Dagur - 20.11.1999, Side 4
iiíiLIUi
á Njálsgötunni
eftir Auöi Haralds
iLil.illUUiaKllrJiiAiIlitilDU,
IniDlrrl^j^ÍAl IHTllrii.ii.il
Sýningar:
Vegna mikillar aðsóknar
verður aukasýning lau-
gardaginn
20. nóvember kl. 20:00
ALLRA SIÐASTA
SÝNING
Jólakortasamkeppni
fyrir alla fjölskylduna!
Nú eru BLESSUÐ JÓLIN
að koma, allavega heim-
agerð jólakort óskast með
myndum af engli eða
epglum.
Frábær verölaun, ski-
lafrestur er til 20 nóv.
Gjafakort í leikhúsið, er
óvenjuleg og skemmtlleg
jólagjöf
Sýnt á Akureyri
miðvikudaginn
24. nóvember kl. 20:00
fimmtudaginn
25. nóvember kl. 20:00
föstudaginn
26. nóvember kl. 20:00
Aðeins þessar
sýningar
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýninqu, sýninqardaqa.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
Kortasalan í fullum gangi!
MENNINGARLÍFD
,20 - LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
Ðagur
Útveröir íslands
Margir komu að
baráttu Islend-
inga fyrir stækk-
un íslenskrar
fiskveiðilögsögu
og þau þorska-
stríð sem fylgdu
í kjölfar útfærsl-
unnar í 12, 50
og 200 sjómílur.
En einungis
einn hópur
manna lagði sig í
beina lífshættu
vegna þessara hörðu átaka. Það
voru skipverjar á varðskipunum
sem háðu oft á tíðum lífshættu-
legt stríð við herskip og dráttar-
báta bresku ríkisstjórnarinnar.
Eiríkur Kristófersson varð
fyrstur skipherra þorskastrfðsins
til að fjalla um reynslu sína í bók,
en hann varð þjóðkunnur fyrir
framgönguna í fyrsta þorskastríð-
inu. Síðan hafa fleiri skipherrar
sagt sögu sfna; má þar nefna
Guðmund Kjærnested og Þröst
Sigtryggsson. Með „Sviptingum á
sjávarslóð" bætist Höskuldur
Skarphéðinsson í þennan hóp.
Hann tekur fram f upphafi að
þetta sé ekki hefðbundin ævi-
saga: „Þeim svipmyndum sem
hér er brugðið upp er hvorki ætl-
að að lýsa æviferli mínum né
segja sögu áralangra deilna um
fiskveiðilögsögu Islands, heldur
vil ég með þeim benda almenn-
ingi á að 200 sjómílna fiskveiði-
lögsaga Islendinga, sem hefur
verið hornsteinn þeirrar efna-
hagsvelmegunar sem við höfum
notið um árabil, var hvorki auð-
fengin né sjálfgefin" (bls. 5).
Þetta gerir hann með því að lýsa
eigin reynslu af átökunum á mið-
unum.
Tæpitungulaus
Höskuldur hóf störf um borð í
varðskipinu Maríu Júlíu í sept-
ember árið 1958 - skömmu eftir
að fyrsta þorskastríðið hófst - og
Iét ekki af störfum sem fyrr en
þriðja strfðinu við Breta var Iok-
ið. Hann var því einn þeirra sem
Ienti þrívegis í háskalegum slag
við breska sjóherinn.
