Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 10
LÍFIÐ í LANDINU M LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 Kristm tveggja ara. Iðunn tveggja ára. Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol hjá leikfélagi MA 1960 AA n - ------------------ rnstri og iðunn ti/ hægrí. ' a bjorg Jonsd°ttir Leiklistin heillar. Hér eru systurnar í Egilsstaðaskógi sumarið 1959 í hlutverkum brúðhjóna frá 18. öld, Kristín er brúðurin, Iðunn er brúðguminn. Vildi verða eins og Saman semja þær leik- rit. Hvor í sínu lagi sem- ur bráðskemmtilegar sögur fyrir börn og ungl- inga. Iðunn er sex árum eldri en Kristín. Þær eru ekki bara systur, þær eru bestu vinkonur. Iðunn og Kristín Steinsdætur eru rithöfundar og líta á ritstörf- in eins og hverja aðra vinnu. Þær eru svo heppnar að geta verið í vinnu sem þeim finnst skemmtileg og stundum vinna þær saman. Afrakstur þeirrar samvinnu er fjöldi leikrita. Áskorun eiginmannanna Hið árangursríka samstarf systr- anna við leikritun hófst með skemmtilegum hætti. „Upphafið var að við sáum Ieikrit sem okk- ur fannst afskaplega lélegt," seg- ir Iðunn. „Við fórum hamförum á eftir yfir því hvað það hefði verið illa skrifað. Eiginmenn okkar urðu þreyttir á allri gagn- rýninni og sögðu: Þá hljótið þið að geta skrifað betra leikrit! Við tókum áskoruninni og byrjuðum að kasta fram hugmyndum. Okkur langaði til þess að skrifa um síldarárin af því að við höfð- um upplifað þau. Þetta var seinnipart vetrar og um sumarið leigðum við sumarbústað og fór- um að skrifa Síldina." Hlýddi stóru systur Áður hafði Iðunn gefið út barna- bækur, þá fyrstu 1982, Knáa krakka, en Kristín skrifaði sína fyrstu bók og sendi í samkeppni 1987. „Ég rak hana til að skrifa bók og senda í samkeppni," segir Iðunn. „Þá gerði ég það sem stóra systir sagði mér og ég tel það hafa verið mikið gæfuspor," segir Kristín. Þegar þarna var komið sögu höfðu þær samið fjögur leikrit saman, meðal annars Síldina og útvarpsleikritið 19. júní sem þær fengu verðlaun fyr- ir. „I ársbyrjun 1987 hringdi Ið- unn og hvatti mig til þess að skrifa bók og senda í samkeppni hjá Vöku Helgafelli,“ segir Krist- ín. „Ég mátti eiginlega ekki vera að því, var í kennslu með lítil börn og var að fara að ferma þann elsta. En ég hlýddi, sendi handrit í keppnina og vann, og var þar með komin á bragð- ið. Tveimur árum seinna hætti ég að kenna.“ Þvkir gaman ao segja sögur „Það hefur fylgt okkur alveg frá því við vorum Iitlar hvað okkur hefur þótt gam- an að setja sam- an sögur," segir Kristín. „Mín fyrsta bók var skrifuð þegar ég var tíu ára. Hún var skrifuð í stílabók og var ástarsaga." Iðunn segist hafa haft gaman af að skrifa alveg frá því í barnaskóla. „Ritgerðirn- ar voru bara alltof fáar, ég hefði verið til í að sleppa kjaftafögun- um og skrifa sögur í staðinn. Svo var maður að yrkja eitthvað á laun,“ segir hún. Það að segja sögur var ríkt í systrunum strax í æsku og segja þær móður þeirra hafa haft mikil áhrif á þær. Hún hafi alltaf verið að segja sögur og alveg hafi verið sama hve óþekkir krakkar voru, þegar hún byijaði að segja sögur hafi krakkarnir þagnað og hlust- að. Yfirleitt fengu þau sögu á hverjum degi og stundum marg- ar. Kristín segist þakka það þess- um sögustundum að hún er nú rithöfundur. „Maður var alltaf að hlusta, ímynda sér og lifa sig inn í ævintýraheima," segir hún. Iðunn og Kristín Steinsdætur - eins og þær eru í dag. Samkomulagið er alltaf jafn gott. „Heldurðu að við nennum að standa í einhverju rifrildi," segir Iðunn. „Ef við höfum mismunandi skoðanir þá ræðum við málin þangað til við finnum niðurstöðu." mynd: brink „Betra vegarnesti er ekki til fyrir rithöfund." Nenna ekki að rífast - Er samkotnulagið alltaf jafn gott? „Já,“ svara báðar. „Heldurðu að við nennum að standa í ein- hverju rifrildi?" spyr Iðunn á móti. „Ef við höfum mismun- andi skoðanir þá ræðum við mál- in þangað til við finnum niður- stöðu." - Hafið þið verið samrýmdar al- vegfrá því þið voruð krakkar? „Ég er sex árum eldri en hún,“ segir Iðunn, „og mér þótti hún afskaplega lítið skemmtileg svona framan af. Það var ekki fyrr en hún var komin undir fermingu sem við fórum að ná saman." „Ég leit alltaf af mikilli ein- lægni upp til Ið- unnar en henni þótti ég heldur leiðinleg. Þannig að ef einhver er góða manneskjan í þessu dæmi þá er það ég,“ segir Kristín og Iðunn samsinnir því glettin. Bestu vin- konur - Kristín, hvernig ■persóna er Ið- unn? „Nú þarftu að senda mig niður til að sækja meira kaffi,“ segir Iðunn og hlær. „Ég leit afskaplega mikið upp til Iðunnar hún sem barn og langaði til að líkjast henni," segir Kristín og þeim er greinilega skemmt þegar þær rifja upp unglingsárin. „Það var alltaf sagt við mig: Af hveiju ertu ekki eins og Iðunn? Hún var hvers manns hugljúfi en ég var miklu bíldóttari og mig langaði alltaf til að verða eins og hún og það hefur í rauninni ekkert breyst. Mig langar enn til að verða eins og Ið- unn. Þegar við erum einhvers- staðar saman þá finnst mér hún alltaf svo kvenleg og ég verð eins og skessa við hliðina á henni.“ - Iðunn, hvemig persóna er Kristin? „Mér finnst hún alltaf vera að- almanneskjan og svo dingla ég svona með,“ segir Iðunn. „Krist- ín er ekki bara systir mín. Hún er líka besta vinkona mín. Það finnst mér vera kjarni málsins. Ivristín hefur alltaf verið afskap- lega hjartahlý manneskja og miklu opnari en ég. Hún á auð- veldara bæði með að rífast þegar svo ber undir og líka að vera til- litssöm við fólk enda eru ófáir sem leita til hennar." „Ég held að við séum svona góðar vinkonur í og með vegna þess að við vorum ungar þegar mamma dó,“ segir Kristín. „Ég var átján og hún tuttugu og fjög- urra. Alveg frá þeim tima hefur Iðunn eiginlega Iíka verið mamma mín. Hún var þá gift og komin með börn en ég var að dingla í menntaskóla og var nátt- úrlega óskaplega brotin eins og allir aðrir í fjöldskyldunni. Ég fór alltaf til hennar þegar eitthvað var að. Ef þetta hefði ekki komið til þá hefðum við kannski aldrei náð jafn vel saman, einfaldlega af því að við hefðum ekki haft þessa þörf hvor fyrir aðra.“ - HI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.