Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 17
 LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 - 33 Sviptingar á sjávarslóð Höskuldur Skarphéð- insson hafði varla lært að rata um varðskipið Maríu Júlíu þegar fyrst kom til átaka við Breta og Þjóðverja um 12 mílna landhelgi íslend- inga og tók þátt í æsi- legustu atburðum Þorskastríðanna á tæp- lega 40 ára ferli sínum í flota Landhelgisgæsl- unnar. Ævisaga Hösk- uldar „Sviptingar á sjáv- arslóð" er nýkomin út hjá Máli og menningu og birtist hér kafli úr bókinni: SÍÐUSTU SVIPTINGAR En Adam var ekki lengi í Paradís því brátt kom í ljós að það var ekki nema hluti flotans sem hafði tekið þá ákvörðun að sigla út, hinn lét reka og beið átekta. Til- gangur þessara aðgerða var að knýja bresk stjórnvöld til enn harðari aðgerða, svo sem eins og að Ijölga herskipum, fá tryggingar fyrir veiðarfærum og fá bætt aflatap. Að öðrum kosti skyldu vopnin látin tala þótt sú krafa væri ekki í hámælum höfð. Frei- gáturnar og dráttarbátarnir sem hreyfðu sig hvergi af miðunum, skoruðu á þá togara sem voru á leið út að endurskoða ákvörðun sína og snúa við. Síðdegis 6. maí komum við að togaranum FD 252 sem dólaði um Hvalsbaksmið undir vemd freigátunnar Mermaid. Um klukkan átta um kvöldið, er við höfðum fylgt skipunum eftir um nokkurn tíma, kastaði togarinn rétt fyrir framan nefið á okkur og einvörðungu að áeggjan freigát- unnar. Var þá hringt út til að- gerða. I sömu mund hóf Mermaid að áreita Baldur og kvaðst myndu, samkvæmt leyfí yf- irstjórnar sinnar, tæta varðskipið í spað ef það Iéti ekki af upptekn- um hætti að trufla veiðar breskra togara á alþjóðahafsvæði. Frá klukkan átta til níu þetta kvöld gerði skip hennar hátignar alls tíu tilraunir til að sigla á Baldur með það fyrir augum að hindra aðför hans að togaranum. Klukkan níu kom freigátan á mikilli ferð fram með stjórnborðshlið varðskipsins undir þröngu horni og var þeirri ásiglingu svarað með því að snúa Baldri undan hart til bakborða. Vegna ákafa síns gætti Hafmeyjan ekki að sér svo að hún fékk stjórnborðshom Baldurs á kaf inn á milli rifja og við það opnaðist stór rifa í síðu hennar. Við þenn- an áverka varð Hafmeyjunni svo bumbult að hún dró sig í hlé og hélt heim. En FD 252, sem sá í hvert óefni var komið, hífði upp í skyndi. Rétt í þann mund sem þetta gerðist barst ncyðarkall frá Tý en freigátan Falmouth hafði þá siglt á varðskipið og valdið á því stór- skemmdunv Baldur.hélt þegar í stað til móts við hann og í sam- floti fylgdust skipin að inn fyrir 12 mílna mörkin. Um'nóttina lét Baldur reka innan markanna við Hvalsbak meðan hægðist um á miðunum, en mo^rguninn, yfj^y, Ekki tókst Diomede betur upp en svo að Baldri tókst að gera sig heimakominn og fór inn á bar á þeirri bresku eins og segir í bók Höskuidar. l?i hélt varðskipið samkvæmt fyrir- mælum inn á Berufjörð. Eftir að Baldri hafði verið lagt við akkeri á Gautavík klæddist sögumaður kafarabúnaði og kannaði neðan- sjávarskemmdirnar á Tý. Eftir þá athugun var Guðmundi Kjærne- sted skipherra gefin skýrsla sem var vægast sagt dapurleg. Það var sárt að þurfa að Iýsa hvernig Týr var útleikinn, þetta fallega, vel búna skip sem jafnan hafði verið í fýlkingarbrjósti við að verja rétt okkar. Nú var ljóst að það yrði að hverfa af miðunum um ótiltekinn tíma - þar yrði svo sannarlega skarð fyrir skildi. Um ellefuleytið um kvöldið var akkeri létt og haldið út á Hvals- bakssvæðið. Róluðum við þar um slóðina en vorum samkvæmt fýr- irmælum stjórnstöðvar varaðir við að stofha til átaka. Virtust ráða- menn í Reykjavík vera í uppnámi eftir síðustu fréttir af gangi mála á miðunum, enda höfðu þeir nú fengið greinargóða Iýsingu á bræðralagsást Breta sem út- breiddasta blað landsins stagaðist á sí og æ við landsmenn. Frétta- maður ríkisútvarpsins, sem var staddur um borð í skipi hennar hátignar þegar