Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 8
24 - LAVGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 Xfc^nsr LÍFIÐ í LANDINU Grenivík læturekki mikið yfir sér en í þessu litla þorpi blómstrar mannlífið - og ástin þvífólksfjölg- un erþartalsverð. Hvað erþama ogaf hverju í ósköpunum kýsfólk að búa á Grenivík? Margrét fæddist í Miðgöröum þar sem hún rekur nú veitingasöiu og gistingu. Gróska á Grenivík Grenivík. Eitt krummaskuðið enn. Með þess- um huga fóru blaðamaður og Ijósmyndari Dags í þetta tæplega þrjú hundruð manna þorp á norðurslóðum þar sem veturnir eru kaldir og snjóþungir og haf- golan allsráðandi á sumrin. En fólkið sem þarna býr er hlýlegt og í Ijós kom að á Grenivík er eitt og annað að sjá. Elsta húsið i hreppnum Við hittum fyrst fyrir konu að nafni Margrét Jóhannsdóttir. Hún og eiginmaður hennar Oddgeir Isaksson, ásamt börn- um og tengdabörnum, eiga og reka veitingastofuna og gistihús- ið Miðgarða á Grenivík. „Ef við hefðum vitað hversu mikil vinna og kostnaður fylgdi þessu hefð- um við aldrei farið út í þetta,“ segir Margrét. „Þetta er elsta húsið í hreppnum og það er búið að rífa gríðarlega mikið af gömlum húsum. Húsafriðunar- nefnd komst í þetta og kveikti eiginlega í okkur með að reyna að halda þessu við. Þetta kostaði mjög mikið og við urðum að fá einhverja innkomu, þess vegna fórum við út í þennan veitinga- rekstur og gistingu. Þannig var upphafið á þessu.“ Margrét segir kröfurnar frá hinu opinbera mjög miklar. „Það þurfti Ijóra vaska í eldhúsið, brunastiga út úr hverju herbergi og tvö eldhólf svo dæmi séu tek- in. Þetta er að mörgu leyti til- gangslaust að mínu mati. Kvikni í þá fuðrar húsið upp á hálftíma hvort eð er.“ Fæddist í húsinu Afi og amma Margrétar byggðu húsið upphaflega og er elsti hluti þess frá árinu 1914. Mar- grét fæddist sjálf í húsinu. Þar sem glæsileg veitingarstofa stendur nú var áður hlaða og þar voru tvær kýr í fjósi fram undir 1960. „Svo voru skíthús inn vetur, annars höfum við gert þetta meira og minna sjálf.“ Fyrsti hluti hússins var opnaður á síðasta sumri og síðan hefur smám saman verið að bætast við. Nýja veitingastofan var svo opnuð í apríl síðastliðinn. Ekki er þó allt búið því enn á eftir að klæða tvær hliðar hússins að utan. I Mið- Dapurt sumar Þó að rekstur Miðgarða sé ærið starf sinna hjónin einnig öðrum störfum. Oddgeir rekur rækju- bát og Margrét starfar hjá Grýtubakkahreppi en er í fríi þar í sumar. Margrét og fjölskylda hafa ekki farið varhluta af döpru veðri í sumar á Norðurlandi og aðsókn verið lítil fyrir vikið. „Þetta er búið að vera mjög dap- urt sumar. Veðrið er búið að vera leiðinlegt og menn nenna ekkert að hanga hér. Það er ósköp eðlilegt að fólk sé á ferð- inni þar sem sólin er, það gerir maður sjálfur. En það gekk mjög vel í fyrrasumar. Það var grfðar- legur íjöldi fólks sem kom hing- að, aðallega aðkomumenn. Und- anfarin sumur hefur komið hingað mikill ijöldi ferðamanna. Þetta er örugglega fólk sem er búið að fara mikið um Iandið, hringveginn en er farið að skoða annað Iíka. Það er óhætt að segja að hér sé mjög fallegt og þetta er einstaklega snyrtilegt þorp. Það er umtalað.“ Miðgarðar. Elsti hluti hússins er frá árinu 1912. þar undir og í dag eru klósettin á þeim stað þannig að þetta heldur sínu gamla hlutverki," segir Margrét og hlær. Húsið er allt hið glæsilegasta. Það er alfarið úr timbri og hefur verið gert upp á mjög haglegan máta. Það heldur vel sfnum gamla blæ. „Við vorum með þrjá iðnaðarmenn hjá okkur sfðastlið- görðum er boðið upp á veitinga- sölu og svo eru fimm vel búin svefnherbergi á efri hæð hússins. Þá hefur færst í aukana að stórir hópar komi í mat. „Sonur minn er kokkur og hann sér að mestu um þessa hópa. Ég, dóttir mín og tengdadætur sjáum svo um hina almennu veitingasölu. Þetta er al- gert fjölskyldubatterí." Gistiaðstaðan í Miðgörðum og má sjá. er glæsileg eins Gönguferðir út í Fjörður Við þökkuðum Margréti fyrir skemmtilegt spjall og lítum því næst inn í Jónsabúð og hittum þar fyrir Jón Stefán Ingólfsson og Hermann Gunnar Jónsson, en þeir, ásamt Heimi Asgeirs- syni, reka Fjörðunga ehf. Þeir félagar hafa verið með fjögurra daga gönguferðir út í Fjörður og Látraströnd sem hafa mælst vel fyrir. Lagt er upp frá Grenivík á bíl- um upp að svokölluðu Gili en eftir það er ferð- ast á tveimur jafnfljót- um. Hinar eiginlegu Fjörður, Hvalvatnsfjörð- ur og Þorgeirsíjörður eru gengnir, þá Keflavík- in og loks er gengið inn Látraströndina. Ferðinni lýkur með sundferð á Grenivík. Hestar bera tjöld, dýnur og svefn- poka. Vistir eru fluttar bátleiðis á náttstaðina. Ferðalangurinn þarf því aðeins að koma vel klædd- ur og vel búinn til fóta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.