Honum er líka enn heitt í
hamsi í garð Breta en einnig
þeirra íslensku stjórnmálamanna
og fjölmiðla sem hann telur að
hafi staðið illa að málum. Því
kynntist Höskuldur strax í byrjun
þegar hann var einn varðskips-
mannanna sem fóru um borð í
togarann Paynter og lentu þar í
harðvftugum átökum við bresku
áhöfnina, en var síðan fýrirskip-
að að yfirgefa skipið: „Sár von-
hrigði fylltu hugann þegar við lit-
um yfir liðna atburðarás og okk-
ur fannst stjómvöld hafa svikið
okkur. Þau höfðu ekki þorað að
standa að baki okkur þegar út í
alvöruna var komið. ... Mörgum
okkar á sjónum, sem sættum
hótunum um líflát nánast dag-
lega og fundum nálægð fall-
byssukjaftanna við eyrun, fannst
boðskapur íslenskra stjórnvalda
harla undarlegur. ... Okkur var
auðvitað fullljóst að það var ekki
hið kristilega hugarþel sem réð
afstöðu þeirra, heldur andinn frá
kærleiksheimilinu NATO, en frá
honum kenndi margur magn-
leysis í hnjánum“ (bls. 24-25).
Svipuð afstaða kemur víðar
fram þegar Höskuldi finnst að
stjórnvöld hafi ekki staðið nógu
fast við bakið á varðskipsmönn-
um í baráttunni á hafinu. Við-
horf hans endurspegla vafalaust
tilfinningar meirihluta þjóðar-
innar á tímum þorskastríðanna.
Höskuldi svíður einnig áhuga-
leysi þingmanna á Landhelgis-
gæslunni - líka á þessum örlaga-
tímum. Langflestir þeirra létu
þannig aldrei sjá sig um borð í
varðskipunum meðan á þorska-
stríðunum stóð. Aðeins einn ráð-
herra Iandhelgismála fær lof í
bókinni - Ólafur Jóhannesson
sem „ber af öllum dómsmálaráð-
herrum sem ég þekki til eins og
gull af eiri“ (bls. 180).
Sjómannalíf
Það er meginkostur þessara svip-
mynda hversu góða hugmynd
lesendur fá um hvernig það var í
raun og veru að vera útvörður Is-
Iands á hafinu í lífshættulegum
átökum við breska sjóherinn og
breska togara, ekki síst þegar
freigáturnar reyndu ítrekað og
kerfisbundið að sigla varðskipin
niður. Þau átök urðu harðvítug-
ust á áttunda áratugnum og með
ólfkindum hversu langt Bretar
voru þá reiðubúnir að ganga til
að verja veiðiþjófa sína.
Þetta er sannkölluð sjómanna-
bók. Og þá er ekki aðeins átt við
Iýsingarnar á baráttunni við
Breta. Höskuldur segir einnig frá
öðrum alvarlegum atburðum á
hafinu. Sérstaklega ber að nefna
tvær magnaðar frásagnir; annars
vegar árangurslausa Ieit að áhöfn
Sjöstjörnunnar, hins vegar kafl-
ann „Hreppsómagi sem engan
átti hér að“ en þar segir frá
kuldalegri lífsreynslu árið 1964.
SVIPTINGAR Á
SJÁVARSLÓÐ.
Höfundur: Höskuldur
Skarphéðinsson.
Útgefandi: Mál og menning.
BÓKA-
HILLAN
Elías Snæland
Jönsson
ritstjóri
Myndin þrususló í gegn í Bandaríkjunum og markaðssetningin svo öfiug að sum-
ir lögðu trúnað á hvarf ungmennanna. M.a. einkaspæjari nokkur sem hafði sam-
band við teikstjórana og bauð fram aðstoð sína við að finna ungmennin þrjú...
★ ★ ★
THE BLAIR
WITCH PRO-
JECT
sýnd í SAM-
bíóum
Leikstjórar:
Eduardo
Sanchez og
Daniel Myrick
Leikarar: He-
ather Donahue,
Joshua Leon-
ard, Michael
Williams
Ef þú á annað borð sérð blöð og
heyrir í útvarpi hefur varla farið
framhjá þér að í október árið
1994 hurfu þrír kvikmyndagerð-
arnemar í skóglendi skammt frá
smáþorpinu Burkittsville í
Bandaríkjunum þar sem þeir
voru að taka heimildamynd um
Blair nornina. Sögur hafa gengið
um nornina í Burkittsville og ná-
grenni í um 200 ár og samkvæmt
þjóðsögninni hefur hún gert fólki
ýmislegt til miska, varð þess m.a.
valdandi að einsetumaður tók sjö
börn af lífi á hrottalegan hátt um
miðja öldina. Bíóstúdentarnir,
þau Heather, Josh og Mike,
hurfu sporlaust. Ári síðar fund-
ust upptökur þeirra.
