Dagur - 10.04.1999, Side 14

Dagur - 10.04.1999, Side 14
LÍF OG HEILSA J LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 Fyrir nokkrum árum var því statt og stöðugt haldið fram að öðru hvoru ætti fólk að sleppa því að þvo hárið í nokkra daga og leyfa fitu- framleiðslunni í hársverðinum að komast aftur í gang. Þetta er lið- in tíð. í dag telur hársnyrtifólk að fólk megi þvo sér eins oft og það vill. „Fólk þvær hárið eins oft og það telur sig þurfa, einu sinni á dag eða oft- ar þó að það sé kannski Med hendur í hári. Jakob Garðarsson, kennari í Iðnskólanum, segir að fólk getl óhikað þvegið sér óþarfi, enda er fólk al- elns 0g meQ sjampói um hárið og það vill. Aðalmálið er að nudda ekki hársvörðinn og nota ekki mennt farið að þvo sér of heitt vatn. Þá ætti fituframleiðslan f hárinu að haldast eðlileg. mynd: e.ól. hún eigi að hrein- sa, til dæmis olíur í hársverði sem æskilegt sé að fara varlega um. „Þess vegna er svo mikilvægt að opna hárið ekki of mikið og þurrka því að hárið opn- ast og þurrkast við hátt sýrustig. Bas- inn opnar hárið, sýran Iokar því. Þeir sem nota hár- næringu nota hana vegna þess að hún lokar hár- inu, hárnæringin er súr,“ segir hann. Nudda ekki Þegar hársvörður- inn er nuddaður mjög mikið eykst fituframleiðslan. Jakob segir að sama gerist þegar vatnið er of heitt, þá fari starfsemi fitukirtlanna af stað. „Þess vegna er þeim ráðlagt, X^mit Ráð við andfýlu Fúll andardráttur er nokkuð sem margir berjast við án þess að vita hvað kann að valda. Munnþurrk- ur, sjúkdómar, léleg hreinsun í munni og rangar matvenj- ur geta verið meðal þess sem þar er að tungunni og valdið baki. Meira að andfýlunni. segja streitan, sem svo margan hrjáir, blæðingar, sem hver kona gengur í gegnum einhvern tímann á æviskeiðinu, og tannverkur geta valdið vondum andardrætti. Úff, hvílík lykt! Matvenjurnar skipta máli Hvað er tii ráða þegar maður þjá- ist? B o r ð a réttan mat; gróft brauð og ávexti, nota sykur- laust tyggjó og sogtöfl- ur, hella __ nokkrum sítrónu- dropum á tunguna, drekka meira vatn, skola munninn á kvöldin með munnskoli og taka inn sinktöflur. Einnig getur verið mikilvægt að endurskoða tannburstunina því að hún þarf að vera góð. A eftir getur verið sniðugt að skrapa tunguna því að þar geta bakteríur leynst og svo er gott ráð að nota tannþráð daglega. Hvað á að forðast? Mjólkurvörur, segja sumir, kjöt, lauk, brokkolíkál, egg, sterkan kryddaðan mat og sígarettur. Gott getur verið að endurskoða tannburstunina. oftar en það gerði áður. Ef réttu efnin eru notuð þá fer allt vel þó að hárið sé þvegið oft. Akveðnar tegundir af sjampóum eru ráðlegar fyrir vissar hártegundir og sýru- stig sjampósins hefur mikið að segja,“ segir Jakob Garðarsson, kennari í hár- skurði í Iðnskólanum í Reykjavík. Sýrustigið svipað Margir hafa tamið sér að fara í sturtu snemma á morgnana áður en haldið er til vinnu eða skóla og nota svo hádegisverð- arhléð til að fara í líkamsrækt og þá er spurningin hvort æskilegt sé að þvo hárið með sjampói tvisvar á dag eða oftar. Jakob bendir á að það geti verið sniðugt fyrir Iík- amsræktarþjálfara og aðra sem fara í stur- tu oft á dag að skola einfaldlega vel úr hárinu. Þegar hárið er þvegið skiptir miklu máli að nota sjampó af svipuðu sýrustigi og hárið er sjálft, það er á bilinu 4,5 til 5,5 pH, en Jakob segir að gömlu sjampóin hafi oft verið basískari, með hærra sýru- stig en þetta og það sé ekki gott. Jakob segir að sápa hreinsi stundum meira en sem eru með feitan hársvörð, að nudda hársvörðinn ekki mjög mikið og ekki skola hárið upp úr mjög heitu vatni því að þá örvar maður fitukirtlana. Þeir sem hins vegar þjást af hárlosi er ráðlagt að nudda hársvörðinn vel og lengi og gefa sér góðan tíma því að það kemur hársverðinum f gang,“ segir hann. Jakob mælir með því að fólk óski eftir ráðgjöf á hársnyrtistofu við val á sjampói og bendir á að dýrt sjampó sé mun vand- aðra