Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 19

Dagur - 08.11.1997, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 - 35 Xfc^iir LÍFIÐ í LANDINV Landogþjóð Götumynd að vestan. Þessi götumynd er úr þorpi á Vestfjörðum, en íbúar þar eru á fjórða hundrað. Yfir kauptúninu gnæfir sérstæð kirkja, sem Gunn- ar Ólafsson skipulagsstjóri í Reykjavík teiknaði, en um skeið varAndrés bróðir hans þar prestur. Andrés varö síðar kirkjuvörður I Dómkirkjunni I Reykjavík. Hvert er byggðarlagið? Kveðið um fossinn. „Þar sem aldrei á grjóti gráu / gullin mót sólu hlægja blóm / og ginnhvitar öldur gljúfrin háu / grimmefldum nista heljar-klóm.“ Hver orti svo um Dettifoss, sem hér sést. Yflr skarðið. Leiðin yfír Siglufjarðarskarð var fyrr- um farartálmi þeirra sem sóttu í þennan mikla síldarbæ. Myndin var tekin íágúst sl. og þá voru enn skaflar i Skarðinu. Samgöngur við Siglufjörð komust i raun fyrst I lag þegar jarðgöng um Strákafjall voru tekin í notkun. Hvaða ár var það og hvenær var vegurinn yfir Skarðið tekin t notkun? Islensku varðskipin eru þrjú og hér sést flaggskip þeirra, Týr, lónar á Furuljörðum á Hornströndum. Hvað heita íslensku varðskipin þrjú, og hvaða ár komu þau til landsins. Þessir fjórir sunnlensku fræðaþulir sendu allir frá sér bækur fyrir jólin 1991 og sjást þeir hér á mynd með bækur slnar. Hverjir eru þessir menn? -myndir: -sbs. 1. Fyrir nokkru hélt sr. Björn Jónsson prest- ur á Akranesi kveðjumessu, en hann er að láta af embætti sökum aldurs. Við brauð- inu tekur sr. Eðvarð Ingólfsson. En hvað heitir prestembættið á Akranes á formleg- um pappírum? 2. Hvað heitir sérkennilegt og svipmikið fjall norðan við mynni Súgandafjarðar, sem af er dregið nafn vitans og veðurathugunar- stöðvarinnar, skammt norðan þess? 3. Tveir af forystumönnum samtakanna Grósku eru þeir Björgvin Sigurðsson og Róbert Marsball. Þeir eru báðir fæddir og aldir upp úti á landi og hér er spurt hvar það sé? 4. Mikill skógur, m.a. þekktur fyrir hávaxin birkitré, er i Iandi þjóðagarðsins í Skafta- felli. Þangað er aðeins göngufæri, en það aftrar þó ekki fjölda fólks að sækja heim og skoða þennan sérstæða skóg. Hvað heitir skógurinn? 5. í Suðursveit er virkjun í eigu RARIK og er framleiðslugeta hennar 10 MW. Upphaf- lega var virkjunin byggð til að sjá byggð á Höfn fyrir rafmagni, en sú beina þörf hef- ur breyst eftir að hringtenging rafmagns- lína landsins kom til. Hvað heitir virkjun- in? 6. Hvað nafn fékk fyrsta þota íslendinga, Boing 727 þota Flugfélags íslands sem kom til Iandsins 1967, og hver var flug- stjóri í þeirri ferð? 7. Hvar í Húnaþingi bjuggu fyrstu íslensku kristniboðarnir, Þorvaldur víðförli og Frið- rekur biskup, um 3ja ára skeið fyrir um þúsund árum? 8. Hvert var kjördæmi Eysteins Jónssonar, þingmanns og síðar formanns Framsókn- arflokksins, á meðan hin gamla kjör- dæmaskipan ríkti. 9. Júlíus VífiII Ingvarsson skipar bórða sæti á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík íyrir komandi borgarstjórnar- kosningar að vori. Hver var föðurafi Júlí- usar og hvaða störf halda nafni hans á lofti. 