Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 20
36- LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
I
\
l
t
t
t
t
t
I
t
I
I
I
!
I
I
I
RAÐAUGLÝSINGAR
T I L S Ö L U
VÁTRYGGINGAFÉLAG
ÍSLANDS HF
Vátryggingafélag (slands hf. Akureyri, óskar eftir
tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum.
1. MMC L 200 4x4 árgerð 1999
2. Subaru Forester- 1998
3. Subaru Impressa - 1998
4. Isuzu Cruve Cap - 1996
5. Toyota Hilux D/C - 1996
6. Hyundai Accent - 1995
7. Nissan Micra - 1994
8. Daihatsu Applouse 4x4 - 1991
9. MMC Lanser - 1990
10. Skoda Favorit - 1990
11. MMC Lanser 4x4 stw. - 1989
12. Suzuki Swift - 1989
13. Subaru 1800 4x4 stw. 1988
14. Toyota Corolla GTi - 1988
15. GMC vörub. - 1977
Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS
Furuvöllum 11, mánudaginn 12. apríl n.k. frá kl. 9.00
til 16.00.
Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag.
A T V 1 N N A
AKUREYRARBÆR
Sérfræðingar til
ráðgjafarstarfa
Hjá Akureyrarbæ er unnið að sameiningu skóla- og félagsþjón-
ustu ásamt endurskipulagningu á stjórnsýslu fræðslu- og fé-
lagssviða. Akureyrarbær mun taka við allri stoðþjónustu við
grunn- og leikskóla sína frá 1. ágúst nk.
Óskað er eftir séfræðingum til starfa á sameinuðu félagssviði:
Sálfræðingum,
félagsráðgjöfum,
talmeinafræðingi,
sérkennurum eða öðrum kennurum með sérhæfða fram-
haldsmenntun.
Áhersla er lögð á góða færni i mannlegum samskiptum. Ef ekki
fást umsóknir frá ofangreindum fagaðilum kemur til greina að
ráða fólk með annars konar háskólapróf.
Laun verða skv. kjarasamningum Akureyrarbæjar/Launanefnd-
ar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar veita Ingólfur Ármannsson fræðslumála-
stjóri og Valgerður Magnúsdóttir félagsmálastjóri í síma 460-
1400.
Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar, Geislagötu 9, á
eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er framlengdur til 1. maí.
Starfsmannastjóri.
Dalvíkurbyggð
Starf aðalbókara
Laust er til umsóknar starf aðalbókara hjá Dalvíkurbyggð.
Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og menntun á
sviði reikningsskila og bókhalds og/eða hafi haldgóða
reynslu af bókhaldsstörfum. Skipuleg og nákvæm vinnu-
brögð nauðsynleg.
Helstu verkefni aðalbókara eru:
• Umsjón með bókhaldskerfi, t.d. viðhald bókhaldslykla.
• Færsla, umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi.
• Skilagreinar, t.d. VSK, og milliuppgjör.
• Uppgjör og afstemmingar.
• Frágangur bókhalds í árslok.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir er tilgreini m.a. menntun og fyrri störf sendist til
bæjarskrifstofunnar á Dalvík, Ráðhús, 620 Dalvík, merktar
„aðalbókari-umsókn“.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk.
Nánari upplýsingar gefur bæjarritari í síma 466 1370.
Bæjarritarinn í Dalvíkurbyggð,
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.
Skólaskrifstofa Vestmannaeyja auglýsir
lausar kennarastöður
í Vestmannaeyjum
í Vestmannaeyjum eru lausar stöður almennra kennara
auk kennara til þess að kenna eftirfarandi námsgreinar
fyrir næsta skólaár.
Við Barnaskólann í Vestmannaeyjum vantar kenn-
ara í siglingafræði á unglingastigi, dönsku, ensku,
hannyrðir, smíðar, tónmennt og safnkennslu á öllum
aldursstigum.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Hjálmfríður Sveins-
dóttir, í síma 481 1944 (481 1898 heima).
Við Hamarsskólann vantar kennara í samfélags-
greinar á unglingastigi, myndmennt, smíðar, sér-
kennslu, tölvukennslu og safnkennslu á öllum aldurs-
stigum.
Upplýsingar veita skólastjóri, Halldóra Magnúsdótt-
ir, í síma 481 2644 (481 2265 heima) eða Skóla-
skrifstofa Vestmannaeyja í síma 481 1092.
Umsóknarfrestur um framangreindar stöður er til 23.
apríl nk.
Um kaup og kjör fer eftir kjarasamningum Launanefnd-
ar sveitarfélaga við KÍ og HÍK og samkomulagi bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja frá 8. mars 1999 við kennara í
Kennarafélagi Vestmannaeyja.
í Vestmannaeyjum er nú sem fyrr litskrúðugt mann- og félagslíf og þar
búa um 4.600 manns, þar af um 800 nemendur á grunnskólaaldri.
