Dagur - 08.11.1997, Side 17

Dagur - 08.11.1997, Side 17
J t^iir LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 8.NÓVEMBER 1997 - 33 Hún stendur rétt innan við útidym- armeð lítinnpjakk með sér, dökk- eygð með stórfalleg augu og geislandi aflífsorku. Eva Asrún heitir hún, þekkt sem útvarpskona á rás 2 og söngkona Snaranna. „Þetta er hann Valdimar, við eru svolítið sein af því að við þurftum að skreppa til læknis," segir hún og brosir. Eva Ásrún situr ekki auðum höndum. Hún er í fullu starfi sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2, syngur flestar helgar og stundum á milli þeirra og er þar að auki að gefa út plötu. „Já, það hefur verið dálítið mikið að gera upp á síðkastið," segir hún, „platan kem- ur út 10. nóvember og af því að ég á meirihluta í fyrirtækinu, þá hef- ur mest af vinnunni lent á mér. En þetta er góð plata held ég,“ bætir hún við og spilar hana fyrir blaðamann, sem er alveg hjartan- lega sammála. tug, hvað þá meira. Hún var lengi ein með eldri strákana tvo og keypti þá íbúðina sem hún er í nú. „Þetta var ekkert auðvelt, ég vann mjög mikið, ég hef alltaf unnið mjög mikið. Maður Iætur hlutina bara ganga ög staðreyndin er sú að fólk fer þangað sem það ætlar," segir hún ákveðin. Það þarf lika ákveðni til. Eva var farin að syngja með skólahljómsveit 17 ára gömul, þá í Mennta- skólanum á Akureyri. Þær tóku svo þátt í útihátíð- inni „Ein með öllu“, þrjár söngkonur og þar var Brunaliðið á stóra pallinum. Meðlimir Brunaliðs- ins tóku vel eftir þessum hressu stelpum og buðu þeim að vera með og af því að þær voru hvort sem er á leið til Reykjavíkur í nám, þá slógu þær til. Þar með var Eva komin í Brunaliðið. Eva er dagskrárgerðar- maður, söngkom, Ijósmóðirog mamma, Duglegirbræður Eva býr á efstu hæð í gömlu húsi við Nóatún og uppi í risinu eiga þeir herbergi, Albert og Magnús, stóru strákarnir hennar. Þeir hafa erft tónlistaráhuga mömmu sinnar, annar spilar á gítar og hinn á trommur. Yngsti strákurinn er þriggja ára og svo er von á nýjum strák innan mánaðar. „Það er fínt að fá einn strák enn, ég kann á þá og á allt til alls. Þeir eru duglegir þessir eldri, þeir passa litla bróður umyrðalaust og aðstoða við heimilishaldið á marga vegu,“ segir Eva. Brunaliðið Lífið hefur ekki verið neinn dans á rósum hjá Evu Ásrúnu. Hún ber það raunar ekki með sér því að það er erfitt að trúa því að þessi kona sé orðin þrí- Söngkona og ljósmóðir En Eva er ekki bara söngkona og dagskrárgerðar- maður og mamma. Hún er nefni- lega Ijósmóðir að mennt. „Eg myndi gjarnan vilja starfa sem ljósmóðir," segir hún, „en launin eru bara of lág. Ég fæ betri laun sem dagskrárgerðarmaður en Ijós- móðir og þá er valið einfalt“. Eva hefur samt unnið sem ljósmóðir alltieinu og litursamt og tekið á móti meira en hundrað j , börnum. „Mér finnst yndislegt að Vel Ut. taka á móti börnum,“ segir hún brosandi. - En hver er galdurinn við það að eiga þrjú börn, eiga von á því Qórða og það án þess að börnin séu vanrækt eða í vandræðum eins og svo víða? „Það er spurning um að sinna sálartetrinu í þeim vel, að láta sér þykja vænt um börnin sín og að þau finni það, faðma þau oft og taka þátt í lífi þeirra. Það er ekki spurning um að eyða með þeim klukkutímanum lengri tíma, heldur miklu frekar um að nota þann tíma vel sem maður hefur. Börn eru líka misjöfn og ég hef verið mjög heppin með strákana mína, þeir eru frábærir,“ segir Eva, sem að loknum barnsburði ætlar að taka sér ársfrí frá störfum dagskrárgerðarmanns, þó svo hún haldi áfram að syngja. VS Eva hefur unnid sem Ijósmóðir og tekið á móti meim en hundmð börnum. „Mér finnstyndislegt að taka á móti bömum," segir hún brosandi. myndir: hilmar bhfík/ '1 Wfcwí

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.