Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUK 8. ÁGÚST 1998 - 33 Xfc^wr LÍFIÐ í LANDINU horfa til Eystrasaltslandanna án þess að gera nokkuð ennþá. Við getum notað okkar innkaupa- sambönd, markaðsþekkingu og rekstrarkunnáttu. Við erum til- búnir til að skoða tækifærin ef þau koma upp,“ segir hann og vill ekkert segja hvenær verður látið til skarar skríða. Erum að byggja okkur upp „Við fórum í mikla naflaskoðun síðasta haust og gerðum stærstu úttekt á íslenskum fjölmiðla- markaði sem gerð hefur verið með aðstoð erlendra ráðgjafa. Við höfum verið að byggja okkar stefnubreytingu og framtíðar- stefnu á þeirri vinnu. Menn hafa svo sem séð þau fótsporin síðan. Við seldum DV, vildum kaupa Skímu en fengum ekki, og erum að bæta við einni út- varpsstöð í viðbót. I Tali erum við með alþjóðlegan samstarfs- aðila sem heitir Western Wirel- ess. Við erum að breiða meira úr okkur.“ Hreggviður bætir við að í út- tektinni hafi komið í ljós að ís- lenskt sjónvarp hafi aðeins 20 prósent af auglýsingakökunni á Islandi meðan bandarískt sjón- varp hafi 40 prósent af kökunni í Bandaríkjunum og evrópskt hafi 30 prósenta hlutdeild. Þá hafi komið í Ijós að ein mínúta í íslensku sjónvarpi hafi kostað 67 prósent af heilsíðuauglýsingu í Mogganum árið 1967 en kosti 39 prósent af heilsíðunni í dag. Þessu verði auðvitað reynt að breyta. Aldrei verið skráður í flokk - En víkjum að penónuleguni málum. Bróðir Hreggviðs, Jó- hann A. Jónsson, hefur stundum verið bendlaður við Alþýðu- bandalagið og Steingrím J. Sig- fússon. Hvaða afstöðu tekur þú t pólitík? „Það er stutt að svara því. Pólitík hefur ekki spilað neina rullu í mínu lífi. Við Steingrímur erum bræðrasynir en pólitísk flóra er fjölbreytileg í mörgum fjölskyldum. Jói tók þátt í pólitík fyrir nokkrum árum síðan og var þá á framboðslista hjá Stefáni Valgeirssyni. Eg held að hann hafi fengið nóg af beinum pólit- ískum afskiptum í því. Stuðn- ingsmaður Steingríms Joð? Jói og Steingrímur voru saman á Laugum, þekkjast þar af leið- andi og halda eflaust kunnings- skap,“ svarar Hreggviður og hlær. Sjálfur segist Hreggviður láta pólitík alveg eiga sig og helst \alja komast gegnum sína braut, viðskiptin, án hennar. Vitanlega hafi hann skoðanir, til dæmis á því hvers konar stjórnun eigi að viðhafa í efnahagsmálum þjóð- arinnar, og pólitískur sé hann að því leytinu en hann geti sagt með fullri reisn að hann hafi aldrei verið skráður í neinn flokk og aldrei tekið þátt í pólitísku starfi. Þeir bræðurnir fari saman á rjúpu á haustin en að öðru leyti séu þeir ekkert að ráðgast neitt sérstaklega hvor við annan. Hreggviður lætur vel af sam- starfinu \'ið Jón Olafsson, stjórnarformann Islenska út- varpsfélagsins og segir ástæðuna fyrir því að hann hafi komið til starfa hjá Stöð 2 þá að 1995 hafi Chase Manhattan-banki verið að koma inn í fyrirtækið og breytingar þvi orðið í rekstrar- umhverfi þess með tryggari fjár- mögnun. Það hafi komið í sinn hlut að vinna náið með Chase- mönnum síðan og tíminn verið lærdómsríkur. Jón sé alfarið kominn út úr daglegum rekstri fyrirtækisins. -GHS Hreggviður Jónsson, forstjóri íslenska útvarpsfélagsins, er aðeins 35 ára gamall, bróðir Jóhanns A. Jónssonar, útgerðarrisa á Þórshöfn. Líklegt er að hann stjórni einu stærsta, ef ekki langstærsta, fjölmiðlafyrirtæki landsins innan tíðar þegar Skífan, íslenska útvarpsfélagið og tengd fyrirtæki renna saman í eitt. mynd: hilmar þór Sífellt í sókn Hreggviður heitir ung- urmaðursemskotið hefurupp kollinum meðal helstu stjóm- enda stórfyrirtækja í landinu. Aðeins 35 ára gamall stýrir hann einu stærsta fjölmiðlafýrirtæki landsins með bravúr. Ræturnar hefur hann í sjávarútveginum á Þórshöfn og því liggur beint við að spyrja um afstöðu hans í kvótamálinu. „Eg tel að maður í minni stöðu, sem er að stýra frjálsum og óháðum fjölmiðli, eigi ekki að taka þátt í pólitísku starfi eða predika sínar pólitísku hugsjón- ir. Eg veit alveg hvað hagfræðin segir um