Dagur - 10.04.1999, Qupperneq 11

Dagur - 10.04.1999, Qupperneq 11
X)^MT LAUGARDAGUR 10. APRlL 1999 - 27 MATARGA71Ð Við höfum gaman af gömlum textum og öllu því sem þeim viðkemur. Þetta er öðrum þræði áhugamál okkar, “ segja þeir Þorfinnur Skúlason, íslenskufræðingur, og Úrn Hrafnkelsson, sagnfræðingur, um bókina. Matreiðslukver g|g|g|gggj armmm WSS Tveir ungir hafnfirskir fræðimenn hafa gefið út matreiðslubók Mörtu Maríu Stephensen, sem kom út árið 1800. Þar eru margar forvitnilegar uppskriftir af réttum sem voru á borðum heldra fólks fýrir tvö hundruð árum. „Þetta er kannski gert af hugsjón. Okkur finnst að það sé eitthvað í þessu sem eigi er- indi til fólks í dag. Svo höfum við líka gaman af gömlum textum og öllu því sem þeim við- kemur. Þetta er öðrum þræði áhugamál okk- ar,“ segja þeir Þorfinnur Skúlason, íslensku- fræðingur, og Örn Hrafnkelsson, sagnfræð- ingur, um bókina. Þeir segjast hafa fengið styrk frá menningarmálanefnd Hafnarfjarðar tíl þess að gefa bókina út, en hún var prent- uð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Meira en góður titill Þeir segja að þetta sé fyrsta prentaða mat- reiðslubók á íslensku, það hafi að vísu áður birst uppskriftir og umfjöllun um matargerð í tímaritum. „Það var í gegnum grúsk á Landsbókasaffiinu að við rákumst á bókina. Það var strax titillinn sem að greip. Einfalt matreiðslu vasakver fyrir heldri manna hús- freyjur. Það er einhver yfirlætistónn í þessu. Svo kom í ljós að þetta var meira heldur en bara góður titill, þegar að maður fór að fletta ritinu. Það er eiginlega tíminn sem hefur unnið með þessari bók. Þetta er skemmtilegt vegna aldursins,11 segir Þorfinn- ur. Örn tekur undir og segir að yfirleitt sé það þannig að til þess að njóta texta frá þessum tíma þurfi menn að vera vanir þeim það sé ekki þannig með þessa bók. „Þetta eru lýs- ingar á matreiðslu. Það er ekki eins og upp- skriftir sem þú tekur í dag, 200 grömm af mjöli blandað saman þurrefnum og svona. Þarna er það vísifingur hægri handar eða vinstri handar. Þetta er ekki eins og efna- fræðiformúla. Svo líka ef við förum útí samanburðinn á matreiðslubókum eins og þær eru í dag og þessu þá er þetta frá slátrun dýrsins og alveg þar til það er komið á veisluborðið. Það er svolítið stuðandi jafnvel við þessar lýsingar. Þarna er lýsing af því hvernig slátra á hænsnum. Hæns skal skera á háls við höfuð og beygja hann aftur á meðan þeim blæðir til dauðs. Það heitir að skálda hæns. Svo kemur löng Iýsing á því hvað á að gera við hænuna, eftir það.“ Mikið af framandi kryddjurtum Þeir segja að það komið sér á óvart hversu margar fuglategundir eru nefndar í bókinni. „Það eru kalkúnar hérna líka, dúfur og smá- fuglar. Það hefur allt verið nýtt á þessum tíma. Allir smáfuglar steikjast með innyflum og öllu saman. Þannig að það er bragð úr innyflunum og þar er vökvi. Fuglinn verður ekki þurr,“ segir Örn og bætir við sögu af kokki sem hann þekkir sem hafi komið á markað útí Evrópu, þar sem hafi verið hægt að fá keypta kippu af þröstum. Örn minnir á að bókin sé skrifuð fyrir heldra fólk og háaðallinn á Islandi hafi haft sambönd úti í heimi en í bókinni sé minnst á kryddjurtir eins og saffran, timijan, engifer og fleira og fleira. „Menn hafa verið undr- andi með því að skoða reikninga hjá kaup- manninum að þeir höfðu aðgang að svo miklu, eins og kemur fram í formálanum að ritinu, þar er