Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 8.NÚVEMBER 1997 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Listin breytir fóIM BæjarlistamaðurAkur- eyrar, Michael Jón Clarke baritón og Björg Þórhallsdóttir sópran, halda ásamtRichard Simm tónleika áAkur- eyri um helgina, auk þess sem þau eru að undirbúa útgáfu geisladisks. Tónleikarinir á Akureyri eru i til- efni þess að öld er Iiðin frá fæð- ingu Stefáns Agústs Kristjáns- sonar, stofnanda Tónlistarfélags Akureyrar. Stefán Agúst samdi sönglög og verða nokkur þeirra flutt á tónleikunum. Þar á með- al verður frumfluttur dúett eftir Stefán sem heitir: Brúður söngvarans. Michael Jón Clarke og Richard Simm eru Englending- ar, en hafa búið á Islandi um langt skeið. Michael í aldarfjórð- ung og Richard í um áratug. Þeir hafa unnið náið saman og Björg Þórhallsdóttir lærði söng hjá Michael Jóni áður en hún hélt til náms í Manchester. Ekki eru nema 6 ár síðan Björg hóf eiginlegt söngnám, en hún lýkur námi frá Manchester í vor. Hún segir rödd sína hafa breyst í náminu úti; nú sé hún sópran, en hafi verið mezzo- sópran áður en hún hélt utan. „Stórsöngvarinn Bryn Terfel er með svipað nám að baki,“ segir Michael. Björg er ekki á því að þau séu rædd í sömu andrá. “Það eru viss vandamál með svona náttúrutalent eins og Björgu," segir Michael. „Það eru dæmi um það að slíkar raddir hafi aldrei orðið það sem efni stóðu til. Björg er sem betur fer þannig að hún tekur tilsögn, svo hún verður stöðugt betri.“ Þroskinn miMlvægur Björg segir það kannski ekki skrítið að röddin hafi breyst, því nú hafi hún í fyrsta sinn nægan tíma til að syngja. „Eg er hjúkr- unarfræðingur og starfaði við það, auk þess að kenna við Há- skólann, þannig að tíminn var takmarkaður." Hvernig finnst henni þá að syngja allan liðlang- an daginn? ,/Eðislegt. Það að vera góður söngvari og listamað- ur snýst um fleira en röddina. Það er mjög mikilvægt að hafa öðlast þroska sem manneskja til þess að maður hafi einhverju að miðla til fólks. Eg er því ákaf- lega þakklát fyrir að hafa farið þá leið í söngnáminu sem ég fór.“ Michael segist mjög sáttur við stöðu sinnar raddar miðað við óhóflega notkun við kór- stjórn og söngkennslu. Hann segir það geta reynst söngvurum hættulegt að flýta sér við að þroska röddina. Tilhneiging haritónraddar sé að dýpka með aldrinum, en það að flýta þeirri þróun geti drepið hljóminn í henni. Er ekki óvenjulegt að kennari og fyrrverandi nemandi að syngi saman á tónleikum? „Michael Jón og klón,“ segir Michel Jón og hlær við, en bætir þvf við að Björg hafi snemma sýnt hvað hún vildi og haft ákveðnar skoðanir. Björg bætir því við að þau þekkist mjög vel og hafi óskaplega gaman af því að vinna saman. „Það er líka freistandi að velja verk með erf- iðum undirleik, þegar maður hefur svona undirleikara eins og Richard.“ Þau taka sem dæmi Alfakónginn eftir Schubert sem Michael Jón syngur á tónleikun- um og Die Junge Nonne sem Björg syngur. Richard segir und- irleikinn í Alfakónginum ákaf- lega erfiðan á nútíma píanó. „Tónninn var styttri og minni á hljóðfærum á tíma Shuberts, þannig að það var auðveldara að spila hraðar nótur.