Dagur - 20.11.1999, Síða 19
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 - 35
Drengurinn var magur og vesældarlegur og varþegar háttaður ofaní rúm.
Léttadreng
misþyrmt
Um 20. ágúst 1924
var níu ára gamall
drengur frá Sauð-
árkróki lánaður
sem léttadrengur
að bæ í Skagafirði
og bar kunnugum
saman um að
þangað hefði
drengurinn farið að öllu leyti
heill heilsu, vel til fara og
óskemmdur á fótum, í góðum
holdum og í fullu Qörí. En næstu
fimm vikumar upplifði drengur-
inn ungi sannkallaða martröð.
Á bænum bjuggu hjón, sem við köllum
Guðberg og Jóhönnu, hann 30 ára en hún
24 ára og vanfær af öðru bami þeirra, en
fyrir var á heimilinu þriggja ára bam þeirra.
Það var hart í ári, kuldatíð og annir miklar.
Drengurinn skyldi létta hjónunum verkin.
Fimm vikum eftir komu drengsins var
nágrannastúlka að nafni Margrét á ferð á
hesti sínum nálægt bænum og rakst á
drenginn, sem við köllum Jónas, þar sem
hann lá á grúfu við þúfu út á víðavangi,
rænulítill og illa á sig kominn. Vildi hann
ekld fara heim til sín en samþykkti að fara
heim með stúlkunni.
Heimilisfólk stúlkunnar sá þegar að ekki
væri allt með felldu. Drengurinn var þrátt
fyrir kuidakast illa klæddur að utanhafhar-
fötum; í einni pijónapeysu og utanhafnar-
brókum sem gengnar voru af öðrum lær-
saumi, með prjónahúfu á höfði. Drengur-
inn var blár í andliti af kulda, berhentur og
bólginn á höndum, votur uppfyrir hné og
skalf mjög. Hann var magur og vesældar-
legur og var þegar háttaður ofaní rúm.
Missti allar tær á báðum fótum
Þegar Jónas var afklæddur varð fólkinu
starsýnt á fætur hans, sem voru mjög
skemmdir; bólgnir uppfyrir öklda og settir
kuldapollum og svörtum drepblettum.
Tærnar á báðum fótum voru svartar, harð-
ar og alveg dauðar, og lagði fljótlega af
þeim ýldulykt.
Þarna var drengnum hjúkrað í tæpa viku
og var hann framan af varla með réttu ráði.
Hann komst í læknishendur í nokkra daga
áður en hann var fluttur með strandferða-
skipi á sjúkrahús, þar sem hann dvaldi í
nokkra mánuði undir stöðugu eftirliti. Ekki
var hægt að bjarga miklu; leysti af allar tær
á báðum fótum og varð að taka af fremsta
hluta nokkurra ristarbeinanna.
Mál var höfðað gegn hjónunum Guð-
bergi og Jóhönnu vegna misþyrmingarinn-
ar. Báru læknar að ekkert hefði getað or-
sakað ásigkomulag drengsins nema kuldi,
vosbúð og illur aðbúnaður.
Berðu á þær smjör drengur
Við rannsókn málsins kom fram sá fram-
burður drengsins, að hjónin hefðu verið
vond við hann og barið hann, þó fremur
Guðbergur en Jóhanna. I eitt skipti hefði
hann og verið sveltur, en almennt verið
svangur á þeim fimm vikum sem hann
dvaldi hjá hjónunum.
Hjónin voru hneppt í gæsluvarðhald og
lágu fljótlega fyrir játningar þeirra um meg-
inatriði. Sögðust þau ekki hafa veitt því at-
hygli hvort drengurinn væri heill á fótum
fyrr en hálfum mánuði eftir að hann kom
til þeirra, en þá varð konan þess vör að
drengnum væri illt í fótunum. Skoðuðu
þau hjónin fæturna og sögðu að þá hafi
tærnar á báðum fótum verið orðnar bláleit-
ar og svartar og harðar viðkomu. Prófaði
Guðbergur hvort drengurinn fyndi til í tán-
um með því að klípa í þær, en drengurinn
kvaðst ekkert finna til.
Sögðust þau þá hafa íhugað að leita
ráða hjá hreppstjóra um lækningar, en úr
því varð samt aldrei. Þcim duldist næstu
daga ekki að drengnum versnaði; varð sjá-
anlega haltur og bjagaður í göngulagi.
Hlífðist hann við að stíga í fæturna en
beitti fýrir sig jörkunum utanfótar og hæl-
unum.
