Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 8
 LÍFIÐ í LANDINU 24 - LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 mi..s« Þegar við göngum í matsalinn ómar þar um sali orgelleikur og söngur Sigríðar Schiöth. Hún hefur verið viðloðandi leiklist og tónlist í áratugi, var meðal annars lengi organisti við þrjár kirkjur I Eyjafirði. Ekki stóð á kór glaðlyndra starfsmanna að taka undir söng Sigríðar. myndir: brink Ekki stofnun Blaðamað- ur og Ijós- myndari Dags brugðu sér í heimsókn að Krist- nesspítala í Eyjafjarðar- sveit nú í vikunni - tóku púlsinn á mannlífinu, spjölluðu við starfsfólk og sjúklinga. I könnun sem Valgerður Jóns- dóttir hjúkrunarfræðingur gerði á mati sjúldinga öldrunarlækn- ingadeildar FSA að Kristnesi 1996 lagði hún meðal annars þessa spurningu fyrir sjúklinga: „Getur þú bent okkur á atriði sem hægt er að bæta/laga eða voru til fyrirmyndar?11 Eitt svarið var alveg í samræmi við þá til- finningu sem við fengum fyrir staðnum í heimsókn okkar. „Það var góð hjúkrun og umönnun á Hlíð, en á Kristnesi var meira en hjúkrun, þar var eins og stórt heimili. Eg get ekki hugsað mér dásamlegri stað, ef maður þarf á að halda.“ „Eg held að þetta lýsi staðnum mjög vel,“ segir Páll B. Helga- son, yfirlæknir endurhæfingar- deildar. „Það er heimilisandi hérna og alveg gríðarleg sam- hyggja og eining." Persónulegt samband Helga Sigfúsdóttir sjúkraþjálfari hefur starfað á Kristnesspítala í tæp tjögur ár. „Maður heyrir það á fólki sem hefur verið annars- staðar að því finnist þetta heim- ilislegra hér,“ segir Helga. „Þetta er minni eining og það er kost- ur. Við erum í meiri nálægð við sjúklingana og þeir við okkur. Við byggjum þetta nánast ein- göngu upp á einstaklingsþjálfun og náum þá betri tengslum við fólkið. Þannig verður þetta heimilislegra." Rósa Þóra Hallgrímsdóttir, deildarstjóri á öldrunarlækn- ingadeild, tekur í sama streng. „Þetta er heimilislegur og nota- legur staður, minni einingar og hér myndast meira og persónu- legra samband. Eg held að fólk sé mjög ánægt með það. Fólk er mjög heillað af umhverfinu hérna og ég held að það sé líka þáttur í þessu.“ Fara héðan sjálfbjarga Starfsemi Kristnesspítala skipt- ist í endurhæfingardeild og öldr- unarlækningadeild. Starfsmenn eru eitthvað í kringum fimmtíu. Á öldrunarlækningadeild eru 22 sjúklingar og er sú deild fullnýtt. Á endurhæfingardeildinni eru að jafnaði 16 sjúklingar en að sögn Páls B. Halldórssonar, yfir- læknis deildarinnar, er deildin ekki fullnýtt. Páll segir þörf á fleiri sjúkraþjálfurum og iðju- þjálfum ef fullnýta eigi deildina en ekki hafi fengist heimild til að fjölga stöðugildum. Um 50- 60 manns bíða nú eftir því að komast í endur- hæfingu á Krist- nesspítala. „Markmiðið er fyrst og fremst að gera fólk sjálf- bjarga," segir Páll. „Koma því aftur út i lífið og aftur til heimila sinna, hvar sem heimlin eru, hvort þau eru í einkahúsum eða á elli- heimilum. Draumurinn er geti farið út sjálfbjarga, annað hvort á eigin spýt- ur eða þá með eins lítilli hjálp og kostur er. Ætlunin er sú að endurhæfing- að allir "el9? Si9fúsdóttir, sjúkraþjálfarf Við byggjumþetta nánast eingönguUppá ognLZ 7,‘ tengsium við fólkið." ardeildirnar séu í raun ekki langvistunarstofnanir. Það hefur aldrei verið markmiðið með endurhæf- ingu, heldur að virkja fólk meira,“ segir Páll. Á Krist- nesspítala kemur fólk frá svæði sem nær allt frá ísafirði til Vopnafjarðar. Frjáls eins og heima I matsalnum hittum við Elísa- betu Bjarnadótt- ur, sem býr á Mánárbakka á Tjörnesi. Um hana má ef til vill segja að sjaldan sé ein báran stök. El- -------ísabet er enn bundin að mestu við hjólastól og þó hún geti að- eins notað aðra hendina verður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.