Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 10
26 - LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 LÍFIÐ í LANDINU Xte^íir Önnur veröld í Það erekki langt milli íslands og Grænlands. Himinn og hafskilur að menningu þessara landa. Hin vestrænu gildi og veiðimennska eiga ekkigóða sambúðísinni Grænlendinga og það skapar margvíslegfé- lagsleg vanda- mál sem áber- andi eru í landinu. Tæpum tveimur tím- um frá því við fórum frá Reykja- vík var ient í Kulusuk á Græn- landi. I þessu byggðarlagi þar sem enn er við lýði margt af því sérstæða í grænlensku mannlífi sem ástæða þykir til að sýna ferðamönnum. Enn róa karlarn- ir í Kulusuk og fanga sel sem þarna er megin- málið í þessari eilífðarbaráttu mannanna; að hafa í sig og á. En fólkið í Kulusuk borðar reyndar sitthvað fleiri en selkjöt, í Konunglegu dönsku einokun- arversluninni, sem þarna er með útibú, fæst svínakjöt frá Danmörku, Maggi-súpur, kók í bauk og Guð má vita hvað. af. Harla fátt hefur breyst í byggðarlaginu síðustu aldir en það var í kringum árið 1880 sem danski skipstjórinn Gustaf Holm braust á möstruðu skipi sínu í gegnum hafísinn til Kulusuk- eyju og hafði þar uppá fólki sem hafði til þess tíma harla lítið haft af öðrum að segja. I kjölfarið fóru að koma til Kulusuk og helstu nærliggjandi Krakkar í Kulusuk. byggða til dæmis læknar, trú- boðar og kennarar. Með öðrum orðum var jarðýta sett á gildi hins frumstæða veiðimannasam- félags, enda þó það hefði vissa kosti í för með sér. Eða það finnst mörgum velmegunar- þenkjandi mönnum. Gildihins frumstæða Kulusuk stendur á samnefndri eyju sem er á svonefndu Ammassalik-svæði við austur- strönd Grænlands. íbúar á svæðinu öllu, þar sem eru sjö smáþorp, eru um 3.500 talsins. Kulusukbúar eru um tíund þar Sitthvort byggð.arlagið. Það er hægara sagt en gert að jarðsetja þá látnu í Kulusuk og stundum þarfað nota höggbora til að taka graf- irnar sem sjaldnast eru dýpri en einn metri. Fjær sést til húsanna í bænum, þar sem þeir lifandi eru og ef til vill andi þeirra látnu. Björnsson, leiðsögumaður hjá Islandsflugi, en félagið flýgur í sumar sex ferðir í viku til Kulusuk með ferðamenn. „Þeir sem ég hef kynnst í Kulusuk eru veiðimenn að eðli og upplagi, en vilja líka vera í sátt við hin vestrænu gildi. En það að vita ekki í hvorn fótinn á og má stíga og það tel ég einmitt að hafi skapað mörg hinna fé- lagslegu vanda- mála sem eru áberandi á Græn- landi; til dæmis drykkjuskap. Menn eru einn daginn að fanga sel með þeim frumstæðustu að- ferðum sem þekkj- ast en síðan ganga menn strax á eftir að nægtaborði vestrænnar menn- ingar. Fá til að mynda sendingar 120 sjónvarps- stöðva í gegnum ---- gervitungl. Þessar andstæður rugla fólk í ríminu,“ segir Halldór. Allt ðnnur veröld Að sögn Halldórs koma á ári hverju um 15 þúsund ferða- menn til Grænlands, þar af um 30 prósent þeirra í dagsferðir til Kulusuk frá Reykjavíkur- flugvelli. Segist Halldór trúa því að ferðaþjónusta á þessu svæði muni efl- ast mikið í næstu fram- tíð, enda sæki ferðafólk í sífellt ríkari mæli, al- mennt talað, í óspillta náttúru og frumstæða veröld einsog þarna er. Það geti til að mynda verið stórkostlegt fyrir veiðimenn að koma þarna út því í ám og vötnum á Ammassalik- svæðinu sé gnótt fiskjar. Þá hefur nýlega verið reist stórt og glæsilegt hótel í Kulusuk. „Ferðamenn lýsa því sem stórkostlegri upplif- un að koma til Græn- lands. Þeir tala um allt aðra veröld og það er al- Tómarúm í samfálaginu „Það hefur að mínum dómi skapast visst tómarúm í græn- Iensku samfélagi vegna þess að hinum gömlu gildum hefur ver- ið ýtt til hliðar," segir Halldór veg rétt hjá þeim,“ segir Halldór Björnsson um hinn grænlenska veruleika sem er Iangt Ijarri Is- lendingum í raun, en ekki nema tvo tíma í flugi. -SBS. Trommudans fyrir túrista. Húsin í bænum. í Kulusuk er flest með frumstæðum hætti, einsog til dæmis húsin í þorpinu. Fyrir utan þau standa kajakar og hundasleðar, sem eru mikil- vægustu samgöngutækin í þorpinu. myndir: sbs. Fiskimenn i Kulusuk hafa á síðustu sumrum gert út á að flytja ferðamenn úr þorpinu og að flugvellinum, sem er um tíu mínútna sigling, þar sem þræða þarfá milli ísjaka- og spanga. Það er ekki laust við að manni hafi dottið í hug sú magnaða kvikmynd Titanic þegar millijakanna var farið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.