Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 7
unptr
LÍFIÐ í LANDINU
LAUGARDAGUR 10. APRIL 1999 - 23
flokksins hafi íslendingar á sín-
um tíma misst af gullnu tæki-
færi til að sækja um aðild. Eg tel
Iíka að það hefði verið nútíma-
Iegra og framsæknara af Sam-
fylkingunni að kveða skýrar á
um Evrópumálin í stefnuskrá
sinni. En það verður ekki á allt
kosið. Eg er baráttumaður. Evr-
ópumálin eru eitt af baráttumál-
um mínum og ég er sannfærður
um að áður en mikið vatn renn-
ur til sjávar muni ég og skoðana-
systkin mín hafa sigur. Meðal
yngra fólks verð ég mjög sterk-
lega var við að sú skoðun á mjög
upp á pallborðið að Islendingum
hljóti fyrr en síðar að verða bú-
inn staður þar sem þeim ber
meðal ríkja Evrópusambands-
ins.“
- Nú fmnst mörgum óneitan-
lega að Framsóknarflokkurinn sé
að taka frumkvæðið í Evrápu-
málumfrá Samfylkingunni.
„Attu við þann Framsóknar-
flokk sem ekki þorði að greiða
atkvæði með aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu? Eða þann
Framsóknarflokk sem hefur tek-
ið afdráttarlaust af skarið með
að ekki verði Ieitað eftir aðild að
Evrópusambandinu nema stefnu
þess í grundvallaratriðum á borð
við sjávarútveg verði breytt? Eg
er þeirrar skoðunar að það væri
enginn grundvöllur fyrir Evr-
ópusambandið að krefjast þess
að fá veiðiheimildir fyrir sín
lönd og sín skip innan íslenskrar
efnahagslögsögu og því engin
þörf fyrir Halldór að setja þetta
skilyrði. Annað hvort skilur ut-
anríkisráðherra þetta ekki eða
hann er vitandi vits að breiða
yfir sig fána Evrópusambandsins
í því skyni að laða til sín atkvæði
ungra Evrópusinna með blekk-
ingum.“
- Þú staðhæfir að það sé rangt
að Samjylkinggin sé stefnulaus i
utanríkismálum. En hafið þið
nokkra stefnu í öðru sem hrenn-
ur áfólki?
„Mér satt að segja ofbjóða
fullyrðingar einsog felast í þess-
ari spurningu. Er það ekki pólit-
ík að vilja undirrita Kýótó-bók-
unina og gjörbreyta virkjunar-
stefnu stjórnvalda? Er það skoð-
analeysi að vilja taka stjórn há-
lendisins úr höndum 42 sveitar-
félaga og láta það undir eina
stjórn þar sem íbúar þéttbýlisins
eru ekki réttlausir? Er það
stefnuleysi að lýsa skilyrðislausri
andstöðu við gjafakvótakerfið
og krefjast veiðileyfagjalds? Er
það ekki pólitík að ætla að fella
brott lög sem afhenda örfáum
landeigendum auðlindir í jörðu
á borð við háhita? Er það hug-
sjónaleysi að veita samkyn-
hneígðum mannréttindi til jafns
við aðra, koma á fót jafnréttis-
ráðuneyti, afnema komugjöld í
heilbrigðiskerfinu og afnema
skatt á húsaleigubætur? Myndu
foreldrar kalla það stefnuleysi að
vilja leyfa þeim að nýta ónýttan
persónuafslátt barna sinna? Slá
þeir hendinni á hugmyndir sem
miða sérstaklega að því að bæta
kjör millitekjufólks og barna-
fólks? Og hvað er það annað en
pólitísk stefna að lögbinda þjóð-
aratkvæðagreiðslur um mikilvæg
mál? Allt eru þetta nýmæli, pólit-
ískar hugmyndir Samfylkingar-
innar, og er þó fátt eitt talið."
- En hvað segirðu um þá gagn-
rýni að það sé of mikil vinstri
slagsíða á Samfylkingunni sem
stafi af hluta til af ótta við fylgis-
tap til Steingríms J. Sigfússonar?
„Eg held að þessi gagnrýni
hafi haft rétt á sér í árdaga sam-
runans en eigi ekki við lengur.
