Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 15

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 15
Ðagur LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 - 31 LÍF OG STÍLL Kristján G. Kristjánsson byrjaði fyrir nokkrum árum að aka ferða- mönnum á breyttum jeppa um hálendi ís- lands og hefur haft fulla atvinnu af því síðan í fyrrasumar. Bíllinn sem hann notar er öflug- ur Nissan Patrol með 4,2 lítra díselvél, einn af fáum Patrol bíl- um sem til eru á landinu með slíkri vél. „Það eru að verða þrjú ár síð- an ég byrjaði á þessu af ein- hverju viti,“ segir hann. „Þetta var búið að vera örlítið í gegn um árin. Það var við og við sem maður fór með ferðamenn upp á Langjökul og fram á Arnarvatns- heiði í dorgveiði. Eg var aðeins búinn að prófa þetta og fann að þetta heillaði." Fór fyrst aö skila Kristján rak bílaverkstæði í Reykholti fram á síðasta vor. „Það var í júní á síðasta ári sem ég byrjaði eingöngu í þessu og þá fór þetta fyrst virkilega að skila einhverju, ég fór að fá svör- un við því sem ég var að gera.“ Kristján hefur lagt mikla áherslu á markaðssetningu og unnið nánast alfarið í henni sjálfur. „Fyrst gerði ég bækling fyrir þremur árum. Ég hef síðan verið með auglýsingar í Iceland Rewaew, Atlantica flugblaðinu og örfáum öðrum stöðum. Ég hef gert plaköt. Ég hef farið tvisvar sinnum erlendis til að vinna að markaðsmálum. Ég var viðloðandi sýningu í Leipzig síð- asta haust ásamt öðrum. Ég tók þátt í Vest-Norden á Akureyri fyrir tveimur árum og aftur í Reykjavík í haust. Þá vorum við saman með bás á Ferða- og handverkssýningu í Reykjavík eina helgi í fyrra, ég og Hótel Reykholt. Það er svolítil samvinna milli ferðaþjónustuaðila. Mér Iíkar mjög vel sú samvinna sem ég hef átt við Hótelið í Reykholti. Þá á ég mjög góða samvinnu við Húsfellinga og við Langjökul á sumrin. Svo á ég í samvinnu við fleiri jeppamenn í Reykjavík. Ef það eru stærri hópar þá kalla ég til fleiri bíla.“ Aðeins tveir aðilar Kristján telur að það séu í raun aðeins tveir aðilar á landinu sem séu alfarið í því að bjóða ferðir með breyttum jeppum um land- ið. Aðrir sem sinni þessu séu jafnframt í öðrum störfum. „Ég held að það sé enginn annar sem er í þessu sem fullu starfi nema Arngrímur í Addís og ég. Þetta er auðvitað risavax- ið fyrirtæki hjá honum. En svo eru aðrir með þetta sem auka- vinnu þó þetta sé orðin mikil at- vinna hjá nokkrum aðilum." Kristján segir að þessi ferða- þjónusta sé farin að lofa mjög góðu. „Reyndar verð ég var við að það er ekki eins líflegt núna í mars eins og það hefur verið í janúar og febrúar. Mín tilfinning er sú að það sé vegna þess að það eru meira og minna öll hót- el full af ráðstefnufólki sem er Það þarfstundum að hleypa meira úrþegar færið verður þyngra. Minna loft i dekkjunum gefur meira flot. myndir: ohr. Kristján G. Kristjánsson við Patrolinn góða uppi á Langjökli: „Fólk er oft alveg heillað af veðráttunni." löngu búið að plana einhverjar aðrar ferðir. Það virðist vera stífluð aðkoman að landinu fyrir hitt fólkið. Það er búið að vera óvenju lítið um að vera síðasta hálfa mánuðinn." Mest eru þetta ferðir sem koma upp á skyndilega en það er alltaf svolítið bókað framund- an, segir hann. „Það bókast svo- lítið í gegn um Internetið og svo hringir fólk í mig beint sem hef- ur frétt af mér.