Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 2
18-LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 LÍFIÐ í LANDINU Þó svo Hilmar Öm Hilmarsson iónlistarmað- ur sé fluttur úr landi til Damnerkur, þar scm harm semur tónlist við kvikmyndir, hefur harm aldrei hætt að vinna með gömlum vinum sínum úr Sykurmolunum. Hann hefur eftir at- vikmn kallað sér til hjálpar, Björk Guðmunds- dóttur, Einar Öm Benediktsson og Sigtrygg Baldursson og fcngið þau til að flytja tónlist við danskar kvikmyndir. En kvikmyndatónlist- in hefur ekki enn náð að skyggja alveg á ann- arskonar tilraunir, því í sex ár hafa Hilmar og Einar Emir verið að pukrast við að búa til danstónlist, sem verður loksins gefin út á geisladiski í Bretiandi í haust. Hihnar Öm og Einar Öm cm ekki einir um að flýja með tónlist- arútgáfu sina til útlanda með frumlegar tónsmíðar. Smæð íslenska markaðarins rúmar illa utangarðstónlist og þvi hafa félagamir í Reptilicus, Jóhann Eiriksson og Guðmundur Markússon, aðal lega haft sig í frammi í útlöndum. Samstarf þeirra hefur nú varað í ellefu ár og er nýjasti geisladiskmimi þcirra nýkomhm á markað. Hamt er alger meistarasmíð, eins og gestir gallerísins Fiskuriim geta kynnt sér þessa dagana. Sumir hafa líkt nýjustu afmðinni við Bristolsveitina Massive Attack, sem gcrt hefur það gott á síðustu misserum. Aðrir velta því fýrir sér livort ekki væri nær að Hkja Massive Attack við Reptilicus. Björk Guðmundsdóttir. Af Bylgjmuú berast fréttir af stórhuga útvarpsmömium sem hyggja á stofhun nýrrar útvarpsstöðvar, Mono FM, sem að sjálfsögðu verðm varpað út í stereo og nær um allt land frá fyrsta degi. Þeg- ar hefur verið sagt frá því að PáU Ósk- ar Hjálmtýsson bregðm sér í hlutverk dr. LOVE en meðal aunarra skrautfugla má nefha Ragnar Blöndal, útvarps mann af X-inu, sem verðm með morg- unþáttinn, Einar Ágúst, slagverksleik- ara í Skítamóral, og Ásgeir Kolbeins- son af Bylgjuuni. Og hvað ætlar svo enn ein útvarpsstöðin að gera? Jú, sigta út 15-25 ára aldurinn og spila tónlistina sem þetta fólk vill. Meira um Pál Öskar og það um verslunarmamiahelgina. Hann tróð upp á Ráðhústorginu á Akureyri síðdegis og söng og sprellaði. Á þessum tima dags er ungviðið á ferðinni og hópaðist að til að berja goðið augum. Eitthvað viríist Páll Öskar ekki gcra sér grein fyríi meðalaldrhium og alls kyns cnskuslettm og fúkyrði fuku af vörum hans, meðal annars við drengjahóp að hann myndi rífa af þeim eistun létu þeh ekki míkrófónsnúruna hans f friði! Mörgum var nokkuð brugðið við þessa uppákomu og ekki síst foreldrum. Mönn- um leyfist ekki allt, ekki einu sinni Páli Óskari. Rithöfundurinn og skáldkonan og kvemétt- indafrömuðurhm Fay Weldon er vel kynnt hér á landi sem víða annars staðar - og nú stödd hér heima. Jú, ísland er dásemd fræga fólksins sem hvergi fær að vera í friði. Fay ætlar að brjóta múr einscmdarinnar í dag þegar hún áritar bækm shiar í verslun MM á Laugavegi. Meha af bókrnn: í haustflóðinu koma tveh góðh vinh Dags ham á sjónarsviðið: Einar Kárason með stóra sögu, og Hallgrímur Hclgason mmi ætla að senda há sér Kvæða- kver, einhvers konar. Hlustendm Rásar 2 mcga búast við raddbreytingum um miðjan ágúst þegar sumarfólkið fer að tínast af stöðhmi og vcharfólkið kemur hm. Þamiig mun til dæmis dagskrárgerðarmaðurhm Jó- hann Hllðar hverfa af Rás 2 og taka til við framkvæmdastjórn hjá foreldrasamtökunum Heimili og skóli. Þar tekur Jóhaim Hhðar við af Unni HaHdórsdóttur, íýrrverandi formanni og hamkvæmda stjóra, sem tekin er til við veitingasölu