Eg held að það sé ljóst að á
aldamótaárinu verði formlega til
jafnaðarmannaflokkur sem
spanni hið hefðbundna litróf
jafnaðarmannaflokka í Evrópu.
Til Steingríms J. Sigfússonar
sækja gamlir sósíalistar, her-
stöðvarandstæðingar og harðir
NATÓ andstæðingar. Eg er ekki
að slást við hann og álít að víð
séum í tangarsókn að sameigin-
legum óvini.“
- Þér finnst semsagt að það sé
rúm fyrir hæði þig og Steingrím
J. í stóra jafnaðarmannaflokkn-
um?
„Já. Samfylkingin sældr að
sönnu sitt fylgi aðallega inn á
miðjuna og stefnuskrá okkar ber
merki þess, en sannarlega höf-
um við Iíka vinstri andlit, eins
og allir stórir jafnaðarmanna-
flokkar. Það er því rúm fyrir
skoðanir Steingríms í þeim stóra
jafnaðarmannaflokki sem ég vil
tilheyra. Sú kirkja sem ég vil
predika í á að vera breið kirkja
þar sem mönnum
leyfist að hafa
mjög mismunandi
skoðanir á fagnað-
arerindinu.“
- En heldurðu
að þessi hreyfing
verði nokkum tím-
ann að stórum
flokki?
„Hvar er trú þín,
kona? Flokkur,
sem þrátt fyrir all-
ar hrakspár hefur
sveiflast upp í
tæplega 40 pró-
sent á örstuttu
skeiði og er í dag
fastur í fylgi sem
er á bilinu 28-34
prósent hefur alla
burði til að lyfta
sér upp í 36 til 37
prósent. Flokkur
sem mjög líklegt
er að komi að
næstu ríkisstjórn
er að sjálfsögðu
flokkur sem þrátt
fyrir skamman
aldur virðist ekki
standa á brauðfót-
um. Sjálfur hef ég
fulla vissu um að í
þann mund sem
fætur mínir verða
kaldir verð ég í
flokki sem er
mjög stór, hefur
mörgum sinnum
farið með land-
stjórnina og veitt
henni forystu og
er orðinn jafnað-
armannaflokkur
af hinum evr-
ópska toga.“
Þig langar
semsagt til að
verða ráðherra aft-
ur?
„Já. Það þarf
völd til að breyta
hugmyndum
veruleika."
- Þýðir þetta að
þú vilt á dánar-
dægri geta hugsað
til margra sælla ráðherradaga?
„Klárlega."
Fréttamenn
lagðir í einelti
- Eruð þið Davtð Oddsson ennþá
vinir?
„Það fennir í öll spor."
- Segðu mér meira.
„Eg er í stjórnarandstöðu.
Hann er forsætisráðherra og for-
maður flokks sem hefur fyllst of-
læti og drambi. Eg á því síður
von á að leiðir okkar liggi saman
í ríkisstjórn nú eða seinna."
- Ertu að segja að Sjálfstæðis-
flokkurinn og Samfylkingin séu
andstæður sem geti ekki mæst?
„Davíð hefur sjálfur talað með
þeim hætti að hann muni ekki
sitja slímusetur í stjórnmálum
úr þessu. Vissulega er hægt að
sjá fyrir aðstæður sem myndu
knjja fram samstjórn okkar og
Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í
kjölfar stjórnarkreppu ef Fram-
sókn gyldi afhroð og hrykki í
pólitískan baklás. Eg á þó ekki
von á samstjórn okkar og Sjálf-
stæðisflokksins núna. Verði
stjórnarandstaða hlutskipti okk-
ar að kosningum Ioknum tel ég
lítið efamál að Samfylkingin
ynni mikinn kosningasigur 2003
og á ekki von á því að Davíð sitji
í ríkisstjórn sem Samfylkingin
Ieiddi, einsog við myndum \dð
þær aðstæður að sjálfsögðu gera
kröfu til.“
- Þú talaðir um dramb og of-
læti Sjálfstæðisflokksins, hvað
áttirðu við?
„Drambið fylgir gjarnan langri
setu á valdastólum, og forystu
Sjálfstæðisflokksins einkennir
nú svipað dramb og gætti í
breska íhaldsflokknum áður en
hann féll í ystu myrkur. Slíku
drambi fylgir misbeiting valds.