10. Hrafn Gunnlaugsson komst í fréttir þeg- ar hann vann að upptökum á kvikmynd- inni Okkar á milli. Hann átti þá að hafa unnið óbætanleg spjöll á náttúruvætti á Suðurlandi sem þykir einstakt í sinni röð. Hvert er náttúruvættið? U53J-EUBAS J iudd,«| J,1 (JB{J U3AI] jb IS3USUIJJ53 j uinuii3Hj9S 9 uibjj uæ$ juddajj -B[ids BgBAij jba jjnds uias jEcj ‘nSuiujndsBpuXui njuiuiy giA jbas uui Bfjas gB joui jsig9| n>]iA njsngjs j Sd |Bp>|nBj-i J !S|iaÐ 9 jjofds piuun bjbij gB ijjb uoss3nB[uunj) ujbjjj 'OJ •uingojssjijjy\ 9 nuijætjEpjjaq 9 jiu>|æ|jijX guoA giaqs j8ue[ uin BjBq gB JuÁj jsæq su suEq ujbu ua ‘spjJA JEsnj|nf ijnjngoj jba ‘uossjba3u| i8[Ofj 6 •JBUOSSU9I suiojsXq imæpjgfq b[uib8 giq jea B|sXsB[n|Aj-jngng -g •iep!ÖJA j ijguiJBfqarj 9 giaqs uin n88nfq jBu^duinq Jissoq ■ [_ UOSEJJOUS SAUUBlJpf JEA JBUUOq iJ9Íjs8n[j ijsjXj 80 ‘ixBj|[n;) qiujbu jpjaj uBjoq 9 •unfqjiAJ^JBSjEfqBjjXuis '£ •jnSqqsBgBjsjBfæa 't> iddojqBÚOAdnuj) j igjBjq 9JJ jo uossgjn8iq uia -3jofa ua ‘uintX3BUUBUijs9/\ jn jo [[BqsJEpq JJaqga '£ emBö •iú!3h jn'i-0 z •[[E5[BJS3jdBQJB3 ‘IS3UBJ>)V ? g!Ijæqui3Sjsajd Jijioq g?s BSapujoj •[ !SSOJ[3S 9 jnpunjgqju nu 80 ijgfjsBigqs aj ‘uossjBuqpfjj •y upf ja ijSæq [ij js8uo[ ‘issojjag 9 jnjntjnuSEs nu 80 u3qp[E(8B5[UEq 'aj ‘uossuijsij)j jnpunui -gnQ ‘æqnsjo/\ j uosjBuosEf upjnjq ‘uinyiaqg 9 æqBSJO/\ j uossqjjig ugf jiocj iua jBddeq jissoq * •Cjæjs gB uuoj 000'P 9B J|IB !gJÁ uios sdrqsgjBA sXu igiuis uin pujouB8ui88Xq gu3A Jnjaq gndj>[S £i6l 5!JP jngSSXq jba jXx 80 8961 ‘6S6I ÖHP Jne^Xq J3 uuigp 'JÁp 80 Ji8g/ ‘uuigQ njo núcj uidiqsgjB/\ * 7.961 ?!JP ‘JB?)S !JB IZ SugSnqpjjq 80 9961 9!J9 jeuunSos |ij uio^ QjB^sjBQJBCjn|Sis jijX uuijnSoy^ * uuissoj uin IJJO OAS IUOS ‘p[£>JSB[[Bjj ‘UOSSU9f U^fjSlJ^J JBA QBcJ * *}[JABUI[9(-| £JJ J9 UBÍS3A QB UipuXuinjoS ISSOcJ ★ :JQas Fliiguveiðar að vetri (42) Eftirmiimilegir veiðifélagar (V) Einhvern tímann í veiðiferð sátum við fé- lagarnir og skeggræddum eftirminnilega veiðimenn. Sátum yfir kaffibollum, horfð- um á alhvíta jörð á tjaldstæðinu á Skútu- stöðum, sáum hjólreiðamenn skríða út úr tjöldum og reyna að hita vatn; biðum þess að súlan á hitamælinum færi yfir 0, því við nenntum ekki að veiða í frosti. Spáðum í muninn á fræknum fluguveiðimönnum: „gúrú“, „jöfri" eða „góðum veiðimanni“. Þetta var djúp pæling. Við vorum til dæmis alveg vissir um að Kol- beinn Grímsson sé „gúrú“. Gúrú er æðsta stig forfrömunar í veiði- mannasamfélaginu. Við fínpússuð- um ekki skilgreininguna á gúrú, en grundvallaratriðin voru á hreinu: Gúrú getur sá einn orðið sem a) hef- ur hannað frábærar veiðiflugur, b) veiðir sjálfur og kastar svo unun er að horfa á eða njóta samvistar við, c) miðlar af fölskvalausri gjafmildi til síðri bræðra og systra í samfélagi flugu- veiðimanna. „Jöfur“ er frá- bærlega snjall veiðimaður og umgengnisvænn í sam- félagi okkar. Ef hann hef- ur ekki hannað flugur þá kann hann öðrum fremur góðar veiðiaðferðir. Góður veiðimaður er sá sem orð- spor fer af að veiði vel, sé að minnsta kosti stöku sinnu fremri öðrum með veiðiaðferðir og miðli af reynslu. Svo skemmtum við okkur við að flokka nokkra veiðimenn. Við þekktum fáa gúrúa. Gúrú Ég fór á sjóbirtingaslóðir um daginn í fylgd manns sem ég held að ég verði að kalla gúrú. Fyrir nokkrum árum hlýddi ég á Sig- urð Pálsson málara fara orðum um sjóbirt- ing á suð-austur hominu, ár og flugur, og duldist engum að sá fyrirlesari kunni meira fyrir sér en meðaljóninn. Og hann hafði hannað einstaka flugu fyrir sjóbirt- inginn. Flugu sem allir nema ég virtust þekkja og hafa veitt á. Sem sagt: hér var kominn grundvöllur til að útnefna mann- inn gúrú. Og nú höfðu örlaganornimar spunnið mér þann vef að