Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 16

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 Ttoptr Fluguveiðar að vetri (111) Draumfiskurinn Frásaga af veiði- vatni er ekki fullkomin nema fylgi kafli um draumafiskinn stóra, helst vaf- inn dulúð og spennu. Þankar okkar um Þing- vallavatn í síð- asta pistli kalla á frásögn úr djúpum vatns- ins, og djúpum undirmeðvitund- arinnar, en þar leynast þeir stærstu stundum. Þó ekki í þetta sinn, hann kom úr vatn- inu. Urriðinn stóri Félagi Össur Skarphéðinsson gerði Þingvallavatnsurriðann ódauðlegan í bókmenntum landsins, okkar bíður að gera hann ódauðlegan í vatninu. A hveiju ári berast sagnir um að „hann sé þarna ennþá“ stóri Þingvallavatnsurriðinn, og það fékk Hrafn Agústsson að reyna einn ágætan veiðidag í fyrra. „Eg hef veitt á hverju ári í vatninu síðan 1976,“ segir Hrafn, „og aldrei veitt meira en einn og einn urriða, enda ekki beint á þeim veiðum". Það átti eftir að breytast. Svo háttaði að síðasta vetur fékk Hrafn gefna flugu frá vini sem á hvíldi sú helgi að hana mætti nota í urr- iða í Þingvallavatni. Það var svo þegar kom að veiðitíma að Hrafn var sem oftar í bústað við vatnið og hafði draumfarir eigi sléttar: vitjaði hans í draumi flugan góða sem honum hafði áskotnast. „Hún sat svo sterkt í mér þegar ég vaknaði að ég setti hana f vestið," segir Hrafn, en var þó ekki frekar í urriðahug- leiðingum en áður. „Það var hægur andvari, lítil gára,“ segist honum frá, „ískalt og steindautt vatn að sjá“; engin bleikja að taka. Mun þá Hrafn hafa sagt við sjálfan sig, „Jæja, heyrðu, nú skelli ég á strímern- um,“ en draumflugan var einmitt þeirrar tegundar. Eftir tvö köst „sýnist mér sem ég sjái eitthvað í gárunni" segir veiði- maðurinn. Ekki beint að hann sæi hvað það væri, frekar að gár- an væri ekki jöfn á tilteknum stað. Þetta var skammt undan landi. Nú er rétt að geta þess að Hrafn var auðvitað með ein- hendu, fyrir Iínu sex, og ekki nema sex punda taum, en til allrar lukku hafði hann sneitt framan af girninu þriggja punda enda sem hann notar í bleikju. Ut fór flugan og um tvo metra fyrir framan punktinn þar sem Hrafni sýndist gáran í yfirborð- inu eitthvað dularfull. Ekki hafði hún lent almenni- lega á vatninu þegar hún var tekin. Eitthvað rosalegt kom úr vatnsgárunni á fullri ferð og greip fluguna og stöðvaði ekki andartak heldur strikaði á fleygi- ferð beint út. „Eg vissi ekkert hvað þetta var,“ segir veiðimað- urinn um dýrið sem fór á sigl- ingu burt með línu og undirlínu sem rann út af hjólinu með ógn- arhraða. „Eg hef tekið 20 punda lax á flugu en það var bara grín,“ seg- ir Hrafn um þennan slag sem nú fór í hönd. Línan var næst- um öll komin út þegar veiði- maðurinn sá loks hvað þetta var, skrímslið stökk og djöflaðist „250 metra úti“; þá fyrst stöðv- aði fiskurinn hlaupið. Hrafn tók á öllu sem hann átti til að þræla fiskinum að landi, en þó ekki með of miklu afli því taumur- innn var fyrir annan stærðar- flokk en þennan. Fiskurinn fór tvisvar út með alla línuna. Slag- urinn stóð í 40 mínútur. Þegar hann loksins þokaðist nær landi mundi veiðimaðurinn eftir því sér til gleði að þegar hann var við veiðar vikuna á undan hafði hann brotið bleikjuháfinn sinn. I stað hafði Hrafn gripið stærri háf með lengdu skafti og hefði líkast til aldrei getað náð fiskin- um án hans. En það vildi hann svo sannarlega. 13 pund Sá stóri reyndist 13 pund. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég reyni að veiða urriða,“ segir Hrafn, og ætlar svo sannarlega að beina sjónum að þeirri teg- und í þjóðgarðinum. Fiskurinn fór upp á spjald og ekki bara til að monta sig af honum: „Eg vil að sem flestir sjái hann, við verðum að bjarga þessum stofni," segir veiðimaðurinn. Hrafn telur líklegt að þessi fisk- ur sé úr sleppingu Landsvirkjun- ar á seiðum frá 1992, enda uggaklipptur. „Það má því sjá að vöxturinn er rosalegur.“ Urrið- inn er nánast fullkominn, vöðvarnir ótrúlegir og stirtlan og sporðblaðkan eins og best verð- ur á kosið fyrir fisk sem drottnar í ríki sínu. Draumurinn um að endur- reisa þennan konunglega stofn hlýtur að knýja á þegar svona saga er sögð; Þingvallavatn gæti orðið eitt af heimsins mestu veiðivötnum nái urriðinn fyrri styrk. Flugan Straumflugan sem urriðinn stóri tók er „eftirlíking af síli“, segir Hrafn, með gulan hárvæng og ljósbláan búk, „en ég held að það hefði ekki skipt neinu hvað þetta var, hann tók með þvílík- um hvelli um Ieið og hún Ienti". Spurður um almenn ráð fyrir veiðimenn í Þingvallavatni hlær Hrafn: „vera í hlýjum sokkum!“ Vatnið er kalt og varasamt að því leyti. Hrafn veiðir alltaf með flotlínu og Iöngum taumi, 20 fetum, og lætur mjókka alveg fram í þriggja punda girni fyrir bleikjuna. Og notar tvær flugur, „botninn tekur mikið af flug- um“, segir hann: „til að vera í fiski þarf að veiða nálægt botni, meðfram köntum“. En nú þegar hann er kominn með urriðann í blóðið tekur við ný könnun á Þingvallavatni. Ef þið sjáið mann með stórfiskaglampa í augum við vatnið í vor, þá er það að líkindum Hrafn. FLUGUR ffl Stefán Jón Hafstein skrifar Krossgáta nr. 132 Lausnarorðið er .7....... Nafn Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 132 I helgarkrossgátunni er gerður skýr greinarmun- ur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnar- orð gátunnar á að skrifa á lausnarseðilinn og senda til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri merktan: Helgarkrossgáta nr. 132. Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460 6171. I verðlaun fyrir helgarkrossgátu 132 er bókin „Hverjir eru bestir? Gamansögur af íslenskum íþróttamönnum", eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Lausnarorð helgarkrossgátu 130 var „undir- skál“. Vinningshafi er Hallfríður Frímannsdóttir, Sólheimum 14 i Reykjavík og fær senda bókina „Falsarinn og dómari hans“ eftir Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Lausnarorð krossgátu nr. 131 verður tilkynnt ásamt nafni vinningshafa þegar helgarkrossgáta nr. 133 birtist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.