“ Engin störf fyrir söngvara Nú syngið þið óperuaríur, dúetta og íslensk sönglög. Hvernig kom íslensk tónlistarhefð þeim Richard og Michael fyrir sjónir sem aldir eru upp f ríkri hefð á Bretlandi? „Mér fannst hún skrítin í byrj- un og kunni ekki alveg við hana,“ segir Michel „Eg hef samt lært að meta hana með tímanum." Richard tekur undir þetta. Björg segir það skemmti- legt að nú lifi hún sjálf og hrær- ist í þeim menningarheimi sem þeir félagarnir ólust upp við. „A hinn bóginn erum \að Richard á góðri leið með að verða rammís- lenskir sveitamenn," segir Mich- ael. „Það er mjög gaman að kynnast sönglögum Stefáns og annarra tónskálda sem eiga lög á diskinum. Það sem manni finnst merkilegt við þessa menn er hversu góð tónlistin er miðað við hve Iitla tónlistarmenntun þeir fengu. Maður er alveg gátt- aður á hvað þessir menn kunnu, þó auðvitað megi finna á lögun- um einhverja galla.“ Þau ræða um hver mikil breyt- ing hefur orðið í sönglist á Is- landi og hversu margir góðir söngvarar hafa komið fram. Michael segir það hins vegar vandamál að það séu engin störf fyrir söngvara á Islandi, enda leiti þeir til útlanda. „Eg er kannski eini atvinnusöngvarinn á íslandi í augnablikinu af því ég er á launum sem bæjarlistamað- ur.“ Björg bætir því við að söng- ur sé oft ekki metin sem starf. „Það kemur fyrir að maður eru beðin um að syngja á þeirri for- sendu að maður hafi svo lítið fyrir því, hafi svo gaman af því og fái jafnframt tækifæri til að koma fram.“ Þau eru sammála að þetta sé gamalt baráttumál listamanna og segja að Beet- hoven hafi alla tíð barist fyrir viðurkenningu og fengið hana að lokum. „Kannski ekki alveg,“ segir Richard, „hann dó allvega frekar óánægður.“ Listin breytir sögunni Þetta leiðir hugann að því hvernig skemmtun eigi að vera, hvort fólk komi til að láta skemmta sér eða skemmti sér með því að fá umhugsunarefni og örvar ímyndunaraflið. Listin breytir fólki og sögunni. „Ég er sannfærður um að ef Grikkir hefðu ekki gert allar sínar stytt- ur í fornöld, þá værum við öðru- vísi í dag,“ segir Richard. Þau bæta við að tónleikar séu alltaf einstök upplifun bæði fyrir flytj- endur og hlustendur. „Sam- bandið sem myndast milli söngvara og áheyrenda er svo einstakt og áheyrendur eru svo mikill hluti af þeirri sköpun," segir Björg. Upptökutækni sé orðin þannig að til verði stjörnur sem standi ekki undir nafni þeg- ar komi að tónleikum. „Maður hlustar á tónlist á mismunandi forsendum, stundum á eitthvað sem vekur mann til umhugsunar og maður er úrvinda eftir. Svo hlustar maður líka á eitthvað sem er bara fallegt og fær mann til að slappa af,“ segir Michael. „Þannig eru flest lögin á diskin- um.“ „Verkin á diskinum heyrast mörg hver ekki oft og sum hafa aldrei verið gefin út svo sem lag eftir Jóhann O. Haraldsson sem var einn af stofnendum Tónlist- arféiags Akureyrar,“ segir Björg. „Við syngjum Iíka nokkur Iög eftir Eyþór Stefánsson og lag eftir Bjarna Þorsteinsson, Sól- setursljóð, sem er sérstakt en mjög fallegt.“ Allt þetta tal um verkin á geisladiskinum verður til þess að blaðamaður áttar sig á því lista- mennina þyrstir í að komast aft- ur til vinnu sinnar. Fögur sönglög bíða þess að verða sung- in og það styttist í tónleikana. HH KABARETTINN “í boði sveitastjórnar“ í Freyvangi 14. og 15. nóvember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.