Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 5
D^wr LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 - 21 Guðmundur Andri Thorsson og Dagný Kristjánsdóttir sögðu fólki hvað væri að gerast í íslenskum nútímabókmenntum. Það var sneisafullt af fólki á Kaffi Reykjavík eftir vinnu á fimmtudaginn. Ekki eingöngu til að drekka bjór og kaffi heldur var þarna saman komið, á málþingi HoIIvinafélags heimspekideildar, fólk sem vildi heyra svör rithöfundarins Guðmundar Andra og bók- menntafræðingsins Dagnýjar Kristjánsdóttur við spurningunni: Hvað er að gerast í ís- Ienskum nútímabókmenntum? I stuttu máli má segja að Guðmundur Andri telji menn vera að færast frá hinu samfélagslega til hins einkalega - og studdi mál sitt með því að rekja þróun íslenskra minningargreina. Dag- ný taldi að með yngri kynslóð íslenskra rit- höfunda væri ný bókmenntagrein að fæðast, bókmenntagrein sem helst mætti lýsa sem eins konar samruna annarra forma. Fjöldi manna, rithöfunda og annarra, var mættur tii að hlýða á erindi frummælenda. Þegar Pétur Már Ólafsson, fundarstjóri, beindi því til Guðmundar Andra hvort hægt væri að iíta á bók Hallgríms Helgasonar, Ljóðmæli, sem anga af uppreisn hagyrðinganna sem segja má að Ómar Ragnarsson hafi átt stóran þátt í að hrinda af stað, svaraði Guðmundur Andri að það gæti jú verið vel til fundið að fiokka Hallgrím Helgason, sem hér situr, með Ómari Ragnarssyni. Pappírsvíkingar Guðmundur Andri vék fyrst talinu að vin- sælasta bókmenntaformi landsins (fyrir utan kjaftasögur), þ.e. minningagreinunum þar sem þeirri löngu hefð að skrifa mannlýsingar væri viðhaldið. Hefð sem mætti m.a. rekja til sagnþátta síðustu aldar en eitt helsta ein- kenna mannlýsinga sagnabálkanna sé að persóna sú er mannlýsingin snúist um - þró- ist ekki. Þar hafi mæst „ofurtrú íslenska sagnaritarans á því að mögulegt sé að gera veruleikanum endanleg skil í rituðu máli og svo á hinn bóginn sú ramma einstaklingshyggja sem hér liggur í landi og kveður á um að sérhver einstaklingur sé umfram allt - ein- hvernveginn... dug- legur, slægur, grand- var, Iatur. Að maður- inn leiði sjálfan sig ekki í ljós smám sam- an með athöfnum sínum heldur miklu fremur með draum- um sínum. Að maðurinn sé ekki það sem hann gerir heldur, eins og Þórarinn Eldjárn orðaði það „að maðurinn sé það sem hann væri". Hin hefðbundna minningargrein á rætur sínar í þessum sagnaþáttum," sagði Guðmundur Andri sem telur að minningar- greinar í dag séu „mikilvægur vitnisburður um íslenskar bókmenntir eins og þær eru stundaðar í lok 20. aldarinnar. Þær eru vitn- isburður um samband fólks og texta, um fólk í texta, texta í fólki, textafólk. Því enn eimir eftir af því að Islendingar séu, rétt eins og þeir voru til foma, nokkurs konar papp- írsvíkingar." Nýi skólinn í minningagreinum „En sem ákafur lesandi og unnandi minn- ingagreina til margra ára þykist ég þó hafa veitt því athygli að nýr tónn og nýr stíll hefur smám saman verið að ryðja sér til rúms,“ sagði Guðmundur Andri. „Hin nýja minn- ingargrein er gerólík hinni gömlu f einu og öllu. Hún er bréf til hins látna, þar er hinn látni ávarpaður og honum jafnvel tjáð hvað hann tók sér fyrir hendur um dagana. Yfir- leitt er þó ekki hirt um að rekja ævi fólks í þessum ávarpsstíl," segir hann, heldur séu slík bréf farvegur til að veita útrás tilfinning- um bréfritara. „Áherslan virðist vera að fær- ast frá því samfélagslega til hins persónu- Iega. Því þetta eru einkaleg skrif, nánast trúnaðarbréf sem þjóðinni allri er veittur að- gangur að. Markmiðið og Iykilorðið er tján- ing“, segir hann og telur að hinn nýi skóli í minningagreinagerð vitni um grundvallar- breytingu á viðhorfi fólks til texta og þar með á íslenskum bókmenntum. Ingunn As- dísardóttir, fundargestur, mótmælti þessu og vildi ekki taka svo djúpt í árinni - til þess væru minningagreinar of mikil flatneskja. Þá tók hún heldur ekki undir þau orð rithöf- undarins að minningagreinar í Morgunblað- inu einkenndust „umfram allt af virðuleika, fágun og mátulega tempruðum tilfinning- um.