kvótamálið en það er ekki þar með sagt að það séu mínar skoðanir. Ef ég ætti bara að túlka þá hagfræði sem ég hef lært þar sem eingöngu yrði leit- ast við að hámarka fjárhagslega arðsemi þessarar takmörkuðu auðlindar þá held ég að hag- fræðin segi að það eigi að vera veiðileyfagjald á kvótanum. En það er margt annað sem spilar þar inn í,“ segir Hreggviður Jónsson, forstjóri Islenska út- varpsfélagsins. Unnið fyrir mnistæðunni Hreggviður er 35 ára gamall, fæddur og alinn upp á Þórshöfn á Langanesi. Foreldrar hans eru Jón fó. Jóhannsson verslunar- maður, sem nú er Iátinn, og Guðný María Jóhannsdóttir verkakona. Þeir bræðurnir eru þrír. Elstur er Jóhann A. Jóns- son, framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf., og næstelstur er Rafn Jónsson, verksmiðjustjóri loðnuverksmiðj- unnar. Hreggviður hefur komið víða við og alltaf unnið mikið. Hann fór 15 ára að heiman til að ljúka grunnskólaprófi og þar með má segja að hann hafi fengið fjár- hagslegt sjálfstæði: „Maður skynjaði að maður þurfti að vinna fyrir innistæðunni." Hann var á sjó í mörg sumur, á togara og bátum, var verkstjóri á Djúpavogi með 70 manns í vinnu 19 ára gamall og svo mætti lengi telja. Hann lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskól- anum og segist þá hafa verið kominn að vendipunkti, annað hvort færi hann í viðskiptafræði í Háskóla Islands eða gerði eitt- hvað nýtt. Hann skellti sér í hagfræði í Minnesota. Hreggviður lauk prófi frá Harvard árið 1993 og starfaði um skeið hjá alþjóðlegu ráð- gjafafyrirtæki, McKinsey & Company, í Stokkhólmi við stjórnun og stefnumótun fyrir- tækja. Hann hóf störf hjá ís- Ienska útvarpsfélaginu haustið 1995 og um síðustu áramót tók hann við af Jóni Olafssyni sem forstjóri Islenska útvarpsfélags- ins sem á og rekur Stöð 2, Bylgj- una, Stjörnuna, Islandiu inter- net og Sýn. A næstunni bætast svo við rekstur kvikmyndarásar, barnarásar og nýrrar útvarps- stöðvar fyrir ungt fólk á aldrin- um 15-25 ára, Mono FM. íslenskan er vopnið I fréttum hefur komið fram að fyrirhuguð sé sameining Skíf- unnar, tslenska útvarpsfélagsins og tengdra fyrirtækja undir heit- inu Norðurljós. Þegar er gert ráð fyrir að íslenska útvarpsfé- Iagið og tengd fyrirtæki velti 2,8 milljörðum króna á þessu ári en starfsmennirnir eru um 250 talsins. Með sameiningunni yrði komið á koppinn langstærsta fjölmiðlafyrirtæki í landinu. Lík- legt er að Hreggviður yrði for- stjóri þess, aðeins 35 ára að aldri. Hann vill þó ekki ræða þessi sameiningaráform svo að talið víkur að framtíðarhorfum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. „Markaðurinn er lítill og ber ekki marga keppinauta. Okkar aðalkeppinautur er RÚV, annað íyrirtæki, sem hefur verið að gera sig líklegt til að keppa við okkur, er Landssíminn þannig að íslenska útvarpsfélagið þyrfti að vera mun stærra og öflugra. Hin eiginlega samkeppni kemur ekki frá heimaaðilum í framtíð- inni, heldur úr háloftunum, frá erlendum aðilum. Það munu streyma yfir okkur á næstu árum tugir eða hundruð sjónvarpsrása sem verður hægt að ná þráð- laust frá gervihnöttum. Við ætl- um að styrkja okkur þarna og vopnið sem \áð höfum er að við erum íslensk stöð. Við viljum efla okkar innlendu framleiðslu og gera hana öflugri." Hreggviður viðurkennir að vel komi til greina að færa út kví- arnar erlendis og nefnir þá helst Eystrasaltslöndin en nefnir einnig að áskriftasjónvarpsstöð á borð við Stöð 2 er lítt þekkt rekstrarform á Norðurlöndum. Sjónvarpsdagskráin á Stöð 2 er mjög góð. Stöðin sýnir til dæmis nýlegar bíómyndir beint frá stóru kvikmyndaverunum í Bandaríkjunum, enska fótbolt- ann, þann ítalska og NBA að ógleymdum ýmsum sjónvarps- þáttaröðum sem hafa slegið í gegn' „Það er vel hægt að færa þekkinguna í að reka áskrifta- sjónvarpsstöð yfir á annan mark- að. Við höfum verið að kynna okkur þetta gegnum samskipti okkar við Chase Manhattan Bank. Þar höfum við verið að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.