Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 10.04.1999, Blaðsíða 17
 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 - 33 í LANDINU Hvað værirðu...? Það er sjaldgæft að maður skipti um kyn og hlut- verk í lífinu í einu vetfangi en þeir fóru létt með það karlarnir 15 sem svöruðu spurningunni: Hvað held- urðu að þú hefðir orðið ef þú hefðir verið kona? Sumir þeirra áttu auðvelt með að sjá sjálfa sig fyrir sér í kvenhlutverkum, aðrir ekki. Hér koma svörin. Fjölnir Þorgeirsson: Gleðikona „Hvað held ég að ég væri ef ég væri kona? Eg væri gleðikona!," segir Fjölnir Þorgeirsson bíla- sali. - Afhverju? „Af því að allar konur sem ég veit um finnst það svo gott.“ - Heldurðu að þú hefðir náð jafn langt á þessu sviði eins og þú hefur gert í dag? „Ég hefði náð lengra." Róbert Guðfinnsson: Stjórnarformaður SH „Stjórnarformaður SH því að ég held að kynferði skipti ekki svo miklu máli. Ef ég hefði fengið sama uppeldi þá held ég að ég væri það sama og ég er í dag,“ segir Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma og SH. Óiafur Örn Haraldsson: Pólfari „Eg held að ég væri að gera ósköp svipaða hluti, já, ég held að ég hefði farið yfir Grænlands- jökul og á Suðurpólinn ef ég hefði verið kona. Eg held að þetta fari eftir persónugerð hvers og eins og þeim viðhorfum sem menn hafa til sjálfs sín. Ég hef ekkert verið að gera sem konur geta ekki gert,“ segir Olafur Orn Haraldsson, alþing- ismaður og suðurpólsfari. „Það sem hefur dregið mig áfram er ævintýraþrá og sam- kennd við náttúruna, metnaðar- girnd, ánægja að vinna með góðu fólki. Ég sé ekki annað en þessir eiginleikar hefðu skilað sér þó ég hefði fæðst kona. Ég hef hitt konur í stjórnmálum, viðskiptalífi og heimskautaferð- um sem hafa skilað árangri.11 Helgi Þorgils Friðjónsson: myndlistarmaður „Myndlistarmaður. Hvort sem ég væri kona eða karl þá held ég að maður væri með eitthvað af þessum sömu eiginleikum í sér. Ég held að eitthvað af þessum kvenlegu eiginleikum séu í mér hvort sem er í myndlistinni," segir Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður. Kormákur Geirharðsson: Atvinnukylfingur „Mér datt fyrst í hug stangar- stökkvari, kannski af því að ég var að lesa íþróttasíðuna núna rétt áðan en ætli ég væri ekki yf- irfararstjóri á Spáni eða í Portú- gal. Þá gæti ég spilað golf í ró- Guðjón Guðmundsson: Húsmóðir. legheitunum og tekið mfna siestu, sem ég þarf á að halda,“ segir Kormákur Geirharðsson kaupmaður. „Eða þá að ég væri atvinnukona í golfi. Það væri kannski næsta leiðin upp úr því að vera fararstjóri. Þá væri stefnan sett á atvinnugolfið, að komast í atvinnukeppni í Banda- ríkjunum." Sverrir Ólafsson: Forsæt- isráðherra „Ég er sannfærður um að ég væri forsætisráðherra, ég yrði svo metnaðargjarn ef ég væri kona að það er ekki nokkur vafi á því, eða þá forseti. Ég á ekki séns í það sem karlmaður því að við erum svo útskúfaðir. Nei, í alvöru talað myndi þetta engu breyta, ég væri sennilega bara Iistamaður. Við erum svipað þenkjandi þetta fólk allt saman, hvort sem við erum karlar eða konur." Jónas Sen: Hættuleg hjúkrunarkona ,/Étli ég væri ekki hjúkrunar- kona. Það hefur alltaf blundað í mér löngun til þess að vera læknir en ég myndi aldrei nenna að fara í svo langt nám og þess vegna held ég að ég myndi vera hjúkrunarkona. Mér væri samt trúandi til þess að taka allra leiðinlegustu sjúklingana úr sambandi og því held ég að ég myndi enda sem pipraður píanó- kennari," segir Jónas Sen píanó- leikari. Guðberqur Bergsson: Húsmóoir „Ég held ég væri heimavinnandi húsmóðir og ánægð með það, ólétt þriðja hvert ár.