Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 2
18 - LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 HELGARPOTTURINN Stöðug hreyfing er á mannskapnum á Stöð 2 enda stór „stasjón" og mannaflinn fjölmenn- ur. Á Stöð 2 fer ekkert á milli mála að Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og fréttamaður, er mætt aftur en hún er á „sérsamningi eða þannig", kemur og fer eins og farfuglarnir. Vil- borg var á sex mánaða starfslaunum frá 1. október til 1. apríl og fer aftur á starfslaun í haust. Hún mun vera að skrifa enn eina heim- ildaskáldsöguna, sögu í svipuðum dúr og Eld- fórnin, en þessi gerist bara á 15. öld, ekki þeirri 14., og efnið tengist lokum byggðar á Grænlandi. Bókin er komin allvel á veg en kemur þó ekki út fyrr en í fyrsta lagi árið 2000. Og meira af mannahreyfingum á Stöð 2. Fréttamaðurinn Pétur Pét- ursson er hættur störfum og kominn yfir til kosningastjóra Ólafs Ragnars Grímssonar, Gunnars Steins Pálssonar hjá GSP al- mannatengsl. ( stað Péturs hefur fengið fastráðningu Róbert Mars- hall. Svo fara að birtast á skjánum sumarmennirnir hver af öðrum og verður fyrst þeirra Erna Kaaber, ritstjóri Stúdentablaðsins, en hún var á Stöð 2 í fýrra. Erna kemur til starfa um næstu mánaðamót. Þá mun Brynhildur Ólafsdóttir vera á förum til Hondúras en ekkert hefur heyrst frá fréttamanninum Sólveigu Ólafsdóttur Hannibalssonar, sem hefur að undanförnu unnið fyrir Rauða krossinn á fjölmiðlaskrifstofu í Genf. Fréttahaukur Stöðvar 2 á Norðurlandi, Óskar Þór Halldórsson, er nú að fara af stað með gerð heimildamyndar um risann mikla, Jó- hann Svarfdæling. Á næstu dögum hefjast tökur á viðtölum við þá sem þekktu til Jó- hanns og í sumar verður tekið efni á æsku- slóðum Jóhanns í Svarfaðardal og á Dalvík. Síðar mun leið Óskars og Samversmanna á Akureyri, en það eru þeir sem framleiða myndina, liggja til Danmerkur og Bandaríkj- anna þar sem Jóhann starfaði meðal annars í fjölleikahúsum. Mikil vinna hefur að undan- förnu farið í heimildaöflun vegna þessarar myndunar, en það auðveldar þó alla vinnu að Jóhann hélt saman blaðagreinum sem voru skrifaðar, bréfum, Ijósmyndum og kvikmyndabútum. Af foseta íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, berast þær góðu fregnir að hann múni halda uppteknum hætti og fara út um byggð- ir landsins í sumar og heilsa úpp á fólkið í landinu. Þannig er kortlagt að forsetinn heim- sæki byggðir Eyjafjarðar dagana 18. til 20. maí og eru Eyfirðingar þegar farnir að undir- búa heimsókn hins góða gests. Þá er einnig ráðgerð heimsókn í Norður-Múlasýslur, en hún verður líklega ekki fyrr en að áliðnu sumri - væntanlega í september. Fjölmiðlamaðurinn knái á Suðurnesjum, Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta í Keflavík, fær- ir nú út kvíarnar en fyrir páska sendi hann frá sér fýrsta tölublaðið af Víkurfréttum - tímariti sem er einkonar Séð og heyrt útgáfa af ann- ars ágætum Víkurfréttum. Lífsreynslusögur af Reykjanesbraut, útttekt um flottustu húsin og böana á Suðurnesjum og frásögn kafara sem fann hjálpartæki ástarlífsins á bólakafi í höfn- inni í Sandgerði. Alls staðar geta hjálpartækin komið að notum... Páll Ketilsson. Þórhallur tæknifræðingur á Akureyrí er ekki Guömundur Óli stöðumælavörður á Hlemmi í Reykjavík og öfugt. Myndirnar á þeim félögunum víxluðust í Degi í gær þar sem fólk á förnum vegi var spurt um hug sinn til mála í Kosovo. Hér eru réttar myndir af þeim fé- lögum og Helgar- potturinn biðst vel- virðingar. Þórhallur, tæknifræðingur á Akureyri. Guðmundur Óli, stöðumælavörður á Hlemmi i Reykjavík. Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags- lífinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkur fréttir og ábendingar til birtingar í Helgarpottinum. Dagur c/o helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja- vík eða á netfangið: ritstjori@dagur. Dggjtur Eldri börn og fullorðnir fá að taka þátt í teiknimyndaspunanum en fyrst sýna þeir Bert, sem starfar sem trúður í Stokkhólmi, og Esbjörn teiknimyndakennari hvernig maður á að búa til skrípókarla. Hvernig verður skrípoKarl til? Tveir sænskir teiknarar ætla að kenna börnum og fullorðnum að búa til skrípókarla í teiknimyndasöguspuna í Norræna húsinu á morgun... Svíarnir tveir sem koma til landsins til að kenna íslenskum börnum og fullorðnum að búa til skrípókarla heita Bert Gradin og Esbjörn Jors%oter. Sá síðarnefndi er bæði teiknari og leikskólakennari og kennir börnum og fullorðnum teiknimyndagerð í Serieskolen í Stokkhólmi. „Þeir hafa unnið sam- an í 10-15 ár,“ segir Árdís Sigurðar- dóttir, starfsmaður Norræna húss- ins, „og þeir hafa verið að gera til- raunir með að ferðast milli skóla og vera með sýningar þar sem Esbjörn teiknar og Bert leikur teiknimynda- sögupersónuna," en Bert hefur starfað að undanförnu með trúða- hóp í Stokkhólmi. Fólk fær að prófa Svfarnir eru þó ekki eingöngu að skemmta áhorfendum heldur er ætlunin að fá eidri börn og full- orðna tíl að taka þátt í teiknimynda- söguspunanum. Dálítil fræðsla um teiknimyndagerð er samofin spunanum þeirra, þannig tala þeir um hvað þurfi að gera til að skrípókarlinn haldi athygli áhorf- enda, hvort hann megi vera ofur- glaður, ofurbölsýnn, leiðinlegur eða skemmtilegur. „Svo fá krakkarnir að spreyta sig sjálfir, Bert og Esbjörn eru með ramma þar sem þú átt að búa til þínar eigin glöðu, leiðu, ást- fangnu persónur. Síðan fá þeir bæði börn og fullorðna til að semja með sér sögu og þau fá að teikna sjálf eftir einföldum teikniaðferðum - því maður þarf ekkert að vera sér- fræðingur í teikningu til að gera skemmtilegar sögur. Þannig að þetta er bæði fyrir þá sem geta teiknað og líka þá sem hafa fjörugt ímyndunarafl." Þjóðfélagsádeilu Bert og Esbjörn eru sjálfir reyndir teiknarar, teiknuðu um tíma dag- legar teiknimyndasögur í anda þjóð- félagsádeilu í hið útbreidda sænska dagblað Dagens Nyheter, og eiga einnig teiknimyndaræmur á sýning- unni „Norrænar myndasögur í dag- blöðum" sem nú stendur yfir í and- dyri Norræna hússins og lýkur 25. apríl. Teikniniyndasöguspuninn verður kl. 14 og 15 á morgun. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. lóa Maður vikunnar er flóttamaður - einn þessara sex hundruð þúsunda sem hrakist hafa allslaus frá heim- kynnum sínum í Kosovo undan morðsveitum Serba. Mesta flóttamannavandamál í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar er óhugnanleg staðreynd sem gef- ur skýra mynd af því hversu lítt manninum miðar fram á við í þroska, jafnvel á margrómaðri öld framfara og tækniglingurs. Flóttamaður kominn frá Kosovo til ís- lands i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.