Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 - 35 LÍFIÐ í LANDINU í miðbænum. Mynd þessi er tekin í mið- bæjarkjarna eins aföflugustu kaupstöðum landsins, kannski einum af fáum stöðum þar sem virkilegur miðbær, með þeirri menning- arflóru sem því fylgir, er til. Hver er staðurinn? Á vatninu. Síðustu sumur hefur verið boðið uppá siglingar um Þingvallavatn og er myndin tekin i einni slíkri ferð á dögunum. Hér er spurt hvar í röðinni yfir stærð stöðu- vatna landsins er Þingvallavatn og hvaðan kemur meinhluti þess vatns sem streymir inn í það. Horft heim að höfuðbóli. Fyrir si'o sem einum áratug komu afþví fréttir að til bæjar þess á Norðurlandi sem hér sést á mynd, gæti Ronald Regan, þáverandi forseti í Bandaríkjunum, rakið ættir sínar. Engum sögum fer afþví afhvaða frægum norð- lenskum ættum forsetinn væri, en fréttir af þessu vöktu mikla athygli ekki síst vestan- hafs. Hver er þessi bær sem hér sést? Veiðimaður. Sá maður sem hér sést á mynd með veiðistöng sína á bökkum Ölfus- ár hefur síðustu tólfárin verið bæjarstjóri á Selfossi, sem nú er reyndar orðinn hluti af Árborg; sem næryfir Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri og hinn gamla Sandvíkurhrepp. Hver er veiðimaðurinn sem hér er spurt um? Undir Nípunni. Víða um land má sjá sér- stakar kynjamyndir í náttúrunni, svo sem í Hrunamannahreppi þaðan sem þessi mynd er. Nípan er hamarinn kallaður sem bær þessi stendur undir, - en hvað heitir hann? 1. Hvar á landinu er Hofmannsflöt? 2. Hver er nýbakaður bæjarstjóri á Isafirði? 3. Milli hvaða tveggja kauptúna á Vestijörð- um er vegurinn yfir Hálfdán? 4. Spurt er um ætt af Norðurlandi sem hefur á að skipa heilum urumul af þingmönnum, læknum og hagyrðingum, sem og fjöldan- um öllum af mönnum sem eru snjallir hagyrðingar. Hver er ætt þessi? 5. Hvað heita þau áberandi fjöll sem sjást vel frá Borgarfirði eystra og oft eru nefnd í sömu andrá og kauptúnið sjálft? 6. Hvar á landinu er Gullkista. 7. Fyrir um tveimur áratugum var gerð sjónvarpsmyndin Fiskur undir steini sem fjallaði um menningar- snautt mannlíf í byggðarlagi úti á landi. Mynd þessi varð afar um- deild og þótti þeim sem staðinn byggja að sér vegið. Hvert var þetta byggðarlag? 8. Hvaða fyrirtæki var aðalaverktak- inn við gerð Hvalfjarðarganganna? 9.1 hvaða bók Gunnars Gunnarsson- ar kemur sá víðfrægi smali, Fjalla- Bensi, við sögu? 10. Hvað heitir verslunarstaðurinn í Fljótum, sem er við leiðina úr Skagfirði til Siglufjarðar? Svör: •sesjija^ '01 •n8os piA anuia?j isuag-ejjeúj uias uossaeuung jeuunf) aijja njuaAgy tuupjpq j aa geq -5 •JM PlJp'ssod ‘8 •qiAepuuf) v •jepjeSneg i iJJBQsjGpgnAI e iddn jnqnfuq jnpæjsjas J9 ejspjjjnQ ‘9 'IíQÖJÁa ■£ •upjæepejssSnejgnQ -y •sjepnpjig 80 JBgjejj -BU4IP1ÍIIÍ111 UPPJIPH uujjnSaA £ •egjejjjsqA spuequiessSun -pjpfj upfjsepuiæa>juiejj nugjejsejpfjs -jefæq piA qoj uueq ua Jnpe jba 80 uuunpeui Jijioq uossjopjjejj jopjjejq •£ ■pæsjeCXajy efq ddn ppja uepis jo juuaq je 80 ijjajsuueuuy jipun uejsne upojj jg •ijjoaSuicI qia' uejo pnqqou ‘SoAejSSÁjqexQ piA jo jojjsuueuijojj ■ | •ndjusunjsdnjvj Jipun jnpuajs uias iddojqeuueuieunjjj 1 unj -sdnjj J3 puÁui e jsas jpq uios uuuæg 4 •uossujofg upjjsjefæq jjexj jo uin pnds jo jpq uios uuunpeuiipiOA * •njsÁs -sujeAeunjj-jnjsny 