Dagur - 20.11.1999, Side 10

Dagur - 20.11.1999, Side 10
/ // IP / l/\NPINU B. LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 „Viö erum alveg eins og fávitar þarna..." voru viö- brögö þeirra nú, 14 árum síðar, þegar þau rýndu í giftingarmyndina sína. Það var ekkert verið að „tvínóna á beljunni“ þegar þeim Dunu og Halldóri, sem standa á bak við fimmföldu Edduverðiaunamyndina Ung- frúin góða og húsið, laust fýrst saman. Eftir rúmt ár voru þau búin að byggja, eignast barn, gifta sig og byrjuð á bíómynd... Þegar blm. mætti upp í Melkot til þeirra Guðnýjar Halldórsdóttur (ellegar Dunu eins og hún er kölluð þar á bæ) og Hall- dórs Þorgeirssonar sl. miðvikudag riíj'að- ist upp fyrir þeim skötuhjúum að þau ættu brúðkaupsafmæli. Þau hefðu víst gift sig þann 17. nóv. fyrir einhverjum árum. Meðan bóndinn skrapp yfir til tengdamömmu á Gljúfrasteini til að ná í giftingarmyndina af þeim - mynd sem þau flika sum sé ekki á eigin heimili - stóð Guðný og reyndi að muna hvort það hefði verið 1985 eða árið 1986 sem þau giftu sig. Þegar Halldór sneri aftur með myndina tók hann af skarið, það mun hafa verið árið 1985 sem þau létu pússa sig saman í heimahúsi og héldu svo dá- litla brúðkaupsveislu á Naustinu þar sem þau dönsuðu brúðardansinn við Ijúfa tóna Hauks Morthens, nánar tiltekið lag- ið: „Til eru fræ.“ Tóku þetta með trukki Það var enginn hnapphelduótti að þvæl- ast fyrir Guðnýju og Halldóri eftir að þau kynntust við gerð Gullsands, bíómyndar Agústs Guðmundssonar, árið 1984 þar sem hún var framkvæmdastjóri en hann gerði leikmynd heldur tóku þau sam- bandið með trukki. Strax vorið 1985 byrj- uðu þau nefnilega að byggja Melkot sem stendur við hliðina á Gljúfrasteini í Mos- fellsdalnum - og fluttu inn í júní ‘85. Sonurinn var þá nýfæddur og skömmu síðar Kófst vinna við kvikmyndina Stella í Orlofi. - Þið hafið varla verið komung þegar þið kynntust? GUÐNY (kom sér fyrir í hægindastól og svaraði tinandi röddu): „Nei, ég man að ég var nú komin af léttasta skeiði..." og Halldór minnti hana á að hún hefði þá þegar verið búin að fá hrukkukremið frá vinkonum sínum í afmælisgjöf. Þau voru reyndar ekki komin að fótum fram. Guð- ný var rétt um þrítugt, Halldór sex árum yngri, og hún var þá nýlega búin að stofna kvikmyndaíyrirtækið Umba ásamt fjórum konum. Konurnar duttu smám saman út en Halldór gekk inn í fyrirtækið og nú standa þau tvö á bak við Umba sem hefur gert sex bíómyndir í fullri lengd. - Og hverjir voru framtt'ðardraumar fyr- irtækisins? „Að gera óskarsverðlaunamynd með Dustin Hoffman og íslensku tali um ís- lenskan veruleika," svarar Guðný, „neiiii, mann hefur bara langað til að reka heið- arlegt kvikmyndafyrirtæki, geta gert eina mynd á 2-3ja ára fresti án þess að þurfa að vera alltaf á síðustu blóðdropunum. En ég er efins um að það sé hægt.“ Þau hafa, eins og annað íslenskt kvikmynda- gerðarfólk, lagt allt sitt að veði fyrir bíó- myndirnar og Guðný bendir á að húsið sem við sitjum í og bollarnir sem við drekkum kaffið úr séu eins og annað eign bankanna. Halldór tekur þó fram að þau geti nú ekki kvartað, hafi í raun verið fremur heppin, fengið fína aðsókn á sum- ar myndirnar og tekist að halda sér á floti. Og aldrei þurft að skella sér á sjóinn eða í akkorðsvinnu í byggingarbransanum til að komast upp úr skuldafeninu. Hvar eru Bjartsýnisverðlaunin? höndunum ú Edduverðlaununum, Ung- frúin góða fékk 5 verðlaun alls, finnst ykkur framleiðslan hér nóg til að halda úti svona keppni A hverju ári? „Já,“ svarar Halldór, „en til að svona keppni sé skemmtileg þarf að framleiða 4-5 bíómyndir. Núna er Kvikmyndasjóð- ur orðinn það stór og verður stærri að hér verða gerðar allt að fimm myndir á ári. Þetta er það sem við erum búin að berjast fyrir lengi og maður sem heitir Björn Bjarnason gerði...“ GUÐNY: Kvikmyndir voru einu sinni litnar hornauga og það var litið svo á að maður væri á hreppnum ef maður var að gera kvikmyndir en milljónirnar sem við erum búin að setja inn í landið eru þvílíkar að ég skil ekki f því að við séum ekki búin að fá Bjartsýnisverðlaun Bröstes.11 Helvíti heppin Halldór á tvær stelpur af fyrra hjóna- bandi en sonur þeirra Guðnýjar er nú orðinn 14 ára og „heitir Halldór, þeir heita allir Halldór,“ sagði Halldór og brosti breitt. Kvikmyndabransinn er ennþá barningur, segja þau, en eru til- tölulega sátt meðan áhorfendur nenna að mæta á myndirnar. Enda Iangt síðan þau kolféllu bæði fyrir kvikmyndagerð og Halldór, sem var innritaður f sagn- fræði á sínum tíma, smitaðist svo ræki- lega að honum fannst allt annað en kvikmyndagerð orðið Ieiðinlegt. Breytt- ist svo smám saman í tatara því kvik- myndagerðin er hálfgert tataralíf. Þó er Guðný meiri húsmóðir en margir halda, segir Halldór og lítur á konu sína. „Ha? Hver?“ spyr Guðný og lítur for- viða í kringum sig. „Já, það er að vísu mjög sjaldan bakað hérna,“ segir Halldór, „en mamma hennar bætir það upp.“ — Þið hafið i dag [sl. miðvikudag] ver- ið 14 ár í hjónabandi - mynduð segja að þetta væri gott hjónaband? „Ja, miðað við þann djöfulskap sem cr allt í kringum mann þá myndi ég segja að við værum bara helvíti heppin...“ LÓA - Og nú stóðuð þið uppi með pálmann í Þau kynntust sumarið 1984 þegar hún var framkvæmdastjóri og hann gerði leikmynd við Gullsand. Hvað dró þau hvort að öðru? Hann var svo fíjótur að hugsa, sjarmerandi og fyndinn. Honum finnst svar- ið liggja í augum uppi fyrir hvern þann sem hittir Dunu: „Hún er bara svo skemmtileg."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.