Dagur - 08.11.1997, Side 6

Dagur - 08.11.1997, Side 6
22- ÞRIDJUDAGUR 8.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU „Meö þvi aö kenna krökkunum fannst mér ég nálgast Júgóslavíu aftur." mynd: hörður kristjánsson. Elínborg Herbertsdótt- irhélt til ísajjarðar í ágústl996með serbó-króatísku í farteskinu. Hún hafði nefnilega tekið að sér að kenna yngstu, júgóslavnesku flótta- mönnunum íslensku. Elínborg, sem er frá Keflavík, hafði verið ráðin kennari á ísa- fírði þegar yfirmenn hennar ráku augun í það á umsókninni hennar að hún talaði serbó- króatísku. Sem von er var henni boðið að taka að sér kennslu yngstu, júgóslavnesku flótta- mannanna sem voru á leið til ísafjarðar. „Ég tala serbó-króat- ísku því ég var skiptinemi í Banja Luca í Bosníu 1990- 1991. Ég skrifaði það vitanlega á umsóknina mína þegar ég sótti um kennarastöðuna án þess að vita af því að flóttamennirnir yrðu á ísafirði og ég gæti fengið tækifæri til að kenna krökkun- um. Þetta var því allt saman al- ger tilviljun." Ætlaði ekld til Júgóslavíu Elínborg sóttist ekki eftir því á sínum tíma að fara til Júgóslavíu. „Ég var send þangað þvf ég man ekki eftir að hafa óskað sérstaklega eftir neinu ákveðnu landi þegar ég ákvað að fara sem skiptinemi. Þetta var nokkru áður en átökin brutust út en við sem vorum þarna fundum lftið fyrir einhverjum þjóðfélagsbreytingum. Ég fann t.d. ekkert í Bosníu en í Serbíu hins vegar tók maður eftir því að litið var á múslima sem annars flokks manneskjur. Það var bara eins og það væri viðhorfið al- mennt. I Serbíu máttum við ekki ferðast mikið um og það var fylgst með okkur því ástandið var ótryggt í landinu. Það voru t.d. skriðdrekar á götum Belgrad síðustu dagana okkar þar. Þrátt fyrir þetta var fjölskyldan mín ekkert að vernda mig neitt sér- staklega því hún bjóst ekki við því að neitt yrði úr þessu.“ Fjölskyldan eldaði á oprnun eldi inni í stofu Elínborg fylgdist með stríðinu í fyrrum Júgóslavíu eftir bestu getu en segir að eftir að hún kynntist fólki frá Júgóslavíu sem fylgist mjög grannt með þá hafí hún séð að hún hefði getað afl- að sér meiri upplýsinga. „Ég reyndi eins og ég taldi vera rétt. Það var t.d. íslendingur í Bosníu sem heimsótti fjölskyldu mína fyrir mig og í gegnum hann gat ég haft samband við þau í stríð- inu með bréfaskriftum og slíku. Hann gerði mér þann greiða að athuga með þau.“ Fjölskylda Elínborgar komst ágætlega út úr stríðinu eins og hún segir. „Þau töluðu aldrei um stríðið í bréfunum og það var aðallega í þau skipti sem ég náði í þau í síma sem þau sögðu mér að ekkert rafmagn væri og þau þyrftu að elda mat á opnum eldi inni í stofu og eitthvað slíkt. Það var í töluverðan tíma sem ég heyrði í þeim á þessum nót- um. En þau töluðu aldrei um deilurnar og morðin.“ Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið talar Elínborg um að sér þyki vænt um Júgóslavíu. „Þetta er fallegt land og gott fólk sem þarna býr. En það er ofsalega blóðheitt og mjög ólíkt okkur. Ég gæti aldrei sest þar að en gæti alveg hugsað mér að búa þar í einhvern tírna." Sumt gekk en annað kolféll A þeim tíu mánuðum sem Elín- borg dvaldi í Bosníu lærði hún mál innfæddra, serbó-króatísku. Hana grunaði ekki að hún ætti eftir að geta nýtt sér þá þekk- ingu hér heima á íslandi. „Það að hafa fengið að kenna krökk- unum hefur verið rosalega gott og gaman fyrir mig. Auðvitað var þetta erfítt fyrst og ég þurfti að peppa mig upp. Ég byrjaði t.d. á því að segja krökkunum að ég væri kennslustofan þeirra. Þeim fannst þetta svakalega sniðugt." Til að byrja með voru krakk- arnir í sérstökum hópum hjá Elínborgu en fljótlega voru þau sett hvert í sinn bekk með ís- lenskum bekkjarfélögum. „Þau hittust samt í tímum hjá mér en það gekk hægt því að þau töluðu alltaf á móðurmálinu. Þá fór ég að fara meira inn í bekkina til þeirra og styðja þau við það sem þau voru að vinna þar. Én þetta tók allt mikinn tíma og ég vissi lítið hvað ég var að fara út í. Prófaði mig bara áfram, sumt gekk upp en annað kolféll." Eru fárin að læra dönsku Að sögn Elínborgar voru yngri börnin fljót að aðlagast. „Þessi fjögur yngstu sem ég sá um tóku öllu mjög vel, en þau eldri voru mjög erfíð. Þau voru lengur að ná tungumálinu en það sem meira var, þau muna miklu meira frá heimalandinu og höfðu mörg hver lent í miklum hörmungum. Það sem þau hafa gengið í gegnum er eitthvað sem við skiljum ekki og erum heldur ekki að reyna. Þeim var veitt hjálp en það reyndist nokkuð erfítt þar sem svo fáir töluðu þeirra tungumál. Ég slapp vel við þessa erfíðleika því ég var bara með börnin í skólanum en túlkurinn sem var hérna á fsa- fírði lenti mikið í því að sitja undir reynslusögum og erfíðum aðstæðum. Rauði krossinn sá annars mjög vel um börnin utan skólans." í dag eru börnin ekki í sér- stökum hóptímum heldur ein- göngu inni í bekkjunum. Elín- borg kennir tveimur bekkjum og nokkrum barnanna. „Þau standa sig mjög vel. Eru meira að segja farin að læra dönsku hjá mér. Þau eru góð í íslenskunni og við tölum hana okkar á milli frekar en þeirra móðurmál. Þau eru nefnilega orðin betri í íslensku heldur en ég í Serbó-króatísku. Þegar ég hitti þau hins vegar utan kennslustofunnar tala þau við mig sitt tungumál." Nálgaðist Júgóslaviu aftur Elínborgu fínnst hún eiga heil- mikið í krökkunum. „Mér þykir mjög vænt um þau. Með þvi að kynnast þeim þá nálgaðist ég líka Júgóslavíu aftur. Fann t.d. stundum fyrir ákveðnum fárán- leika sem ég fann fyrir þegar ég var þama úti. Það komu nefni- lega upp vandamál hjá okkur sem ég mundi eftir frá því ég var úti. Þá hugsaði ég stundum..." oh, þarf ég að standa í þessu aft- ur.“ En ég hef haft gott af þessu." HBG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.