Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 Bamiðbýr að brjósta- gjöralla ævi Hjálparbrjóst, sem stundum er notað til að örva mjólkurframleiðslu móður. Freyja Magnúsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, Ijósmóðir og hjálparmóðir. Brjóstamjólk erbestafæða nýfæddra bama, því í henni em öll nauðsynleg næringar- efni sem bamið þarfnast. En brjóstagjöfer ekki meðfædd heldurþarfað læra hana. Hjálparmæður er félagsskapur mæðra með reynslu, sem eru til taks allan sólar- hringinn fyrir allar mylkar mæður. „Við erum til taks allan sólahringinn, veitum fræðslu, stuðning og gefum góð ráð varð- andi brjóstagjöf," segir Freyja Magnús- dóttir, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og hjálparmóðir og bætir við: „Félag hjápar- mæðra er ekki félagsskapur fagfólks, held- ur félagsskapur mæðra sem vilja miðla sinni reynslu." Brjóstamjólkurframleiðslan er eins og lögmálið um framboð og eftirspum. Því meira sem barnið sýgur því meiri mjólk framleiðir móðirin. „Hún þarf að drekka vel; vera í ró og næði, vera vel hvíld og fá stuðning, hvatningu og fræðslu,11 segir Freyja. Brjóstið er best Fyrsta mjólkin, broddurinn, er þykkur, gulur og inniheldur Ijölda næringarefna og mótefna gegn sýkingum sem eru barn- inu nauðsynleg. „Það er mikilvægt að barnið sé lagt á brjóst sem fyrst og oftast eftir fæðingu," segir Freyja og bætir við: „Við notkun snuðs, er barnið oft búið að uppfylla sog- þörfina, og er því áhugalaust þegar kemur að brjóstagjöfinni. Einnig kemur mikil ábót (þurrmjólk) í veg fyrir að eðlileg mjólkurmyndun komist í gang.“ Brjóstabörn fá síður meltingavandamál, þau verða síður blóðlaus, eru oftast værari og fá síður ofnæmi, astma, exem eða fæðuóþol, og síðast en ekki síst býr barn- ið að samverunni alla ævi. Stálmi, sárar geirvörur og samdrátta- verkir eru algengir í byrjun brjóstagjafar, en ganga fljótt yfir. Mylkar mæður þurfa að huga vel að mataræði og sumar þurfa að forðast mik- ið kryddaðan mat, lauk, sítrusávexti, skel- dýr, kál, sælgæti, kakó og gosdrykki. Einnig er eindregið mælt með að forðast reykingar og neyslu áfengis. Vandamál við brjóstagjöf Ef móðirin framleiðir ekki næga mjólk handa barninu af einhveijum orsökum er oft hægt að kenna um þreytu eða stressi; barnið lagt of sjaldan á brjóst, eða það tekur vörtuna illa eða rangt. Einnig geta komið stíflur í mjólkurgöng eða sýking, og þá þarf að leita til læknis. Getnaðarvarnarpillur geta haft áhrif á mjólkurframleiðslu, en þrátt fyrir að blæðingar hcfjist ekki strax eftir fæðingu getur konan samt haft egglos og orðið ófrísk. Getnaðarvarnir eru því mikilvægar strax eftir fæðingu. F.kki gefa eftir klukkiumi „Það á ekki að gefa barninu eftir klukk- unni, heldur bara þegar það er svangt,“ segir Freyja. „En ef barn þyngist ekki nóg þarf það kannski tíma til að drekka fylli sína, eða vantar eftirmjólkina sem mesta næringin er í. Þá getur líka þurft að leggja barnið oftar á brjóst og jafnvel vekja það til að drekka,“ segir Freyja. Gott er að hafa barn á brjósti í 9-12 mánuði, en móðir og barn verða að ákveða það í sameiningu hve lengi brjóstagjöfin varir. HEILSUMOLAR Karlar fá líka átröskim Átröskun er oft talin bundin við konur en erlendar rannsóknir sýna að það er ekki rétt. I Bandaríkjunum eru karlar fimm til tíu prósent þeirra sem þjást af anorexíu, Iystarstoli, og tíu til fimmtán prósent þeir- ra sem þjást af búlimíu eða Iotugræðgi. Það eru einkum karlmenn sem hafa verið feitir sem börn sem eiga á hættu að fá átröskun, einnig karlar sem stunda íþrótt- ir þar sem iðkendur verða að vera grannir. Starf getur aukið áhættuna. Meiri líkur eru á að fyrirsætur, Ieikarar og skemmti- kraftar fái átröskun en aðrir hópar. Þá þykir ljóst að hommar eru í áhættuhópn- um enda er talið að til þeirra séu gerðar kröfur á sömu nótum og kvenna hvað út- litið varðar. Meðferðin við átröskun mið- ast við konur enda hafa þessir sjúkdómar yfirleitt verið tengdir við konur. Sæði í póstkröfu Einstæðar kon- ur og lesbíur á Norðurlöndun- um geta fljótlega keypt fryst sæði í póstkröfu og eignast börn. Stærsti sæðis- bankinn í Skandinavíu, Cryos í Danmörku, ætlar að fara að selja „gerið það sjálf'-pakka með frystu gjafasæði í póstkröfu en í dag selur bankinn einungis sæði til sjúkrahúsa £ op- inberri eigu og einkaeigu. Stjórn fyrirtæk- isins tekur ákvörðun um þetta innan tíðar en danski heilbrigðisráðherrann hefur Iát- ið hafa mjög hvetjandi ummæli eftir sér og því eiga menn von á að þetta verði sam- þykkt. Fari sæðisbankinn að selja sæði