Grunnskólarnir eru tveir, hvor um sig tveggja hliðstæðna skólar með um
400 nemendur í 1.-10. bekk. í báðum skólunum er unnið að nýbreytni á
sviði skipulags, samskipta eða kennsluhátta og ríkir mikill metnaður með-
al stjórnenda og starfsliðs um að búa sem best að námi og námsaðstöðu
nemendanna. Við flutning grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna var
komið á fót sérstakri skólaskrifstofu fyrir Vestmannaeyjar þar sem starfa
kennslu- og námsráðgjafar auk skólasálfræðinga. Að vinna við kennslu-
störf í Vestmannaeyjum getur því verið kærkomið tækifæri fyrir kennara
og aðra kennslufræðinga til að taka þátt í spennandi starfi við
uppbyggingu og þróun skólamála í bænum.
Skólamálafulltrúi
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Laus staða
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns aðfangaeft-
irlits með fóðri, áburði og sáðvöru, skv. lögum nr.
22/1994, sbr. breytingu með lögum nr. 83/1997.
Staðan er veitt til fimm ára, frá 1. júní 1999.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í búvísind-
um. Æskilegt er að umsækjendur hafi víðtæka reynslu
í eftirlitsstörfum með aðföngum til landbúnaðar og
þekki vel til starfsreglna ESB/EES á þessu sviði.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf, berist landbúnaðarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7,
150 Reykjavík, fyrir 1. maí nk.
Landbúnaðarráðuneytinu,
8. apríl 1999.
Vopnafjarðarskóli
auglýsir
Við Vopnafjarðarskóla eru lausar kennarastöður fyrir
næsta skólaár.
Okkur vantar sérkennara og/eða umsjónarmann með
sérkennslu, myndmenntakennara og kennara í almenna
kennslu.
Skólinn er einsetinn með 130 nemendur í 1. til 10.
bekk. Fjöldi nemenda í bekk er frá 7 upp í 16. Um
nokkra samkennslu er að ræða. Við aðstoðum við flutn-
ing með greiðslu flutningskostnaðar og húsnæðisfríð-
indi eru í boði.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 473 1256 og
473 1108 og aðstoðarskólastjóri í síma 473 1556 og
473 1345.
í)
íslenska járnblendifélagið hf.
lcelandic Alloys Ltd.
Sumarafleysingar
fslenska járnblendifélagið hf. á Grundartanga
óskar eftir að ráða vélvirkja, bifvélavirkja, rafvirkja
og rafeindavirkja til sumarafleysingastarfa. Um er
að ræða tímabilið frá 1. júní til 31. ágúst.
Umsóknir fást hjá Islenska Járnblendifélaginu á
Grundartanga og hjá Bókaverslun Andresar
Nílssonar á Akranesi. Eldri umsóknir óskast
endurnýjaðar.
Upplýsingar gefur Þór Gunnarsson í síma 432
0200.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Viltu bætast í hópinn?
Nú vill svo skemmtilega til að við getum boðið nokkrum
áhugasömum og dugmiklum kennurum stöður við
grunnskóla Hafnarfjarðar skólaárið 1999-2000. Óhætt
er að segja að í bænum ríki góður skólaandi og öflugt
þróunarstarf og nýbreytni er víða að finna.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustustofnun í þágu
menntunar í bænum og þar er m.a. boðið upp á sí-
menntun fyrir kennara. Umsóknareyðublöð liggja
frammi á Skólaskrifstofunni, Strandgötu 31 en umsókn-
ir berist til skólastjóra sem veita allar nánari upplýsingar
um stöðurnar.
Umsóknarfrestur er til 7. maí 1999.
Engidalsskóli 1.-7. bekkur 280 nemendur
Skólastjóri: Hjördís Guðbjörnsd. s. 555 4432
Lausar stöður: tónmennt
Hvaleyrarskóli 1.-10. bekkur 530 nemendur
Skólastjóri Helga Friðfinnsdóttir s. 565 0200
Lausar stöður: almenn kennsla, enska, sérkennsla
Lækjarskóli 1. - 10. bekkur
Skólastjóri: Reynir Guðnason
Lausar stöður: tónmennt
420 nemendur
s. 555 0585
Setbergsskóli
Skólastjóri:
Lausar stöður:
1.- 10. bekkur 770 nemendur
Loftur Magnússon s. 565 1011
sérkennsla, danska, almenn kennsla
Víðistaðaskóli
Skólastjóri:
Lausar stöður:
1. - 10. bekkur 540 nemendur
Sigurður Björgvinss. s. 555 2912
tónmennt, myndmennt, sérkennsla, enska,
danska
Öldutúnsskóli 1. - 10. bekkur 720 nemendur
Skólastjóri: Viktor A. Guðlaugss. s. 555 1546
Lausar stöður: tónmennt, sérkennsla, tölvukennsla, hann-
yrðir, íslenska og samfélagsfræði á
unglingastigi
Vakin er athygli á að við Öldutúnsskóla er laus staða
forstöðumanns skólasels (lengdrar viðveru) frá og með
næsta skólaári.
Æskilegt er að umsækjandi hafi kennaramenntun eða
aðra uppeldismenntun.
Skólafulltrúi
Lausar stöður -
tónlistarkennarar
Tónlistarskóli Húsavíkur auglýsir lausar til umsóknar
stöður kennara á tréblásturshljóðfæri (þverflautu,
klarinett, saxafón) og söngkennara frá 1. september
nk.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Nánari upplýsingar
gefur skólastjóri í heimasíma 464 1741 á kvöldin.
I