Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 4
20 - LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
LEIKFF.LAG K
fðfjtFY Kj AVIK UR JSS
BORGARLEIKHÚSIÐ
Stóra svið kl.14:00
Pétur Pan
eftir Sir J.M. Barrie
• í kvöld lau. 10/4 - uppselt
• sun. 11/4 - uppselt • lau. 17/4 -
nokkur sæti laus • sun. 18/4 -
örfá sæti laus • sumard. fyrsta,
fim. 22/4 • lau. 24/4 • sun 25/4
Stóra svið kl. 20.00
Stjórnleysingi ferst af
slysförum
eftir Dario Fo
Þýðing: Halidóra Friðjónsd.
Lýsing: Lárus Björnsson
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir
Búningar: Stefanía Adolfsd.
Leikmynd: Finnur A. Arnarss.
Leikstjórn: Hilmar Jónsson
Leikendur: Ari Mattíasson, Björn Ingi
Hilmarsson, Eggert Porleifsson, Gísli
Rúnar Jónsson, Halldór Gylfason og
Halldóra Geirharðsdóttir.
Frumsýning fim. 15/4 - uppselt
• 2. sýn. lau. 17/4
Aukasýn. fim 22/4.
Stóra svið ki. 20.00
Horft frá brúnni
eftir Arthur Miller
• Fös. 16/4 - Verkið kynnt í forsal
kl. 19:00 • Fös. 23/4 - Verkið kynnt
í forsal kl. 19:00
Stóra svið kl. 20.00
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
76. sýn i kvöld lau. 10/4 -uppselt,
biðlisti. • 77. sýn síðasta vetrard.
mið. 21/4 - nokkur sæti laus • 78.
sýn. lau. 24/4
Stóra svið kl. 20.00
íslenski dansflokkurinn
Diving og Flat Space Moving eftir
Rui Horta - Kæra Lóló eftir Hlíf
Svavarsd. • sun. 11/4 • sun. 18/4
Litla svið kl. 20.00
Fegurðardrottningin frá
Línakri eftir Martin McDonagh
sun. 11/4 • föd. 16/4 - n. s. laus.
Miöasalan er opin daglega
frá kl. 12 - 18 og fram aö
sýningu sýningadaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiöslukortaþjónusta.
Sími 568 8000 fax 568 0383
yími}j
Þ J ÓÐLEIKHÚ SIÐ
Sýnt á Stóra sviði
Sjálfstætt fólk
eftir Halldór Kiljan Laxness í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar
Margrétar Guðmundsd.
Fyrri sýning: Bjartur -
Landnámsmaóur íslands
aukasýn. í dag Id. kl. 15:00 - örfá sæti
laus • 5. sýn. mvd.14/4 kl. 20:00 - örfá
sæti laus • 6. sýn. föd. 16/4 kl. 20:00 -
örfá sæti laus
• 7,sýn. mvd. 21/4 kl. 20:00 •
Aukasýning sud. 25/4 kl. 15:00
Síðari sýning: Ásta Sóllilja
aukasýning i kvöld Id. 10/4 kl. 20:00. -
örfá sæti laus • 4. sýn. fid. 15/4 kl.
20:00 - nokkur sæti laus • 5. sýn. fid.
22/4 kl. 20:00 - nokkur sæti laus
• Aukasýning sud. 25/4 kl. 20:00
Brúðuheimili - Henrik Ibsen
Menningarverðlaun DV 1999:
Elva Ósk Ólafsdóttir
Á morgun sud. 11/4 - nokkur sæti laus
• sud. 18/4, næstsíðasta sýning • föd.
23/4, allra síðasta sýning
Tveir tvöfaldir - Ray Cooney
Id. 17/4 - örfá sæti laus • Id. 24/4 -
örfá sæti laus
Bróðir minn Ijónshjarta
- Astrid Lindgren
Á morgun sud. 11/4 kl. 14:00 - örfá
sæti laus, næstsíðasta sýning • sud.
18/4 kl. 14:00, síðasta sýning • Id.
24/4, allra síðasta sýning
Sýnt á Litla sviði kl. 20.00
Abel Snorko býr einn
- Erik-Emmanuel Schmitt
Á morgun sud. 11/4 - örfá sæti laus
• Id. 17/4 - uppselt • sud. 18/4 - örfá
sæti laus • föd. 23/4 • Id. 24/4 A.t.h.
ekki er hægt að hleypa gestum í salinn
eftir að sýning hefst.
Sýnt á Smíðaverkstæði kl.20.30
Maður í mislitum
SOkkum - Arnmundur Backman
I kvöld Id. 10/4 - uppselt • sud. 11/4 -
uppselt • fid. 15/4 • föd. 16/4 -
uppselt • Id. 17/4 - uppselt • sud.
18/4 kl. 15:00 • mvd. 21/4 - nokkur
sæti laus • fid. 22/4 • föd. 23/4 • Id.
24/4 - nokkur sæti laus. A.t.h. ekki er
hægt að hleypa gestum í salinn eftir að
sýning hefst.
Listaklúbbur ieikhúskjailarans
ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR!
