Dagur - 10.04.1999, Side 18

Dagur - 10.04.1999, Side 18
34 - LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 Á meðan íslenskir tónlistarmenn margir hverjir hafa beðið eftir að frægðin kæmi til þeirra, hafa aðrir farið þveröfugt að, farið sjálfir til móts við hana ef svo má að orði komast. Þannig var það með Flateyringin Sigga Björns, sem ákvað fyrir einum tólf árum, að hleypa heimdraganum, hverfa af landi brott frá brauðstritinu hér en ffeista gæfunnar þess í stað með gítarinn að vopni. úti í hinum stóra heimi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Sigga og hann verið mjög svo víðförull, stundað sitt trúbadorslíf út um allan heim, í Ástralíu, N-Sjálandi, Japan, Þýskalandi, flestum norðurlandanna og á Grænlandi. Sfðustu sex árin hefur Siggi hins vegar haft fasta búsetu í Árósum í Dan- mörku og tekið þar þátt í gróskumiklu tón- listarlífi er mótast hefur af straumum úr öll- um heimshornum. Á þessum tíma hefur Siggi staðið í plötuútgáfu á einum fimm plötum og hafa allavega þrjár af þeim komið út hérlendis. Sú nýjasta, Roads, var einmitt að koma út hér fyrir rúmri viku eða svo, en hún hafði áður komið út í Danmörku sl. haust og fengið fínar móttökur og um hana farið lofsamlegum orðum í blöðum á borð við Jyllandsposten og Extrabladet. Siggi hef- ur alltaf verið hallur undir blús með alls kyns blæbrigðum í bland, þjóðlaga og popps m.a. Á Roads er engin undantekning á því auk þess sem áhrif víðar úr heiminum frá Grænlandi og karabiska hafinu fljóta með. Má líkja tónlistinni, sem Siggi ber að Iang- mestu leiti hitann og þungann af, við t.d. margt sem jöfurinn mildi JJ Cale hefur sent frá sér og er þar ekki leiðum að líkjast. Er Roads í skemmstu máli sagt afskaplega vönduð og vel gerð plata, yfirlætislaus í ein- faldleika sínum, en jafnframt býsna áhrifa- mikil og hrífandi. Meðspilarar Sigga, sem syngur spilar á gítar og munnhörpu, m.a. frá svo álíkum þjóðum sem Bretlandi, Dan- mörku og Kúrdistan, allt gæðahljóðfæraleik- arar sem setja um margt sérstakan blæ á flutningin. Hérlendis spila með Sigga bret- inn Keith Hopcroft gítarleikari og Roy Pascal, ásláttarleikari frá trinidad og Tobago. Hefur sá fyrrnefndi Ieikið með ýmsum breskum og dönskum sveitum, en sá síðar- nefndi hefur m.a. verið með hinum fræga Eddie Grant í sveit. Roadstætti að höfða til flestra þeirra sem laðast hafa fyrr af plötum Bubba, KK og Harðar Torfa, svo þrír kappar séu nefndir og eru þeir hér með kvattir til að gefa Sigga og félögum gaum á ferð þeirra um landið. Ekki er sérstök ástæða til að nefna einhver Iög sérstaklega af plötunni, þau standa það vel saman sem nokkuð góð heild. Verður svo bara ekki annað sagt en að Siggi sé verðugur fulltrúi íslands í erlendu tónlistarlífi, rám og sérstæð rödd er út af fyr- ir sig næg sönnun þess. Tónleikaferðinni lýkur Siggi og félagar hófu yfirreið sína um landið á Fógetanum í Reykjavík og hafa að öllu for- fallalausu verið á Eskifirði í gær. I kvöld verða þeir í Víkinni á Höfn í Hornafirði kl 23.00 og annað kvöld lýkur svo ferðinni eins og hún hófst á Fógetanum í Reykjavík. Utanqarðsmenn -Fram úi’Tortíðarskugganum Það hefur lfkast til komið mörg- um í opna skjöldu en jafnframt þægilega á óvart, að sjá eina af helstu rokksveitum landsins, pönkframherjana, Bubba, Danna, Mikka, Rúnar og Magn- ús, Utangarðsmenn, í þættinum Stutt í spunann í Sjónvaqrinu. Við sem upplifðum og sáum Ut- angarðsmenn, tókum þátt f ís- lenska pönkinu fyrir tæpum tveimur áratugum, áttum satt best að segja ekki von á að herr- arnir þessir kæmu saman að nýju, eftir allt sem gekk á hjá þeim á stormasömum og jafn- framt stuttum ferlinum, 1980- 81 u.