atburðurinn gerð- ist, hafði bæði með lýsingu og myndatöku fært landsmönnum inn í stofu raunsanna mynd af at- Iotum fóstbræðra okkar í NATO. Hinn 8. og 9. maí héldum við að okkur höndum en fylgdumst með athöfnum togaranna úr Ijarlægð. Þann tíunda fengum við svo fyrir- mæli um að láta andstæðing okk- ar vita að við værum ekki bættir við að verja rétt okkar og værum óbrotnir þó að hið harðskeytta flaggskip okkar væri úr leik í bili. Miðdegis sama dag var komið að stórum hópi togara að veiðum á Stokksnesgrunni undir vernd frci- gátnanna Galateu og Lowestoft svo og dráttarbátsins Statesman. Strax og varðskipið birtist kallaði Galatea það uppi og varaði það við að trufla breska togara á út- hafinu, annars myndi það hafa verra af. Var freigátunni svarað á þann veg að hótanir hennar ^y'f^u ejagirjjj^mf^£jstörfj|jrð- skipsins og myndi það sinna skyldum sínum innan íslenskrar Iögsögu hvað svo sem öllum yfir- gangi og hótunum Breta liði. Stefndi þá strax í átök þar sem freigáturnar tóku til þess ráðs að hindra siglingaleið Baldurs svo að dráttarbátnum gæfist færi á að sigla á hann. Skapaðist brátt hætta af völdum Statesman þar sem sigling varðskipsins var tafín af stöðugri áreitni freigátnanna. Með tilliti til aðstæðna var sú ákvörðun tekin að láta undan síga inn fyrir 12 mílna mörkin frekar en að eiga á hættu stóráföll. sem réttlættu ofbeldisverk sín hér á miðunum með því að vitna til alþjóðaréttar um úthafið, sem reyndar var ekki til, brutu hvenær sem þeim sýndist alþjóðalög um landhelgi fullvalda ríkja, gáfu al- þjóðasiglingareglum á hafínu fangt nef og fótum tróðu stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna sem þeir voru aðilar að. Þannig birtist skinhelgi og hroki þessa marg- rómaða lýðræðisríkis gagnvart smáþjóð sem þeir töldu sig eiga alls kostar við. [...] Hinn 20. maí var svo hald- ið austur eftir að við höfðum lok- ið þessum verkefnum. [...] Við létum reka í Reyðarfjarðardýpi og héldum að okkur höndum vegna dimmviðrisins og það gerðu verndarskipin líka. Rétt fyrir há- degi mældist freigátan Eastbour- ne á mikilli ferð með stefnu á varðskipið. Voru þá um leið gerð- ar varúðarráðstafanir, neyðar- hringing gefín til áhafnarinnar, varðskipið sett á fulla ferð og snú- ið undan ásiglingarstefnu freigát- unnar. Freigátan Dundas var skammt undan og fylgdist með. Klukkan 12:15 hóf Eastbourne beinar tilraunir til ásiglinga sem reynt var að mæta með því að snúa undan og vísa á hornin á víxl eftir aðstæðum. Erfitt reynd- ist að átta sig á örum stefnubreyt- ingum freigátunnar í tíma vegna þess að mælingar með ratsjá voru ónákvæmar sökum nálægðar skipanna. Einnig varð að hafa vakandi gát á Dundas sem var skammt frá og fylgdist með. Klukkan 12:36 kom Eastbourne á mikilli ferð frá bakborða undir 20-30 gráða homi og var varð- skipinu þá snúið undan til stjór, en of seint. Sigldi freigátan á bak- borðshlið Baldurs og skrönglaðist fram með síðu hans allt fram fyrir forgálga. Þannig sigldu skipin samsíða um nokkra stund og hafði varðskipið ekki bolmagn til að slíta sig frá Eastboume þótt stýrið væri hart í stjór og notað væri fullt vélarafl. Loks losnuðu skipin þó hvort frá öðru og frei- gátan bætti frekara áreiti. Eftir Her stendur varðskipið Baldur í átökum við freigátuna Diomede ímars 1976 Eftir rumlega 20 Wraumr til ásigiingar gerir Diomede hér lokaaðför að BaldrL J, Sigldi varðskipið eftir það suður og vestur með Iandi allt til Reykjavfkur. Baldur dvaldi í Reykjavík dag- ana 12.