Mád. 12/4 kl. 20:30 - Hjartasögur af
hálendinu í flutningi margra listamanna.
Dagskrá í umsj. Kolbrúnar Halldórsd.
leikstjóra
Miðasalan er opin mán,- þri. 13-18
mid-sud. 13-20. Símapantanir frá
WafJWJ,
WMeMW.
Enn er hún reið
Fáar bækur sem
BOSCA- komu út á um-
HILLAN brotaárunum í
kringum 1970
munu hafa haft
jafn mikil áhrif
á konur og „The
Female Eun-
uch“ (Kven-
geldingurinn)
eftir ástralska
femínistann
G e r m a i n e
Greer, sem nú
stendur á sextugu. Því er reyndar
haldið fram að sumar konur hafi
talið áhrif bókarinnar á sig svo
afgerandi að réttast væri að nota
útgáfu hennar sem nýtt tímatal -
tala um „fyrir Greer“ og „eftir
Greer“ með svipuðum hætti og
kristnir menn almennt-tala um
„fyrir Krist“ og „eftir Krist.“
Greer var ung reið kona á þess-
um tíma og varð £ senn leiðtogi
og tákn fyrir uppreisn kynsystra
sinna á áttunda áratugnum.
Núna, þrjátíu árum síðar, er
þessi valkyrja femínismans enn
reið. Um það má lesa í nýrri bók
sem komin er út í Bretlandi -
„The Whole Woman“ (útgefandi
Doubleday). Bókin hefur þegar
vakið miklar umræður og deilur,
eins og allt það sem Greer tekur
sér fýrir hendur.
Þrjátíu árum síðar
Nýja bókin er kynnt sem fram-
hald „The Female Eunuch" og
tengslin eru augljós; skipulag
bókarinnar og framsetning tekur
mið af þessu frægasta verki höf-
undarins. Meginniðurstaðan er
einnig sú sama: þótt konum hafi
miðað nokkuð fram á veginn á
sumum sviðum eru þær í veiga-
Elías Snæland
Jónsson
ritstjóri
miklum atrið-
um jafn illa
staddar og fyrir
þrjátíu árum.
Það er því, að
sögn Greer,
kominn tími til
að konur verði
reiðar á ný.
Það viðhorf
margra femínista nú til dags að
jafnréttisbaráttan hafi skilað
konum miklum árangri á reyndar
ekki upp á pallborðið hjá Greer.
Hún telur enga ástæðu til að
fagna sigri og gagnrýnir sumar
kynsystur sínar harðlega, meðal
annars fyrir að halda því fram að
baráttunni sé í reynd lokið.
Langt sé í jafnrétti, og þar að
auki hafi markmiðið aldrei verið
jafnrétti heldur frelsi. Þar sé enn
langt í land.
Eins og venjulega er Greer afar
tæpitungulaus í málflutningi sín-
G E RMAINI
ÖREER
O*
v,- M <1 v, F
V/ O M A K
það er engin longmolla í kringum
Greer frekar en áður, enda virðist
hún enn njóta þess til hins
ítrasta að vekja umtal og harka-
legar deilur með óhefðbundnum
skoðunum og kjarnyrtu orð-
bragði.
Gagnrýnin ævisaga
Þau þrjátíu ár sem Iiðin eru frá
útkomu „The Female Eunuch"
hefur Greer síður en svo setið
auðum höndum, hvorki í
kvennabaráttunni né á öðrum
sviðum. Hún hefur tekið virkan
þátt f margs konar aðgerðum og
oftsinnis komið fram í umræðu-
þáttum í sjónvarpi og útvarpi. Þá
heldur hún reglulega fyrirlestra
við háskólann í Warwick á
Englandi.
Hún hefur einnig samið marg-
ar aðrar bækur en þessar tvær.
Sumar fjalla um málefrii kvenna:
til dæmis „Sex and Destiny"
(1984) og „The Change“ (1992),
en aðrar eru um óskyld málefni.
Þá skrifaði hún á afar opinskáan
hátt um föður sinn í „Daddy, We
Hardly KnewYou" (1989).
En þótt Greer hafi f sumum
verka sinna lýst mjög náið einka-
lífi sínu, hefur hún brugðist hart
við tilraunum annarra til að skifa
ævisögu sína. Ein slík var þó að
koma út: „Germaine Greer:
Untamed Shrew“ eftir Christine
Wallace (útgefandi Faber &
Faber). Greer var ekki sátt við
þessa ævisögu, enda er hún um
margt gagnrýnin á valkyrju
femínismans sem lét höfundinn
fá það óþvegið; líkti henni við
alls konar óæðri kvikindi, þar á
meðal við bakteríur sem éti fólk
Iifandi!
Germaine Greer á fyrstu uppreisnar- Germaine Greer í dag: enn ástæða til
árum sínum að fíytja ræðu í háskólan- að vera reið.
um í Cambridge.
um og lætur
andstæðinga
sína, konur og
karla, fá það
óþvegið.
Misjöfn
viðbrögð
Viðbrögðin eru
afar misjöfn.
