Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 4
20 — LAUGARDAGUR 8.ÁGÚST 1998 Tkyptr MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bókaBS Elias Snæland Jónsson ritstjóri | HILLAN Svik og dauði í einræðisríkinu Þótt skammt sé síðan írsku Impac-verðlaunin voru afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í Dublin, hafa bókasöfn víða um heim þegar tilnefnt skáldsögur til fjórðu verðlaunaveitingarinnar sem verður að ári. Þetta eru mestu peningaverðlaun sem veitt eru fyrir eina bók, 100 þúsund sterlingspund sem jafngilda hátt í 12 milljónum íslenskra króna. Stofnað var til þessara verð- launa árið 1995, en þau voru fyrst afhent ári síðar, 1996. Þau eru nefnd eftir ráðgjafafyrirtæki sem IMPAC heitir, en það stend- ur allan straum af kostnaðinum. Dublinborg sér hins vegar um verðlaunin að öðru Ieyti og vinn- ingshafinn fær ávísunina sfna á mikilli hátíð sem haldin er í júní ár hvert til heiðurs James Joyce. Það eru bókasöfn víða um heim sem fá að tilnefna bækur til þessara verðlauna. Að þessu sinni voru meira en 120 skáld- sögur tilnefndar af bókasöfnum í ríflega 100 löndum. Um er að ræða skáldverk sem hafa verið skrifuð eða þýdd á ensku og gef- in út á því tungumáli. Alþjóðleg dómnefnd fjallar um tilnefning- arnar, býr til lista yfir allt að 10 bestu bækurnar og velur síðan vinningshafann úr þeim hópi. íslenskir höfundar með Strax frá upphafi hefur Borgar- bókasafnið í Reykjavík tekið þátt í að tilnefna bækur til verðlaun- anna. Enda hafa skáldsögur eftir íslenska höfunda komið til álita við úthlutunina öll árin. Fyrst (1996) var það Absolution, enskan útgáfan af Fyrirgefningu syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Árið eftir Angels of the Universe, eða Englar alheimsins, eftir Einar Má Guðmundsson, en nú síðast Troll’s Cathedral, það er Trölla- kirkjan, eftir Ólaf Gunnarsson. Hins vegar hefur engin þessara bóka komist í úrslit hjá dóm- nefndinni. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur skáldsagan Z - ástarsaga eftir Vigdísi Grfms- dóttur verið tilnefnd vegna verð- launa næsta árs. Sú saga verður því meðal þeirra verka sem dóm- nefndin fær til lestrar í haust. I mars á næsta ári á úrvalslisti nefndarinnar að liggja fyrir. Úr- slit verða síðan tilkynnt í maí en verðlaunin afhent 12. júní. Flóttakona frá Rihneniu Þessi verðlaun voru mjög um- deild í upphafi, einkum vegna þess hversu há íjárhæð fer til eins höfundar. En dómnefndinni tókst vel upp strax fyrsta árið og það sló á flestar gagnrýnisradd- irnar. Fyrir valinu varð snilldar- leg skáldsaga, Remembering Babylon eftir ástralska höfund- inn David Malouf, en þar segir hann frá ungum manni sem Iendir á milli tveggja gjörólíkra heima - veraldar frumbyggja landsins og hinna evrópsku inn- flytjenda. I fyrra var niðurstaða dóm- nefndar umdeildari. Spænski rit- höfundurinn Javier Marias fékk þá verðlaunin fyrir skáldsöguna A Heart So White. Þetta er flók- in sálfræðileg spennusaga og ekki við allra hæfi. Niðurstaðan nú í ár kom ein- nig nokkuð á óvart. Herta Mull- er, sem flúði frá Rúmeníu í valdatíð Ceausescus og býr í Berlín, fékk verðlaunin fyrir skáldsöguna The Land of Green Plums. Hún gerist á tímum ein- ræðisstjórnarinnar í Rúmeníu og lýsir nokkrum vinum sem gefast upp gagnvart kúgunarkerfinu, svíkja hver annan og enda á því að fremja sjálfsmorð. Þýska móðurmálið „Þetta er heppni,“ sagði verð- Iaunahöfundurinn þegar úrslitin Iágu fyrir. „Eg hef alltaf verið heppin. Jafnvel þegar ég var of- sótt í Rúmeníu. Eg er heppin að vera enn á lífi.“ Herta Muller fæddist 1953 í Timis, sem er lítið þorp í þýsku- mælandi hluta Rúmeníu sem var hluti af keisaradæmi Habsborg- ara fram í fyrri heimsstyrjöldina. Þýska var hennar fyrsta mál og á þá tungu skrifar hún bækur sín- ar. Hún kveðst hafa samið þessa skáldsögu til heiðurs tveimur vinum sínum sem létu Iífið í stjórnartíð Ceausescus. Sjálf flúði hún landið árið 1987. Þá hafði hún verið rekin úr starfi fyrir að neita að gefa leynilögreglunni upplýsingar um samstarfsmenn sína og sá enga aðra leið til að sjá sér farborða en fara úr landi. Móðir hennar fór með til Berlínar, en faðir hennar er látinn. Hún hefur samið tíu bækur sem hafa komið út í