Það birtist í því hvernig Sjálf-
stæðisflokkurinn kærði sig koll-
óttan um vilja almennings gagn-
vart hálendinu, einni dýrmæt-
ustu sameign þjóðarinnar, sem
hann afhenti örfámennum
minnihluta landsmanna til ráð-
stöfunar. Hann misbeitir valdi
sínu líka til að verja með kjafti
og klóm gjafakvótakerfi sem fær-
ir örfáum mönnum gríðarleg
verðmæti sem almenningur
þessa lands á með réttu Hverjir
verða glaðastir ef Sjálfstæðis-
flokkurinn nær hreinum meiri-
hluta? Auðvitað sægreifarnir.
Oflætið birtist til dæmis í þvi
hvernig þeir hafa reynt að
þvinga fram vilja sinn gagnvart
ríkisljölmiðlunum. Þeir hafa
hlaðið þar inn í toppstöður
mönnum sem hafa flokksskír-
teini £ Sjálfstæðisflokknum. Síð-
an hafa forsætisráðherra og
menntamálaráðherra, hvor með
sínum hætti, talað opinberlega
þannig að augljóst er að þeir eru
að beita hinu ósýnilega valdi
ráðherradómsins til að skjóta
fréttamönnum og fréttastofum
skelk í bringu. Þeir eru að reyna
að koma á fót innri ritskoðun og
beita skoðanakúgun. Þeir hafa
jafnframt staðið fyrir því að ein-
stakir starfsmenn fréttastofanna
hafa í bókstaflegum skilningi
verið lagðir í einelti. Þessi ógeð-
felldu vinnubrögð setja blett á
íslenskt stjórnmál."
Viöskipta-
hallinn
er tíma-
sprengja
- Össur minn,
það ríkir góð-
æri og stöðug-
leiki. Hvers
vegna ættu
kjósendur að
snúa baki við
ríkisstjóm-
inni?
„Hafa
menn gleymt
hver Iagði
grunninn að
stöðugleikan-
um sem nú
er helsta til-
efni sjálfshóls
stjórnarinn-
ar? Það var
gert í tveggja
ára fjármála-
tíð núverandi
forseta lýð-
veldisins,
Ólafs Ragn-
ars Grímsson-
ar. Þegar
franska stór-
blaðið Le
Monde birti
fréttaskýringu
af glæsilegum
kosningasigri
Ólafs Ragnars
Grímssonar
var niður-
staða blaða-
manns, að \'el
könnuðu
máli, að sig-
urinn byggð-
ist á því að
Ólafur Ragn-
ar væri faðir-
inn að efna-
hagslegri end-
urreisn Is-
Iands. Þá var
Iagður grund-
völlurinn að
raunhæfu,
stöðugu
gengi og í
kjölfar þess
voru þjóðarsáttarsamningarnir
gerðir. Staðreyndin er sú að rík-
isstjórnin fékk upp í fangið
óvanalega góðar ytri aðstæður.
Það var ekki hægt að klúðra
góðærinu. Það er hins vegar
langt frá því að ríkisstjórnin hafi
gert allt sem hægt var að gera til
að treysta stöðugleikann. Geir
H. Haarde situr á gríðarlegum
viðskiptahalla. Þessi halli er
sannkölluð tímasprengja sem
ógnar stöðugleikanum. Það er
einungis spurning hvort hún
springur fyrir eða eftir kosning-
ar.
Allir hagfræðingar eru sam-
mála um að það verði að draga
úr þenslunni. Ráðherrarnir tala
um það líka. En bíðum við:
Hvað gerði til dæmis viðskipta-
ráðherrann Finnur Ingólfsson,
eitt af eftirlætum þínum, til að
draga úr þenslunni? Hann hóf
einkavæðingu bankanna, sem er
gott mál í sjálfu sér en hann
gerði það með röngum hætti. í
stað þess að selja hlutafé úr
bönkunum seldi hann nýtt
hlutafé. Þessi aðferð var glæfra-
leg af hálfu ráðherrans því hún
leiddi til aukinnar þenslu í hag-
kerfinu og hjó þar af leiðandi að
rótum stöðugleikans. Eg er ekki
einn um þessa skoðun. Valur
Valsson bankastjóri setti efnis-
lega fram svipuð viðhorf í Morg-
unblaðinu íyrr í vetur.
