Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 16
. rs r\ Y *» V ' I i ?> n 1' a » i' »' * m' ' 1 32 — LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 LÍFIÐ í LANDINU Ð^ur Dettifoss í maimsmynd ^^^■■■■1 Ómar Ragnars- JÓHANNESAR- son er engum Iíkum, nema ef vera skyldi sjálf- um sér, eða öllu heldur einhverj- um af þeim fjöl- mörgu fígúrum sem í honum búa, því maður- inn er ekki ein- hamur. Þessi fyrrverandi rauðhærði ærslabelgur og allsheijarsnilling- ur heldur áfram að koma þjóð sinni á óvart. Og nú síðast í vik- unni þegar hann birti einstæða sjónvarpsupptöku af eitt þúsund tonna ísklumpi hrynjandi við ís- helli í Kverkljöllum. Og Ómar var meira að segja búinn að reikna út líkurnar á því að hægt væri að ná slíkum myndum. Heimsfrægir myndatökumenn í nátturlífsgeiranum lifa oft Ianga ævi í voninni um að ná slíkum myndum en ná ekki. En Ómar okkar var á staðnum. Hann er alltaf á staðnum þegar hlutirnir gerast. Sans Ómats fyrir snjó Þetta einstæða íshrun beint fyrir framan myndavél Ómars Ragn- arssonar er reyndar merkilegt rannsóknarefni. Ef maðurinn væri ekki þekktur af heiðarleika þá lægi hann ugglaust undir grun um að hafa laumað nettri dínamitstöng í sprungu í ísstál- inu og sviðsett atburðinn. En því er sem sé ekki til að dreifa, Ómar er ekki amerískur æsifréttamaður. Ef maður tryði á slík fyrirbæri þá gæti manni dottið í hug að Ómar sæi fyrir óorðna hluti, hefði yfirskilvitlegt fréttanef og væri miklu meiri miðill en Þórhallur miðill sem skynjar helst að ömmur eru gjarnan gamlar konur og grá- hærðar, þegar honum tekst best upp. Það er líka morgunljóst að Ómar er í öflugu sambandi við náttúruöflin eftir áratuga náin kynni af þeim og hugsanlega hefur hann numið einhveija strauma úr jöklinum sem hvöttu hann til að láta myndbandið rúlla á réttu augnabliki. Að hann sé með svona háþróaðan sans fyrir snjó og ís, líkt og dansk/grænlenska söguhetjan Smilla. En raunar skipta þessar vangaveltur engu, heldur sú staðreynd að Ómar náði að festa þennan atburð á filmu og færa þjóð sinni og fleirum. Kubburitm Rúbfks Ómar Ragnarsson er held ég þekktasti maður á Islandi síðast- liðna áratugi. Sem skemmti- kraftur, sem íþróttafréttamaður, sem þáttagerðarmaður, sem rallökuþór, sem flugmaður, sem hagyrðingur, sem rithöfundur, sem textasmiður, sem lagahöf- undur, sem söngvari, sem Ieik- ari, sem sókarnefndarformaður, sem margra barna faðir, sem guð má vita hvað. Hann er eins og kubburinn Rúbiks, fletirnir svo margir að erfitt er að raða honum saman í heildstæða mynd. Ómar hefur sennilega átt samskipti við fleiri Islendinga en nokkur annar landi hans. Og flestir kunna skemmtilegar sög- ur af honum, oftar en ekki sögur sem hann hefur sjálfur sagt, en einnig sögur sem byggja á sam- skiptum viðkomandi við mann- inn. Sá sem hér situr við tölvu hefur nokkrum sinnum orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta Ómar og hefur ævinlega verið notaleg og andleg upplyft- ing. Rauðhærður arabi? I fyrrasumar slóst ég i för með enskri konu á níræðisaldri að Dettifossi. Þar hafði hún fallið og fótbrotnað fyrir fáum árum og sá þvi ekki fossinn og hafði dreymt um að koma aftur og upplifa þetta mesta vatnsfall Evrópu áður en ævi lyki. Og var hér stödd í boðsferð vegna þessa. Skilaboð höfðu borist þess efnis að Ómar Ragnarsson væri á leiðinni og vildi spjalla við gömlu konuna og afmynda við Dettifoss. Konunni var sagt að þarna færi frægasti fréttamaður á íslandi og héti Ómar. „Omar? Er þetta innflytjandi, kannski arabi, eins og nafnið bendir til?“ spurði sú gamla. Og setti að förnuautum hennar hlátur við tilhugsunina um fyrrverandi rauðhærðan araba. Við dvöldum Iengi við fossinn og gamla frúin var hugfangin. Ekkert bólaði á Ómari og því var ákveðið að bíða ekki lengur og halda af stað. Heyrast þá skruðningar ofan af hæðinni og Ómar kemur á vælandi ferð nið- ur skriðuna og hoppar millum kletta eins og sauðdrukldn stein- geit með skelfingu lostinn myndatökumann í eftirdragi. Hann renndi sér fótskriðu að gömlu konunni þar sem hún stóð á bjargbrúninni, rak hljóð- nema í andlit hennar og sagði: „My name is Omar, how dou you like Dettifoss?" Engu mun- aði að gamla konan steyptist aft- ur fyrir sig og ofan í gljúfrið þeg- ar svo óvæntur míkrófónn var rekinn með látum í andlit henn- ar. En eftir örskamma stund var eins og hún og Ómar væru gamlir grannar að hittast eftir langan aðskilnað, sambandi var komið á og sú gamla lét móðan mása líkt og hún væri að tala við trúnaðarvin eða sálfræðing og viðtalið heppnaðist hið besta. En í miðju viðtali leit Ómar á úrið sitt og sagði: „Eg þarf að vera kominn í Hornafjörð eftir 10 mínútur og ég er á Lödu sport. Rlessuð og sæl frú mín góð, það var gaman að kynnast þér.“ Og þar með var hann rok- inn eins og fyrrum rauður stormsveipur og hvarf handan hæðardrags á leið til Horna- Ijarðar. Gamla konan starði í forundr- an á eftir þessu þjótandi nátt- úrufyrirbæri og sagði svo: „Ef mér skjöplast ekki því meir, þá fór þarna Dettifoss í manns- rnynd." SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.