í póst- kröfu getur það valdið erfiðleikum því að danskir læknar mega aðeins meðhöndla konur sem búa með körlum og samkvæmt sænskum lögum má sæðisgjafinn ekki vera nafnlaus. Eftir því sem best verður séð hér á landi má tæknifrjóvgun aðeins eiga sér stað á löglegri heilbrigðisstofnun. Það virðist ekkert mæla gegn því að ein- stæðar konur og lesbíur kaupi sér „gerið það sjálf‘-pakka frá Cryos og reyni þannig að komast framhjá lögunum, sérstaldega ef þarna er raunverulega um „gerið það sjálf'-pakka að ræða. Kynsjúkdómar Eins og í síðasta pistli held ég áfram um- Ijöllun minni um helstu kynsjúkdóma. Smitun, einkenni og meðferð þeirra. I þessum pistli mun ég ijalla um lekanda, herpes og sárasótt. I skrifum mínum um kynsjúkdóma hef ég stuðst að mestu Ieyti við bók um Alnæmisvarnir sem Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Menntamálaráðuneytið gáfu út í saman- tekt Sóleyjar S. Bender hjúkrunarfræð- ings í desember 1988. Lekandi Sýkingunni veldur bakterían Neissería gonorrhea. Smit- un á sér stað við kynmök og beina snertingu við sýkt svæði, svo sem kynfæri, munn og endaþarm. Einkenni koma oftast fram 2-7 dögum eftir að smitun hefur átt sér stað. Flestar konur og margir karlmenn eru einkennalaus. Einkenni sem fylgja gjarnan sýkingunni geta verið aukin útferð frá þvagrásaropi karla, leggöngum kvenna og/eða endaþarmsopi og sviði við þvaglát. Berist sýkingin til eggjaleiðara getur hún valdið verk neðarlega í kviðarholi með hita og slappleika. Sé sýkingin ómeð- höndluð getur viðkomandi smitað aðra og valdið ófrjó- semi, liðverkjum og liðbólgum. Móðir sem er sýkt á með- göngutímanum getur smitað barnið við fæðingu og vald- ið hjá því augnsýkingu, sem ómeðhöndluð getur leitt til blindu barnsins. Meðferð er sýklalyf fyrir báða aðila og engin kynmök fyrr en að meðferð Iokinni. KYNLIF Halldóra Bjarnadóttir skrifar Herpes Kynsjúkdómnum Herpes veldur veiran HSV II (Herpes simplex II). Smitun á sér stað við kynmök og beina snert- ingu við blöðrur eða opin sár, svo sem á ytri kynfærum, rasskinnum og endaþarmi.Einkenni koma fram 2-20 dög- um eftir smitun og geta þá gjarnan lýst sér eins og flensa með bólgnum eitlum, hita og slappleika. Síðar verður vart við kláða eða stingi líkt og þegar frunsa er að myndast á því svæði sem blöðrumar myndast. Blöðr- urnar verða síðan að sárum líkt og frunsur. Töluverður sársauki getur fylgt blöðru- og sáramynd- uninni. Sárin eru til staðar í 1-4 vikur, þá hverfa þau, en veiran verður áfram til staðar í líkam- anum og getur blossað upp öðru hvoru á sama stað og þá sérstak- lega þegar viðkomandi er undir miklu álagi. Ef. ekki er leitað læknis getur viðkomandi smitað aðra og sýkt móðir getur smitað barn í fæð- ingu sé hún þá með opið sár og getur sú smitun leitt til skaða á miðtaugakerfi barnsins. Engin lyf uppræta sýkinguna, en til eru lyf sem draga úr henni. Hægt er að meðhöndla einkennin með verkja- lyfjum, köldum bökstrum og setböðum. Konum sem sýkst hafa af Herpes er hættara við leghálskrabbameini og er því ráðlagt að fara reglulega í krabbameinsskoðun. Engin kynmök fyrr en sárin eru að fullu gróin. Sárasótt Sárasótt, eða Syphilis öðru nafni, orsakast af bakteríunni Treponema pallidum. Smitleið er við kynmök og beina snertingu við sýkt sár eða útbrot. Einkenni sárasóttar skiptast í þrjú stig. Á fyrsta stigi koma einkenni fram 1-12 vikum eftir að smitun hefur átt sér stað. Sár myndast þar sem smit varð, svo sem á getnaðarlim, í leggöngum, á vörum, tungu eða endaþarmi. Sárin hverfa 3-6 vikum síðar, þó engin með- ferð sé gefin. Bakterían leggst þá í dvala og tekur sig síðan upp aftur og er þá sárasóttin komin á annað stig 1-6 mán- uðum eftir að smitun hefur átt sér stað og lýsir sér þá með flensulíkum ein- kennum með eitlastækkunum, hita, særindum £ hálsi, útbrotum á bol, lófum og iljum og jafnvel hárlosi. Sé sjúkdóm- urinn enn ómeðhöndlaður kemur þriðja stig sjúkdómsins oft ekki fram fyrr en 3- 15 árum eftir smitun og getur bakterían þá hafa borist til alls lfkamans og valdið varanlegum skaða á lfffærum eins og hjarta, æðum, mænu og heila. Ef ekki er leitað læknis getur viðkomandi smitað aðra og sjúkdómurinn þróast áfram, ef hann er ekki meðhöndlaður á fyrsta eða öðru stigi og valdið dauða. Sýkt móðir getur smitað barn á meðgöngu. Meðferð felst f sýklalyfjagjöf fyrir báða aðila. Engin kynmök fyrr en að meðferð lokinni. Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunarfræðingur og skrifar um kynlíf fyrir Dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.