“ En vinna af þessu tagi kemur óneitanlega niður á fjölskyldulíf- inu. „Það er nú, því miður, mest að gera um helgarnar. En það er alltaf kropp í miðri viku líka. Það er ein helgi á þessu ári sem hefur ekki verið fullbókuð." -Það er sem sagt bara ein helgi það sem af er þessu ári sem þú hefur getað eytt með fjölskyldunni? „Já, það má segja það. Það er gallinn við þetta.“ Langt úr Reykholtsdalniun Kristján viðurkennir að það sé erfitt að reka fyrirtækið úr Reyk- holtsdalnum þar sem allar ferðir byrji og endi í höfuðborginni. „Það er mjög óhentugt, það er allt of dýrt að keyra hérna á milli. Ég er reyndar búinn að vera með annan fótinn í Reykja- vík síðan seinnipart síðasta sum- ars og hef lítið verið heima hjá mér.“ Borgarfj arðarhringuriim fjölhreyttari Kristján segir að hefðbundin vetrarferð liggi um Hvalfjörð, Borgarfjörð og upp á Langjökul. „A sumrin eru ferðirnar um Þingvelli, Kaldadal, Langjökul, Surtshelli, Hraunfossa, Reyk- holt og Deildartunguhver. Þetta er mjög mikið fólk sem er að stoppa bara í einn dag á landinu og með þessu fær það allt sem landið hefur upp á að bjóða í einni ferð. Ég mundi segja að fólk fái miklu meira út úr Borg- arfjarðarhringnum en Gullfoss- Geysi hringnum, það eru fleiri Hnklar sem sjást af landinu. Þetta er hringurinn sem kemur til með að verða aðalhringurinn þegar fram líða stundir." Kristján segist hafa verið mjög heppinn í ferðunum. Þær hafa verið algerlega slysalausar og fólkið venjulega mjög ánægt eft- ir ferðirnar. I mesta lagi að það hafi sprungið dekk og þá hafi verið gert við á staðnum. Sér landið í öðru Ijósi Kristján segir að þessi atvinna hafi breytt viðhorfum hans. „Þegar ég var að byrja hugsagði ég eins og Islendingur. Ég varð að passa mig að sýna ekki hvað ég var spældur yfir því hvað veðrið var vont. En núna eru viðhorfin orðin öðru vísi. Nú er ég farinn að dást sjálfur að skafrenningnum og alls kyns ill- viðrum og sé hlutina í öðru ljósi. Fólk er oft alveg heillað af veðr- áttunni og öllu þegar maður er að fara Hvalljörðinn í skítaveðri. Oft er veðráttan mjög stór part- ur af ævintýrinu. Ein kona sem ég keyrði heilan dag rak bílaverkstæði á Bermúda-eyjunum. Hún þurfti að skoða verkstæðið hjá mér í leiðinni. Hún vildi bara vera ein í ferðinni. Ég held að hún hafi nú ekki verið liðtæk við bílavið- gerðirnar. En hún sagði mér reyndar að stór hluti af verkefn- um verkstæðisins væri að gera við seglskútur úr trefjaplasti. Mér skildist að það væri ekki mjög mikið af bílum á svæðinu. Það er mjög oft þannig að ég er að keyra einstaklinga sem vilja bara vera einir og borga fyr- ir það. Reyndar er ég oft að fara með hjón sem eiga nóg af pen- ingum og vilja ekki hafa aðra með sér. Það eru einnig mjög oft pör, kannski tvö-þrjú pör. Svo eru líka smærri hópar, upp í tíu manns, stundum meira. Fjölbreytt og skemmtilegt Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Maður er að hitta fólk alls staðar að úr heiminum. Ég á orðið heimboð út um allar trissur. Ég hef gert það mjög oft að koma við heima hjá mér í Reykholti með fólkið og gefið því kaffisopa ef ég hef verið með skemmtileg pör. Þá á fólkið mig alveg á eftir. Ég á orðið stafla af þakkarbréfum sem ég hef fengið í pósti og tölvupósti. Þessu rign- ir yfir mann þannig að maður kemst ekki yfir að svara þessu öllu.“ OHR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.