Dagur - 08.11.1997, Qupperneq 16

Dagur - 08.11.1997, Qupperneq 16
32 - LAUGAR DAGUR 8. NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ t LANDINU Eins og ætíð á þessum árstíma eru ijúpnaskytt- ur millum tann- anna á fólki líkt og ijúpurnar verða um jólin, en með öðrum hætti þó. Fyrst og fremst eru ijúpnaskyttur sproksettar fyrir að fara allslaus- ar til fjalla og lenda þar í villum og hremmingum svo kalla þarf út björgurnarsveitir, þyrlur og hunda til að leita þeirra. Og í annan stað eru þær gagnrýndar fyrir að vera þau óhræsi að vera yfirhöfuð að eltast við þessa ljúfu, hvítu smáfugla og strá- drepa í stað þess að fara út í búð og kaupa sér kjúkling ef menn fýsir skyndilega í fuglakjöt. Skeikull skapari? Það er vissulega réttmætt að víta veiðimenn fyrir að vera illa út- búnir á Ijöll og valda þannig öðrum áhyggjum og kostnaði. Hitt er afturámóti þýðingarlaust, að atyrða menn fyrir að fara á veiðar, því með því er einungis verið að ráðast gegn genetískri uppbyggingu veiðimanna og karlkynsins yfirhöfuð og þar með er um leið verið að ávfta skaparann sjálfan fyrir að hafa hannað og framleitt slíka kóna. Veiðigen Genin sem reka menn til ijalla til að ráfa þar um á eftir ijúpum, eru einnig ábyrg fyrir ásókn í tölvuleiki, refaveiðum í Bret- landi, fótbolta, laxveiðum, skák, bridge, kappakstri, verðabréfa- viðskiptum, hnefaleikum og stríði. Karlmenn konum fremur, virðast sem sé upp til hópa inn- réttaðir með drápseðli, veiði- hvöt, keppnisskapi og sigurvilja. Stórir og litlir strákar þurfa nefnilega alltaf að vera að Ieika sér og einkum og aðallega í leikjum þar sem einn vinnur og annar tapar. Stórar og litlar stelpur leika sér auðvitað líka, en markmið í þeirra leikjum er ekki endilega sigurinn, heldur þátttakan, að hafa gaman að leiknum hvernig svo sem honum lyktar. Þetta eru auðvitað alhæfingar en staðreyndir styðja þær. StrákaleiMr Strákar leika indjána og káboja þar sem annar vinnur en hinn liggur eftir í valnum á meðan stelpur dunda sér frekar í leikj- um þar sem enginn sérstakur stendur uppi sem sigurvegari í leikslok. Og þetta heldur áfram í fótbolta þar sem keppnin virðist miklu mikilvægari strákum en stelpum. Stelpur sjmast sætta sig við að æfa lengi án þess að fá að spila marga leiki, en ef strák- arnir fá ekki að keppa, þá dvínar oft áhuginn. Konur fara í langar gönguferð- ir til þess að hressa sál og Iík- ama og njóta fegurðar náttúr- unnar. Og það gera karlar einnig. En í leiðinni þurfa þeir að bregða á Ieik og Ieika til sig- urs, veiða lax, skjóta ijúpu eða hengja ref í skóreimum. Þeir geta ekki notið náttúrunnar öðruvísi en að beygja hana um leið undir vilja sinn, sigra hana að hluta til, með því að efna til keppni manns og bráðar, þar sem maðurinn hlýtur að fara með sigur eða ná í það minnsta jafntefli. Barist til sigurs Þessi leikja- og keppnisþörf, veiðieðli, drápseðli eða hvað við viljum kalla það, er auðvitað ekki prógrammeruð í karlmenn fyrir tilviljun. Hún er verk nátt- úrunnar eða skaparans eins og ijúpan og laxinn. En í hinum flókna og illskiljanlega nútíma, veldur þessi genatíska uppbygg- ing karllcynsins ýmsum vanda. Hún, öðru fremur, er ástæðan fyrir því að hægt er að æsa menn upp til óhæfuverka í Alsír og allstaðar. Það er sem sé ákaf- lega auðvelt að fá karlmenn til að sjá allan heiminn, lífið sjálft, sem fótboltavöll þar sem tvö lið beijast til sigurs og sigurinn er það eina sem skiptir máli, öllu er fórnandi og allt leyfilegt til að vinna leikinn. Rjúpnaskytterí, laxveiðar og fótbolti sem við höfum flestir ánægju af og sækjum í, byggja í raun á þeim sama genetíska grunni sem rekur kynbræður okkar í stríð hist og her um ver- öld. Og með það í huga er e.t.v. mjög æskilegt að við karlar hér uppi á Islandi séum að skjóta rjúpur og veiða lax og sparka í meðbræður okkar í fótbolta. Því ef við hefðum ekki þessa útrás- armöguleika, þá er eins vist að keppnisskapið og drápseðlið leit- aði í aðra og óheppilegri farvegi. Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.