Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 - 27 í>gyu' Halla Bára Gestsdóttir umsjón Glæsilegar laxauppskriftír Nú þegar sportveiði- áhugamenn hafapakk- að niðurveiðistöng- inni og dregiðfram byssuna erkominn tími til að huga að því hvað skuli elda úr lax- inum ífrystikistunni. Það þarfnefnilega að gera um leið og búið er til pláss fyrirrjúpum- aroggæsina. Fyrir utan þetta þá vita þeir sem ekki veiða að lax er gotthráefni sem býðurupp áfjöldan allan af eldunarmögu- leikum ogágóðu verði. Hérá eftirfylgja nokkrar ólíkar en góðar uppskriftir aflaxi. Gratineraður _________graflax____________ 500-800 g graflax, beinhreins- aður og skorin í þunnar sneiðar safi úr lime ávexti Sinnepssósa: 2 eggjarauður 80 g sykur 175 g dijon sinnep 3 dl soyaolía 1 dl rjómi 1 dl mjólk 1 msk. sherry ediksalt, pipar og saxað dill 4 eggjahvítur Þeytið eggjarauðurnar, sykurinn og sinnepið saman og hellið stofuheitri olíunni út í í mjórri bunu (hrærið stöðugt í). Blandið þá mjólk og rjóma út í og hrærið vel. Smakkið til með salti, pipar, ediki og dilli. Að lokum eru eggjahvíturnar stífþeyttar og blandað saman við sósuna sem síðan er sett ofan á laxinn sem hefur verið penslaður með safanum (á diski eða í formi). Athugið að sósan geymist ekki vel eftir að hvíturnar eru komn- ar saman við. Gratinerið undir grilli í ofni í 20-30 sek. eða þar til að sósan er fallega brún. Ber- ið réttinn strax fram með nýbök- uðu brauði og fersku salati. Sítrusmarineraður lax með laxahrogn- um á salatbeði 300 g lax bein- og roðlaus 1 lime 1 sítróna 1 appelsína 3-4 msk. ólífuolía njroulin svartur pipar salt, helst nýmulið 30-50 g laxahrogn Laxinn er skorinn í þunnar sneiðar og raðað á bakka. Kreist- ið safann úr ávöxtunum og rífíð börkinn saman við, blandið við olíuna og smakkið til með salti og pipar. Þekið laxinn með leg- inum og geymið í kæliskáp í 3-4 klst. eða þar til laxin hvítnar upp eins og hann verður þegar hann er soðinn. Setjið góðan vönd af fersku, velskoluðu salati á disk (t.d. lollo rosso, fríse og eikar- Iaufi) raðið laxasneiðum ofan á og síðan hrognum og afgangn- um af safanum af laxinum. Bor- ið fram með ristuðu brauði , ný- bökuðu brauði eða ostastöng- um. Laxasúpa með engifer, couscous og spergli Grunnlaxasoð: 1 laxahaus (tálknin og augun farlægð) 3 msk. hvítvínsedik / sítróna (ekki börkurinn) A laukur (ekki hýðið) 3 steinseljustilkar 7 dl kalt vatn 1 lárviðarlauf Allt hráefnið er soðið saman á vægri suðu í 20 mín. Það þarf að fleyta froðunni ofan af um leið og fer að sjóða. Eftir suðuna Iátið þá standa í 40 mín. áður en soðið er sigtað í gegnum fínt sigti eða dúk. Magnið ætti þá að vera u.þ.b. 4 dl. Súpan: 2 dl hvítvín (þurrt) 80 g skallotlaukur (smátt saxaður) 1 msk. olífuolía 1 tsk. rifið engifer 8 ferskir sperglar 3 gulrætur (skornar í skífur) 3 msk. couscous 200 g lax (skorinn í teninga) 2 msk. saxað koríander 1 dl rjómi Steikið laukinn í olíunni, hellið hvítvíni yfir, síðan fisksoði og engifer. Sjóðið við væga suðu í 8 mín., setjið þá couscous út í ásamt grænmetinu og sjóðið í 3- 4 mín. og hrærið reglulega í. Þá er laxinn settur út í og suðan látin koma aftur upp. Rjóman- um er þá hellt út í og súpan smökkuð til með salti, pipar og koríander. Súpan er borin fram strax og hún er góð sem forrétt- ur en einnig sem heil máltíð með góðu brauði. Lax í kampavíns- smjörsósn 800 g Iax, bein- og roðlaus (skorinn í 200 g stykki) 3 msk. smjör 2 msk. olífuolía 1 dl fisksoð 1 dl kampavín (má vera freyðivín) salt og nýmulinn pipar Hitið olíu og smjör saman á pönnu og setjið krydduð laxa- stykkin á pönnuna (roðhliðina upp) brúnið passlega og snúið stykkjunum við, takið þá pönn- una af hita og hellið víni og soði yfír og setjið í 160°C heitan ofn í 10-12 mín. Sósa: 1 dl kampavín 2 msk. skallotlaukur 2 msk. kampavínsedik 1 steinseljukvistur 5 msk. ijómi 250 g ósaltað smjör 'A msk. sítrónusafi salt og pipar Vínið, edikið, laukurinn og steinseljukvisturinn er soðið ró- lega í 5 mín.,-þá er ijómanum blandað saman \4ð og soðið áfram í 7 mín. eða þar til lögur- in fer aðeins að þykkna. Þá er mjúku smjörinu hrært saman við í smá skömmtum en suðan ekki látin koma upp. Sósan er smökkuð til með soðinu af laxin- um, salti, pipar og sítrónusafa. Sósan er þá sigtuð. Hún er út- búin rétt áður en laxinn er bor- inn fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.