minnst á enska osta, framúr- skarandi portvín og Lúndúnarbjór." Eftirréttir sem lofa góðu Þeir segja að það sé á stefnuskránni að halda veislu og elda uppúr bókinni. „Það var draumurinn að fá einhvern vanan mat- reiðslumann. Við ætluðum að gera það fyrir páskanna en páskarnir eru liðnir," segja þeir. Þorfinnur segist hafa heyrt af því að mikið sé vitnað í bókina yfir matarborðum, en þarna séu uppskriftir sem spennandi sé að elda. „Eftirréttirnir lofa góðu, ég held að þarna sé einhver kaka, einhver mandelkaka með 14 eggjum og sítrónuberki. Hver hafði sítrónubörk milli handa sér árið 1800, þegar að kverið er gefið út,“ segir Örn. Þorfinnur bætir því við að munurinn milli hárra og lágra komi mjög skýrt fram í bókinni. Þar sé sama uppskriftin kannski tíunduð annars- vegar fyrir heldri menn og líka fyrir það sem talið hafi verið boðlegt undirmönnum. -PJESTA Uppskriftir Þorfinnur og Örn settu saman matseðil byggðan á réttum úr bókinni, sem þeir vildu sjá í veislunni. Stafsetningin á upp- skriftunum er látin halda sér eins og hún er hjá Mörtu Mar- Forréttur: Kirseberjasúpa af þurrum eður þurrkuðum kirseberjum er svo gjörð, að kirseberin eru með hvítuvínu og vatni, sykri, sítrónuberki og rúsínum soðin litla stund; svo er í fatinu sam- an við látið nokkuð af ribssaft eða syltuðum kirseberjum, og steikt hveitibrauð í smámolum eður teningum með súpunni borið. Enn betri er kirseberja- súpan; séu berin steytt í moréri með nokkru af vatni; sítrónuberki, kaneli og hveiti- brauði. Þetta er í mátulega miklu vatni soðið eina stund, síað svo á sigti og kreyst í gegn; seyðið síðan Iátið snögg- sjóða á ný í katli, ásamt rúsín- um, sykri, hvítuvíni og litlu af sítrónusaft. I fatinu er saman við látin ribssaft, og steikt brauð. Aðalréttur: Ristur lax, kallast sá, sem brúkast með lang- káli, snið- baunum, næpna- stöppu og þessháttar, og með sama hætti og segir 677 [Þar er sagt hvernig á að reykja lax], er flattur, saltaður um einn dag eður tvo, pressað- ur og reyktur í aðra tvo daga, en ekki vindþurrkaður, og hengdur síðan á þurran stað. Hann er þegar brúkast á, rist- ur ígegn í mjóar reimar, og steiktur með smjöri í pönnu, yfir mjög linum glæðum. Eða Steikur allsháttar, verða best steiktar á járnteini, sem rekinn er í enda steikurinnar, og snú ið svo eins og með sveif hægt og seint sífeldlega yfir góður glæðum; skal þær á meðan rjóðra bræddu smjöri, og litlu af ediki, og á þær sá vel muldu smásalti; en annars má þær steikja í luktri pönnu eður potti, þannig ádreifðar með smjöri undir. Eftirréttur: Seinast í veislum eru á stund- um brúkaðar kaldar rjóma- flautir, tilbúnar af hér um 2 spónblöðum af finu hveiti, nokkrum eggjablómum, heilum mola SWatreítfiu $<if<L£>i>cr, fftit k'ltri montu *0Wrrrjor. Ctfftfforlnnn ^ai/u ewmitn. af kanelberki, og, ef til er, Ij *,“'‘-** sítrónuberki, * af ; M nokkru sykri smásteyttu, og hér um 1 / mörk af ósúrum rjóma. Þetta allt er gæða vel samanhrært sett svo í pott yfir eld, og þar ákaft slegið eður uppþyrlað, með birktum hrísvendi, uns það þykluiar og tekur til að sjóða; þá er því hellt á fat, og borðað kalt, eins og áður er sagt, allraseinast. En séu 3 eður 4 knefar fullir af sámsteyttu eður rifnu súkkulade (Chozqvelade) látn- ir útí rjómaflautir [yfir eldin- um] heita það súkkulaðisflaut- ir, og eru þær allar dýrindis matur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.