-15. maí en þann sext- ánda hélt varðskipið úr höfn. Haldið var rakleiðis út á miðin úti fyrir Vestfjörðum þar sem margir breskir togarar voru að veiðum. Sökum þoku og brælu var horfið frá því ráði að hefja aðför að þeim að sinni, en þess í stað siglt inn á Patreksfjarðarflóa í var. Þegar þangað kom létti þokunni og nær samstundis flaug Nimrod-njósna- Ifugvél breska flotans yfír okkur og hóf að útvarpa upplýsingum um stað olsjcar og ferðalag. Bretar, þessi átök sigldi varðskipið í átt til íands til þess að kanna hvaða skemmdir hefðu orðið og var stöðvað um kaffíleytið innan línu. Við athugun kom í ljós að for- gálgafóturinn bakborðsmegin bafði slitnað af sökkli sínum og gengið fram um tvo metra, brot hafði myndast við stjórnborðsfót gálgans, þeir loftventlar sem voru á þilfarshúsinu brotnuðu af og gat kom á rafgeymarúmið. Þá brotnaði hulstur utan af gúmmí- bjarghát sem var á bakborðsbrú- arvængnum. Skemmdirnar sem í fljótu bragði mátti sjá á Eastbour- ne voru tvær rifur á stjórnborðs- hlið freigátunnar, qnnur á bógi ...» . - ---’ V . . . hennar en hin neðan þilfars á móts við fallbyssustæðið. Eftir lauslega athugun á þeim skemmdum sem varðskipið hafði orðið fyrir var siglt áleiðis til Seyðisfjarðar að lcita bráða- birgðalagfæringar. [...] Hinn 27. maf er Baldur var á leið norður með línu sigldi frei- gátan Salisbury F 32 í veg fyrir hann og hótaði öllu illu ef varð- skipið léti ekki breska togara í friói á alþjóðahafsvæði. Síðar kom freigátan Tartar til liðs við Salisbury og herti á fyrri hótun- um, en hvorugri freigátunni var svarað. Þegar komið var norður til móts við Berufjörð var siglt inn til Djúpavogs og þrír fréttamenn frá ríkissjónvarpinu sóttir í land, en að því loknu var haldið aftur út á miðin. Utan við 12 mflna mörkin tóku Dundas F 48 og Tartar F 133 á móti varðskipinu en höföu engin bein afskipti af ferðum þess. Austur af Flvalsbaki var látið reka yfír daginn en um tíuleytið um kvöldið heyrðum við þegar frei- gáturnar Achilles, Tartar og Dundas ásamt dráttarbátnum Ll- oydsman töluðu sig saman um að hrekja Baldur burt af svæðinu. Ekki stóð á framkvæmdum því aðeins nokkru seinna birtust Loydsman og Achilles á ratsjánni og stefndu á varðskipið. I sömu mund kallaði Tartar í Baldur og sagði honum að snauta burt af svæðinu, annars myndi hann hljóta verra af. Var þá hringd við- vörun til áhafnarinnar. Freigátan Achilles og dráttar- báturinn Lloydsman stefndu á varðskipið og til þess að forðast yfírvofandi hættu var Baldri snúið undan norður með línu. Skömmu seinna birtust freigát- urnar Dundas og Tartar og sigldu til skiptis í veg fyrir varð- skipið með það fyrir augum að tefja fyrir siglingu þess. Var Ll- oydsman ætlað það hlutverk að sigla á Baldur en dráttarbátur- inn hafði ekki ganghraða á við varðskipið og dróst smátt og smátt aftur úr. Þegar freigátun- um varð Ijóst að dráttarbáturinn kæmi ekki að gagni hófu þær til- raunir til að þvinga varðskipið inn fýrir 12 mílna mörkin. Allur þessi hamagangur stóð til mið- nættis og skilaði engum árangri því að Baldur hafði ekki þokast feti nær 12 mílna mörkunum þegar aðganginum lauk og eftir mikinn remhing í þá átt gáfust freigáturnar upp og sneru til baka suður á bóginn. Kom okk- ur á Baldri þá vel til varnar að síðast er hann var til viðgerðar á Seyðisfirði höfðu þeir heiður- skarlarnir, starfsmenn Stefáns, soðið 12 millimetra þykkar og um 30 sentimetra breiðar járn- plötur utan á horn og síður varðskipsins sitt hvorum megin. Fyrir þær aðgerðir þóttu horn hans síður en svo aðlaðandi, og ekki urðu umbæturnar til að lokka freigátur Breta til frekari fangbragða. Ekkert markvert gerðist næstu daga [...] Aðfaranótt 30. maí héldum við út frá Eiðsvík í átt á Hvalsbakssvæðið. Eftir hádcgið bárust fréttir um að eitthvað óvenjulegt væri í aðsigi og fljót- Iega skildist okkur að til stæði að breski flotinn sigldi út fýrir 200 sjómílna mörldn fljótlega. Við vorum tortrv'ggnir vegna fýrri reynslu en undir niðri kraumaði þó eftirvænting og von um að þetta væri á rökum reist. Við höfðum í raun sýnt Bretum og Þjóðveijum að útilokað væri að stunda veiðar á lslandsmiðum án samkomulags og í friði yiö okl^ur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.