Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 21

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 21
HiSÉiIlllli RAÐAUGLYSINGAR mm WMmmmmm Sölumaður óskast Kjötiðnaöarstöð KEA óskar eftir að ráða sölumann til sölustarfa með mötuneyti, veit- ingahús og stóreldhús sem sérsvið. Æski- legt er að viðkomandi sé menntaður mat- reiðslu- eða kjötiðnaðarmaður eða hafi reynslu af sambærilegum störfum. Óskað er eftir duglegum, jákvæðum og reglusömum einstaklingi til framtíðarstarfa. Upplýsingar gefur sölustjóri eða framkvæmdastjóri í síma 460 3443 eða á staðnum. Hjá kjötiðnaðarsviði KEA starfa um 90 manns. Um er að ræða eina af stærstu kjötvinnslum landins ásamt stórgripa- og sauðfjársláturhúsi. Formax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu á búnaði til matvælaframleiðslu. Hjá fyrirtækinu eru þróuð tæki og framleiðslulínur fyrir matvælaframleiðendur innanlands og erlendis. Fyrirtækið er staðsett í miðbæ Reykjavíkur og starfa þar um 25 starfsmenn. Vélahönnun Leitað er eftir starfsmanni á tæknideild. Á tæknideild Formax starfa þrír tæknimenn. Deildin er búin besta fá- anlega tölvubúnaði til hönnunnar og annarra verkefna sem hún annast, s.s. AutoCAD og Mechanical Desktop. f boði er fjölbreytt starf við hönnun á ýmsum vélbúnaði og gerð framleiðslugagna fyrir framleiðsludeild. Einnig að hafa umsjón með framvindu verka og samskipti við viðskiptavini. Taka þátt í tilboðsgerð, sölu og markaðs- starfi. Æskilegir hæfileikar: Verkfræði/tæknifræðimenntun eða sambærilegt á véla- sviði. Öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Gott vald á notkun AutoCAD. Reynsla í notkun ritvinnslu, töflureiknis og almennri tölvunotkun. Reynsla tengd fiskvinnslu, eða framleiðslu búnaðar fyr- ir fiskvinnslu, er kostur. Vélasmíði Leitað er eftir starfsmanni á framleiðsludeild. Deildin er vel búin tækjum til framleiðslu á vélbúnaði úr ryðfríu stáli. Um er að ræða sérlega snyrtilegan vinnustað. í boði er fjölbreytt starf við smíði á ýmsum vélbúnaði til matvælaframleiðslu, samsetningu og frágang. Einnig uppsetning á búnaði. Æskilegir hæfileikar: Stálsmíða/vólvirkjamenntun eða sambærilegt. Öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Gott vald á suðu og meðhöndlun á ryðfríu stáli. Umsóknum skal skilað fyrir 16. apríl nk. Trúnaði heitið. Umsækjendur geta fengið nánari upplýsingar hjá tæknistjóra og framkvæmdastjóra. Formax hf. - Faxagötu 2-101 Reykjavík. Sími 562 6800 - fax 562 6808. Netfang: formax@itn.is. Frá grunnskólum Hafnarflarðar - Innritun - Innritun nýrra nemenda Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Hafnarfjarðar fyrir næsta skólaár fer fram á skrifstofum skólanna dagana 12.-16. apríl nk. Innrita skal: - Börn sem eiga að hefja nám í 1. bekk (fædd 1993) - Nemendur, sem vegna aðsetursskipta, koma til með að eiga skólasókn í Hafnarfirði haustið 1999. Flutningur milli skóla Eigi nemendur að flytjast á milli skóla innan Hafnarfjarð- ar ber að tilkynna það viðkomandi skólum fyrir 16. apríl nk. Athugið að mjög áríðandi er að allar nýskráningar ásamt tilkynningum og óskum um flutning milli skóla þurfa að berast fyrir ofangreind tímamörk þar sem undirbúningur næsta skólaárs er hafinn. Nánari upplýsingar fást á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar í síma 555 2340. Vorskóli Boðið verður upp á vorskóla fyrir börn fædd 1993 í öll- um grunnskólum Hafnarfjarðar dagana 26.-28. maí og fer innritun fram í viðkomandi skólum miðvikudaginn 26. maíkl. 13:00. (Geymið auglýsinguna.) Skólafulltrúinn í Hafnarfirði YMISLEGT DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis um móttöku framboðslista og fleira Framboðsfrestur til alþingiskosninga 8. maí 1999 rennur út föstudaginn 23. apríl nk. kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis tekur á móti fram- boðslistum þann dag kl. 10-12 í fundarsal borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11. Á framboðslista skulu vera að lágmarki 19 nöfn fram- bjóðenda en þó ekki fleiri en 38. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Þá skal hverjum framboðslista fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í Reykjavíkurkjör- dæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera 380 hið fæsta en 570 hið flesta. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum (öllum) tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því, hverjir í kjöri eru. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis mun koma saman til fundar á sama stað mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 17 til að ganga frá framboðslistunum, sbr. 38. gr. laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis. Meðan kosning fer fram laugardaginn 8. maí 1999 verður aðsetur yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Talning atkvæða að kjörfundi loknum mun fara fram í Hagaskóla, Fornhaga 1, Reykjavík. Reykjavík, 6. apríl 1999 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis Jón Steinar Gunnlaugsson Ástráður Haraldsson Gautur Gunnarsson Hjörleifur B. Kvaran Sigurbjörg Ásgeirsdóttir SAMKEPPNI AKUREYRARBÆR SAMKEPPNI um útilistaverk á Akureyri tengt 1000 árum frá kristnitöku á íslandi og landafundum í Norður-Ameríku. Akureyrarbær auglýsir eftir myndlistarmönnum til þess að taka þátt í samkeppni um gerð útilistaverks á Akureyri. Samkeppnin er í tengslum við að 1000 ár eru frá kristnitöku á (slandi og landafundum í Norður- Ameríku. Verkinu er ætlaður staður í miðbæ eða ná- grenni við miðbæ Akureyrar. Gert er ráð fyrir að verk- ið taki mið af upphafi nýrrar aldar og nýs árþúsunds og hugsanlega með skírskotun til sögu og sérkenna héraðsins. Samkeppnin verður tvískipt. Fyrri hluti hennar verður almenn hugmyndasamkeppni. Seinni hlutinn verður lokuð verksamkeppni milli þeirra sem dómnefnd velur til þátttöku úr almennu hugmyndasamkeppninni. Valdar verða allt að 5 tillögur í lokuðu samkeppnina. Þóknun til hvers þeirra sem valinn verður í framhalds- samkeppnina verður kr. 150.000. Þegar úrslit liggja fyrir í lokuðu samkeppninni verða tillögurnar almenn- ingi til sýnis. Samkeppnin verður haldin samkvæmt samkeppnisreglum SÍM. Dómnefnd skipuð fulltrúum Akureyrarbæjar og Sam- bands íslenskra myndlistarmanna sér um framkvæmd samkeppninnar. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillögur sem til þess eru fallnar að útfæra í fullri stærð. Að lokinni samkeppni verður tekin ákvörðun um hvaða verk verður valið til uppsetningar ef um semst við listamanninn. Hugmyndum skal skilað inn á tveim A4 blöðum, þar sem verkið er sýnt frá tveimur hliðum. Einnig fylgi með stutt greinargerð um hugmyndina að baki verk- inu, efnisval og uppbyggingu, á A4 blaði. Hugmynd- um skal skilað inn undir dulnefni og skulu A4 blöðin merkt með dulnefninu í hægra horni að neðan. Ógegnsætt umslag, merkt sama dulnefni, fylgi með, en í því sé nafn, kennitala og heimilisfang höfundar eða höfunda. Öllum er heimilt að senda inn tillögur. Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður dómnefndar, Ólafur Jónsson, símar 898 9383 og 565 0120, fax 555 0346, á milli kl. 17 og 19 alla virka daga. Tillögur þurfa að berast móttakanda fyrir 14. maí 1999. Til- lögur sendist til: Akureyrarbær, skrifstofa menn- ingarmála, Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Tillögur skulu merktar: „ALDAMÓTASAMKEPPN1“, útilistaverk á Akureyri. NÁM MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um sveinspróf Innritun stendur nú yfir í sveinspróf í löggiltum iðn- greinum sem fara fram í júní nk. Umsóknarfrestur er til 7. maí. Ekki er tekið við umsóknum er berast eftir þann tíma. Sótt er um á eyðublöðum sem liggja frammi í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, sími 560 9500. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu ráðuneytis- ins, www.mrn.stjr.is. Með umsókn skal fylgja afrit af námssamningi og brautskráningarskírteini iðnmenntaskóla. Menntamálaráðuneytið, 7. apríl 1999. www.mrn.stjr.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.