Dagur - 06.12.1997, Qupperneq 5

Dagur - 06.12.1997, Qupperneq 5
OMpir LAVGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 - 21 LÍFIÐ í LANDINU „Ólst upp í ævintýralegu umhverfi sem hafði mikil ahrifá mig sem ungan dreng, “ segirÁr- mann Kr. Einarsson. Hann sendirnúfrá sér42. hók sína, ævisögunaÆvintýri lífs míns. jttjs? ,■ i I ,Hef farið iheimsreisur og komiö á marga fallegustu staði heims, sem aftur hefur örvað imyndunaraftið - rétt einsog að horfa á fallegar konur, “ segir Ármann Kr. Einarsson. Hann sést hér með eintak afbók sinni. mynd: bg. „Ég ólst upp í ævintýralegu um- hverfi, sem hafði mikil áhrif á mig sem ungan dreng. Frá æskuheimili mínu, Neðri-Dal í Biskupstungum, sem var og er skammt frá Geysi og Gullfossi gátum gátum við séð Geysi gjósa, sem var oft í þá daga. Þó mikið komi út af bókum í dag les ég aðallega barna- og ungl- ingabækur og um sl. helgi fór ég að sjá leikritið Afram Latibær, sem mér fannst konungleg skemmtun. Ég held að mér hafi tekist að varðveita bamið í hjarta mínu,“ segir Ármann Kr. Einarsson, rithöfundur. ímyndunaraflið og fallegar konur Ut er komin bókin Ævintýri lífs míns, þar sem Armann segir frá sínu Iitlu af hverju sem á daga hans hefur drifið. „Ég hef Iifað ævintýralegu lífi. Farið í heims- reisur og komið á fallegustu staði heims, sem hefur örvað ímyndunaraflið; rétt einsog að horfa á fallegar konur,“ segir Ar- mann. - Hann vitnar til þess að í grein sem Sigrún Klara Hannes- dóttir, bókmenntafræðingur, sagði í grein sem hún skrifaði að merkilegt væri að maður, kom- inn á efri ár, gæti skrifað barna- bækur sem næðu hylli ungra lesenda, þó höfundur hefði alist upp við allt annan veruleika en ungir lesendur dagsins í dag. „Ég var alltaf ástfanginn upp fyrir haus og konur hafa alltaf skipað stóran sess í mínu lífi,“ segir Ármann og bætir við að einn kaflinn í bókinni heiti Ast- arhellirinn. I heild er bókin röskar 400 síður og í um 100 köflum. Þar segir Ármann meðal annars frá tilurð bóka sinna, kennarastörfum sem og lög- gæslustörfum í Reykjavík á stríðsárunum. Er þá fátt eitt nefnt úr Iífshlaupinu, sem Ár- mann gerir að umíjöllunarefni í þessari ævisögu sinni. Bókin selst vel Ævintýri lífs míns er 42. bókin sem Ármann Kr. Einarsson sendir frá sér. Um langt skeið gaf Bókaforlag Odds Björnsson- ar á Ákureyri út bækur Ármanns og hin síðari ár Ólafur Ragnars- son í Vöku-Helgafelli. Hann hafnaði hins vegar að gefa út þessa nýju bók Ármanns, þar sem hann taldi hann torseljan- lega. Hins vegar segir Ármann að þessi nýja bók sín hafi selst vel og ýmsar bókaverslanir séu farnar að panta meira: „og ég hallast að því að ég hefði átt að láta prenta fleiri bækur en ég gerði." -SBS. Ég hóf búskap árið 1942. Enga kennarstöðu var þá að fá í Reykjavík. Nú hafði ég fyrir heimili að sjá og fór að svipast um eftir vinnu. Þá rak ég augun í auglýsingu þar sem óskað var eftir lögreglumönnum. Ég sótti um starfið. Eftir að ég lauk til- skildum kröfum á lögreglunám- skeiði var ég tekinn í lögreglulið Reykjavíkur árið 1942. Kvöld eitt er við tveir vaktar- félagarnir vorum til eftirlits við höfnina kemur til okkar vakt- maður á íslensku skipi og segir okkur að tvær íslenskar stúlkur hafi farið um borð í amerískt birgðaflutningaskip. Slíkt var stranglega bannað og ákváðum við að kanna málið. Við fórum um borð í þetta til- tekna skip. Á dekkinu stóð her- maður á verði með alvæpni. Við höfðum ekkert annað en kylf- urnar og handjárnin í rassvas- anum. Við spurðum hvort íslenskar stúlkur væru um borð í skipinu. Varðmaðurinn kvaðst ekki vita til þess. Megum við fara niður og leita? spurði ég. Nei, sagði hermaðurinn og skellti saman hælunum svo glumdi í. Þá bentum við honum á að við værum í opinberum er- indum en það bar engan árang- ur. Þetta var óttaleg ldemma því við gátum ekki farið frá borði án þess að framkvæma skyldu- verk okkar. Við félagarnir ráðg- uðumst um í hálfum hljóðum hvað gera skyldi. Niðurstaðan varð sú að við