Dagur - 20.11.1999, Page 8

Dagur - 20.11.1999, Page 8
LÍFIÐ í LANDINU 24 - LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 „Ef ég á tveggja kosta vöt, annars vegar að segja það sem ég verð gagnrýndur fyrir, og hins vegarað segja eitthvað sem ég hefekki sannfæringu fyrir til að forðast gagnrýni þá vel ég tvímælalaust fyrri kostinn." myndir: e.úl Eg vil að böm mín búi í réttamki Jón Steinar Gunnlaugs- son lögmað- ur hefur mikið verið í sviðsljósinu en hann var verjandi manns sem meirihluti Hæstaréttar sýknaði í kynferðisaf- brotamáli. Jón Steinar ræðir hér um málið og þau hörðu viðbrögð sem sýknudómurinn hefur vakið. - Eg spyr þig sem lögmann hvort þú getir fjallað um múl eins og margumrætt kynferðisafbrotamúl ún þess að hlanda tilfinninguni í það? „Þegar lögmaður er skipaður til að verja mann sem er ásakað- ur um glæpi er brýn skylda hans að nálgast málið á hlutlægan hátt og taka til athugunar hvort sakir á hendur þessum manni óa.<\ tiii< ^it séu sannaðar á þann hátt sem grundvallarreglur í okkar réttar- ríki útheimta. I því efni skiptir ekki máli hver glæpurinn er sem maðurinn er sakaður um, til dæmis hvort verknaður sem ákært er fyrir sé jafn ógeðfelldur og hér er raunin. Það er mjög létt verk fyrir mig sem lögmann að vinna að því verkefni, vegna þess að mér er það meira en bara nokkur orð á blaði að hér sé rekið réttarkerfi sem tekur mið af og virðir þessar grund- vallarreglur. Það er mjög þýðing- armikið og göfugt verkefni að tryggja að þeim reglum sé fram- fylgt. Það verkefni snertir meðal annars velferð barna okkar. Sjálfur á ég 8 börn og hef mik- inn áhuga á því að þau fái notið réttaröryggis í lífi sínu. Það verður best tryggt með því að láta þau njóta kosta þess að búa í réttarríki. Þegar grannt er skoðað er hlutverk dómara í réttarríki ekki að veita rétt svar við því sem gerðist. Hlutverk dómara í rétt- arríki er að svara því hvað hefur sannast um það sem gerðist. Eg held að flestir lögfræðingar sem færu í gegnum umrætt mál, eins og ég hef gert, kæmust að því að ekki hafi einungis verið vafi á heldur hafi einnig margt mælt beinlínis gegn því að maðurinn væri sekur. Hér var um að ræða mann sem hafði viðurkennt gægjuáráttu, en það er vissulega annarleg hvöt, sem vekur andúð „Menn verða að skilja að sönnunarfærsla í op- inberum málum er ekk- ert gamanmál. Þar er leitað eftir áþreifanleg- um sönnunargögnum. Fáist þau ekki er sjaldn- ast ákært, hvað þá dæmt, eins og nokkrir dómarar vildu þó gera í þessu máli. Ég held að þeir hafi látið undan pressunni sem ég nefndi áður. Því miður.“ hjá fólki. Hann naut því ekki sömu samúðar hjá sérfræðing- um og dómurum eins og kannski Pétur og Páll sem ekk- Þegar um er að ræða mann sem dómarar hafa ef til vill andúð á út af einhveijum svona hlutum reynir meira en ella á hvort þessar grunnreglur ríkja í okkar réttarkerfi. Eg er ánægður að Hæstiréttur skyldi standast þá prófraun sem lögð var fyrir hann í þessu efni.“ - Hæstiréttur sýknar manninn en almenningur hefur sakfellt hann. Hann verður aldrei sak- laus í augum stórs hóps. „Ura leið sprettur upp ein sið- ferðileg spurning og hún er þessi: Hvers vegna höfum við í þjóðfélagi okkar þá grunnreglu að allir menn skuli teljast sak- lausir uns sekt þeirra sé sönn- uð? Svarið er að þetta er regla sem á rót sína að rekja til siða- viðhorfa sem menn, að mjög yf- irveguðu ráði, telja að eigi að gilda í mannlegum samskiptum. Það er ekki nóg að maður sé sýknaður af dómstólum heldur ber samborgurum að meðhöndla manninn eins og hann væri sak- laus. Það er afar einfalt að segja um þennan tiltekna mann: „Þar sem hann játar á sig að hafa horft á dóttur sína í kynferðis- legum tílgangi hlýtur hann að vera sekur um allt sem á hann er borið“. Þetta er afstaða sem um við að hafa af honum þann þýðingarmikla rétt að hann telst saklaus þar sem sekt hans hefur ekki verið sönnuð. Það er raun- ar mjög alvarlegt mál, að fólk skuli telja sig þess umkomið að fella dóm um sök þessa manns, þrátt fyrir sýknudóminn. Þar kynda óvandaðir menn undir, sleppa því sem ekki hentar fyrir- fram gefinni niðurstöðu þeirra og fara beinlínis rangt með stað- reyndir. Islendingar ættu að vera búnir að fá sig fullsadda af múg æsingum af þessu tagi og götu- dómum, sem kveðnir eru upp án nokkurrar viðhlítandi vitneskju um efni málsins.“ Sönnunarfærsla er ekki gamanmái - Ntí liafa heyrst raddir þess efnis að snúa heri sönnunarb)'rði við f kynferðisafbrolamúluni. Þú ert ntjög andvígur Jrví, hvers vegna? „Ef farið er hlutlaust yfir þró- un dóma síðustu tíu árin á sviði- kynferðisafbrotamála þá er greinilegt að sífellt hefur verið slakað á sönnunarkröfum. Það er vegna þess að á undanförnum árum hafa reglulega komið fram kröfur um að sönnunarhyrði væri snúið við í þessum málum. Astæðan er augljós. Það eru framdir alvarlegir glæpir á þessu ferðin^y^ • oétvA^Ps.H«W^Íe

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.