Dagur - 06.12.1997, Qupperneq 18

Dagur - 06.12.1997, Qupperneq 18
34 - LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Tkypir POPPLÍFIÐ í LANDINU Svelmandi, dreymandl Helga Björnsson þarf ekki að kynna. Hann hefur getið sér slíkt orðspor sem söiigvari SSSólar og sem leikari, að um hann þarf ekki að fjölyrða. Helgi hefur í seinni tíð dvalist á Italíu þar sem eiginkona hans hefur stundað nám meðan hann sjálfur hefur gætt bús og barna. En í dvölinni á Appiníuskaganum gerði sönggoðið ýmislegt fleira, t.d. dundaði við að semja lög og texta, sem nú eru komin út á hans fyrstu ein- herjaplötu, er kallast einfaldlega Helgi Björns. Fyrirfram hefðu einhverjir átt von á rokki í þeim anda sem Helgi hefur verið að skapa með Sól- inni, einfalda og góða rokkið í anda Stones og fleiri góðra krafta. En það fer hins vegar lítið fyr- ir slíku á nýju plötunni. Með Valgeir Sigurðsson sem einn af sínum helstu hjálparkokkum (var m.a. í Birthmark) hefur Helgi skapað seiðmagn- aða poppplötu, þar sem hann fer um, ljúfsár á öldum söngsins, ýmist dreymandi eða sveim- andi. Til að byrja með var þessi breytti, en jafn- framt fastmótaði svipur hjá Helga framandi áheyrnar, en með ítarlegri hlustun gegnum plötuna varð hún sífellt ásættanlegri. Mörg býsna sterk Iög eru á plötunni og við þau ágætir textar. Má þar t.d. nefna, Bleikur, (sem aðeins minnir reyndar á Sólina) Dauðinn táknar líf, Ég skrifa þér ljóð á kampavínstappa, Ég er að bíða og Mamma. Tvö þau síðastnefndu minna reynar Helgi Björnsson skilur sig frá SSSól med plötunni. nokkuð á „Bubbann" eins og þau hljóma og svo sem ekkert sérstakt út á það að setja. I heild má semsagt segja að Helga hafi tekist vel upp með þessari plötu og náð að skilja sig vel frá fyrri verkum með SSSól. Það eitt út af fyrir sig að Helgi er ekki að reyna að endurtaka fyrri formúl- ur sem reynst hafa vel, er honum til hróss. Rokk 09 rólegheít Það var eflaust mörgum ánægjuefni á síð- asta ári, að sjá „Eilífðarrokkara íslands númer eitt“ Rúnar Júlíusson standa keikan að nýju eftir erfið veikindi og senda svo frá sér plötuna með táknræna heitinu, Með stuð í hjarta. Þar var á ferðinni hin þægilegasta plata, sem Rúnar gerði með aðstoð kappa á borð við Bubba, KK o.fl. A nýju plötunni nú gerir hann svo enn betur, með fleiri og betri lögum, sem eru í senn kraftmikil og hrá í mörgum tilfellum. Heiti plötunnar er áfram táknrænt fyrir Rúnar, er blandað grípandi sveita- og poppnótum ásamt blúsuðu roldd á þann hátt sem einna best verður kosið. Þá segir þetta heiti margt um Rúnar sjálfan. Hann er kappsfullur og kraftmikill á sviðinu, en hvers manns hugljúfi og rólegheitamaður „utan vallar" og eins og áður eru svo ýmsir aðrir kallaðir til aðstoðar, m.a. Ieggja sitt að mörkum, Sverrir Stormsker, Jóhann Helgason og synir Rúnars, Júlíus og Baldur, en sá fyrr- nefndi tók plötuna einnig upp. Fastir menn t liðinu eru svo á sínum stað, Asgeir Oskarsson á trommum og Tryggvi Hubner á gítar. Tryggvi, vinur og félagi Rúnars til margra ára, stelur reyndar senunni að stórum hluta á plötunni með hráum og firnagóðum leik sín- um. Niðurstaðan er því, að enginn bílbugur er á rokkaranum Rúnna Júl og hann gerir hlutina nú sem aldrei fyrr af hjartans list. Svo má sérstaklega hrósa myndinni sem prýðir plötuna. Sýnir hún Rúnar sannarlega í sínu rétta „gullna" ljósi. Afhjartans list á vel viö Rúnar Júlíusson á nýjustu plötunni hans. Magniís Geir Guðmundsson skrifar UTOAFU FRETDR þá eru tvö af vinsælli lögum landsins um