Dagur - Tíminn - 02.11.1996, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 2. nóvember 1996
JUigur-'ðltmmn
S K A K
Fyrir nokkrum misserum
voru miklar væntingar um
að hin unga ungverska
skákdrottning, Judit Polgar,
myndi í nálægri framtíð velta
heimsmeistara karla úr sessi.
Þær vonir og væntingar hafa
kulnað töluvert í ljósi frammi-
stöðu hennar á þessu ári.
Nýlega lauk stórmóti í Til-
burg í Hollandi. Mót af slíkri
stærðargráðu eru ekki ný af
nálinni þar á bæ, en á síðasta
ári var ekkert slíkt mót haldið
vegna peningaleysis. Úr því var
bætt í ár og nýir styrktaraðilar
voru fengnir.
Að sjálfsögðu voru margir
stórlaxar með í mótinu og ber
þar fyrstan að nefna Anatoly
Karpov. Frammistaða hans stóð
ekki undir væntingum, en það
sem er þó athyglisverðara er
hve Judit Polgar gekk brösug-
lega. Þetta kemur þó ekki á
óvart, ef mið er tekið af
frammistöðu hennar á síðustu
mánuðum.
Fyrsta alþjóðlega mótið sem
hún tók þátt í á þessu ári var
mótið í Dos Hermanas á Spáni.
Það mót er talið eitt hið sterk-
asta sem haldið hefur verið í
skáksögunni. Þar lenti hún í
neðsta sæti eins og í Tilbm-g. í
kjölfar þeirrar keppni tók hún
þátt í nokkrum mótum síðast-
liðið sumar. Árangur hennar á
þeim var æði misjafn, en sára-
sjaldan var hún í toppbaráttu
þeirra. Ekki tók mikið betra við,
er hún leiddi ungversku skák-
sveitina á Ólympíumótinu í
Yerevan nú á dögunum. Tafl-
mennska hennar var skrykkjótt
og var árangur hennar slakur.
Hún tapaði alltof mörgum skák-
um og það jafnvel fyrir töluvert
Systkinin Helgi Áss
og Guðfríður Lilja
Grétarsbörn
skrifa um skák
stigalægri skákmönnum. Hrak-
farir hennar á skákborðinu
virtust í Tilburg frekar færast í
aukana en hitt. Þar tapaði hún
sumum skákum sínum baráttu-
laust og tailmennska hennar
bar merki þreytu og leiða.
Það væri ósanngjarnt og
heimskulegt að halda því fram
Judit Polgar í
öldudal
Judit Polgar.
að möguleikar Juditar Polgar til
að ná heimsmeistaratign karla
væru óraunhæfir. Hins vegar er
ljóst að hún á langt í land með
að ná því marki. Enn sem
stendur eru veikleikar hennar
sem skákmanns of margir til að
hún geti sigrað besta skákmann
heims í einvígi. Sérstaklega er
hún veik fyrir í stöðum sem
krefjast stöðufegs skilnings og
það virðist sem endataflstækni
hennar sé ekki nógu góð. T.d.
tapaði hún fyrir Ka-
sparov á þessu ári í Dos
Hermanas í fræðilegri
jafnteflisstöðu þar sem
hún hafði hrók, en hann
hrók og riddara.
Úrslit mótsins í Til-
burg urðu annars þessi:
1-2. B. Gelfand og
J. Piket 7 v. af
11 mögulegum
3. A. Sirov 614 v.
4.-5. Van Wely og
P. Leko 6 v.
6.-7. A. Karpov og M.
Adams 514 v.
8. E. Sutovskíj 5 v.
9.-11. Z. Almasi,
P. Svidler og
J. Lautier 414 v.
12. J. Polgar 4 v.
Af öðrum keppendum má
segja að Sírov hafl teflt manna
skemmtilegast. Skákir hans
voru ijörugar og skemmtilegar.
Jafnframt var hann sá sem fæst
jafntefli gerði. í gegnum árin
hefur Judit Polgar haft tak á
Sírov. í hverri skákinni á fætur
annarri hefur hann þurft að
Uggja kylliflatur fyrir ungversku
skákdrottningunni. í Tilburg
snerist dæmið hins vegar við,
eins og við fáum að sjá í eftir-
farandi skák.
Hvítt: Sírov
Svart: J. Polgar
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6
7. 0-0 Be7 8. f4 0-0 9. Be3 Dc7
10. g4 He8 11. f5 Bf8 12. g5
Rfd7
13. Rxe6!! (Með þessari ridd-
arafórn nýtir hvítur sér þá stað-
reynd að svartur hefur ekki lok-
ið liðskipan sinni á drottningar-
væng og hve illa menn svarts
verja kónginn sinn). fxe6 14.
Bh5 g6 (Illskásti kosturinn.
14...He7 og 14...Hd8 hefði í
báðum tilvikum verið vel svar-
að með 15. fxe6). 15. fxg6 He7
16. Rd5! (Önnur stórglæsileg
riddarafórn. Með henni tekst
hvítum að opna a2-g8 skáhn-
una og koma drottningu sinni í
sóknina). exd5 17. Dxd5+ Kh8
18. gxh7 Hxh7 19. Bg6 Bg7
(19...Dc6 gengur ekki upp
vegna framhaldsins: 20. Hxf8!