Síðustu vikuna kvartaði drengurinn mjög
yfir ástandi sfnu, en ráð Guðbergs var þá
að drengurinn skyldi bera nýtt smjör á fæt-
urna, það hefði dugað sér vel gegn sprung-
um í iljum. Frúin sagði honum hins vegar
að sækja hreint vatn í koppinn sinn til að
þvo fæturna uppúr. Duldist það hjónunum
þó ekki að ástand fótanna fór æ versnandi.
Skömmu áður en drengurinn var tekinn frá
þeim ræddu þau aftur um að koma
drengnum til læknis, en ekkert varð úr
framkvæmdinni frekar en áður.
Sveltur, barínn
og sviptur sængum
Hjónin játuðu á sig sakarefnin í megin-
atriðum, þótt afar treglega hafi gengið
að fá þau til að upplýsa nokkuð. Þau
viðurkenndu að þrátt fyrir ástand
drengsins hefði honum í engu verið
hlíft við vosbúð eða útivist og að hann
muni daglega hafa verið votur í fæt-
urna. Jóhanna taldi þó að hún hefði
fært drengnum þurra sokka á hverjum
morgni.
Guðbergur játaði að hann hefði hýtt
drenginn tvisvar með hrfsvendi á berar
lendar og barið hann einu sinni í höfuð-
ið með hendinni. Var það á þriðju viku
dvalartíma drengsins og gert í refsingar-
skyni, þar eð drengurinn hefði verið
ódyggur og óhlýðinn. Ekki var þó talið
sannað að nokkuð líkamstjón hefði leitt
af þessari harðneskju.
Jóhanna játaði að hún hefði í eitt
sinn, að undirlagi bóndans, svelt dreng-
inn í refsingarskyni með því að gefa
honum ekki mat eitt kvöldið. Hafði
drengurinn þá ekki komið með hest sem
hann var sendur eftir. Hann hafi að
öðru Ieyti alltaf fengið nægan mat. Loks
þótti það sannað með játningu Jóhönnu
að rúmri viku fyrir brottför drengsins
hafi hún tekið sængurfatnað allan úr
rúmi drengsins (tvær hlýjar sængur sem
hann kom með), en látið hann sofa á
heydýnu með tvær einfaldar ábreiður
ofaná sér. Sagðist hún hafa gert þetta af
þvf drengurinn hefði vætt rúmið að
nóttunni.
Engar bætur fyrir örkuml
Sök hjónanna þótti sönnuð og til þess
tekið hve illa þau bjuggu að drengnum,
þótt óvenjuleg kuldatíð ríkti og svo kalt
„að kúm varð ekki alltaf beitt en jörð
gránaði af jeljagangi". Hið megna skeyt-
ingarleysi var túlkað sem vísvitandi mis-
þyrming. Undirréttardómari taldi samt
duga að dæma hjónin í fimm daga fang-
elsi við vatn og brauð (þau höfðu þá
setið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð)
og greiða sjúkrahúslegukostnað drengs-
ins og málskostnað.
Hæstiréttur herti refsinguna upp í 10
daga fangelsi við vatn og brauð. Athyglis-
vert er að drengnum voru engar örkumla-
bætur dæmdar; krafa um slíkt var ekki
tekin til greina þar eð drengurinn hefði
„not beggja fóta sinna þrátt fyrir missi
tánna, svo að hann er sæmilega fær til
gangs og hefir lestingin á fótum hans
ekki spilt heilsu hans eða kröftum svo séð
verði eða gert hann óhæfan til að afla sér
lífsviðurværis með venjulegri vinnu“!
jSÖNIM,
DOMSMAL
Friönik Þór
Guðmundsson
skrifar
Dagur Jónasar. Víöa gerði fólk sér
dagamun sl. þriðjudag, 16. nóvember,
á Degi íslenskrar tungu, sem er af-
mælisdagur Jónasar Hallgrímssonar.
Hvaða ár var þessi ástmögur þjóðar-
innar fæddur og hvaða ár lést hann?
Óskabarnið. Ólafur Jóhann Ólafsson
rithöfundur er einn dáðasti sonur (s-
lands, gárungarnirsegja að hann hafi
tekið við af Eimskipafélaginu sem
óskabarn þjóðarinnar. Hvað heitir
skáldsagan sem Ólafur er að senda frá
sér þessa dagana?
Með Steingrími. í þessari viku er að
koma út annað bindi ævisögu Stein-
gríms Hermannssonar og sést sögu-
maður hér með sagnaritara sínum.
Hver er hann?
Byggðamerkið. „Nafn bæjarfélags-
ins tengist myndmálinu mjög," segir í
umsögn dómnefndar um byggða-
merki það sem Finnur Jh. Malmquist
vann til verðlauna fyrir í samkeppni
sem efnt var til. Hvert er sveitarfélagió
sem efndi til keppni þessarar?