“ Ingólfur Gíslason: Rannsóknarkona „Ég hef aldrei Iátið mér detta þennan möguleika í hug,“ voru fyrstu viðbrögð Ingólfs Gíslason- ar, starfsmanns Jafnréttisráðs. Guðjón Þórðarson: Kona. Guðmundur Gunnarsson: Verkalýðs- foringi. „Mér þætti ekki ólíklegt að ég væri á einhverju svipuðu róli og ég er enda er ég á kvennavinnu- stað. Mér finnst erfitt að ímynda mér annað áhugasvið. Ég er menntaður til rannsóknarstarfa og það vildi ég helst gera en ég væri kannski meira heima hjá mér.“ Daníel Guðjónsson: Húsmóðir „Ætli ég væri ekki bara fyrir- myndar húsmóðir," segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. - Heldurðu að þú hefðir ekki gerst lögreglukona? „Það er ég ekki viss um, ekki á þeim tíma.“ Guðjón Þórðarson: Kona „Það er mjög einfalt, þá væri ég kona.“ - Heldurðu að þií hefðir farið í fóiholta og orðið landsliðsþjálf- ari? „Það er gjörsamlega útilokað að segja. Mér finnst lífið svo einfalt að ég velti ekki einu sinni fyrir mér svona flóknum spurn- ingum,“ svarar Guðjón. „Ég á tvær systur, önnur er í eigin at\innurekstri, hin í pólit- ík. Þær eru báðar mæður þannig að mér þykir Iíklegt að ég hefði orðið móðir. Að öðru leyti er ger- samlega vonlaust að velta þessu fyrir sér.“ - Nú hefur þú náð langt á þínu sviði. Telurðu líklegt að þú hefðir náð langt sem kona? „Það tel ég líklegt." Guðjón Guðmundsson: Húsmóðir „Ég geri ráð fyrir að ég væri hús- móðir í Garðabæ. Mér finnst það nærtækast. Ég hygg að ég væri ekki útivinnandi, ég væri að Gunnar V. Andrésson: Dýravinur. Daníel Guðjónsson: Húsmóðir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson: Þing- kona Kvennalistans. hugsa um börnin mfn. Ég vildi eiga þrjú til fjögur börn,“ segir Guðjón Guðmundsson, íþrótta- fréttamaður. Hann er ekki frá því að hann hefði áhuga á að fylgjast með boltanum þó að hann væri kona, „svona í Iaumi. Ég myndi ekki láta mikið á því bera til að halda heimilisfriðinn." Guðmundur Gunnarsson: Verkalýðsforingi „Verkalýðsforingi." -1 Rafiðnaðarsambandinu? „Það eru svo sem ekki miklar h'kur á því, þær eru ekki það margar konurnar hér. Ég væri sennilega að berjast fyrir því að konur gerðust rafiðnaðarmenn. Enginn skilur hvers vegna þær gera það ekki. Það ætti að henta þeim mjög vel.“ Jóhannes Geir Sigur- geirsson: Þingkona Kvennalistans „Fyrir það fyrsta held ég að ég væri orðinn alltof gamall til að vera fyrirsæta með öllum þeim glamúr sem því fý'lgdi. I annan stað þá fór ég í kennslu þegar ég kláraði stúdentspróf. Ef ég væri kona þætti mér ekki ólíklegt að ég hefði farið í kennaranám og svo hefði ég sjálfsagt þvælst í Sverrir Ólafsson: Forsætisréðherra. Jónas Sen: Hættuleg hjúkrunarkona. Guðbergur Bergsson: Húsmóðir. Ingólfur Gíslason: Rannsóknarkona. einhver félagsmál, til dæmis stéttabaráttu. Mér þykir ekki ólíklegt að ég væri í dag fyrrver- andi þingkona Kvennalistans og í deildarstjórastarfi hjá hinu op- inbera." Gunnar V. Andrésson: Dýravinur „Umhyggjusamur dýravinur,“ segir Gunnar V. Andrésson Ijós- myndari, „þvf að mér Iíkar betur við skepnur en menn“. Hann skellihlær við tilhugsunina um að vera kona og bætir við: „Mik- ið ofboðslega held ég að ég væri hræddur við karlmenn ef ég væri kona því að ég veit hvernig þeir hugsa.“ -GHS Fjölnir Þorgeirsson: Gleðikona. Róbert Guðfinnsson: Stjórnarformaður. Ólafur Örn Haraldsson: Alþingismaður og pólfari. Helgi Þorgils Friðjónsson: Myndlistar- maður. Kormákur Geirharðsson: Atvinnu- kylfingur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.