f Borgamesi ásamt sínmn ektamamii. V Fay Weldon. Sara Dögg Jakobsdóttir er nýorðin fimmtán og varð í öðru sæti Ford keppninnar síðastliðið vor. Við spurðum hana hvemig keppnin hefði verið og hvertframhaldið yrði. Uppgötvuð á tónleikiun - Hvernig byrjaði þetta allt saman? „Eg var á tónleikum með Skunk Anansie í fýrra, og þar voru starfsmenn Eskimo models með kynn- ingu og báðu um símanúmerið mitt, sfðan fór ég í myndatöku og komst síðan í úrslit," segir Sara. Sara var að klára níunda bekk og þurfti oft að fijúga á milli, sem var dýrt og tímafrekt, en þetta hafðist allt með góðra manna hjálp. „Afi hringdi alltaf þegar hann vissi að ég þurfti að komast suð- ur á æfingar og spurði hvort mig vantaði ekki fyrir farinu," segir Sara. En þurfti hún aðfara í stranga megrun? „Nei, alls ekki,“ segir Sara og hlær. „Eg er ein af þessum sem get étið endalaust án þess að fitna, en ég hef reynt að gera einhverjar magaæfingar og hreyfa mig eitthvað aðeins en síðan drekk ég bara mikið vatn, það er mælt með því,“ segir Sara Góður andi í keppninni Sara segir að það hafi verið mjög góður andi meðal keppenda og alls engin samkeppni. „Við náðum allar vel saman og þetta var mjög góð reynsla. Keppnin byggði mig vel upp og jók sjálfstraustið," segir Sara. Enda er gott sjálfstraust nauðsynlegt fyrir þann sem ætlar að starfa sem fyrirsæta. - En fann Sara fyrir einhverri aukinni athygli í kjölfar keppninnar? „Eg fékk mikla athygli, en oftast bara góð við- brögð, allir óskuðu mér til hamingju,“ segir Sara og bætir við: „Eg fann ekki fyrir neinni afbrýði- semi, en hún var samt til staðar." Sara fékk strax verkefni í kjölfar keppninnar og ágætlega borgað að eigin sögn, en hafði ekki kost á að fara til útlanda í sumar, þar sem mamma henn- ar hefði þurft að koma með og henni fannst Sara aðeins of ung þar sem hún var bara nýorðin fimmtán, en næsta sumar er stefnt á að fara eitt- hvað til útlanda ef hún fær einhver verkefni. „Þetta verður eiginlega bara allt að koma í ljós, ef ég fæ einhver verkefni þá fer ég sennilega," segir Sara. Stefnir á háskólauám - En ætlar Sara að vera áfram á Akureyri? „Nei, það er allt of lítið gert hérna fyrir ungl- inga, það er hinsvegar frábært að alast upp á Akur- eyri þangað til maður er svona 12 ára, eftir það er ekki mikið að gera,“ segir Sara og bætir við: „Eg stefni á að fara í framhaldsskóla í Reykjavík og læra síðan barnasálfræði eða ljósmyndun og graf- íska hönnun eftir framhaldsnámið.11 - En stefnir hún á að vinna fyrir sér sem módel í framtíðinni? „Ég stefni á háskólanám og einhvern veginn sé ég ekki sjálfa mig sem módel í framtíðinni, en það er aldrei að vita,“ segir Sara Jakobsdóttir. -rut Maður vikuMiiar erbjargvættur Einhvers staðar í óminnismóðu dægranna stendur skrifað í stein að Einar Oddur Kristjánsson sé Bjargvættur. Hann var kallaðurfrá Flat- eyri einhvem tímann ífyrndinni til að hjarga þjóðinni frá aðsteðjandi óáran. Enginn man lengur hver vandinn var, enginn man lengur hvert bjargráðið reyndist, en Einar hefur verið Bjargvættur síðan. Sá eini. Nú er kominn fram annar Bjargvættur. Ástþór. Að visu hafnaði þjóðin leiðsögn hans á leiðinni til Bessastaða, en bjargráð á hann nóg: Vill kaupa Landsbankann og njóta ráða fyrrverandi bankastjóra (hver skyldi það nú vera?), og svona í forbifarten (við slettum alþjóðlega vegna umsvifa Ástþórs) vill hann miðla málum í írak. Verst að Ástþór er ekki Allaballi. Þá hefði hann nóg að gera. Ástþór: á leið í Bjargvættatal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.