Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Side 7
^Dagur-'ðSttttmt
Laugardagur 2. nóvember 1996 -19
Verð stöðugt
heilli og sælli
Sigurborg Kristín Hannesdóttir. Mynd: AÞ
Hún heitir Sigurborg Kristín Hann-
esdóttir, er ferðamálafræðingur að
mennt og hefur m.a. starfað sem
hótelstjóri og kennari. Um þessar mundir
starfar hún að samnorrænu umhverfis-
verkefni á vegum Egilsstaðabæjar þar
sem hún er búsett. Á kvöldin kennir hún
jóga á milli þess sem hún æfir söng eða er
að brölta eitthvað með leikfélaginu.
Lesendum Dags-Tímans er hún þó
fyrst og fremst kunn, sem konan, sem
hvetur til breyttra Kfshátta í vikulegum
pistlum undir yfirskriftinni „Heil og sæl“. í
greinum sínum miðlar hún Sigurborg af
eigin reynslu. Hvað varð til þess að hún
fór inn á þessa braut?
Skrifað frá hjartanu
„Þetta byrjaði fyrir þremur árum, eftir að
ég hafði verið á fyrsta jóganámskeiðinu í
Bandaríkjunum. Þegar ég kom heim fékk
ég ekki frið fyrir þeirri hugmynd um að
fara að skrifa einshvers konar heilsu-
greinar. Ég ákvað að gera eitthvað í mál-
inu og bauð vikublaðinu Austra að skrifa í
það heilsupistla regulega. Það varð úr og
greinaflokkurinn „Bætt heilsa, betra líf‘
varð síðan til. Síðan hefur þetta undið
upp á sig og nú skrifa ég vikulega pistla í
tvö blöð. Mér hefur alltaf þótt gaman að
skrifa og það er eins og hugmyndirnar
dúkki upp. Yfirleitt tek ég eitthvað fyrir
sem mér Uggur á hjarta, eða stendur mér
nærri hverju sinni og oftar en ekki verða
þessar greinar til að hjálpa mér sjálfri við
að halda mér við efnið.“
Sigurborg segir áhuga sinn á breyttu
mataræði upphaflega hafa komið til
vegna stöðugrar baráttu með stórum staf,
því í því stríði hafi hún aldrei gefist upp
þó að vigtin hafi ýmist farið upp eða nið-
ur.
„Það má
kannski segja að
ég hafi fyrst náð
að snúa vörn í
sókn fyrir fimm
árum. Þá breytti
ég algjörlega um
mataræði og
hagaði því eftir
kerfi samtak-
anna OA sem
vinna á svipuð-
um grunni og
AA. Þar er regl-
an að lifa aðeins
fyrir einn dag í
einu, borða
þrjár máltíðir á dag og forðast aUan mat
sem inniheldur hvítt hveiti, sykur, fitur og
salt. Ég var á þessum árum hótelstjóri á
Hótel Valaskjálf og það var skemmtilegt
og lærdómsríkt starf sem gaf mér mikið.
Það vantaði samt alltaf eitthvað, ég fann
fyrir stresSi og var oft óörugg með mig.
Þegar ég svo hætti sem hótelstjóri ákvað
Það má kannski segja að ég
hafi fyrst náð að snúa vörn í
sókn fyrir fimm árum. Þá
breytti ég algjörlega um
matarœði og hagaði því eftir
kerfi samtakanna OA sem
vinna á svipuðum
grunni ogAA
ég að gera eitthvað rót-
tækt og koma jafnvægi á
líf mitt. Þá má segja að
ég hafi fyrst fyrir alvöru
byrjað á að byggja mig
upp, bæði andlega og lík-
amlega. Um þetta leyti
fór ég á jógakennara-
námskeið í Bandarikjun-
um. Það gjörbreytti öllu.
Síðan hefur líf mitt verið
að breytast hægt og síg-
andi. Á tímabiU tók ég
þennan nýja lífsstíl minn
voðalega hátíðlega, en
síðan slakaði ég á og
fann jafnvægi í því líka.
Það er aðallega matar-
æðið sem ég þarf að
passa, ef ég gleymi mér
aðeins bæti ég strax á
mig kílóum. Þar hef ég
ekki enn fundið jafnvæg-
ispunktinn."
Ódýr lausn fyrir
heilbrigðiskerfið
Sigurborg hefur kennt
jóga í fjögur ár. Finnst
henni í raun að þessi fræði, upprunnin
austiu- í Asíu, eigi eitthvert erindi hingað
norður á „Klakann" ?
„Já, það finnst mér. Jógað sem ég
kenni, þ.e. Kripalujóga, er á margan hátt
mjög aðlagað vestrænum hugsanagangi
og bara ef ég lít til íslensku þjóðarinnar
þá held ég að stór hluti hennar vildi svo
gjarnan meira jafnvægi í líf sitt. Margir
eru Ula komnir af stressi og lífsgæðakapp-
hlaupið sem meira og minna snýst um
forgengilega hluti fer illa með okkur.“
Og Sigurborg á ódýrt og gott ráð að
gefa þjóðinni í stríðinu við stressið.