þessar mundir, Flíkið einfalt, með Vínil og Hæð í húsi með hinum bráðskemmtilegu 200.000 naglbítum frá Akureyri, að finna á hinni mjög svo spennandi og góðu safnplötu, Spírur, sem kom út fyrir stuttu. Auk þessara tveggja eiga svo fimm aðrar sveitir lög, Port, Emmet, Tristian, Stjörnu- kisi (sigurvegarar Músíktilrauna 1996 og .. . . eina sveitin sem eitthvað annað hefur gef- ■ | I ið út) og Bang gang. Samtals eru lögin 14, tvö með hverri sveit. Hinar fimm fyrst- töldu eru allar á hinum fjölbreytilegustu brautum rokksins, þar sem pönk og nýbylgja blandast saman við popp með ótvíræðum árangri. Hjá hinum tveimur, Stjörnukisa og Bang Bang er Iíka rokk í spilunum, en með dans/hip hop blæ. Sýn- ir þessi plata berlega, að íslenskt tónlistarlíf er orðið fyllilega sam- bærilegt við það sem best gerist erlendis og fái þessar sveitir og fleiri tækifæri til að vaxa og dafna virðist framtíðin í meira lagi björt. Gildir þetta raunar um margt fleira af því sem er að koma út nú t.a.m. Súrefni, Maus og Woofer. Eskimó Jóhanns H. Eftir að hafa látið lítið á sér kræla í mörg ár, sendi söngvarinn og lagasmiðurinn með meiru, Jóhann Helgason, frá sér plötuna Kef fyrir síðustu jól. Þar var á ferðinni nokkuð svo vönduð poppplata sem m.a. innhélt lagið Bid me to love er náði miklum vinsældum. Jóhann er svo aftur á ferðinni nú með nýja plötu, sem hann nefnir Eskimó. Inniheld- ur hún tíu lög, níu glæný, en svo einnig útgáfu af gamla laginu hans, Baby Jane. Allt er með miklum atvinnumannsbrag hér eins og á Kef. Einhverslags „Síð-Bítla- popp“ einkenndi Kef og áfram er það „fullorðinspopp" sem svo er stundum nefnt, sem er á dagskrá. (Tilbrigði við Elton John, Supertramp o.fl. svo eitthvað sé nefnt). Þeir sem una slíkri tónlist verða örugglega ekki fyrir von- brigðum, því Jóhanni tekst vel sem fyrr að hnýta saman grípandi laglínur í áðurnefndum stíl. Kappinn verður þó seint sakaður um að vera frumlegur, enda e.t.v. ekld að reyna að vera það. Eskimo; er fimmta einheijaplata Jóhanns, þær þrjár fyrstu, Tass, Einn og Ast- in, verða að líkindum endurútgefnar á næsta ári. ■tntkNiF | Saxadjass Hinn liðlega tvítugi saxafónleikari, Óskar Guðjónsson, vakti mikla athygli á síðasta ári er hann kom fram sem nýr meðlimur í Mezzoforte á plötunni, Monkey fields. Óskar hefur nú stigið annað skref á ferlin- um með því að senda frá sér plötu undir eigin nafni sem kallast Far. Hrár og lífleg- ur djass, sannkallaður Saxadjass, er þar á boðstólnum og verða unnendur djass ásamt fleirum áreiðanlega hinir ánægðustu með gripinn. Upptöku- maður á plötunni var Skúli Sverrison bassaleikari, sem einnig spil- ar á henni ásamt Hilmari Jenssyni gítarleikara og Matthíasi Hem- stock trommara. Skúli er sem kunnugt er starfandi í New York og fór vinnsla plötunnar einmitt að nokkru fram þar í borg. Vænnskammtur . Tvöföld geislaplata með 40 lögum hefur Iitið dagsins ljós undir nafninu, Óskalög- in. Þar er á ferðinni safn laga frá sjötta og sjöunda áratugnum, sem átt hafa það sameiginlegt að hafa notið mikilla vin- sælda í óskalagaþáttum Ríldsútvarpsins á þessum tíma og síðar, sjómanna og sjúldinga. Þarna er margt gullkornið (sem reyndar margt hvert hefur komið út áður) en meðal margra góðra flytjenda eru, Ragnar Bjarnason, Sigurður Ólafsson, Erla Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Smith, Sigríður Jónsdóttir og Sigurdór nokkur Sigurdórsson, sem einhverjir í blaðaheiminum ættu að þekkja.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.