Þýskalandi; smásögur, skáldsögur og rit- gerðasöfn. Verðlaunasagan var gefin út í enskri þýðingu í Banda- ríkjunum árið 1996. Það segir hún að hafi líka verið heppni; forleggjari hennar hafi flutt til Bandaríkjanna og haft bókina með sér. Hún hefur tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðum í Þýskalandi undanfarin ár, ekki síst barátt- unni gegn kynþáttahatri. Mynda heimahagana að lieiman Ljósmyndaramir Guðmundur Ing- ólfsson og Wayne Gudmunson, opna samsýningu í Asmundarsal í dag, 8 ágúst. Sýninguna kalla þeir Heimahaga/ Homeplaces. Ljós- myndimar em teknar á Islandi og norðarlega í Norður-Ameríku, á heimaslóðum Vestur-Islendinga; Wayne tók myndir á fslandi, Guð- mundur í Ameríku. Stóra sviöið kl. 20.00 lau. 8/8 uppselt sun. 9/8 uppselt flm. 13/8, fös. 14/8 uppselt lau. 15/8 uppselt sun. 16/8 nokkur sætl laus sun. 16/8 aukasýnlng kl. 15.00 Skoðið GREASE vefinn www.mbl.is Mlðasalan er opin daglega frá kl. 13 -18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 Guðmundur Ingólfsson var staddur í Asmundarsal fyrr í vik- unni, önnum kafinn við að heng- ja upp myndir, sem flestar standa enn á gólfinu, hallandi sér upp að vegg. Hann heldur áfram að negla á meðan hann segir frá til- urð sýningarinnar. „Þetta bytjaði þannig að rithöfundurinn BiII Holm og Wayne, sem báðir eru af íslenskum ættum, ætluðu að gefa út enskar þýðingar á verkum K.N. með myndum frá heima- slóðum hans. Wayne kom hingað fyrst árið 1993, ferðaðist um Norðurland og tók myndir með K.N. í huga,“ segir Guðmundur. En verkefnið strandaði á miðri leið og liggur ennþá á vinnuborð- inu. Örlagarík sýningarskrá Þar sem myndirnar voru til, kviknaði sú hugmynd að Guð- mundur kæmi vestur yfir haf og tæki myndir á heimaslóðum Vesturfara. En upphaf kynna þeirra tveggja nær lengra aftur. Það var Waynes sem hafði upp á Guðmundi eftir að hafa séð myndir eftir hann í sýningarskrá sem gefín var út í tengslum við Scandinavia Today, þar sem Guð- mundur var með Ijósmyndasýn- ingu. Sýningarskráin var til sölu í Minneapolis og komst þannig í hendur Wayne. „Hann einfald- lega lét leita að mér í sima- skránni og hringdi," segir Guð- mundur. Guðmundur ferðaðist til Bandaríkjanna og Kanada á árið 1994 og tók myndir frá Minn- esota og Minneapolis, Winnipeg og Gimli, með viðkomu í Fargo, Moorhead og Mountain. Guð- mundur hafði aldrei heimsótt þessar íslendingaslóðir áður og það sem sló hann mest, Iíkt og landa hans forðum, var víðáttan. Ómæld víðátta. „Það er ekkert þarna sem við Islendingar skil- greinum sem landslag," segir hann og bendir á mynd sem hann tók af tindi Mountain bæj- ar. „Fjallið" er lítið meira en hóll. Framundan er marflatt land svo langt sem augað eygir. Guðmundur minnir okkur á, að Bandaríkin hafí á sínum tíma verið skipulögð eins og rúðustrik- að blað. Allir vegir á sléttlendinu liggja þráðbeinir á milli ferkant- aðra landareigna, akra og engja. Kennileitin eru engin og því eru reglulega skilti við vegina sem segja vegfarendum hvort ekið er til suðurs eða norðurs, austurs eða vesturs. Flatneskjan hefur áhrif á fjarlægðaskynið. „Þú sérð kannki bílljós framundan, heldur að þú sért að mæta bíl, en ekur í hálftíma áður en það gerist," seg- ir Guðmundur og hefur greini- lega haft gaman að. Bugður á sléttunum Yfírþyrmandi endaleysi sléttunn- ar sldlar sér í myndum Guð- mundar Ingólfssonar. En honum hefur Iíka tekist að finna á henni óvæntar bugður, hreyfingar og form, ritar David Arnason í sýn- ingarskrá. Wayne Gudmunsyni hefur ekki síður tekist að fanga á filmu eftirminnilegar myndir af fslensku landslagi í tveimur heimsóknum, en hann kom aftur hingað árið 1995. Wayne er vel þekktur í heimlandi sínu fyrir ljósmyndir af landslagi og stöð- um í Norður-Dakóta og Minnesota. En þekkingu sína af ljósmyndum miðlar hann til nemenda í fjölmiðlafræðideild háskólans í Moorhead í Minnesota. Samsýningin Guðmundar Ing- ólfssonar og Wayne Gud- munsonar hefur áður verið sett upp í Norður-Ameríku. Þeir sýndu í pARTs Photagraphic Arts, í Minneapolis í kringum áramótin síðustu og í Gallery 1.1.1. í Winnipeg snemma í vor. A næsta ári eru fyrirætlaðar sýn- ingingar í Moorhead og Seattle. -MEÓ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.