Rxf8 21. Bd4+ Hg7 22. Df7 og
hvítur mátar). 20. Bxh7 Dd8
21. Bf5 Re5 22. Ddl! (Loka-
hnykkurinn í sókn hvíts.
Drottningin verður virk á nýjan
leik og þvingar fram hagstæð
uppskipti. Úrslitin eru því ráð-
in). Bxf5 23. exf5 De8 24. g6
Rg4 25. Bd4 De4 26. f6 Rc6 27.
fxg7+ Kg8 28. Hf8+ Hxf8 29.
gxf8D+ Kxf8 30. Dfl+ og svart-
ur gaf, 1-0.
B R I D G E
Björn
Þorláksson
skrifar
Glæsilegur árangur
Grísku guðirnir reyndust
ekki hliðhollir landsliðinu
í bridge í útsláttarkeppn-
inni gegn Indónesíu. „Þeir voru
Upp&að
í SjatCamim
sunnudaginn 3. nóvember kl. 21.00.
Verkin sýnd í Mánasal Sjallans í dag
kl. 16-18 og morgun kl. 14-18.
cnnz
B Ú O ■
Hólabraut 13 -Akureyri
S BOBGr
Antufue-GaHery
Sauðfjársiátrun
verður 6. nóvember.
Tilkynna ber fjölda sláturfjár í síðasta lagi þriðju-
daginn 5. nóvember í síma 463 0443.
Sláturhús KEA.
hreinlega betri,“ segir Jón
Baldursson en samt er ljóst að
ef lukkudísirnar hefðu haft smá
viðkomu, hefði landsliðið okkar
allt eins getað siglt alla leið í
gullið. En eigi skal gráta Björn
bónda heldur fagna næst besta
árangri sem ísland hefur náð á
alþjóðavettvangi í bridge.
Glæsilegt afrek var unnið og
landsliðsfyrirliðinn er greini-
fega á réttri leið.
Guðmundarmótið á
Hvammstanga
Laugardaginn 9. nóvember kl.
10.00 árdegis verður haldið
Guðmundarmót Bridgefélags
Vestur-Húnvetninga, Hvamms-
tanga. Ráðgert er að 36 pör spih
barómeter (2x35 spil). Þátttöku-
gjald er kr. 3.000 á mann og er
Björn Eysteinsson virðist á hár-
réttri braut með landsliðið í bridge.
Mynd BÞ
miðdagsverður innifalinn. Tekið
er við skráningu fram tU kl.
13.00 miðvikudaginn 6. nóvem-
ber. Þátttaka tUkynnist í síma
451-2370, 451-2480, 451-2738,
451-2819 og 451-2374.
Keppnisstjóri verður Ólafur
Jónsson frá Sighifirði.
Ljósbrá og Anna Þóra með
frábæran lokasprett
Ljósbrá Baldursdóttir og Anna
Þóra Jónsdóttir urðu Islands-
meistarar í tvímenningi um síð-
ustu helgi. Fyrri keppnisdaginn
gekk ekkert upp en allt small
saman í síðari hluta mótsins og
enduðu stöllurnar með 129 stig.
Erla Sigurjónsdóttir og Dröfn
Guðmundsdóttir urðu í öðru
sæti með 123 stig og einu stigi
minni skoruðu Stefanía Skarp-
héðinsdóttir-Gunnlaug Einars-
dóttiur. Staða næstu para:
4. Esther Jakobsdóttir-
Valgerður Kristjónsdóttir 118
5. Bryndsís Þorsteinsdóttir-
Guðrún Jóhannesdóttir 102
6. Guðrún Óskarsdóttir-
Ólöf Þorsteinsdóttir 64
7. Inga Lára Guðmundsdóttir-
Unnur Sveinsdóttir 35
8. Soffía Guðmundsdóttir-
Stefanía Sigurbjörnsdóttir
Um helgina verður haldið ís-
landsmót heldri og yngri spil-
ara. Núverandi íslandsmeistar-
ar heldri spilara eru Stefán
Guðjohnsen og Guðmundur Pét-
ursson en meistarar yngri spil-
ara eru Ljósbrá Baldursdóttir
og Stefán Jóhannsson.
Þrautin
Suður/allir
é A965
ú
♦ ÁDT8652
* ÁG
Sagnir:
Suður Vestur Norður Austur
ltígull pass 7tíglar
allir pass
Útspil: Laufkóngur
Hver er besta leiðin til að
bregðast ekki væntingum mak-
kers sem segir í fyrsta skipti á
ævinni alslemmuna í einum
sagnhring?
Létt er það ekki? Alslemman
vinnst ef spaðinn brotnar 3-2.
Þú tekur trompin og kastar síð-
an tveimur spöðum í hjarta. Þá
eru tveir efstu teknir í spaða og
spaði trompaður. Ef liturinn
brotnar 3-2 kastar sagnhafi
laufgosanum í ijórða spaðann
og samningurinn er í höfn.