Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 21

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 21
RAÐAUGLÝSIN A T V I N N A Viljum ráða ábyggilegan mann í starf lagerstjóra. Nokkur tölvukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 460 3433 eða 460 3434. Efnaverksmiðjan Sjöfn Sjúkraþjálfari Starf sjúkraþjálfara við Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga er laust til umsóknar frá 1. sept- ember nk. eða eftir samkomulagi. Áhugavert starf og góð iaun í boði fyrir réttan aðila. Ódýrt húsnæði til staðar. Umsóknir sendist Guðmundi H. Sigurðssyni framkvæmdastjóra fyrir 10. ágúst, en hann veitir einnig nánari upplýsingar í síma 451 2348 eða 451 2393. Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga. Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, Hveragerði Hjúkrunarfræðingar • sjúkrallðar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili sem tekið verður í notkun 1. desember 1998. Getum útvegað húsnæði og leikskólapláss. Umsóknir berist fyrir 1. september nk. í Hverahlíð 23b, 810 Hveragerði. Nánari upplýsingar gefa Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri, í síma 483 4289 til 15. ágúst og Ragnheiður Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 483 4471 eftir 15. ágúst. Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi. Varnarliðið Hjúkrunarfræðingur Varnarliðið óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa við heilsuverndardeild sjúkrahússins á Keflavíkurflugvelli. Starfssvið • Annast heilsuvernd starfsmanna varnarliðsins. • Aðstoð við læknisskoðanir íslenskra og bandarískra starfsmanna varnarliðsins. • Veitir þjálfun og fræðslu. Hæfniskröfur • Reynsla og eða menntun á sviði vinnuverndar æskileg. • Mjög góð enskukunnátta. Vinnutími • 38 stundir á viku, unnið í dagvinnu. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ. Sími 421 1973. Símbréf 421 5711. Á sama stað liggur frammi starfslýsing sem nauðsynlegt er að umsækjendur kynni sér. Umsóknarfrestur er til 19. ágúst nk. ^ Kennarar Vissuð þið að... - Grundarfjörður er fallegt sveitarfélag á norðanverðu Snaefellsnesi, í rúmlega 2ja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. - Ibúar Grundarfjarðar teljast á tíunda hundraðið og hefur fjölgað mikið siðustu ár. - Grundarfjörður er vaxandi byggðarlag og þar er næg atvinna. - í Grundarfirði starfar Grunnskóli Eyrarsveitar, með um 200 nemendur næsta haust í 12 bekkjardeildum. - Kennarar í Grunnskólanum eru samheldið og öflugt lið, sem m.a. undírbjó þróunarverkefni sl. vetur með yfirskrittina „Um námstækni - lestrarfærni - markvissari vinnubrögð nemenda með öflugu samstarfi nemenda, foreldra og kennara". Verkefninu verður hleypt af stokkunum í haust. - Nemendur tíunda bekkjar voru yfir landsmeðaltali í öllum greinum samræmdra prófa nú i vor, m.a. með meðaleinkunnina 7,4 í stærðfræði. - í Grundarfirði starfar öflugur tónlistarskóli sem flutti fyrir skömmu í nýtt og glæsilegt húsnæði, tengt grunnskólanum og iþróttahúsinu. -1 Grundarfirði er góður leikskóli með fleiri leikskólakennurum en finnast víða annars staðar. - Grundfirðingar eru duglegt og áhugasamt fólk sem er þekkt fyrir að nýta sam- takamátt sinn í þágu góðra málefna. Meðal þess sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur er að stofna foreldrasamtök um eflingu félagslífs og félagsþroska ungling- anna á staðnum (átakið Tilvera) sem staðið hefur tyrir öflugu félagsltfi og marg- víslegum viðburðum sl. tvo vetur og m.a. fengið foreldraverðlaun landssamtak- anna Heimilis og skóla. Einnig hafa þeir stofnað lúðrasveit og Samtök um tvíefl- ingu tónlistarskólans, sem m.a. hefur staðið fyrir söfnun, tónleikum og hljóðfæra- kaupum fyrir skólann fyrir u.