skyldum bíða og sjá til hvort stelpurnar kæmu ekki upp. Tíminn var óralengi að líða. Okkur var hrollkalt að híma þarna í næturkulinu. Við vorum ekki í neinum yfirhöfnum. Við gengum um þilfarið til að reyna að halda á okkur hita en gætt- um þess þó að missa aldrei sjónir af uppganginum. Klukkan tifaði og tíminn leið. Við vorum ákveðnir í að gefast ekki upp og töluðum kjark hvor í annan. Við gátum hvorki farið né verið. Gátum ekki látið her- inn kúga okkur en vorum ekki í stakk búnir til að fara í hart. Ætli þær fari ekki að verða búnar þarna niðri, sagði ég og reyndi að slá á létta strengi. Tæfurnar skulu að minnsta kosti ekki sleppa úr greninu, svaraði félagi minn. Ætli hann sé vön grenja- skytta, hugsaði ég og greip f stigahandriðið eins og ég ætlaði að strunsa niður. Hár hvellur og hróp kvað við. Hermaðurinn hafði slegið sam- an hælunum. Mér heyrðist hann hrópa Guð eða Kjur og hann otaði að mér byssunni. Kannski ætlaði hann að senda mig inn í eiiífðina. Ekki leið á löngu þar til nýr skellur ómaði í kvöldkyrrðinni. Skýringin kom brátt í Ijós. Það voru vaktaskipti og um leið var skellt saman hælum og viðhafð- ar einhverjar serímóníur. Her- maðurinn hvarf á braut og ann- ar tók við varðstöðunni. Sá var kornungur, vart kominn af ung- lingsaldri. Það glaðnaði yfir okkur. Þessi yrði áreiðanlega ekki eins og strangur og sá fyrri. Nú fóru hlutirnir að gerast hratt. Stúlka birtist í stigagang- inum heldur illa á sig komin. Henni brá auðsýnilega þegar hún sá okkur. Hvað eruð þið að gera hérr hreytti hún út úr sér. Við erum í eftirliti hér við höfnina. Ég hélt að Iögreglan ætti að vera fólki til aðstoðar en ekki til að njósna um það, svaraði hún fullum hálsi. Þið eruð nú meiri jólasveinarnir. Þú getur sparað þér hnjóðs- yrðin, svaraði ég. Að sjálfsögðu erum við til aðstoðar þar sem þess gerist þörf. Jæja, standið þið þá ekki héma eins og sveitamenn. Far- iði heldur niður og hjálpið vin- konu minní. Sjálfsagt, en við vissum ekki að hún væri hjálparþurfi. Ég þarf ekki hjálp, sagði stúlkan snöggt og ætlaði að strunsa í land. Bíddu hæg, sagði félagi minn og greip í handlegg hennar. Við eigum eftir að taka af þér skýrslu. Ég fer niður, sagði ég og beindi orðum mínum til varð- mannsins. Nú brá svo við að hann gaf samþykki sitt með lítilsháttar höfuðhneigingu. Ég flýtti mér niður stigann. Þegar niður kom blasti við lang- ur gangur. Hvergi sá ég nokkum mann. D)t einnar káetunnar stóðu f hálfa gátt og ég varð var við einhveija hreyfingu þar inni. Ég drap á dyr og gekk inn. Það var ekki laust við að ég yrði dálítið vandræðalegur. Þarna lá bráðmyndarleg ljós- hærð stúlka með lokuð augun á einhverju fleti. Hún var allsnak- in. Athygli vakti hve hún var bijóstastór og hafði mikinn Ijós- an brúsk á venusarhæðinni. Ég bauð gott kvöld. Stúlkan ansaði ekki né opn- aði augun. Var hún kannski sof- andi? Ég ætla að hjálpa þér til að klæða þig, sagði ég og brýndi röddina. Hæ! sagði stúlkan og opnaði augun. Ég ætla að hjálpa þér til að klæða þig, endurtók ég. Stúlkan reyndi að rísa upp en féll útaf aftur. Hún var auðsjá- anlega mikið drukkin. Það lá við að mér féllust hendur. Samt tók ég í mig kjark °g byrjaði að tína saman föt stúlkunnar sem lágu á víð og dreif um káetuna. Það varð ekki hjá því komist að reyna að klæða hana. Ég greip hálfgagn- sæjar forláta blúndunærbuxur. Skálmarnar voru mjög víðar og ég velti því snöggvast fyrir mér hvernig flíkin ætti að snúa. Þú hefur farið í sparibuxurn- ar í kvöld, var rétt hrokkið út úr mér. Ég var svo klaufskur og skjálf- hentur þegar ég færði stúlkuna í buxurnar að hún lenti með báða fæturna í sömu skálminni. Ekki reyndi ég að lagfæra þetta, það varð að hafa það þótt lausa skálmin dinglaði utan á mjöð- minni. Ég fann svo pils, blússu og kápu sem ég gat troðið henni í en það var ósköp að sjá útganginn. Loks tókst mér að reisa stúlkuna á fætur og styðja hana upp stigann.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.