þ.b. Þann feril, sem skilaði af sér þó einum þremur merkum afurðum, sem allar teljast merk- ar á sinn hátt, þ.e. stóra platan Geislavirkir, EP platan 45 rpm og ýmiskonarsafnið, í upphafi skyldi endinn skoða, (auk auð- vitað rækjureggísmáskífunnar og fyrstu sólóplötu Bubba, Isbjarn- arblússins, sem hinir komu meira og minna að) er annars ekki sérstök ástæða til að fara út í frekar hér, en nú lifir hins veg- ar spurningin, hvort þessi at- burður sem meðal annarra orða var býsna ánægjulegur og sýndi gömlu pönkarana reyndar betri en nokkru sinni fyrr og var þeim Evu Maríu í Spunanum og Olafi Páli Popp- og Rokklandsstjóra á Rás 2 að þakka eða kenna eftir því hvering litið er á, boði svo eitthvað meir. I Rokklandsþætti á Rásinni voru svör einstakra meðlima misjöfn við þessari spumingu, en virkuðu þó meir í jákvæða átt en hitt. Frá sjónar- hóli þess gamla pönkáhuga- manns sem þetta ritar og upp- Iifði sveitina sem fyrr sagði, væri það á margan hátt gaman ef framhald yrði á, en jafnframt er hann líka efins um að eitthvert meiriháttar afturhvarf borgaði sig eða væri þess virði. Þetta skref fram úr fortíðarskugganum var vissulega ánægjulegt og kraftmik- ið, en frekari skref fram í sviðs- ljósið að nýju ætti semsagt af ýmsum ástæðum að íhuga gaum- gæfilega áður en stigin yrðu. Andlát söngkonunnar bresku, Dusty Springfield, var mörgum tónlistarunnandanum mikið áfall, enda á margan hátt ein af sérstæðari söngkonum hippa- og blómatímans fyrir þijátíu árum eða svo og af sumra mati ein eftir- minnilegasta söngkona popps- ins yfir höfuð. Lést hún 2. mars sl. og varð ein- ungis 59 ára göm- ul. Átti hún marga smelli sem enn njóta hylli og þá flesta komna úr smiðju hins margfræga lagahöfund- ar Burts Bacarach. Ymsir amerískir tónlist- armenn hafa nú ákveð- ið að heiðra minningu Dusty með því að syngja mörg af þess- um Iögum hennar, á plötu sem kallast mun Forever Dusty - Homeage to an Icon, sem svo mun koma út 22. júní nk. Kate Pearson (úr B 52's), Indigo girls o.fl. munu þar túlka lögin henn- ar. I framhaldinu, væntanlega í sept- ember, mun koma heljarinnar safn með Dusty, með einum Ijórum geislaplötum, þar sem kenna mun fjöl- breytilegustu grasa. Var þessi safnútgáfa í und- irbúningi í samvinnu við söngkonuna þegar hún lést. Dusty Springfield. Látin fyrir aldur fram. Merkir tónleikar Tónleikarnir í Sjallanum, 12 mars, þar sem um tugur er- lendra útsendara kom til landsins til að sjá sérstaklega Kópavogsdrengina í Dead Sea Apple, en einnig tvær aðrar sveitir, Carpet úr Mosfellsbæ og Toy Machine frá Akureyri, Sigurtónleikar í Sjallanum. reyndust þegar til kom heppn- ast í stórum dráttum mjög vel. Stutt en hnitmiðuð prógröm Carpet og Toy Machine, þeirra fyrrnefndu fullt af þéttu og um margt grípandi framsækn- isrokki og þeirra síðarnefndu þunghlaðið og ofurkraftmikið, þannig að minnir á sveitir á borð við Deftones og Fear Factory m.a. komu býsna vel út miðað við takmarkaðar að- stæður og ekki beinlínis full- komnar hljóðaðstæður í Sjall- anum. Var gert hið besta úr þessu eins og kostur var, þótt stundum væri eitthvað að fara úrskeiðis með hljóðið og blöndun þess. Þegar svo aðal- sveitin steig á svið var hins vegar búið að koma flestu á fullt skrið og Steinarr og félag- ar í Dead Sea Apple nýttu sér það til fullnustu. Er óhætt að fullyrða að hinir erlendu gest- ir, frá stórfyrirtækjum á borð við EMI, Elektra, BMG, Arista, Maverick og Warner Bros, urðu ekki fyrir vonbrigð- um. Með fádæma öryggi og þéttleika eins og best gerist, renndi sveitin í gegnum alla nýju plötuna, Secondl og nokkur lög af fyrri plötunni, Crush, líka. Allt frá því hún kom út árið 1996, hefur um- Dead Sea Apple. sjónarmaður Poppsiðu Dags haft þá sterku tilfinningu að Dead Sea Apple hefði alla burði til að ná Iangt. Skal ekk- ert fullyrt enn um hvort það muni rætast, en það er á hreinu að þessir tónleikar í Sjallanum voru á nokkurn hátt skref fyrir hljómsveitina fram á við. Svo er bara að sjá hvert framhaldið verður, hvað er- lendu gestirnir gera í kjölfarið og hvernig utanferð sveitar- innar verður háttað. Utangarðsmenn. Kannski einir tónleikar í viðbót, en varla meir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.