Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 - 23 það að láta liggja sem allra best á mér.“ - En hefur þér ekki stundum fundist óþolandi þessi krafa sem fólk gerir til húmorista um að þeir séu alltaf skemmtilegir? „Sú krafa er óbærileg. Lilja mín spurði mig fyrir nokkrum dögum: „Af hverju finnst þér alltaf svona leiðinlegt að vera skemmtilegur?" Og sannleikur- inn er sá að mér finnst stundum drepleiðinlegt að vera svona rosalega skemmtilegur." Róleg mmvtnna - Af hverju gerðistu leikari? „Eg var búinn að reyna að vera í læknisfræði, guðfræði og fór til Þýskalands til að reyna að verða tannlæknir, og þar að auki hagfræðingur." - Reyndirðu þetta allt og gafst upp á þvt? „Eg gafst upp. Þannig að ég hugsaði með sjálfum mér: „Ég verð að fá mér einhverja rólega innivinnu“. Þess vegna gerðist ég leikari.“ - Varstu lítill námsmaður? „Ég held ég hafi bara verið tossi. Jæja, ég las þó fimmta og sjötta bekk í menntaskóla utan skóla á einum vetri og það gekk.“ - En er skóli hannaður fyrir skapandi fólk? „Það held ég ekki. Allavega rakst ég svo illa í skóla að það var verra en tárum taki. Ég var rekinn sjö sinnum úr Mennta- skólanum á Akureyri. Maður var lokaður inni klukkan tíu á kvöld- in og hafði stanslausa þrá til lífsins og tilverunnar. Ég var sí- fellt að brjótast út úr heimavist- inni, inn á kvennavistina, út úr kvennavistinni og inn á heima- vistina aftur að ekki sé nú talað um kommúnisma og fyllirí. Mér fannst þessi skóli sérhannaður fyrir lítil sveitabörn sem komu í skólann á haustin með viðkomu í kaupfélaginu og voru eins og englabörn allan veturinn og datt aldrei annað í hug en það sem þeim átti að detta í hug.“ - Skólar eru náttiírlega skelfi- legar stofnanir og það segi ég sem gömul kennslukona. „Þeir eru skelfilegir fyrir fólk sem eitthvert púður er í.“ - Þú sagðist hafa gerst leikari til að fá góða innivinnu. Þetta var vel orðað svar en segðu mér í einlægni af hverju þú gerðist leikari. „Ég veit ekkert um það. Mér fannst þetta bráðnauðsynlegt á þeim tíma og það má náttúrlega rekja til þess að maður er at- hyglissjúkur og guð má vita hvað. Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um það. Ég bara varð leikari og vann við það í fjörtíu ár með engum umtalsverðum árangri og allt í fínu lagi með það.“ - En hvort snýst leiklist um tækni eða innlifun eða er hún sambland af þessu? „Þarna er banalt spurt af því þú ert ekki leikkona. En ef ég svara fyrir sjálfan mig þá býst ég við að ég hafi vanrækt hljóðfærið. Ég var í svo mörgu. Ég var að leik- stýra í útvarpi og ég var að skrifa. Ég býst við að ég hefði náð meiri ár- angri sem leikari ef ég hefði pass- að betur upp á búkinn - hljóðfærið og með þessu á ég í raun og veru við þá tækni sem þú ert að tala um. Ég er ekki þekktur maður vegna þess að ég hafi slegið í gegn sem Rómeó eða Odipus á sviði. Ég sló í gegn í orðsins fyllstu merk- ingu í framhaldsleikriti eftir Agnar Þórðarson. Þar lék ég gæja sem hékk á Langabar í miðbænum og þótti eftirminni- legur. Þegar ég var á gangi í bænum komu krakkar á eftir mér og hermdu eftir persón- unni. Þetta var á þeim tímum þegar allar götur tæmdust með- an framhaldsleikritin voru á dagskrá útvarpsins. Ég fékkst mikið við leikstjórn framhalds- leikrita sem oft voru í léttara kantinum og ég býst við að mörgum menningarvitunum hafi þótt þetta nokkuð plebbaleg framleiðsla. En mér fannst þetta gaman á þeim tíma. Nú finnst mér þetta ekkert skemmtilegt. En ég er líka orðinn nokkuð kallalegur. Mér finnst flestir vera vitlausari en ég. Mér Ieiðist það því það gefur til kynna að ég sé orðinn forstokkaður. Pabbi minn sagði oft við mig: „Það er eins og það sé ekki nokkur hugsun á bak við nokkurn einasta hlut. Ég fékk krampakast af hlátri því mér þóttu orð hans svo fáránleg. Nú hanka ég mig á því að vera að segja við Olaf son minn: „Það er eins og það sé ekki nokkur hugs- un á bak við nokkurn einasta hlut.