Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 9
Xfc^Mir LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999- 25 LÍF/Ð í LAND/NU henni ekki skotaskuld úr að fara það sem hún vill á stólnum. „Upphaflega kom ég hér 9. febrúar í fyrra,“ segir Elísabet. „Þá hafði ég fengið blóðtappa og var lömuð öðru megin. Eg var hérna í mestallan fyrravetur og fram á vor. Síðan nákvæmlega ári seinna, 27. janúar í vetur, þá dett ég og brýt mig og þess vegna er ég hérna núna.“ - Hvemig hefur þér liðið héma? „Alveg hreint yndislega. Eg get ekki hugsað mér betri stað fyrir fólk sem þarf að dvelja undir svona kringumstæðum. Þetta er alveg frábær staður og frábært fólk allt saman, hvort sem það eru Iæknar, hjúkrunar- konur, sjúkraliðar eða bara hver sem er.“ - Hvað er það sem gerir Krist- nesspitala svona góðan stað til að dvelja á? „Þetta er bara stórt heimli í augum okkar allra. Það er eng- inn stofnanabragur á þessu, ekki til. Þetta er allt svo heimilislegt sem hugsast getur. Maður er eitthvað svo frjáls hérna að það er alveg eins og maður sé bara heima hjá sér. Eg vildi hvergi annarsstaðar vera í mínum kringumstæðum. “ Elísabet segir hefðbundinn dag hjá sér byrja með sjúkra- þjálfun um níuleytið á morgn- ana en eftir það fari hún í iðju- þjálfun. Þar æfir hún ýmis verk og dundar sér eitthvað í hönd- unum, eins og hún segir. „Við erum að gera ýmislegt sem \áð getum gert og við getum ýmis- legt þó við höfum bara eina hendi,“ segir Elísabet. „Eg get ekkert notað þessa, hún er alveg máttlaus," segir hún og lyftir vinstri handleggnum upp með þeim hægri. - Það er margt sem þarf að læra upp á nýtt þegar maður missir það sem manni finnst sjálfsagt að hafa, er það ekki? „Eg er nú hrædd um það. En það hefur gengið alveg merki- lega vel finnst mér. Þegar ég kom heim í fyrravor þá gat ég gert ýmislegt sem mig hafði ekki órað fyrir að ég myndi geta gert. Eg var farin að sjóða matinn, þvo upp, búa til smávegis brauð og fleira. Eg hef haft alveg ynd- islega hjálp því tengdadóttir mín sem býr í næsta húsi við mig er hjálparstúlka hjá mér þannig að ég er ekki ein á báti.“ Litlu sigrarnir Margt af því sem okkur finnst svo sjálf- sagt og eðlilegt að geta og gera að við leiðum hugann ekki einu sinni að því, þurfa marg- ir þeirra sem á Kristnesspítala koma að Iæra algjörlega upp á nýtt. Iðju- þjálfunin gegnir einmitt mikil- vægu hlutverki við að auka og endurheimta færni fólks til ýmissa daglegra starfa. Birgit Schov er for- stöðuiðjuþjálfi. „Mannlega hliðin við iðju- þjálfun er ansi __________ stór,“ segir Birgit, þegar við setjumst með henni inn í eldhúsið í iðju- þjálfuninni. Það er mikið notað því margt af því fólki sem þarna er þarf að þjálfa og jafnvel Iæra upp á nýtt ýmis verk sem mörg- um finnst einföld svona dags daglega. Það er glatt á hjalla hjá þeim sem eru við iðjuþjálfun þegar okkur ber að. Fólkið er að föndra, smíða og æfa sig í ýms- um verkum. Birgit segir starf iðjuþjálfans meðal annars felast mikið í því að fara með fólkinu, kanna að- stæður heima hjá þvi, hvað það er fært um að gera, hvernig hægt er að auðvelda því að ná tökum á hinu daglega amstri út frá fötlun sinni eða sjúkdómi. „Það sem mér finnst svo gott hér,“ segir hún um eldhúsið sitt, „er þegar fólk nær að gera hafi beðið um leiðréttingu sem ekki hafi komið. Aftur hafi hún óskað eftir leiðréttingu