1 jepeSueq 1 QJeqs -ejioQ jo uin jjnds jo jpq uias uuuæg * ^qiASUjBA 80 nxqig uin jnuioq ssocj jij juuáojjs uias nuiujeA je jsojy ueun -fqjiA bu3oa peqqæjs puoA jnjoq piqiui uios iujbasuocJ npjojejj pe ‘suispuei ujBAnpojs ejsjæjs jo ujeAeqeASuicj * •soueiqy * LANDOG ÞJÓÐ Sigunðun Bogi Sævansson skrifar Flu^uveiðar að suniri (79) Myndirá sýningu Sumardagarnir líða, ferðir á vit vatnadísa skapa minningar sem eru myndir á sýn- ingu: Á Musso með kaf f i og kleinur Unaður veiðanna spyr hvorki um kyn né aldur. Hvítur glæsimusso stóð við bleikju- breiðuna sem okkur langaði að kasta á, tvo vini sem voru komnir með hlutabréf í sumarævintýrinu í Eyjafjarðará. Hún heilsaði hressilega: „Þá rætist hann nú draumurinn minn,“ sagði hún, „mig dreymdi tvo hesta sem komu hlaupandi til mín!“ Hestarnir vorum við. Hún var að snudda með stutta maðkastöng og flot- holt, frú komin yfir miðjan aldur, ögn bústin með hrokkið hár í veiðigalla, glað- Ieg og ræðin, búin að landa bleikju og bað okkur endilega að kasta þarna ef við vildum. „Þetta er svo dásamlegt". Það var eins og hún héldi að hún þyrfti að afsaka tilvist sína á bakkanum, endurtók með tilbrigðum að „þetta væri svo dásamlegt" og hún gæti bara ekki látið á móti sér að vera úti við á. Hvað við skildum. Hún var með kaffi og kleinur í skottinu. Við ræddum flugur og sýndum henni hvað við héldum að bleikjan vildi. Svo ók hún á brott til að vera ein við annan hyl. Við fengum hvor sína bleikju í logni og dumbungi. Hún kom ekki ujip í þurrfluguna en tók rauðar straumflugur, þetta litla sem var. Þegar við ókum inn í kvöldið var hún enn að Iáta ekki á móti sér að njóta dásemdarinnar, frúin utan af Svalbarðsströnd á hvítum Musso, berdreymin með kaffi og kleinur í skottinu af því að þetta er svo dásamlegt. Misheppnuð veiðiferð Stóra Laxá er týnd. Hún sniglast einhvers staðar þarna niðri í daln- um vatnslaus og laxlaus. Það er fallegt um kvöldið en ekki nokkur leið að trúa á að hér sé fiskur. Um morguninn rok og rigning. Hvergi haus né sporður. Veiðibókin lýgur engu um lélega fiskigengd. Ef hægt er að tala um misheppnaða veiðiferð þá er þetta hún. Síðdegis of mikið rok og suddi til að láta sér detta í hug að bjarga ferðinni með silungi af Suðurlandi. Nei, það er ekkert til sem heitir mis- heppnuð veiðiferð. En sumar ferðir eru bara til fjár, engrar fremdar; eitthvað leggur maður þó í minningasjóð ef maður skyldi koma aftur. F ullko iii i mi dagur Tveir vinir komnir út í á snemma morg- uns. Hún er svo fögur í dag, bakkarnir í blóma, fuglar í hlíð sem tísta £ fjarska svo undir tekur í kjarrinu, rjúpur flögra; Laxá í Mývatnssveit eins og hún gerist best. Veðrið eins og dúnsæng, svo hlýtt og mjúkt og umlykur mann. Ský á háflugi, síbreytileg birta. Fiskur veður á þurrflug- una. Við erum í fiski allan morguninn. Ekki stórum, en fiski sem tekur með lát- um og strengirnir lokka og laða mann áfram niður í dalinn. Við sofum bestrípaðir í laut miðdegis eftir að hafa borðað gómsætt nesti. Við erum í úthaldi allan daginn. Um fimm- Ieytið blæs aðeins og maður smokrar sér í ullarbolinn aftur. Yfir hæðirnar kemur þoka. Hún er enn langt undan og við fáum ekki fisk. Reynum allt. Þegar þokan kemur inn um áttaleytið förum við í stóra hylinn og það er líf. Högg og