“ Og hann bara hlær. C’est la vie.“ Fegiirðin grætir - Segðu mér, hvað er besta frammistaða sem þú hefur séð á sviði? „Sannleikur- inn er sá að ég hef séð alveg ókjör af leik- sýningum, bæði hér heima og erlendis. I minningunni situr ekkert eft- ir utan sýning- ar sem hægt er að telja á fingr- um annarar handar. En þegar maður sér slíka sýn- ingu þá býr maður að því til ævi- loka.“ - Nefndu mér dæmi um sltka sýningu. „Ég sá uppfærslu Peter Brook á Jónsmessunæturdraumi London og ég breyttist í aðra og betri mann- eskju við að sjá þá sýningu. I San Fransisco sá ég Þrettánda- kvöld og það var jafn heillandi sýning. Einu sinni sá ég Tartuffe í París. Ég kann ekkert í frönsku og skildi ekki orð en ég grét og hló af hrifn- ingu. Ennþá dreymir mig þessar sýningar en ég get ekki skilgreint ná- kvæmlega hvað það var sem hreif mig svo óskaplega. Eins er það þegar ég hlusta á fallega tónlist. Einu sinni var ég að hlusta á Brand- enburgar-konsertana á tónleik- um í London og allt í einu fann ég að tárin voru farin að streyma í stríðum straumum. Oðrum þræði er ég grenjuskjóða en grenja þó aldrei nema þegar ég hrífst og er glaður. Nema hvað, þar sem ég er soddan „karl- menni“ þá vildi ég ekki að neinn sæi að ég var farinn að vatna músum og reyndi að harka af mér. En þá fann ég að ég var að fá ekkasog og greip í stólbríkina og hélt mér fast. Það munaði engu að ég færi að grenja eins og ungabarn með látum. En ég slapp við illan leik.“ - Er Bach eftirlætistónskáld þitt? „Að sjálfsögu eins og margir gömlu meistararnir. En samt er Mozart minn maður. Ég veit ekkert af hverju. Mér finnst munurinn á honum og öllum öðrum tónskáldum vera sá að Mozart er músikin meðan aðrir hafa verið að semja músik. Sá maður hefur borið gæfu til að vera innblásinn af Guði almátt- ugum. Merkilegt nokk þá held ég að á efri árum sé mér farið að finnast sú tegund tónlistar un- aðslegust sem samin hefur Guði til dýrðar.“ - Elvað með bækur? Þú lest mikið, hvað lestu? „Ég les allan djöfulinn. Ég er alæta á bækur, leggst stundum í skönlitteratur og eða reyfara og alls konar rusl. Ætli ég sé ekki eins og þú með það. Það þykir sjálfsagt banalt að segja það en ég hef meira dálæti á Halldóri Lax- ness en nokkrum öðr- um höfundi. Hér sitja menn á kaffihúsum og diskútera Halldór Lax- ness. Æ! Mér finnst hann vera yfir gagn- rýni hafinn. Nýlega var ég að lesa bækur Guðjóns Friðriks- sonar um Jónas frá Hriflu og þar er grein sem Sigurður Nordal skrifaði um Jónas. Hún er magnað meistaraverk. Þegar á fjörur mínar rekur svona falleg- an stíl þá verð ég himinglaður. Þetta sér maður ekki nógu oft. Nú er ég að koma af fjöllum og hef hugsað mér að slappa ræki- lega af og líta í Laxdælu." - Yfirstéttarsnobbið i Laxdælu hefur alltaf farið dálítið í taug- arnar á mér. „Okkur sem finnst það í lagi en ykkur almúg- anum þykir þetta afleitt." Þú hefur skrifað þó nokk- uð sjálfur. Hverju sækistu eftir þegar þú ert að skrifa? „Það sem mig hefur alltaf langað mest til er að ná tökum á íroníu, að skrifa eitt og meina annað. Konunni minni er alveg djöfullega við