og hótað uppsögn á áskrift ef sú leiðrétt- ing færi ekki í blaðið. Einhverra hluta vegna var vísan aldrei leið- rétt og konan stóð við hótunina. Hún sagði upp blaðinu. Fyrir loforð um að birta nú vísuna rétta ákveður hún að spjalla við okkur. Konan heitir Sigríður Schiöth. Hún byijar reyndar á því að fara með kvæði og sýnir þar gamalkunna tilburði úr Ieik- listinni, enda var hún viðloðandi leiklist á Akureyri og í Eyjafirði um langt skeið. Gamantregi fimm menn. Svo fer að þynnast hringurinn og Böðvar fer að hósta í skeggið. Þá pössuðu nú ekki saman lagið og sálmurinn sem átti að syngja.“ Sigríður segist hafa verið við- loðandi tónlist síðan hún hefur verið barn og gerir enn nokkuð af því að spila. „Já, það er mitt líf og yndi. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir hún. „Eg er með kvenna- kór á Akureyri sem er kallaður Ömmurnar. Flestir álíta nú að þetta sé eitthvert garg bara af því að alltaf er álitið að ömmur geti ekki sungið. En það eru svo Margt af því sem okkur finnst svo sjálfsagt og eðlilegt að geta og gera að við leiðum hugann ekki einu sinni að því, þurfa margir þeirra sem á Kristnesspítala koma að læra algjörlega upp á nýtt. Iðjuþjálfunin gegnir einmitt mikilvægu hlutverki við að auka og endurheimta færni fólks tilýmissa daglegra starfa. ákveðna hluti hérna, til dæmis að baka eina köku, þá fer það að gera sama verkið heima. Síðan tekur það næsta skref og hugsar sem svo: Eg er búinn að gera þetta hér, ég get þetta hér og þá get ég þetta líka heima. Þá er orðið mjög stutt í útskrift." I iðjuþjálfuninni eru það hinir litlu sigrar sem skipta máli og skapa að lokum hina stærri. Seiðandi tónlist Þegar við göngum aftur upp í matsalinn eftir að hafa heimsótt endurhæfingardeildina ómar þar um sali orgeltónlist og söngur. Við orgelið situr kona sem heitir bók Arnar Snorrasonar, frænda Sigríðar. Þar er hið um- talaða ljóð sem rangt var með farið. I bókinni er ljóðið svona: Þvtltk högg og hamraskak! Af hjarta yrði eg glaður ef þú hvíldist andartak, elsku timburmaður. Sigríður Schiöth er þekkt fyrir áratugastarf að tónlist, var með- al annars organisti í þremur kirkjum í Eyjafirði. Hún segir okkur að 67 ár séu liðin frá því hún spilaði fyrst í kirkju. „Það var suður á Laugarvatni," segir Sigríður. „Þá var ekki mokað eins og núna og ófær Hellis- heiðin. Böðvar gamli á Laugar- margar ungar ömmur í dag og þetta er mjög fallegur söngur. Þær komu hérna um daginn og sungu fyrir fólkið. Þar átti að vera einn dúett og sú sem átti að syngja neðri röddina var veik svo ég söng hana bara sjálf og spil- aði.“ Sigríður segir að sér líði vel á Kristnesspítala. „Þetta er indælt heimili hérna. Það er vel hugsað um okkur á allan hátt, gott við- urværi og maður óskar sér einskis betra,“ segir hún. Tal okkar berst að íslensku þjóðfé- lagi eins og það er í dag. Sigríð- ur segir að yfirleitt sé allt i góð lagi. „Oft hefur nú verið svart í Elísabet Bjarnadóttir á Mánárbakka á Tjörnesi: „Ég get ekki hugsað mér betri stað fýrir fólk sem þarfað dvetja undir svona kringumstæðum. Þetta er alveg frábær staður og frábært fólk allt saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrun- arkonur, sjúkraliðar eða bara hver sem er.