Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 - 27 M a tar I ga m íjo crO UMSJÓN: GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR Súpa í brauði ernýjung á veitingastöðum. Brauðið er erfitt að baka svo að það haldi súpunni en súpurerað sjálfsögðu hægtað laga eins og hvervill. Guðjón Gestsson, vert á Svarta kaffinu, gefur hér uppskrift að súpu sem best er í brauði en líka fín í skál. Ekki er vitað hvaðan súpa í brauði er upprunnin en Guðjón Gestsson getur sér þess til að það sé frá austurhluta Evrópu, kannski Ung- verjalandi eða Rúmeníu. Það er að minnsta kosti víst að ekki er þessi matur frá Suöur-Evrópu, löndum á borð við Ital- íu, Frakkland og Spán og ekki frá brauð- löndunum í Skandinavíu. Guðjón segir að erfitt sé að baka brauð undir súpu heima því að svo erfitt sé að finna heppilega aðferð til að láta brauðið halda súpunni. Hann segir að starfsfólkið á Svarta kaffinu geri allt sjálft en baki ekki brauðið þvi að svo erfitt sé það. Þau hafi þurft að láta gera margar tilraunir áður en besta brauðið og bakstursaðferðin fundust. „Hjá fyrstu kúnnunum lak súpan niður. Það þarf að fylgjast með brauðinu eins og kornabarni í bakstrinum," segir hann. Guðjón gefur hér uppskrift að ljúffengri kreólasúpu sem lfldega er aettuð frá kreól- unum, spænskum innflytjendum í Banda- ríkjunum. Súpa í brauði er nýjung á veitingastöðunum. Hér sést brauð með kreólasúpu innan borðs, afar matarmikil og góð súpa. Creole súpa fyrir 8-10 3 dósir Hunt’s Stewed tómatar 2 Iitlar dósir tómatpuré með hvítlauk 1 dós nýrnabaunir, safanum hellt af og baunirnar skolaðar 1 dós baby maís, skorinn í bita ef vill og safinn settur með 4 laukar sneiddir 7-8 söxuð hvítlauksrif 1 púrrulaukur sneiddur 2 knippi brokkolíblóm 1 gul paprika, söxuð 1 rauð paprika, söxuð 2 stk. rauður chilipipar, saxaður og kornin notuð líka 3 1 vatn 1 Iítil dós Oscar kjúklingakraftur 'á tsk. Hickory reykt salt 2 msk. Italian Seasoning 1 búnt söxuð steinselja 400-500 g beikon, saxað og steikt Þykkt er með svolitlu maisenamjöli, sem hrist hefur verið með vatni. 3-4 msk. hlynsíróp eða eftir smekk Þétt og gróft brauð Efninu í súpuna er blandað saman í sömu röð og uppskriftin er. Súpan er látin sjóða nokkra stund og auðvitað getur hver og einn kryddað eftir smekk. Guðjón segir að súpan sé matarmikil og góð og best sé að bera fram með henni efnismikið, þétt og gróft brauð, jafnvel súrdeigsbrauð. Guðjón Gestsson vert gefur uppskrift að kreólasúpu. Hann getur sér þess tii að súpan sé ættuð frá austurhluta Evrópu og Bandaríkjunum. Ágrillið Kolagríllið sést æ sjaldnará íslenskum heimilum því að margireiga og notagasgrill. Kolagrillið stendurþójylli- legafyrir sínu, það er bara spuming um að kunna að nota það. Hérkoma nokkur ráð jyrirgrillhaustið. Teinar úr tré gjarnan liggja í bleyti dágóða stund áður en maturinn er þræddur upp á. Hitinn í kolunum er góður þegar kolin eru orðin jafngrá að lit. Gott er að dreifa ferskum kryddjurtum áður en grillunin byrj- ar. Það gefur auka- bragð. Nauðsynlegt er að þrífa grindina á grillinu vel með bursta og sniðugt er að pensla teinana með olíu áður en maturinn er settur á grillið. Ef teinarnir eru úr tré er langbest að láta þá liggja í vatni í 30 mín- útur eða lengur áður en byrjað er að þræða matinn upp á þá. Sniðugt er að þræða kjöt eða fiskbita sér upp á teina, litríka grænmetisbita sér og svo gefur það Ijölbreytni að vefja beikoni utan um litlar kartöflur og þræða líka upp á teina. Svo er fiskur grillað- ur heill sérlega ljúf- fengur, til dæmis sil- ungur eða lax. Það þarf bara smá salt og pipar og þá er máltíð- in tilbúin. Einnig má setja smjörklípu, chilli, lime eða sítrónu, hvítlauk og vorlauk og fleiri kryddtegundir inn í Grillaður banani í hýðinu með ís. Svona er ban- aninn góður! fiskinn og grilla. Ávextir eru sér- lega góðir grillaðir og við mælum með því að grilla banana í hýðinu. Aðra ávexti má vefja inn í álpappír, til dæmis epli og perur og skvetta yfír líkjör eða rommi, og grilla. Síðan má setja ískúlur með á Heilgrillaður fiskur disk og bera fram. Namm! með fyllingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.