íroníu, hún vill að maður meini allt sem maður segir og ekkert hehátis röfl með það. Það eru tvær manneskjur sem ég veit að hafa verið á móti íroníu og það eru Lilja og Sören Kirkegaard." - Ég held að Kirkegaard sé í góðum félagsskap. En minnumst aðeins á gagnrýni, hvernig tek- urðu henni? „Mér þykir frekar óþægilegt ef ég verð illa fyrir barðinu á gagn- rýnendum. Það er bara mann- legt að sárna ef að manni er veg- ið og auðvitað er nákvæmlega sama hvort gagnrýnandinn hef- ur rétt fyrir sér eða ekki. Ég hef gegnum tíðina verið ósammála gagnrýnendum sem hafa skammað mig en hjartanlega sammála þeim sem hafa hlaðið mig lofi. Satt að segja þykir mér sárgrætilegast við gagnrýni þeg- ar hún er sett fram af lítilli þekkingu. Það kemur stundum fyrir." Dauðans angist - Þú verður sjötugur á næsta ári. Veltirðu aldrinum ekki sérstak- legafyrir þér? „Ekkert sérstaklega. Finnst þér ég ekki vera tiltölulega eðli- legur í útliti miðað við aldur?“ - Þú litur út fyrir að vera miklu yngri en aldurinn segir til um. „Ég var einmitt að fiska eftir komplimenti. En ég get sagt þér að ég hef alla tíð reynt að gera einungis það sem mér finnst gaman.“ - En er það ekki fjárhagslega óhagkvæmt? „Ég er forríkur maður." - Og hvað áttu? „Ég á bæði hús og jarðir, hlutabréf og innistæður í bönk- um. Gott ef ég á ekki gull í stöngum." - Segðu mér af hverju þú flutt- ist upp i Borgatfjörð? Vildirðu barafá að vera ifriði? „Satt að segja var það alltaf draumur að eyða efri árum uppi í sveit. Svo var mér farið að þykja gauragangurinn og hasar- inn í miðbænum ógeðfelldur. Flugvöllurinn fór einhver ósköp í taugarnar á mér, manni sem er svo flinkur að láta hluti ekki fara í taugarnar á sér. Það fer í taug- arnar á mér hvað það er margt sem fer í taugarnar á mér.“ - Eg verð að spyrja þig um dauðann sem er svo merkileg staðreynd að það er furðulegt að fólk skuli ekki velta honum meira fyrir sér en það gerir. „Ég er undirlagður af dauðans angist. Sérstaklega þó þegar ég vakna á morgnana. Þá dettur mér oft í hug að ég ætti að fara fram úr og skjóta mig í hausinn. Um Ieið finnst mér þessi hugs- un svo drepfyndin að ég kemst í gott skap. Ég vil í raun og veru ekki drepast. Mér finnst ég hugsa mikið um dauðann. Það lifir enginn dauð- ann af en ég velti því ekld fyrir mér hvað gerist eftir að ég er dauður. Ég held að það sé bara vegna þess að ég reikna ekki með neinu framhaldslífi. En kannski er ég bara svo latur að ég nenni ekki að velta þessu fyrir mér. Maður kemst hvort eð er ekki að neinni nið- urstöðu." Það má semsagt segja að þú munir ekki deyja sátt- ur? „Við skulum spyrja að leikslokum en mér þykir ólíklegt að ég sættist nokkurn tímann Hð manninn með ljáinn." „Ég erundirlagður afdmidans angist. Sérstaklega þó þegar ég vakna á morgnana. Þá dettur mér oft í hug að ég ætti aðfarafram úrogskjótamigí hausinn. “ Lilja mtn spurði mig fyrir nokkrum dögum: „Afhverju finnstþér alltafsvona leiðinlegt að vera skemmtilegur?" Og sannleikurinn er sá að mér finnst stundum drepleiðinlegt að vera svona rosalega skemmtilegur." „Efmanni tekstað komastyfir erfiðustu árinísambúðþá er maður í höfn og ekkert er eins yndislegt og líf karls og kellingarsem kemur sæmilega saman og þykirvænt um hvort annað. Það ergæfa að fá að eldast saman og drepast nánast ífaðm- lögum. “ erum yfirstétt „Ég hefgegnum tíðina verið ósammálagagn- rýnendum sem hafa skammað mig en hjart- anlega sammála þeim sem hafa hlaðið mig lofl. “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.