Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 8 . ÁGÚST 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU ífyrra kom út Ijóðabókin Gegnum einglymið. í bók- inni ertefltsaman órímuð- um og rímuðum Ijóðum. Ég kveð dyra á tvílyftu einbýlishúsi við Hafnarbrautina í Hafnarfirði, kona kem- ur til dyra. „Þú ert að fara að hitta Halla,“ segir hún og ég jánka því. Ég gleymi mér við að skoða myndir í stofunni, og hrekk við þegar sterldegur maður með grá- sprengt hár gengur inn. Þetta er maður- inn úr málverkinu. Hann kynnir sig, Har- aldur Magnússon múrarameistari. Sauðþrár í sjálfsútgáfu Haraldur er Svarfdælingur, fæddur árið 1931. Móðir hans, Anna Sigfúsdóttir, lést úr berklum þegar hann var 12 ára og ólst hann upp á hálfgerðum flækingi. „Það var ekki óalgengt í þá daga,“ segir hann. Skáldagáfan er úr móðurættinni. Harald- ur tileinkaði bókina móður sinni, og yrkir aldarminningu um hana. Aldarminning móðir kær þinn mátt afást máfinna. Kær er minning kristaltær sem koss til vina þinna. Anna fór ung til Kaupmannahafnar og lærði þar söng, leiklist og vefnað. Þegar hún kom heim giftist hún og eignaðist börn. A þeim tíma þýddi ekkert fyrir ung- ar konur með börn að ætla sér að leika og syngja, það varð að hugsa um heimilið. Haraldur minnist þess að á bernskuheim- ilinu hafi verið vefstóll og þar hafi móðir hans setið og ofið. Hún söng fyrir börnin og sagði þeim sögur. Þannig kynntist Haraldur sagnalistinni ungur, og hann byrjaði snemma að yrkja. „Ég skrifaði sögur og Iét þær í pappakassa. Heimilis- fólkinu á bænum fannst að sér sneitt með þessum kveðskap, hann varð því eld- inum að bráð. Ég var hnugginn mjög og grét í marga daga,“ segir hann. Margir frændur Haralds eru mjög rit- færir. „Sá frændi minn sem ég held mest uppá er Vilhjálmur Stefánsson, land- könnuður. Amma mín sagði alltaf að ég minnti svolítið á hann. Ég væri sauðþrár eins og Vilhjálmur. Þess vegna var mér aldrei neitt um hann í æsku. En þegar ég fór að kynna mér ævi hans nánar þótti mér vænna um hann. Það er einkenni i minni ætt að við vitum hvað við viljum og vinnum að því af einurð." Þegar Haraldur var ungur maður mál- aði hann, og í stofunni hjá honum hangir eina málverkið eftir hann sem hann á. Hin lentu á flakk. Nú er hann hættur að mála og býr einungis til myndir úr orð- um. Hann yrkir um stjörnur, sól og tungl. Meðal annars um Venus. Sj ónva rpstjaman hefur bliknað með aldrinum Ástarstjarnan glóir í vestrinu tilbúin með skært blik. Ljóðabókina Gegnum Einglyrnið gaf Haraldur út sjálfur. Skuggsjá gaf út smá- sagnasafnið Ospina og ýlustráið og barnabækurnar um Ragga litla komu út hjá bókaútgáfunni Iðunni. Haraldur segir að Ragga bækurnar hafi orðið þannig til að hann fór að segja barnabörnum sínum sögur, eins og móðir hans hafði gert, og síðar skrifað sögurnar niður. Brian Pilk- ington myndskreytti bækurnar. Haraldur segist fá fullskapaðar hugmyndir að bók- unum frá upphafi til enda. Skáldskapareðlið er eins og eðli kattarins sem veit ekki afhverju hann eltir mýsnar, hann bara gerir það, “ segir Haraldur Magnússon, skáld, íþróttafrömuður og múrarameistari. mynd: pjetur st. arason. Frónbúans fyrsta barnaglingur „Skáldskapareðlið er eins og eðli kattar- ins sem veit ekki af hveiju hann eltir mýsnar, hann bara gerir það,“ segir Har- aldur. ,/filli ég hafi ekki verið svona þriggja, fjögurra ára þegar ég samdi fyrstu vísuna hún var ekki merkileg, hún var einföld: Hani hvað þú segja / þú ekki þakka fyrir þig / það ég gera.“ Brauðstrit- ið varð síðan skáldskapnum yfirsterkara. Hann segir það líka vera rikt í afabörnum sínum að yrkja, ljóðlistin gangi í erfðir. Haraldur kastaði fram stökum þegar hann var unglingur og fram á fullorðins- ár. Þegar hann ætlaði að hæla sér af því síðar, var búið að eigna öðrum vísurnar. Því gaf hann eignahlut sinn í þeim kveð- skap. „Það sama kom fyrir Hörð Zóphaní- asson, góðvin minn og frænda. Því ákváð- um við að gefa sjálfir út ljóðin okkar. Hans bók kom árinu á undan minni.