A miðju þensluskeiði greip
ríkisstjórnin líka til þess að
lækka skatta sem er það
heimskulegasta sem hugsast get-
ur ef menn ætla að draga úr
þenslu. Með því að lækka skatta
yfir alla línuna var verið að auka
kaupmátt þeirra sem líklegir
voru til að beina neyslu sinni í
farveg sem jók á viðskiptahall-
ann. Nær hefði verið að nota
hluta af svigrúminu til að bæta
kjör þeirra verst settu, til dæmis
öryrkja og aldraðra, sem sannar-
lega eru ekki í lúxusneyslu á
borð við dýra bíla og annað sem
eykur á viðskiptahallann. Það er
líka makalaust að í mesta góðæri
Islandssögunnar náði ríkis-
stjórnin ekki að skila ríkissjóði
með afgangi nema með því að
selja eignir. I þessu ljósi kýs ég
að orða það svo að stöðugleikinn
ríki þrátt fyrir rfkisstjórnina.
Það er eftirtektarvert að á
hverju ári hefur íjármálaráð-
herra birt greinargerð um stöðu
ríkisfjármála á Iiðnu ári í febrúar
eða mars. Nú er apríl. Af hveiju
hefur fjármálaráðherra ekki enn
birt þessa greinargerð? Er það
vegna þess að ríldsfjármálin eru
ef til vill ekki í eins góðu standi
og hann vill vera láta? Staðhæf-
ingar um sérlega trausta Ijár-
málastjórn þessarar ríkisstjórnar
eru því miður orðum auknar."
- Eigum við ekki að vera góð
við einhvern svona í lokin?
Hvemig forsætisráðherra held-
urðu að Halldór Ásgrímsson yrði?
„Líklega ágætur. Við höfum
engin samskipti haft og varla
haft orðaskipti nema úr ræðu-
stól. Þau hafa ekki alltaf verið
hlýleg. Hann býður af sér
traustvekjandi þokka og hefur
vaxið sem utanríkisráðherra.
Hann geldur þess að sjálfstæð-
ismenn hafa í mörgum málum
farið illa með hann og Fram-
sóknarflokkinn. Eg nefni sér-
staklega Landsbankamálið.
Þegar ríkisstjórnin var að velta
fyrir sér að hleypa sænska SE-
bankanuminn f Landsbankann
var það auðvitað gert í fullu
samráði við lykilmenn í Sjálf-
stæðisflokknum en þegar al-
menningsálitið snerist gegn
þeim létu þeir Framsóknar-
flokkinn brotlenda. Það er ein
af orsökunum fyrir því að Finn-
ur Ingólfsson, sem byrjaði sinn
feril mjög glæsilega, er £ sárum
£ si'nu kjördæmi. Hann er eitt
af fórnarlömbum Sjálfstæðis-
flokksins f stjórnarsamstarf-
inu.“
- Og að lokum Össur minn,
hvað ætlarðu að gera ef þú verð-
ur ekki ráðherra eftir næstu
kosningar?
„Það þarf að skrifa bók um
skaftfellska sjóbirtinginn. Hann
sækir nokkuð að mér milli
svefnsins og vökunnar á morgn-
ana. Það er hins vegar aðeins
spurning um tfma hvort það
verður nú eða við næstu kosn-
ingar sem Samfylkingin tekur að
sér landstjórnina. Við erum 35-
40% flokkur og munum upp-
skera £ samræmi við það £ fyll-
ingu ti'mans. Lifið hefur kennt
mér þolinmæði."
Þingmaðurinn með Auði Pálsdóttur, starfsmanni þingsins sem var að láta af
störfum fyrir aldurs sakir.
í „Sjálfur hefég fulla vissu um að í þann mund sem fætur mínir verða kaldir verð ég
í flokki sem er mjög stór, hefur mörgum sinnum farið með landstjórnina og veitt
henni forystu og er orðinn jafnaðarmannaflokkur af hinum evrópska toga.“ Össur
Ijósmyndaður að aðvífandi aðdáanda.