Ymsir femínistar af eldri kynslóð-
inni fagna nýju bókinni og telja
hana líklega til að hrista upp í
kvennabaráttu sem hafi hin síð-
ari ár breyst úr fjöldahreyfingu í
persónubundna sókn kvenna til
frama og auðlegðar í samfélagi
karlaveldisins. Sumir fulltrúar
yngri kynslóða kvenna, sem Iíta
til dæmis á Spice Girls sem tákn
um árangur í kvennabaráttu,
segja Greer vera tímaskekkju;
hún sé enn að heyja orrustur
sem tilheyri liðinni tíð.
Þannig eru viðhorfin ólík. En
Einlæg, falleg en
★ ★ ★
American
History X
(sýnd í
Háskólabíói)
Leikstjóri:
Tony Kaye
Aðalleikarar:
Edward
Norton, Ed-
ward Furlong,
Beverly D’Ang-
elo, Avery
Brooks, Stacey
Keach.
Þú ert hvítur og reiður (og
kannski með minnimáttarkennd
og líður illa) og þess vegna
Iumbrarðu á niggurum. Þú ert
svartur og reiður (og kannski
með minnimáttarkennd og líður
illa) og þess vegna lumbrarðu á
hvíta pakkinu. Segja má að sirka
svona sé hinn sálfræðilegi grund-
völlur American History X sem
valdið hefur nokkru fjaðrafoki,
ekki síst vegna þess að leikstjór-
inn Tony Kaye hefur afneitað
þessu afkvæmi sínu og vildi fá að
stroka höfundarnafn sitt út (og
setja í staðinn dulnefnið Humpty
Dumpty) þar sem kvikmyndaver-
ið leyfði honum elcki að skjóta
nýjar senur, bæta við handritið
og endurklippa myndina á þeim
tímapunkti er þeir töldu mynd-
ina tilbúna að mæta heiminum.
Þröngt/einlægt
sjónarhorn
Derek Vinyard (Edward Norton)
er stórgreindur en sálarlega
skaddaður piltur sem tekur að
nýta persónutöfrana og fljúgandi
mælskuna í þágu málstaðs
nýnasista og fyrirlítur hina líbó
hippakynslóð sem vill skoða
vanda minnihlutahópa í samfé-
lagslegu samhengi. Þriggja ára
fangelsisvist sannfærir hann um
hið gagnstæða, þ.e. að ekki sé
samasemmerki milli svertingja
og þjóðfélagslegra sníkjudýra. Að
fangavistinni lokinni hyggst
hann kippa yngri bróðurnum
Danny (Edward Furlong) út úr
slæmum félagsskap nýnasista.
Sjónarhorn myndarinnar er
þröngt, myndatakan náin og
áhorfendum einkum ætlað að
kynnast tveimur sjálfstæðum
einstaklingum, án þess að setja
þá í beint samhengi við umhverf-
ið. Um leið er ætlunin að tákn-
gera eðli, ástæður og fásinnu
þess að eyða tímanum í ofbeldi
og reiði. Kortleggja kynþáttafor-
dóma eins og þeir birtast í
bandarískum veruleika.
Esópslegur
dæmisögublær
Það er ekki hægt að afgreiða
þessa mynd sem hraðsoðið port-
rett af hinum bandaríska nýnas-
ista blandaða einfeldningslegri
óskhyggju um hvernig heimurinn
ætti að vera. Til þess er of mikil
alúð Iögð í aðalpersónurnar, of
góður leikur og of mikil einlægni
hjá Edward Furlong sem lék
hinn Iotningarfulla yngri bróður
svo unun var á að horfa - og hjá
Edward Norton bæði sem nýnas-
ista og einnig, oftast, sem antí-
nýnasista. Þetta er nefnilega ein-
læg og falleg mynd, þótt flest
annað hafi verið um hana sagt,
því þarna er ástríki og eindrægni
fjölskyldunnar hampað og gildi
þess að vera sjálfstæður einstakl-'
ingur en ekki leiksoppur utanað-
komandi afla. A henni er jafnvel
Esópslegur dæmisögublær, ekki
ósvipaður þeim sem greina mátti
í frábærri mynd breska leikstjór-
ans Mike Leigh Secrets and Lies.
Hins vegar er myndin svo und-
arlega samansett og misjöfn að
engin leið er að taka henni sem
heildstæðu Iistaverki. Atriðum er
skeytt saman á þann veg að
myndin heldur ekki rökrænum
þræði í túlkun og þ.a.l. verður
ógerlegt að trúa nýnasistanum
Edward Norton því hinn
hýpergæðalegi Norton er hlut-
fallslega oftar á skjánum. En það
er ekki bara klippingin, eins og
Kaye vill meina, myndin er
einnig allt að því íslensk í sinni
leikrænu upphafningu, þ.e. nær-
vera tökumanna, ljósameistara
og leikstjóra er stundum óþægi-
lega sterk svo áhorfandinn verð-
ur ákaflega meðvitaður um að
þetta er sviðsetning.
SUM SE: Fær þriðju stjörnuna
út á viðleitni og einlægni en nær
ekki þeirri fjórðu vegna klúðurs-
legrar samsetningar.