Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 18
34-LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 tteuzur' Mark Stewart. Eitthvað fyrir danspælarana. Harðblöndun Einn af þeim sem gert hafa það nokkuð gott í dansheim- inum að undanförnu og vekur athygli þar og nýtur virð- ingar, er Mark Stewart. Ný plata frá honum mun vera væntanleg á NovaMute-merkinu í byrjun næsta árs, en áður hefur hann m.a. gert plötu fyrir DHR, Digital Hardcore Recordings, en tónlist þar á bæ hefur stund- um verið á dagskrá hér á síðunni. Til að hita upp fyrir útgáfu nýju skífunnar kemur út 18. ágúst 12 tommu/smágeisli frá Mark þar sem hann hefur fengið til liðs við sig marga þekkta skífuþeytara og Tæknitröll til að ldippa og skera í harða og góða blöndu nokkur af lög- um hans. Þar á meðal eru ekki minni menn en Alec Empire úr Atari Teenage Riot, Adrian Sherwood, Johnny Ultra-violence o.fl. Með þessu segist Stewart reyna að skapa nýja vídd hjá sér og væntanlega vera að bæta við einhverju í íjölbreytta flóruna sem dansmenningin óneit- anlega er. Víst er líka að íslenskir skífuþeytarar kunna að meta verkið og þá kannski sérstaklega þeir sem vilja fara út á ystu nöf. Annars nefnist þessi skífa Marks Stewart Consumed - The remix wars. Kröftug og um margt góð önnur plata. Gott innlegg Þegar það fregnaðist árið 1995, að upptökustjórinn frægi, Butch Vig (Nirvana, Smashing Pumpkins m.a.) hefði ásamt félögum sínum úr hljóðversbransanum þeim Steve Marker og Duke Ericson og lítt þekktri skoskri söngkonu, Shirley Manson, sett saman hljómsveit undir nafninu Garbage, voru ekki allir vissir um gildi þess til- tækis. Með útkomu fyrstu samnefndu plötunnar þetta sama ár, þögnuðu hins vegar efasemdaraddirnar fljót- lega. Hlaut platan góða dóma gagnrýnenda og tók svo að rokseljast 1996 og áfram í kjölfar þess ekki síst eftir að smáskífulagið Stupid girl fór í hæstu hæðir vinsælda- Iista. Þrotlausar tónleikaferðir víða um heim styrktu svo sveitina áfram vel í sessi en vart varð hlé á slíku í um tvö ár eftir útkomu plötunnar. Nokkuð dökkt en kraftmikið popp einkendi frumburðinn samnefnda, en á arftakan- um, Vs. 2.0, sem Ieit dagsins Ijós snemma sumars eftir þónokkra töf (m.a. vegna tónleikahaldsins og þeirrar staðreyndar að „Garbage'1 hélt áfram að seljast jafnt og þétt) er tóninn að nokkru léttari. „Laglínulán“ eða „Sampl“ er nokkuð áberandi og tónlistin almennt há- tæknilega unnin. Push it hitaði á sínum tfma vel upp fyrir útkomu plötunnar og f kjölfar þess hefur I think I’m paranoid náð hylli. Inn í hinn fjölbreytta heim vin- sældatónlistarinnar nú um stundir þar sem allt gengur, er blanda Garbage af rokki, poppi og danstilþrifum hið bærilegasta innlegg þótt varla skrifist það sem neitt meistaraverk. Tónleikar á Broadway Þeir rokkunnendur sem komnir eru vel yfir þrítugt og sjálfsagt einhverjir fleiri líka, muna eflaust eftir nafni Resurrection band, en sveitin var á ferðinni fýrir einum 20 til 25 árum eða um það bil. Hún hefur kannski ekki verið svo mjög áberandi í seinni tíð en er þó enn starf- andi og er nú á leiðinni til Islands til tónleikahalds. Verður um tvenna tónleika að ræða og fara þeir fram á Broadway, áður Hótel Island, fimmtudagskvöldið 13. og föstudagskvöldið 14. ágúst nk. Resurrection band er frá Chicago og spratt upp úr hugmyndafræði hippanna að hluta til. Kristilegur boðskapur er og hefur verið leiðar- ljósið og munu þeir sem leggja leið sína á Broadway sterklega verða varir við það. Það mun vera Fíladelfíu- söfnuðurinn á Islandi sem stendur fyrir þessum tónleik- um. Í^Of^FR^Q^iliR * Lhooq, þríeykið ís- lenska, sem gerði það bara þónokkuð gott með laginu sínu Loos- ing hand fyrr í sumar, er nú komið með nýtt lag í spilun sem kallast I don’t want to know. Hið skaplegasta Iag, sem kannski er ekki al- veg eins grípandi við fyrtu hlustun, en vinn- ur býsna vel á. Þau Pétur, Jóhann og Sara virðast því vera á góðri leið og verður spenn- andi að heyra stóru plötuna er hún kemur út. * Stóra platan hennar Móu, Móeiðar Júníus- dóttur, er víst væntan- leg innan tíðar. Er nú staðfest að nafn henn- ar verður Universal og á það að staðfesta þá meiningu stúlkunnar að um hana blási al- þjóðlegir vindar. Hún sé ekki sérstaklega að gefa sig út fyrir að vera söngkona frá Islandi. * Rokksveitin bandaríska Toed the wett sprochet hefur lagt upp laupana eftir rúmlega áratugs tilveru og einar sex eða sjö plötur. Astæðan er víst einfaldlega sú að meðlimunum þótti vera nóg komið og þá skipti ekki máli að velgengni hefur verið með í för fram á síðasta dag. Seldist til að mynda síðasta platan sem kom út á síðasta ári vel og náði inn á topp 20 í Bandaríkjunum. Til glöggvunar má svo geta þess fyrir þá sem e.t.v. ekki þekkja, að Toed var í flokki sveita sem sótt hafa áhrif til t.d. REM. Aðrar þekktar sveitir af svipuðu tagi eru t.d. Counting crows, Hootie and the Blowfish, Gin Blossoms, Collective Soul og Seven Mary three. * Eftir nýlegum fregnum að dæma frá Gauta- borg í Svíaríki, eru Rolling Stones ekki al- veg dauðir úr öllum æðum. Tónleikar þar í borg í síðustu viku, á fótboltavellinum Ullevi heppnuðust víst vel að sögn þannig að þeir ættu að geta eitthvað ef þeir láta á annað borð sjá sig hérlendis. Heyrst hefur að það gæti orðið um miðjan næsta mánuð, en það er án ábyrgðar sem því er kastað fram hér. * Ribbaldarapparinn gríðarvinsæli, en jafn- framt stórvarasami, Snoop doggy dogg, sem svo sannarlega hefur staðið undir nafni, ým- ist heimsótt tukthús eða réttarsali í seinni tíð, er þó ekki alveg af baki dottinn og er á leiðinni með nýja plötu, DA game is to be sold. Hvort hann nær hins vegar að við- halda vinsældum með henni er svo annað mál.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.