en ódýrt sjampó í næsta matvöru- markaði. -GHS Sleikja úlnliðinn Hvernig veit maður hvernig andardrátt- urinn Iyktar? Það er erfitt að finna lyktina út úr sjálf- um sér en ef maður sleikir úlnliðinn er hægt að finna lyktina. Það Iiggur líka í augum uppi að vandinn getur verið fyrir hendi ef fólk snýr sér sífellt undan þegar maður talar við það. Aðalmálið er að leita sér aðstoðar og allra ráða til að vinna bug á vandanum, ekki að neita að horfast í augu við hann. Þá líður manni bara verr. Lifandi limir Flestir karlar hafa einhvern tíma upplifað áhyggjur af frammistöðu sinni í kynlifi og samförum og sumir eiga við viðvarandi vanda að striða. Þá er komið að því að snúa sjón- um frá rafknún- um tólum og að tólum úr holdi og blóði, nefni- lega karl- mannslimum. Þetta líffæri sem hefur svo ógnar- mikið að segja varðandi sjálfs- mynd karlkyns- ins. Karlmenn mynda gjarnan djúpt og gefandi samband við liminn sinn, gefa honum nafn (óargardýrið, faxi, Jens, Herkúles, Læonking eða eitthvað þaðan af hetjulegra), og oft er fókusinn ansi fastur á því hvern- ig hann stendur og stendur sig þegar kemur að samskiptum við limlausa kynið (kynið með dular- fullu kynfærin og flóknu tilfinn- ingarnar!). Tolfræði Hér eru nokkrar tölfræðilegar staðreyndir um meðalliminn sem gaman er að geta vitnað í á rétt- um augnablikum: Hann er rétt tæpir 9 cm í hvíldarstöðu en um 14 fullrisinn. Hann eykur rúm- mál sitt um allt að 300% við fullt ris. Hann rís að meðaltali 5 sinn- um á nóttu (þegar eigandinn er í fasta svefni), hver stinning varir í 20-30 mínútur (stelpur, við erum að tala um tvo og hálfan klukku- tíma) og líklegasta skýringin eru erótískir draumar. Meðaltími að sáðláti við samfarir eru 2-3 mín- útur (muna hér að kynlíf er meira en samfarir). í sæði úr einu meðalsáðláti eru sáðfrumur ekki nema 3% af rúmmálinu en það er nú allt í lagi því að hjá meðalfrjóum karli eru þetta 200- 600 milljónir sáðfruma og það þarf jú aðeins eina til að ldára djobbið. Pípur og rafmagn Flestir karlar hafa einhvern tíma upplifað áhyggjur af frammi- stöðu sinni í kynlífi og samförum og sumir eiga við viðvarandi vanda að stríða. Ef áhyggjurnar eru viðvarandi er líklegt að vandamálið bíti í skottið á sér og úr verði ægilegur vítahringur; vandi i bóli = vaxandi áhyggjur = meiri vandi = enn meiri áhyggjur o.s.frv. Það er nefnilega svo asskoti góð tenging milli tóls og heila. Þetta veltur allt á samspili rafmagns, hormóna og pípulagn- anna sjálfra. I heilanum er það sá hluti hans sem kallast Iimbíska kerfíð sem hefur mest að segja, testósterón er það hormón sem drífur kynhvötina áfram og allt tengist þetta stjórn á æðunum sem liggja út í liminn, því að stinning getur aðeins orðið ef þær víkka og blóð kemst út í vefi hans. Æðarnar sem liggja til og frá limnum hafa sérstakar lokur og með hjálp þeirra og taugaboða er blóðflæðinu stjórnað. Þegar limurinn er í hvíld er jafn mikið blóðflæði til og frá en þegar stinning er framkölluð eru send boð um að opna upp á gátt lok- urnar í æðunum sem flytja blóð til limsins en hins vegar er lokun- um í æðunum sem liggja frá hon- um skellt í lás þannig að blóðið situr fast í veljum limsins. Þrenningin góða Örvun, stinning og sáðlát eru þættir sem þurfa alls ekki að tengjast óijúfanlegum böndum. Karlmaður getur upplifað kyn- ferðislega örvun af einhverju án þess að honum rísi hold. Honum getur líka risið hold án þess að vera nokkuð æstur, t.d. i svefni og flestir karlmenn upplifa ástæðulaus sáðlát snemma á kynþroskaskeiði (oftast líka í svefni). Það er samt skemmtileg- ast þegar þetta gerist í sirka þess- ari röð á temmilega löngum tíma! Á næstu vikum mun ég fjalla frekar um ýmislegt sérkarlmann- legt á kynferðissviðinu. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjttkrunatfræðingur KYNLIF Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar I

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.