Dagur - 08.11.1997, Síða 8

Dagur - 08.11.1997, Síða 8
 24 - LAVGARDAGVR 8.NÓVEMBER 19 9 7 LÍFID í LANDINU „Ég heflært að standa á eigin fótum. Ég ber ábyrgð á þvi sem ég segi og geri og hefHalldór í huga, en ég er ekki bundinn afhonum." AuðurLaxness segist vera að lifa athyglisvert skeið í lífi sínu. í viðtali viðKolbrúnu Bergþórsdótturræðir hún um lífshlaup sitt og viðhorf og árin með og án Halldórs Laxness. “Ég vissi að það væru vestfirsk gen í þér. Ég þekki þau alltaf og hef þau sjúlf “ sagð- irðu við mig þegar þú varst húin að spyrja um ættir mínar og wppruna. Á hverju þekkirðu vestfirsk gen? „Mamma var að vestan, ein fímm syst- kina, og j>abbi úr Hreppunum, einn sjö systldna. Ég kynntist af eigin raun mun- inum á Vestfirðingum og Sunnlending- um og við systurnar höfum oft rætt hann. Sunnlendingar eru hlédrægt fólk sem býr yfír miklum hæfileikum en flíkar þeim ekki. I samanburði við Sunnlendinga eru Vestfírðingar yfirþyrmandi, afar duglegir og með afgerandi skoðanir sem fara ekki framhjá neinum. Þessi munur endurspeglaðist ágætlega í foreldrum mínum. Pabbi vann sem járn- smiður og var hægur og rólegur maður. Mamma var mikil kvenfrelsiskona, ákaf- lega sjálfstæð og mikil íjármálakona. Hún réð öllu á heimilinu á svipaðan hátt og ég hef alla tíð gert.“ Og hvar koma þín vestfirsku gen berleg- ast í Ijós? „í dugnaði. Þótt ég segi sjálf frá þá held ég að ég hafi verið dugleg um ævina.“ Nú hefur þú mestalla ævi verið þekkt sem eiginkona Halldórs Laxness, finnst þér aðfólk hafi stundum horft framhjú þér sem einstaklingi? „Nei, það finnst mér ekki. Mér fínnst ég alltaf hafa haldið sjálfstæði mínu og ég lít ekki svo á að ég hafí fórnað mér fyrir manninn minn. Mér hlotnaðist margs- konar gæfa vegna þess að ég kynntist honum.“ „Aiman disk, takk!“ Manstu hvenær þú sást Halldór fyrst? „Ég sá Halldór fyrst árið 1936 þegar ég var í sumarfríi á Éaugarvatni. Ég sat við hliðina á honum við matarborðið. Fram- reiðslustúlkan setti disk á borðið hjá hon- um. Það var skarð í diskinum og Halldór tók diskinn, lagði hann upp við borðrönd- ina, rétti hann síðan stúlkunni og sagði: ,Annan disk, takk!“ Þremur árum síðar hittumst við á ný á Laugarvatni og með okkur tókust kynni. Mér fannst hann ákaflega skemmtilegur maður og allt sem hann sagði afar fyndið. Ég varð fljótlega ástfangin af honum en hann var giftur maður og ég ákvað að skipta mér ekki meira af honum. En hann hringdi einn daginn á Landspítal- ann þar sem ég vann sem röntgentæknir og við fórum að hitt- ast. Hjónabandi hans var í raun lokið en skilnaður hafði dreg- ist á langinn. Þetta var mér nokkuð erf- iður tími, en ég reyndi að lifa fyrir líðandi stund og hugsaði með mér að allt færi þetta ein- hvern veginn. Um tíma íhugaði ég að fara til Ameríku og þar hafði vinkona mín útvegað mér starf. Ég sagði Halldóri frá þessum áformum mín- um en hann dró úr mér. Ég hætti við að fara en ég var engu nær um það hvort fyrir okkur ætti að liggja að verða hjón. Hann bað mín loks í bréfi, ég skrifaði honum aftur og spurði hvort hann hefði verið að biðja mfn. Hann svaraði: „Já, en ég er ekki alveg tilbúinn". Við giftumst árið 1945.“ Nú varst þú sextán árum yngri en Halldór, leistu upp til hans? „Ég var Iotningar- full og fyrstu árin hafði ég mig aldrei í frammi þegar við vorum í hópi fólks. Mér fannst ég ekkert bentiahusbondastolLinars og ieggja. En í einrúmi sagði: „Halldór! Snorrí Sturlu- vo™m ^ Haiidór ° miklir telagar. S01Í hefði mátt Sitja íþessum Hjónaband okkar var stól ogEinarBenediktsson sat þ í'éímm'í þar. Þú ert eini núlifandi mað- Þar voru aldrei erfið- . /,, tt leikar sem orð var á unnn sem mattsitja i honum. gerandi. Ég heid að það hafí skipt miklu að við höfðum alveg samskonar kímni- gáfu. Það var svo gaman hjá okkur.“ Konur voru alla tíð mjög hrifnar af Halldóri, er það ekki rétt? Við heimsóttum eittsinn Hlín, sambýliskonu Einars Bene- diktssonar, í Herdísarvík. Hún

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.