Guðjón og Stoke. Nú er Guðjón
Þórðarson að taka við sem knatt-
spyrnuþjálfari breska liðsins Stoke, en
íslendingar hafa keypt meirihluta
hlutafjár í félaginu. Þrír (slendingar
eru sestir í stjórn félagsins, hverjir eru
þeir?
LflND 06
ÞJOÐ
Sigupöup Bogi
Sævarsson
skrifar
1. Hver var á dögunum kjörinn formaður
Farmanna- og fiskimannasambands ís-
lands?
2. Hvar skiptast mörk Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslna?
3. Spurt er um sveit á Suðurlandi. í frá-
söguþætti segir Tómas Guðmundsson
skáld að það hafi „...löngum verið af-
skekkt byggðarlag, girt á báðar hendur
af viðsjálverðum vatnsföilum, en bæjar-
stæðin lítið annað en fátæklegar vinjar i
gráu sandhafi milli eldhrauns og brim-
strandar.“ Hvert er byggðarlagið?
4. Nýlega komst í fréttir að Sigurjón
Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður
sem búsettur er vestanhafs, hefði keypt
eyðifjörð fyrir austan. Hver er fjörður-
inn?
5. Berghylur, Þórarinsstaðir, Laugar,
Túnsberg og Kópsvatn. Hvar á landinu
eru þessir bæir?
6. Hver er upplýsingafulltrúi Landsím-
ans?
7. Skáldkonan Guðrún Ámadóttir varð
þekkt fyrír sveitalífssögur sínar sem út
komu um miðja þessa öld. Hvert var
skáldanafn þessarar konu og hverjar
eru þær sögur hennar sem hér er um
spurt?
8. Hverjir vom tveir ráðherrar Sólíalista-
flokks íslands í Nýsköpunarstjórninni
svonefndu sem var við völd frá 1944 til
1947?
9. Magnað þykir skáldverkið Þrúgur
reiðinnar eftir John Steinbeck, sem út
kom í íslenskrí þýðingu laust eftir 1940.
Hver þýddi?
10. Hvar á landinu er Geirólfsgnúpur?
•nisAsjBpjBþesj-jnpjON 6o nisAsspuBjJS >|Jouin|sAs ef66i| pmBÍj ujp 'uinpuojisujoH 9 JBpjBjjBf^Aay Bo uinpugjis e jn>pA
-JBUJB[qjBp|B[>|s !II!W J9 ‘gæq b uj zsy jb uias ‘jndnuBsjiojjag 'oi 'pjoq uin6aABq j ja bpja uias 'nBgsp|p>|s Bssacj ippAc) uias UBUUBfg ÚBjajs JBA pBq '6 'BjjaqpBJB|guiBjuuaui uossujBfg jnj|o[uAig 6o BJjaqpBJB|BUinuu!A}B uossqo>|Br !>iy njOA
JBjjaqpæ JjaAj Jjssaq '8 'uinpujq uiuiq i B6aqBqddn uio>| jn uias ‘J||B|B(] Bun6os 6o ipunq bjj nunjpng uin pnds ja jag 1 'SUBiujspuBi !ruj||njB6u!sA|ddn ja uasuaqdajs 'q JnjB|Q 'g JddajqBuuBuiBunJH! nja jœq j^ssacj jjnv 'S 'pBjsjB|BApjBuins
jbcJ b6!3 6o puB| jbc) BdnEq pB b B6nqB jnjaq !puBp!a|uiBJjBpuAui>|!A>| uossiBAqöis U9þn6!s ua ‘jnpjg[jS!||aH Ja Bjjaq y puB||Bpa|/\| uin jjnds ja J3H 'E '!|>|g!s>jp!3 UBpun jnuiaq uias ‘!Jo(|jb6u!|pjoh \ um b ujs qojddn ua ‘BjjaAS |q uu! 6o jbpjb[j
-jBÖJog !ujoq pjj Jn66!| uias 'bjiah uin ddn jsBjdjqs BU|sAsjBpjB[jjB6jog 6o -bjA|/\| >jjoi/\| z '>|!AB|ja>| jn uossugp jbj/\| JBjajg 'j 'uossu!Ain6!s Jjaösy 6o uossu!ajs|Bpy jba|3 ‘uosB|Sjg jpq jsuung jjacj nja aqojs ujpfjs ,i nia jjjsas uias jjujböu!
-pua|S|, jBJBSsacj !udda>|uiBs |i) jpuja uias 6joqjy pjöBiajjBjraAS jba psq , uossjja663 jnÖBa Ja uuuBjunögs, 'BUUBpippu ppis J|)!9q JBUossjB|p'suuBqpr sjbiq b6bsp|9>|s b[Au U!H , 'QV8L jsa| 6o /081 Qq? jnppæj jba uossuiu6||bh sBupp,
UOAS