matthías Þorvaldsson-Aðalsteinn Jörgen- sen urðu að Iáta sér þriðja sætið nægja eftir að hafa leitt mótið um hríð. Lokastaóa efstu para: 1. Símon-Sverrir 272 2.Anton Sigurbjörn 201 3.Aðalsteinn-Matthías 191 4.Magnús Magnússon Þorlákur Jónsson 179 5. Rúnar Einarsson- Guðjón Siguijónsson (!) 164 6. Bragi Hauksson Sigtryggur Sigurðsson 143 7. Jónas P. Eriingsson Steinar Jónsson 137 8. Hróðmar Sigurbjörnsson Stefán Stefánsson 132 Símon var að vonum kátur með árangurinn í samtali við Dag, en átti hann von á þessu? „Ja, það byijaði ekki vel í fyrstu umferð, við fengum stóran mfnus þegar leið á mótið fórum við að spila helvíti vel, keyrðum dálítið og tókum mikið inn á doblum. Jú, alveg eins gat maður átt von á sigri,“ segir Símon. Sfmon og Sverrir eru ekki al- veg óreyndir saman, spiluðu einn vetur áður en Sverrir fór til Danmerkur en þar hefur hann verið síðustu ár og unnið Sjá- landsmeistaratitil meðal annarra afreka. -38 ár í toppformi, þetta er ekki hægt í neinni annarri íþrótt en bridge? „Nei, kannski ekki, en þetta er ekkert eindsæmi. Sjáðu bara Kaplan sem hefur haidið sínu alla tíð. Þótt spilið þróist þá fylgir það alltaf sömu lögmálun- um. Eg hef alltaf lesið mikið um bridge og haldið mér þannig í einhverju formi þótt spila- mennskan hafi verið mismikil," sagði fimmfaldur íslandsmeist- ari í tvímenningi, Símon Símon- arson. Einfalt, sjálfsagt og skilaði toppi Þegar blaðið falaðist eftir „góðu spili" varð Símoni að orði, að eins og venjulega myndi hann bara eftir vondu spilunum! Hann lét þó þættinum eftirfar- andi spil í té og þakkaði Sverri gott skor. Þannig gengu sagnir: * ÁK8Ó * KDG72 * ÁT * 53 N V A S * G5432 * Á63 * 975 * 72 Norður Austur Suður Vestur Sverrir Símon 1 lauf 1 tígull dobP pass 1 hjarta pass 2 hjörtu pass 2 spaðarpass 4 spaðar *5-7 punktar Þótt hjartasamlegan sé fund- in, „nennir“ Sverrir að tilkynna 4-litinn í spaða og Símon stekk- ur í fjóra. Austur fann ekki út Iauf og þar með renndi Sverrir heim 12 slögum. Það gaf nánast toppskor en það skiptir engu hvað kemur út í hjartasamningi, aðeins 11 slagir eru í spilinu. Menn voru einmitt að spila hjartageimið út um allan sal og fengu 11 slagi. Frá Bridgefélagi Akuxeyrar Einu kvöldi er ólokið í aðaltví- menningskeppni félagsins. Eftir 17 umferðir af 23 hafa Magnús Magnússon og Sigurbjörn Har- aldsson nánast tryggt sér sigur en keppnin um næstu sæti er spennandi: 1. Magnús-Sigurbjörn 177 2. Haukur Grettisson Sveinn Stefánsson 88 3.Stefán Vilhjálmsson Guðmundur Víðir Gunnlaugsson 77 4. Hilmar Jakobsson Ævar Armannsson 71 5. Hróðmar Sigurbjörnsson Ragnheiður Haraldsdóttir 66 ó.Reynir Helgason Björn Þorláksson 63 7.Una Sveinsdóttir Stefán Ragnarsson 61 Næsta föstudagskvöld verður spilaður alheimstWmenningur í Hamri sem víða annars staðar á landinu. Keppt er um gullstig. Frá Breiðfirðingum og Breið- hyltingum Fimmtudagskvöldið 30. októ- ber sl. var spilaður tvímenningur með þátttöku 14 para. Villi og Þórður græddu rauðvín en með- alskor var 210. l.Vilhjálmur Sigurðsson jr.-Þórður Sigfússon 262 2.Snorri Steinsson Óskar Elíasson 249 3. Jón Stefánsson Torfi Asgeirsson 248 4. Þórir Leifsson Isak Örn Sigurðsson 242 BFB og BF Breiðholts standa sameiginlega að spilamennsku á fimmtudagskvöldum. Spilaðir eru eins kvölds tvímenningar með rauðvínsverðlaunum. ísak Örn Sigurðsson sér um keppnis- stjóm. Frá BR Staðan í A-riðli í Frakklandství- menningi Bridgefélags Reykja- víkur er þessi eftir 5 umferðir af 15: 1. Steinar Jónsson Jónas P. Erlingsson 52. 2. Hermann Lárusson Ólafur Lárusson 40 3. Jón Þorvaraðarson HaukurIngason 38 Sfmon Símonarson kom sá og sigraði um síðustu helgi þegar hann varð íslands- meistari ásamt Sverri Kr/st/nssyn/ i tví- menningi í bridge. Stöðvarstjóri íslandsflug óskar eftir að ráða stöðvarstjóra á Akureyri. Leitað er að kraftmiklum og hugmyndaríkum starfsmanni sem tekur þátt í því að stjórna og skipuleggja sölu og þjónustu á staðnum. Viðkomandi aðiii þarf að hafa rekstrarlega þekkingu og reynslu ásamt því að vera þjónustu- og markaðslega hugsandi. í boði er fjölbreytt og krefjandi starf þar sem reynir á hæfileika viðkomandi til þess að byggja upp starfsemi félagsins á Akureyri til góðra verka í hörðum heimi mikillar samkeppni. Umsóknir er tilgreina allar persónulegar upplýsingar, starfsreynslu, menntun o.s.frv ásamt mynd af umsækjandi óskast sendar félaginu merktar „Stöðvarstjóri“ fyrir 17. nóvember n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. ISLAHDSFLUE -gerir fleirum fært að fljúga Umsjónarfélag einhverfra Fyrirlestur í Stássinu, Akureyri, laugardaginn 8. nóv. kl. 14. Judy og Sean Barron, höfundar bókarinnar „Hér leynist drengur", verða með erindi. Þráinn Karlsson les úr bókinni. Bílar og vetmmkstur Fimmtudaginn 13. nóvemberfylgir Degi aukablað um Bíla og vetrarakstur. Auglýsingarþurfa að berast blaðinu fyrirkl. 12 mánudaginn 10. nóvember. Verslun og þjónusta á Norðurlandi Auglýsingablað um verslun og þjónustu á Norðurlandi fylgir Degi fimmtudaginn 20. nóvember. Auglýsingapantanir þurfa að berast blaðinu í síðasta lagi föstudaginn U.nóvember. Blaðinu, ásamt Degi, verður dreift inn á hvert heimili á svæðinu frá Sauðárkróki til Húsavíkur. Símar auglýsingadeildar eru 460 6191,460 6192, 563 1641 og 563 1615.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.