þ.b. 1 milljón króna. Foreldrafélög, félagasamtök og margvíslegir klúbbar og hópar hafa í gegnum tíðina látið til sín taka í uppbygg- ingu staðarins og lagt lóð á vogarskálarnar til að gera sveitarfélagið okkar að líf- vænlegri byggð. - Grunnskóli Eyrarsveitar í Grundartirði óskar eftir að ráða kennara í almenna bekkjarkennslu, íþróttir, raungreinar, handmennt (smíði og hannyrðir) á næsta skólaári. Hringið og kannið málin! Nánari upplýsingar gefa Anna Bergsdóttir skólastjóri í síma 438 6511 og Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri í síma 438 6630 og 438 6605. Umsóknir sendist sveitarstjóranum í Grundarfirði, Grundargötu 30, 350 Grundarfirði. Sveitarstjórinn í Grundarfirði. Kennarar, kennarar, kennarar Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri óskar eftir að ráða nú þegar til starfa kennara í almenna kennslu og íþróttir. Kynnið ykkur málin! Arndís Harpa skólastjóri, símar 483 1141 og 483 1538. Kennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skóla- ár til að kenna ensku og fleiri greinar. Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri verða um 50 í 1.-10. bekk. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og gott húsnæði á lágu verði er til reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131. FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Á AKRANESI auglýsir: Kennara vantar í: • Hjúkrunarfræði, % staða • Rafvirkjun fullt starf • Þýsku, 'A staða Ráðið verður í störfin frá 1. ágúst 1998 og kennsla hefst 24. ágúst. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst. Umsóknir skulu sendar Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, Vogabraut 5, 300 Akranesi (ekki er þörf á að nota sérstakt umsóknareyðu- blað). Heimasíða: http//:rvik.ismennt.is/~fva/ Upplýsingar eru veittar í símum 431 2544 / 431 2528. Skólameistari. G A R Grunnskólakennarar Við Grundaskóla vantar ennþá kennara til að sinna almennri bekkjarkennslu í 1. og 8. bekk (2 stöður). Vakin er athygli á að Akraneskaupstaður hefur gert sérstakt samkomulag við kennara bæjarins. Góð vinnuaðstaða er fyrir kennara og þróttmikið skólastarf. Verið er að vinna að mati á skólastarfi og fleira skemmtilegt er á döfinni. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í vs. 431 2811, hs. 431 2723 og 899 7327 (Guðbjartur Hannesson). Umsóknarfrestur framlengdur til 11. ágúst nk. Menningar- og skólafulltrúi. Það rignir ekki tvö sumur í röð! Kennara vantar til starfa við Egilsstaðaskóla. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, kennsla á unglingastigi og raungreinar. í Egilsstaðaskóla stunda um 280 nemendur nám undir leiðsögn 30 starfsmanna. í skólanum ríkir góður starfsandi og metnaður. Húsnæði til staðar á góðum kjörum. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 471 1632 og aðstoðarskólastjóri í sfma 471 1326. Sláturhús - Selfossi Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða verkamenn til starfa í sláturhúsi félagsins á Selfossi, í sláturtíð sem hefst í byrjun september. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfsstöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri á Selfossi í síma 482 1192. Löglærður fulltrúi sýslumanns Laust er starf löglærðs fulltrúa sýslumannsins á ísafirði. Umsóknir berist undirrituðum, sem einnig veitir upplýsingar um starfið eigi síðar en 20.ágúst 1998. Tveir löglærðir fulltrúar starfa við embættið. Helztu verkefni þess sem nú er óskað eftir eru nauðungarsölur, aðfarargerðir og þinglýsingar. Um er að ræða fullt starf lögfræðings sem heyrir undir sýslumann. Um kjör fer í samræmi við kjarasamninga SLÍR og fjármálaráðherra. Æskilegt er að sá umsækjandi sem ráðinn verður geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. ísafirði, 6. ágúst 1998, sýslumaðurinn á ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.