“ Páll B. Helgason, yfirlæknir endurhæfingardeildar. „Það er heimilisandi hérna og alveg gríðarleg samhyggja og eining." greinilega skemmtir sér mjög vel sem og öðrum sem þarna eru. Þegar við berum upp þá ósk að ræða við konuna bendir hún á að vitlaust hafi verið farið með vísu frænda síns í Degi. Hún __________ vatni fékk mig til að spila í kirkju því dóttir hans var í Reykjavík og komst ekki. Eg sagði við hann að ég gæti spilað ef hann segði mér hvað ég ætti að spila. Síðan byrja ég að spila og það taka hraustlega undir þarna einir álinn hér á öldum áður, maður heyrir og les það. Það er svo of- boðslega mikill munur á kjörum nú og því sem var að það er engu saman að jafna.“ - En samt kvörtum við! „Já, af því að mannskepnan er þannig að mikið vill meira. Því er nú ver og miður. Ég er uppal- in á fjölmennu heimili, við vor- um mörg systkinin, og þar var allt nýtt sem hægt var. Móðir mín var saumakona og hún saumaði, lengdi fötin og stytti og nýtti þau út í ystu æsar.“ Sigríður segir ekki mikið rætt um pólitíkina svona dags dag- lega á Kristnesspítala. Hún seg- ist ekki vera mjög pólitísk en þar sem kosningar séu nú að nálgast þá komist fólk ekki hjá því að heyra um pólitíkina. „Já, ég heyri þetta um leið og ég opna á morgnana, þá er póli- tík, og þegar ég sofna á kvöldin, þá er pólitík. Ég hló að því þegar Ingibjörg Pálmadóttir sagði að hún kviði fyrir ef að sjálfstæðis- maður kæmist í heilbrigðisráð- herrastólinn.“ Endurhæfing án sundlaugar! Heimsókn að Kristnesspítala getur ekki liðið öðruvísi en svo að sundlaugina beri eitthvað á góma. „Takið bara mynd af sund- lauginni og látið koma fram að það vantar sautján milljónir," segir einn þeirra sem sitja yfir miðdegiskaffinu þegar við eigum leið um matsalinn. Sundlaugin stendur hálfkláruð og ónotuð. Upphafleg áætlun um bygging- arkostnað hljóðaði upp á 34-35 milljónir. Nú þegar hefur verið framkvæmt fyrir 18 milljónir en betur má ef duga skal. Það er líka dálítið undarlegt að koma á spítala sem sérhæfir sig í endurhæfingu sjúkra og slasaðra en hefur ekki sundlaug til að nota í þeim tilgangi. Eftir að Háskólinn á Akureyri fékk Sólborgarsvæðið undir sína starfsemi lagðist af sundlaugin þar og mörgum þótti sárt að tapa þar í raun miklu fé sem safnað hafði verið. Endurhæf- ingarspítali án sundlaugar er enda í svipaðri stöðu og knatt- spyrnulið án vallar. „Vatnsmeðferð er hluti af þjálfun og það er auðveldara að hreyfa sig í vatni,“ segir Páll B. Halldórsson um nauðsyn þess að hafa sundlaug á staðnum. „Svo er ákveðin uppdrift í vatn- inu sem gerir mótstöðu þægi- legri og auðveldari á vissan hátt fyrir sjúklinga. Það er eitthvað við vatnið sem við kunnum ekki skil á, hvort sem það er sálrænt eða líkalmlegt, það er eitthvað hlýlegt og gott við það.“ Heilunar- máttur Okkur verður tíð- rætt um um- hverfi Krist- nesspítala á með- an á heimsókn okkar stendur. Það kemur líka á daginn að til dæmis göngu- ferðir eru mikil- vægur þáttur í endurhæfingu margra og í stuttu spjalli við nokkra af starfs- mönnum öldrun- arlækningadeild- arinnar kemur fram að í göngu- ferðum og fal- legu umhverfi felist einhver ________ heilunarmáttur. Ekki vil ég óska neinum að þurfa á því að halda að dvelja á Krisnesspítala - en þeir sem þurfa á dvölinni að halda og fara þangað til endur- hæfingar og þjálfunar geta Iitið björtum augum fram á veginn. A Kristnesi hlýtur að vera gott að eiga heimili um hríð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.