“ Sjálf telur hún hina nýja tegund minn- ingargreina „hreint og klárt klám“. Ljóðið í sam- felaginu dautt? Vék þá Andri talinu að ljóðlistinni, einkum þó hugmyndum fólks um nútímaljóðlist. „Þegar maður veltir fyrir sér viðtökum ljóðabóka hér á landi, útbreiðslu þeirra, sölu og lestri á nýjum Ijóðabókum þá hvarflar að manni að þjóðinni finnist að þetta sé orðið ágætt. Það sé búið að yrkja nóg. Mælirinn sé fullur," þ.e. að þjóðin hafi ákveðið að búið sé að yrkja öll Ijóð á ís- lensku sem hafi þýðingu fyrir einhvern ann- an en sjálft skáldið. „I minningagreinaskrifum erum við nú að horfa upp á nokkurs konar færslu á óper- sónulegri orðræðu samfélagsins um ein- staklinginn yfir á tján- ingu einstaklingsins á líðan sinni og kennd- um. Þetta er nokkurs konar einkavæðing minningargreinanna. Það er fyrir löngu búið að einkavæða Ijóðið. I skólakerfinu er lagt kapp á að kenna börn- um að tjá sig ffemur en að reynt sé að þjálfa með þeim til- finningu fyrir braglist og Ijóðagerð yfirleitt. Almennt samkomulag ríkir um að ljóðagerð sé einkamál hvers og eins,“ segir Andri og vísar til þess að áður hafi ljóðið verið hag- nýtt tæki til að koma á framfæri skoðunum af öllu tagi. „Ljóðið var fjölmiðill sem allir höfðu aðgang að. Hrunið var síðan algert. Not samfélagsins fyrir ljóðlist eru engin." Þó hafi borið á viðleitni hjá sumum skáldum til að brjótast út úr þessum hugleiðsluklefa, t.d. Lindu Vilhjálmsdóttur (Valsar úr síðustu siglingu) og Hallgrími Helgasyni (Ljóðmæli). „Hið hefðbundna ljóðform er náttúrulega ekkert loksins dautt, því ljóðform deyja ekki en það er kannski næstum því dautt..." Bæði/og tegundin Dagný greindi í erindi sínu frá fjölmörgum bókum nýrra rithöfunda og setti í samhengi við erlendar bækur og bókmenntastrauma. Hún mótmælti skoðun norska gagnrýnand- ans, Lin Ullmanns, sem telur að við séum að fara aftur til baka til nýraunsæisins. „Eg vil meina að við séum að sjá nýja bók- menntagrein koma fram,“ sagði Dagný og taldi að megineinkenni þeirrar greinar væri að þar rynnu saman ýmsar bókmenntateg- undir og form, orðið hefði samfall forma (ferðasagna, sjálfsævisagna o.s.frv.) hjá yngri rithöfundum sem hefðu með þessum sam- runa tekist að brjótast undan takmörkunum viðtekinna forma. í þessu samhengi vitnaði hún til ýmissa bóka ungra rithöfunda, m.a. Eitruð epli eftir Gerði Kristnýju, Stjórnlaus Iukka eftir Auði Jónsdóttur, Lúx eftir Arna Sigurjónsson, Augun í bænum eftir Sindra Freysson, Góðir Islendingar eftir Huldar Breiðljörð. „Það er ekki auðvelt að flokka þessar bækur eftir hefðbundnum bók- menntagreinum en mér finnst veruháttur þeirra allra vera nokkuð skýr. Þær eru allar móralskar og melódramatískar.“ Þó væru þær hvorki skáldsögur né smásögur heldur „bæði/og“. Þessi kynslóð hafi ráðist gegn merkingarleysi póstmódernismans og reynt að leita svara við spurningunni, hver er merkingin í merkingarleysinu." Eftir að nokkrir fundargestir höfðu látið skoðanir í ljósi og tekið undir með frummælendum, kvaddi Kristján B. Jónasson sér hljóðs og tók að sér hlutverk andmælanda. Mót- mælti hann því harð- lega að ljóðið væri dautt í nútímasamfé- Iagi. „Það er rugl. Guðmundur Andri virðist hafa mjög þröngan skilning á því hvað sé opinber vettvangur. I samfélagi eftirstríðsáranna hafa æ fleiri miðlar kvatt sér hljóðs. Ljóðið fór út af þessum opinbera vettvangi og í staðinn kom hið dulhyggjulega Ijóð sem á sér, held ég, fleiri lesendur og betri vettvang en við höldum. Það nemur ekki þetta miðlunar- form úr gildi, það einfaldlega dregur úr mik- ilvægi þess á opinberum vettvangi. Og ég fagna hinni dulhyggjulegu hefð nútfmaljóð- listar sem fer inn á við og er meira í því að kanna ónumdar lendur tungumálsins og órökræn hugsanatengsl en ekki að búa til rímaðar ræður eða predikanir um samfélags- mál,“ sagði Kristján. Lauk svo fundi með því að Þuríður Jó- hannsdóttir, íslenskukennari, hóf skyndilega upp raust og kvað stemmu með tilþrifum... LÓA „Það er fyrir löngu búið að einkavæða Ijóðið. Manni virðist sem sé stundum eins og alliryrki Ijóð en enginn lesi Ijóð eftir annan, “ sagði Guðmundur Andri Thors- son. „Ég vil meina að við séum að sjá nýja bókmenntagrein koma fram.“ GAMANLEIKUR UM GLÆP Laugard. 10. apríl kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Föstud. 16. apríl kl. 20 Laugard. 17. apríl kl. 20 Yfir 10.000 áhorfendur hafa séð þetta frábæra fjölskyldu- leikrit um einelti og fordóma og nú, loksins, komum við norður. Laugard. 17.04. kl. 12.00 og 15.30 Sunnud. 18.04. kl. 12.00 og 15.30 Skólasýningar: Mánud. 19.04. kl. 09.00,11.30 og 14.00 ATH. Aðeins þessi eina sýningarhelgi! Miöaverð 1.500 fyrir börn 1.800 fyrir fullorðna. Miðasala: 462-1400 Miðasalan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 13-17 og fram að sýningu sýningardaga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.