„Rétt öndun er besta ráðið til að rjúfa
þann vítahring sem verður til í stressi. Við
erum oft með hugann á fullu, bimdinn við
ýmis vandamál og áhyggjur. Á meðan
spennist líkami okkar upp með tilheyr-
andi fylgikvillum. Ég sé þessi einkenni oft
þegar fólk er að byrja hjá mér í jóga. Ég
þekki þau því ég var svona sjálf fyrir ekk-
ert voðalega löngu síðan. Við kunnum
ekki að slaka á. Ástæðan er sú að það er
svo óskaplega mikil hugarstarfsemi í
gangi. Það vantar tengslin milli hugar og
líkama. Rétt öndun byggir þessa brú. Um
leið og við förum að anda niður í magann,
finnum við fyrir líkama okkar og þá erum
við komin inn í augnablikið. Þetta er í
raun algjör forsenda þess að okkur líði
vel. Ég er sannfærð um að það sem væri
áhrifaríkast í heilbrigðiskerfinu sem fyrir-
byggjandi aðgerð, væri að kenna fólki að
Margir eru illa komnir af
stressi og lífsgœðakapp-
hlaupið sem meira og minna
snýst um forgengilega hluti
fer illa með okkur.
anda rétt. Þegar streitan hleðst upp hefur
líkaminn svo miklu minna mótstöðuafl
gagnvart sjúkdómum. Rétt öndun gefur
okkur líka aukinn kraft og eykur orku-
flæði í líkamanum."
Á vit lífsorkunnar
Sigurborg hefur ekki látið sér nægja að
kenna og iðka jóga niður á láglendinu.
Tvisvar sinnum hefur hún farið með hóp
fólks í heilsuferðir inn á Vatnajökul, undir
yfirskriftinni „Á vit lífsorkunnar“.
„Ég fékk þessa hugmynd að efna til
heilsuferðar eftir að hafa verið í Jjalla-
ferð, þar sem setið var í snjóbíl heilu og
hálfu dagana. Mataræðið í ferðinni hent-
aði mér illa og mér leið ekki alltaf vel,
þrátt fyrir yndislega ferð og skemmtilega
ferðafélaga. Eftir að ég var komin heim
fór ég að hugleiða hvort ekki væri mögu-
legt að efna til heilsuferða inn á öræfi,
þar sem lögð væri áhersla á létt mataræði
og líkamshreyfingu. Á næsta vori var hug-
myndin fullmótuð og fyrsta ferðin á vit
lífsorkunnar varð að veruleika. Farkost-
urinn var snjóbíllinn Tanni undir tryggri
stjórn Sveins Sigurbjarnarsonar. í þessum
ferðum gengum við á skíðum, stunduðum
hugleiðslu, iðkuðum jóga og unnum með
hópefli. Ég minnist sérstaklega kvölds í
skálanum á Geldingafelli. Það var yndis-
legt veður, stjörnubjart og við héldum þar
grænmetisgrillveislu. Þar voru ekki vímu-
gjafar af neinu tagi, samt var eins og við
værum öll ölvuð, við skemmtum okkur af
lífi og sál og hópurinn var eins og einn
maður. Ég hef stundum sagt að ég hafi
ekki í annan tíma farið öllu hærra á ham-
ingjuskalanum. í þessum ferðum lærði ég
hvernig náttúran vinnur með okkur og
gefur okkur orku.“
Margir sækja kraft til ijallanna og eiga
sér jafnvel sérstakt uppáhalds ijall. Hjá
Sigurborgu er Snæfellið efst á blaði en
hún hefur síðasthðin tvö sumur verið
skálavörður í vikutíma í skála Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs við rætur Snæfells.
„Fjölhn gefa frá sér orku og hlaða okk-
ur upp. Ég finn alltaf mun á mér eftir að
ég hef verið inni við SnæfeU. Það er mitt
uppáhalds fjall og togar stöðugt í mig. í
samskiptum við fjaUið hef ég líka unnið
einn minn stærsta persónulega sigur. Það
var í sumar. Ég gekk ein á ijallið og lenti í
þoku. Ég hélt þó ró minni, mat aðstæður
rétt og komst aftur í skála án þess að
lenda í teljandi vandræðum. Annan per-
sónulegan sigur vann ég þegar ég fór í
viku gönguferð suður Lónsöræfi. Ég var
svo grunnhyggin að taka með mér ávexti
og lagði upp með þyngsta pokann. í lok
fyrsta dags komst ég í skála á síðustu
eldsneytisdropunum, en svo gekk þetta
betur og betur með hverjum deginum
sem leið þó að ferðafélagar mínir gerðu
grín að mér fyrir að kunna ekki að
stökkva yfir læk.“
Sigurborg hefur einnig lagt umhverfis-
málum lið og er áhugamaður um um-
Ég minnist sérstaklega
kvölds í skálanum á Geld-
ingafelli. Það var yndislegt
veður, stjörnubjart og við
héldum þar grœnmetisgrill-
veislu. Þar voru ekki vímu-
gjafar af neinu tagi, samt var
eins og við vœrum öll ölvuð
hverfisvernd. Er þessi áhugi til kominn í
kjölfar breyttra lífshátta?
„Já, þetta er samtengt. Þegar við för-
um að rækta okkur sjálf, fer okkur að
skipta meira hvað er í kringum okkur,
bæði tengsl okkar við annað fólk og við
umhverfið. Þessi umhyggja sem maður
fer að bera fyrir sjálfum sér birtist í því
að maður fer líka að bera meiri umhyggju
fyrir móður Jörð og sýna umhverfinu
meiri virðingu."
Viðtal: Arndís Porvaldsdóttir.