hafa þennan gúrú í framsætinu hjá mér og Mýrdalsjök- ull framundan baðaðan síðdegissól, Eyja- fjöllin eins og draum, og sandinn svo fagr- an að „það ætti að loka honum“ eins og meðreiðarmaðurinn sagði. I aftursætinu Pálmi Gunn sem er alltaf að leita að góð- um myndskeiðum í sjónvarpsflokk um fluguveiðar. Sigurður hannaði Flæðarmúsina. Þetta var flugan sem hann gaf mér þarna á bakka lítillar sjóbirtingsár sem við höfðum leyfi til að kanna. Og svo sem fleiri sýndi hann og gaf, en það var með sérstakri ánægju að ég fékk þessar líka fínu töku á sjálfa Flæðarmúsina, og Iandaði svo stærsta silungi sem ég hef dregið - 8 punda dtjóla sem lét freistast af þessari Sigurðarhönnun. Flæðarmúsin veiddi fyrst vel í Skaftá segir höfundur. Þá komu fiskarnir upp eins og óðir í brúnu grugginu og hrifsuðu Flæðarmúsina. Þeir gerðu það sem Sigurð- ur kallar að „bamba“ í yfirborðinu, og ég skil að sú athöfh feli í sér að vagga langs- um frá hausi og aftur á sporð og lemjast til. Hef ekki orðið vitni að „bömbun" sjálf- ur. Margir aðrir hafa veitt á flugur Sigurðar, sem skrifaði sjálfur um flugur í Þjóðviljann sáluga. Þá var aðeins ein litmynd í Þjóðviljanum á viku. Mynd af flugu vikunnar. Eftir slíkum dálki hnýtti ég eina af mínum fyrstu flug- um, Colonel Bates, sem með fylgdi sú frásögn að hún væri svo falleg að dálkahöfundurinn stæðist ekki að gefa af henni lýsingu þótt hann hefði aldrei veitt á hana. I þessari ferð okkar var Sigurður með veskið fullt af Colonel Bates; ég var of hógvær til að spyrja hvort hann hefði veitt á hana. Ég hef aldrei veitt á mína. En hann var með fleiri flottar straumflugur frá Ameríku, sérlega flott- ar, og nú fór fiskurinn að taka hjá honum: á eitt- hvað fjólublátt með hvít- um væng sem hann kallar Street walker, og er smá- fluga, og svo kom hörkutaka á rauða og gula straumflugu sem ég sagði að minnti á Micky Finn - en hann varðaði ekkert um það fiskinn sem stökk. Sigurður er einn af þessum mönnum sem kann sögu við hvert tilefni og vantar eiginlega fleiri tilefni í lífið til að sögurnar fjölmörgu fái að fljóta fram: ef sólarhring- urinn væri tvöfalt lengri dygði hann varla fyrir allar sögumar og vísurnar. Orlítið farinn að hægja á: gildur nokkuð um miðju og einhveijar innanskammir gera lífið Ieitt, verra er að svo öflugur mað- ur skuli ekki veiða samfellt af fullum þunga; ekki var hann þó skrefi á eftir okk- ur Pálma á bökkunum þessa daga. Hann stafar útgeislun úti í á sem segir að hér fari maður með vald. Nýbúinn að veita ráðgjöf vegna nýju stóru bókarinnar um íslenskar flugur og von er á alveg á næstunni. Er að vinda sér í bók sjálfur, og nú um fiskinn sem hann þekkir kannski öðrum betur: sjóbirtinginn. Þetta verður frásögn af fisk- um, ám og vötnum þama undir Jöklinum stóra, þar sem hann þekkir bæina, fólkið sem býr þar og holtin og hólamir hafa tungur. Tala ekki um hraunin. Þama sem hann hefur sjálfur tuskast við drauga og huldufólkið fær lánaða hveitilúku í kotinu sem hann gistir. Flugur, vísur, sögur, veiði. Já veiði! Það er við hæfi þegar maður hittir gúrú að sjá hann taka fjórtán punda sjóbirting á nýja ameríska straumflugu. Fjórtán pund! Um kvöldið kjötsúpa, sögur, vísur, flugur og draumar undir Lómanúpi þar sem jötunn- inn býr. Einhvem tímann í veiðiferð sátum viðfé- lagamir og skeggrædd- um eftirminnilega veiðimenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.