Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Page 3
^Uagur-dlmrám
Laugardagur 2. nóvember 1996 -15
Vímuefiii hættulegri en hraðakstur
Hraðakstur og um-
ferðarslys eru ekki
lengur stærsta
hættan sem steðjar að
ungu fólki. Ekki svo að
skilja að nú aki ungt fólk
hægar á vegum landsins,
heldur er ógnin af vímu-
efnum hrein viðbót og
miklu meiri en sú sem í
umferðinni er,“ segja íris
Jónsdóttir og Helga
Henrýsdóttir, nemar við
Verkmenntaskólnn á Akur-
eyri og liðsmenn Jafn-
ingj afræðslunnar.
Flakkferð að
Vestmannsvatni
í gær, föstudag, héldu um 50
nemendur í MA og VMA í vímu-
lausa skemmtiferð að Vest-
mannsvatni í A,ðaldal. Koma á
aftur til Akuréyrar síðdegis í
dag, laugardag. Flakkferð nefn-
ist þetta ferðalag, en svo eru
nefnd vímulaus ferðalög sem
Jafningjafræðslan efnir til.
Jafnframt þessu er svo efnt til
vímuefnalausra samkoma af
ýmsu tagi. Er reyndar skilyrði
fyrir þátttöku í Jafningafræðsl-
unni að þátttakendur séu alfar-
ið á móti vímuefnum og neyslu
þeirra.
íris Jónsdóttir segir að liðs-
menn Jafningjafræðslunnar
hafi sótt námskeið þar sem
flallað var um vímuefni og
skaðsemi þeirra, þar sem þau
voru jafnframt þjálfuð til leið-
togastarfa innan hennar. Munu
þessir leiðtogar svo fara til
fræðslustarfa í skólum víða um
landið á næstunni og fjalla þar
um vímuefni og þá vá sem þau
skapa.
Auðvelt að ná í efni
„Það er miklu auðveldara að ná
í ólögleg vímuefni en fólk held-
ur. Sá hópur sem neytir þeirra í
mestum mæli er á aldrinum 25
til 40 ára, en það er jafnframt
það fólk sem fer hljóðast með
neyslu sína á þeim,“ segja fris
Jónsdóttir og Helga Henrýsdótt-
ir. -sbs.
Þær Helga Henrýsdóttir, t.v., og l’ris Jónsdóttir brosmildar á svip. Þær fræða jafningja sína um skaðsemi vímu-
efna. Myn±-jhf.
Syngjandi bæjarfélag
Diddú á söngæfingu með
blönduðum kór að syngja
Laudate Dominum og Boleras Sevillanas.
S
Ifimm þúsund manna sveit-
arfélagi rétt utan við höfuð-
borgina kenndu við Mosfell
er mikið sungið. Þar eru einir
sjö kórar, þ.e. Álafosskórinn,
Barnakór Varmárskóla, Karla-
kórinn Stefnir, Kirkjukór Lága-
fellssóknar, Mosfellskórinn,
Reykjalundarkórinn og Vor-
boðarnir, sem er kór aldraðra í
Mosfellsbæ.
Vetrarstarf kóranna hefst í
ár með stórtónleikum sem kór-
arnir halda í sameiningu
ásamt Skólahljómsveit Mos-
fellsbæjar og Sigrúnu Hjálm-
týsdóttur, einsöngvara. Tón-
leikarnir verða í íþróttahúsi
bæjarins í dag klukkan ijögur.
Á fjórða hundrað Mosfellingar
koma fram og ílytja hin ýmsu
verk. „Brennið þið vitar“
verður t.d. sungið af karlakór
við undirleik skólahljómsveit-
arinnar, sameinaður kvenna-
og barnakór syngur „Dagur er
risinn" og allir kórarnir syngja
saman „Negrasyrpu" við und-
irleik hljómsveitarinnar.
Slagverksleikari Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar æfir steðjaslögin í
Steðjakórnum úr óperunni II Trovatore eftir Verdi.
Dennis Bergkamp leikmaður hjá Arsenal verður í sviðsljósinu í leiknum á
móti Tottenham síðar í mánuðinum.
Aðdáendur Arsenal
tíl London
Enska knattspyrnuliðið Ar-
senal á stóran aðdáenda-
hóp hér á landi. Til er
sérstakur Arsenal-klúbbur sem
í eru 400 meðlimir af landinu
öllu og fer sá hópur vaxandi. í
tilefni þess að kliíbburinn er
fjórtán ára um þessar mundir
hefur verið ákveðið að efna til
hópferðar til London og horfa á
goðin spila.
Arsenal er nú efst í úrvals-
deildinni og í væntanlegri Lund-
únaferð munu aðdáendur
fylgjast með Arsenal spila gegn
erkiíjcndunum í Tottenham.
Farið verður utan fimmtudag-
inn 21. nóvember og komið
verður heim sunnudaginn 24.
nóvember, en leikurinn fer
fram á sunnudeginum. High-
bury, heimavöllur Arsenal,
verður skoðaður og einnig
verður hægt að komast á leik
Chelsea og Newcastle í London
á laugardeginum. Einn skuld-
laus meðlimur fékk frímiða í
ferðina og var sá ljónheppni
Sigurður Örn Sigurðsson frá
Reyðarfirði.
í forsvari fyrir Arsenal-
klúbbinn eru þeir Kjartan
Björnsson (482-2499) og Sævar
Helgason (461-3103) og hafa
þeir allar upplýsingar á reiðum
höndum, bæði um klúbbinn og
Lundúnaferðina.