“ I fyrra vor fór Haraldur á námskeið í ljóðagerð hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands. Hann hafði einungis ort undir hefðbundnum hætti áður en hann fór á námskeiðin og segir að þar hafi hann lært að yrkja óhefðbundið. En um ljóðlistina gildi það sama hvort sem hún sé bundin í form eða ekki. Til þess að semja Ijóð þarf að hafa hugmynd. Hann segir að óbundna ljóðið sé að mörgu leyti betra en það bundna, því með myndmál- inu sé hægt að ná mörgum góðum setn- ingum sem ekki sé hægt að njörva niður í bundið mál. „Ég gat alveg farið með ljóðabók á markað- inn þar sem allt var rímað, en mér fannst að það vantaði helm- inginn af skáldskapn- um. En ég ætlaði að reyna að hanga í þeim áratug sem ég skrifaði á. Þannig fannst mér að ef ég gæfi bara út fer- skeytlur væri ég kannski nokkrum áratugum á eftir.“ Að læra að klippa Haraldur segist hafa mjög mikla trú á námskeiðum sem Endurmenntunar- stofnun Háskólans heldur fyrir almenn- ing. Haraldur segir að Rithöfundasambandið megi taka sér Endurmenntunarstofnun til fyrirmyndar. Ef það kæmi jafnt til móts við þá sem væru að fikra sig áfram á hinum grýtta vegi ritlistarinnar og Háskólinn, væri vel að verki staðið. Rithöfundalaun eru kap- ítuli útaf fyrir sig. Þau eiga að þjóna því hlutverki að menn geti helgað sig hugðar- efnum sínum en þurfi ekki að vera að þeytast eins og útspýtt hundskinn útum borg og bý til að hafa í sig og á. Það hefur verið sagt að barnabókahöfundar eigi sér- lega erfitt uppdráttar hjá Rithöfundasam- bandinu og að ekki sé litið á barnabækur sömu augum og aðrar bókmenntir. „Það má segja að innan Rithöfundasam- bandsins séu ákveðnir landsliðs- menn sem óttast að ef fleiri verði teknir inn minnki styrkir til þeirra, og þeir missi athyglina. Þegar Þorgrímur Þráinsson fékk barnabókaverðlaun- in breyttist viðhorf- ið til hans. Þeir sem höfðu áður gagn- rýnt hann þögðu. Því þeir sem einu sinni komast í landsliðið fara ekk- ert úr því aftur, þess vegna er þessi hræðsla meðal þeirra." Margirþakka fyrir ljóðin Haraldur segðist ekki vera harður sölu- maður. Honum liggur á að koma ljóðun- um sínum frá sér og vill birta allt sem hann skrifar. Með aldrinum bætist einnig við orðaforðann. „Menn á mínum alderi þora að tjá sig af því þeir eru búnir að fá gagnrýni á sjálfan sig en það hafa ung- lingar ekki fengið.“ Náttúran er Haraldi hugleikinn en einnig yrkir hann um samband kynjanna. Hann Ieikur sér að orðum í Ijóði sem heitir kona. Minkaskinnið í kápunni klæðir eigandann. Eiginmaðurinn strýkur kápuna mjúkum höndum. Hún er rándýr. Haraldur segir að viðtökur bóka sinna hafi verið mjög góðar, reyndar svo góðar að hann trúði því ekki í fyrstu. Margir hafi hringt í hann og þakkað honum fyrir ljóðin. Góðar viðtökur séu reyndar ekkert nýtt fyrir hann. Þegar hann sendi frá sér smásagnasafnið Ospina og ýlustráið hafi hann fengið gefins Osp sem er í garðin- um hjá honum, og á hverjum jólum fái hann sent heim jólatré frá fjölskyldu sem hreifst af bókinni. Haraldur á fjögur börn og barnabarna- hópurinn fer stækkandi. Hann vinnur enn sem múrari og er auk þess afkasta- mikill rithöfundur. Það er eins og maður- inn geti alltaf fundið tíma fyrir áhugamál sín. Hann segist hafa dvalið í fimm vikur á Flórfda hjá dóttur sinni. Þar hafi hann skrifað sögur og ljóð. Það má vænta nýrra bóka frá Haraldi á árinu. ljóðabókar og enn einnar bókar um Ragga; Raggi í Sól- arlandinu. ,JEtli ég hafi ekki veríð svona þríggja,jjögurra ára þegarég samdifyrstu vísuna hún varekki merki- leg, hún vareinfóld: Hani hvað þú segja þú ekki þakka fyrirþig þaðéggera.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.