Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 6
22 -LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 LÍFIÐ í LANDINU „Ég var búinn að reyna að vera í læknisfræði, guðfræði og fór til Þýskalands til að reyna að verða tannlæknir, og þar að auki hagfræðingur. Ég gafst upp. Þannig að ég hugsaði með sjálfum mér: „Ég verð að fá mér einhverja rólega innivinnu." Þess vegna gerðist ég leikari." myndir: e.ól. mikil fyrirferð A þérfullum? „Ég segi alltaf að ég hafi alltaf verið afskaplega skemmtilegur fullur en Lilja mín segir að ég hafi ekki alltaf verið skemmti- Iegur. Sannleikurinn er náttúr- Iega sá að fullir menn eru leið- inlegir. Ég á marga góða kunn- ingja sem mér finnst gaman að tala við en í samræðum, þegar viskí er komið í glasið, þá fer smálygi að komast að og sam- ræðurnar hætta að vera ekta.“ - Þú hefur alltafverið sællegur og prakkaralegur að sjá. Hefurðu alltaýverið hamingjusamur? „Ég tel mig afskaplega farsæl- an og hamingjusaman mann. Ef ég færi að velta mér upp úr ein- hvers konar óhamingju myndi það skapa keðjuverkun af ógæfu. Ég hef alla tíð verið að reyna að sjá ekki bara björtu hliðarnar á lífinu heldur Iíka hlægilegu hliðarnar á lífinu. Ef ég hef átt mér Iífsmottó þá er Afrekaskrá Flosa Ólafs- sonarer löng. í leik- húsum hafa hlutverkin verið talsvertá annað hundrað auk hlut- verka í kvikmyndum. Hann hefureinnig leikstýrtfjölda leikrita og skrifað hækur og pistla. í viðtali við Dag ræðirFlosi um líf sitt og störf, listina og dauðann. - Mérfinnst þú hera það með þér að konur hafi verið mestu áhrifa- valdar í þínu lífi. Er þetta mis- skilningur hjá mér? „Nei, ég hef verið undir verndarvæng kellinga alveg frá því ég fæddist. Það er prýðilegt hlutskipti. Foreldrar mínir skildu þegar ég var fjögurra ára gamall. Móðir mín var útivinn- andi kona og það féll í skaut ömmu minnar að taka við mér og ala mig upp. Hún var mikil ágætiskona og ég sat löngum upp á eldhúsborðinu hjá henni og við sungum saman kanóna. Sfðan tóku ýmsar konur við mér eins og gengur og gerist með unga menn sem eru að slíta barnskónum. Svo fóru þær að verða óskyldar mér. Síðan tók Lilja mín við mér og ég hef verið undir handarjaðrinum á henni í hálfa öld.“ - Er konan þín ennþá að koma þér á óvart? „A hverjum einasta degi. Hún hefur heilmikil völd á heimilinu þó ég haldi og láti oft í veðri vaka að ég ráði öllu. En kannski ræð ég fæstu. Konan mín er þó ekkert sérstaklega að halda því fram að hún stjórni á heimilinu. Þetta er orðin meira en fjörtíu ára sambúð og þá eru öll sam- skipti orðin nokkuð æfð. Það er orðið minna um hróp og köll. Þetta er örugglega svona alls staðar. Ef manni tekst að kom- ast yfir erfiðustu árin í sambúð þá er maður í höfn og ekkert er eins yndislegt og líf kalls og kell- ingar sem kemur sæmilega sam- an og þykir vænt um hvort ann- að. Það er gæfa að fá að eldast saman og drepast nánast í faðm- lögum.“ - Hver voru erfiðustu árin ykk- ar? „Þau komu þegar við vorum búin að vera saman í fimm til tíu ár. Ég hafði mikið gaman af brennivíni og það fór víst ekkert leynt. Því fylgdi alls kyns rugl og vesen eins og gengur. Við skild- um í eitt og hálft ár en komumst að því að við vildum heldur vera saman en aðskilin. Við ætluðum að skilja sem vinir en þegar fólk er vinir þá þarf alltaf að vera að ræða saman og það endaði alltaf á því að um leið og við hittumst þá fórum við að kyssast. Þetta gekk ekki neitt. Það er sennilega ekki hægt að skilja nema í full- um fjandskap. Fólk sem er til- finningalega bundið hvort öðru fer bara að kyssast, er það ekki?“ - Þetta finnst mér mjög skarp- lega athugað hjá þér. En tölum aðeins meira um óregluna. Var

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.