högg. Svo koma fiskar með alvöru tökur. Við stönd- um tveir í gráum heimi, skuggar sem kasta móti dökkri hlíð í svart vatn. Svo tekur sá stærsti. Hann strikar og ég finn Fullkominn fiskur. að þetta er ekki einn af litlu kunningjun- um sem eru búnir að stríða mér í allan dag. Svo lyftir hann sér beint fyrir framan mig: skrúfar sig upp úr vatninu. Einu sinni. Tvisvar. Þrisvar. Hristir sig í vatns- skorpunni. Buslið er það eina sem heyrist í þykkri þokunni. Svo kemur hann alveg upp að mér og flugan lekur úr honum. Hann stoppar við tærnar á mér, undr- andi. Svo er hann farinn í dimmt vatnið. Við göngum Ianga leið til baka með nokkra fiska. Þegar bíllinn sígur áleiðis er beygja og blindhæð. Ljósin teyma okkur áfram inn í myrkrið þangað sem ugluhóp- ur stendur forviða: Það glampar á glyrn- unar og mamman þyrlast upp með vængjaslætti meðan þær litlu kútvelta út í móa þangað sem myrkrið gleypir þær. Mamman er það síðasta sem við sjáum á þúfu, horfir þungbrýn á eftir okkur hverfa inn í nótt sem gleypir fullkominn dag. Fiillkomiiir íiskar Allt eins og það á að vera: strengurinn liðast rólega meðfram brattri brekku, ég úti á breiðunni og kasta að landi. Með straum í mið læri og ljúfan klið hans í eyrum. Þá tekur hann. Högg, og svo rykkur með línuna út. Straumflugan svarta! Svo kemur silfrað skeyti úr bláum spegli, þeytist upp og ber við svart hraun, vatnið perlar í sólinni. Þrisvar skrúfar hann sig upp meira en lengd sína. Eg þoka honum að bakka en nú þumbast hann við, sígur neðar og neðar undan straumi og stönginn er komin í keng, nú tek ég ekki fastar á, en elti hann rólega. Rétt fyrir neðan dettur strengurinn niður í heljar flúðir - þangað má ég ekki missa’nn; þræla að landi, en hann þrætir enn. Eg \dl ekki missa þennan. Sé flökin grafin. Sé þau á grillinu. Sé þau loksins á fiskinum þar sem hann leggst að bakkan- um og ég næ að smokra höndinni undir hann. Fjögurra punda urriði er ekkert grín þegar hann vill ekki fara á grillið. Næsta dag: Fer upp í strengi sem ég hef aldrei kannað áður. Áin á fleygiferð niður meðfram hólmum og bara litlir speglar milli steina, stöku strengir sem myndast. Litla flugan mín. Hlýtur hún ekki að týnast í svona straumkasti? Hún berst fram fyrir stóran stein og þar tekur hann. Hún er svo lítil þessi fluga og taumurinn svo mjór. Ég þarf að lyfta stönginni eins hátt og ég get svo fiskur- inn geti strikað milli stórra steina. Hann skýst um og færir sig utar. Eg reyni að vaða á eftir en þetta er stórgrýtt og straumþung læna - og svo tekur hann á sprett. Við erum komnir í bíótæka bar- áttu, eins og í „River runs through it“; fiskurinn á fleygiferð niður straumkastið og ég á eftir og þori varla að taka á hon- um, hleyp, renn, veð og göslast: utar, neðar Iengra. Loksins hægir í Iygnu Iangt fyrir neðan. Eg sest á bakkann og færi hann nær. Þegar ég er í þann veginn að ná til hans með höndinni tekur hann sveig út. Aftur og aftur það sama. En nú fer hann hægar, og styttra, og loksins leggst hann að bakkanum fyrir framan mig og upp í lófann á mér. Fullkominn fiskur. 4.5 jiund. Með örsmáa litla flugu með silfruðum broddi og svörtum væng uppi í sér. FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar f! I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.