Lokkandi hrollur
Eins og við öll mannshvörf þá er
eitthvað Iokkandi hrollvekjandi
við hvarf þessara þriggja ung-
menna. Tælandi, óttinn við hið
óútskýrða og þörfin fyrir að
skapa skuggalegan heim til hlið-
ar við þann sem við sjáum í dags-
hirtu er það sem öskrar inní litlu
sálinni okkar á draugasögu í úti-
legunni, skíðaferðinni, skála-
dvölinni. Það er nákvæmlega
þessari þörf sem kvikmyndagerð-
armennirnir Sanches og Myrick
svala í Blair Witch Project, það
er akkúrat þess vegna sem þeir
halda manni við hvíta tjaldið:
maður situr í íslenskum skíða-
skála, rafmagnið er farið af,
myrkrið er kolbikasvart, margir
kílómetrar í næstu mannabyggð-
ir en samt nýtur maður þess að
finna blóðið krauma af hræðslu
undir almennilega safaríkri
draugasögu. Af sömu hvötum sit-
ur maður stífur í sætinu og lætur
sig hafa það að horfa á Blair
Witch Project sem er vel að
merkja ekki tiltakanlega
skemmtileg, leikararnir fremur
ósjarmerandi, myndefnið fátæk-
Iegt og reynir jafn óþyrmilega á
fókuseringarþörf augna og fyrsta
danska dogmamyndin Veislan.
Villuráfandi vél og fólk
En af því að myndavélin og ung-
mennin þrjú eru svo villuráfandi
og ein í heiminum dettur maður
ofan í þetta skógarráp þeirra - og
ekki skal vikist undan þcirri stað-
reynd að það hlakkar alltaf í
manni þegar fólki út í bæ, þ.e.
ekki innundir hjá moldríkum
kvikmyndaverum í Hollywood,
tekst að skjóta þeim síðarnefndu
ref fyrir rass. Sanchez og Myrick
ásamt leikaraliðinu fengu góða
hugmynd og framkvæmdu hana.
Leikstjórarnir sendu leikarana út
í skóg, þar sem þeir ráfuðu um í
viku með tvær tökuvélar og
beinagrind af handriti. Það er
samt ekki ráfið, rifrildin, hræðsla
þeirra og undarleg næturhljóðin
sem halda manni við efnið held-
ur hitt að vegna þess að þau taka
greinilega sjálf upp myndina og
vegna þess að hún er svo losara-
Ieg - þá veit maður aldrei hvað
gerist næst, maður sannfærist
strax um að myndin fylgir ekki
formúlu, ergó: hún er óútreikn-
anleg. En það besta við þessa
hræódýru mynd er eiginlega
markaðssetningin sem snerist
um að koma þeim skilaboðum
áleiðis að sagan hér að ofan væri
sönn og leiddi m.a. til þess að
lögreglan á svæðinu var að
drukkna í símtölum frá fólki sem
vildi vita hvort óhætt væri að
tjalda í héraðinu...
SUM SÉ: Eiginlega ekki annað
hægt en að gefa þessari mynd 3
stjörnur, eina fyrir hugmyndina,
aðra fyrir markaðssetninguna og
þá þriðju fyrir að halda manni
stjörfum við að horfa á gras og
tré og hálfþreytandi lið úr fókus -
og fyrir að draga mann á asnaeyr-
unum í einn og hálfan tíma til
þess eins að kýla mann kaldan í
endann. Endirinn er illa pirrandi
en þegar maður hefur fengið út-
rás fyrir ergelsið, getur maður
ekki annað en ullað framan í
sjálfan sig og sagt: Gott á þig.
KVIK-
MYNDIR