Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Qupperneq 2
! 14- Laugardagur 23. nóvember 1996 4Ditgur-®mrám Helgin er tími fjölskyldunnar. Loksins gefst foreldrum tími til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. En hvað á að gera? Dagur-Tíminn fer nú af stað með sérstakan dálk í helgarblaði þar sem tínt verður til eitt og annað sniðugt og skemmtilegt fyrir smáfólkið. Góða skemmt- un! Eins og í fleiri góðum barnaleikritum er markmið Rúa og Stúa að börnin gangi röskari út að sýningu lokinni, albúin að takast á við Fallna spýtu í stað þess að lyppast niður fyrir framan imbann. Leikrit- ið er um ringulreiðina sem skapast þegar vélin, sem gerði allt fyrir bæjarbúa, bilar og er sýnt á laugardag og sunnudag í Höfðaborginni í höfuðborginni. Álíka heilsusamlegt leikrit eftir Magnús Scheving verður frumsýnt í Loftkastalanum á laug- ardaginn. Ekki má gleyma sýningu Leik- brúðulands, Hvað er á seyði?, sem er fjallað sérstaklega um hér á síðunni. Sígilt Ef til er það barn sem á eftir að sjá Karde- mommubæinn þá er bara að skreppa í Þjóðleikhúsið á sunnudaginn. Og fyrir börnin norðan heiða eru Dýrin í Hálsaskógi sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina. Förðunarskóli á Akureyri Hulda Grímsdóttir lætur hugmynda- flugið ráða ferðinni í fantasíuförðun. Módel er Gyða Björk Aradóttir. vikna námskeið og kalli sig förð- unarfræðinga en aðrir hafi kannski lært í 9 mánuði og hafi sama heiti. „Þannig að nafnið eitt og sér segir fítið,“ bætir hún við. í Förðunarskóla Akureyrar eru eingöngu konur og eru þær á öllum aldri. „Ég tek helst ekki yngri en 18 ára en það má segja að þær séu frá þeim aldri og upp úr. Sú elsta sem hefur talað við mig í sambandi við skólann er á fimmtugsaldri en í Reykjavík veit ég af einni á sjötugsaldri. Þar er líka karlmaður að læra, þannig að það er aldrei að vita hvað ger- ist.“ AI Anna Toher, gestakennari og skóla- stjóri Förðunarskóla íslands, var með sýnikennslu í fantasíuförðun. Módelið, Anna Sigrún Sigurðardóttir, er jafnframt nemandi við Förðunar- skólann á Akureyri. I haust tók til starfa förðunarskóli á Akureyri og er hann sá fyrsti sinnar teg- undar í bænum. Skólinn er í sam- starfi við Förðunar- skóla íslands í Reykjavík og býður upp á samskonar námsskrá. Sú sem kom skólanum á fót er Nanna G. Yngvadóttir sem rekið hefur Snyrti- stofu Nönnu í 13 ár. Hún seldi snyrtistof- una í vor ogt ákvað í framhaldi af þeirri sölu að fara af stað með förðunarskóla. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Ég auglýsti einu sinni í Degi í júlí og hef ekki þurft að auglýsa meira,“ segir Nanna. Námið byggir upp á tveimur sex vikna nám- skeiðum. Fyrstu sex vik- urnar eru grunnnám þar sem farið er yfir ýmis konar förðun s.s. nátt- úrulega förðun, milda förðun, ljóðmyndaförðun, tískusýningaförðun og leiðréttingaförðun. Seinni vikurnar sex er farið yfir sögu förðunar frá 1920 en Nanna segir nauðsyn- legt að kynna sér söguna þar sem förðun endur- taki sig sífellt. „Síðan för- um við gegnum öðruvísi förðun eins og t.d. förðun fyrir eldri konur, fanta- síuförðun og fleira." Starfsheitið segir lítið Förðun er ekld löggild iðngrein hérlendis og því veitir námið engin starfs- réttindi. „Förðunarfræð- ingar á íslandi hafa mjög ólíkan bakgrunn," segir Nanna og nefnir sem dæmi að sumir þeirra hafi farið erlendis á 2-3 Trúðaskólinn Ef orðaleikir og trúðslæti heilla púkana þína er Trúðaskólinn í Borgarleikhúsinu rétta leikritið. Það verður sýnt á laugardag og sunnudag. Skautar Nú, ef ormarnir eru búnir að fá sig full- sadda af þessari menningarneyslu, eða pyngja foreldranna hætt að taka í svona rétt undir mánaðamótin, væri ekki úr vegi að dúða liðið í jöklagallana og storma út á nærliggjandi ísilagða tjörn, reima á sig skautana (gerir maður það kannski ekki iengur?) og bruna af stað. Hugsjónastarf Hellist yfir ykkur kærleikur í garð grasrót- ar- og hugsjónafóiks væri ekki úr vegi að fara í bíltúr með fjölskylduna upp í Lækjar- botna við Rauðavatn, þar sem Waldorf skólinn Ylur heldur basar á laugardaginn kl.14-18. Jólastemmnmg Barnafólk á Akureyri og nágrenni, sem ekki treystir sér í sunnudagsbíltúr alla leið að Rauða vatni, getur tekið smáfólkið með í Jólalandið margfræga í Eyjafirði. Opið alla daga fram á kvöld. Ágæt leið til að komast í jólastemmningu fyrir laufa- brauðsgerð og smákökubakstur. Undraheimar Leikbrúðulands Um síðustu helgi frumsýndi Leik- brúðuland Hvað er á seyði? að Frí- kirkjuvegi 11 í Reykjavík, undir leik- stjórn hins danska brúðumeistara Ole Bruun-Rasmussen. Sem oft áður hefur verið Ieitað í smiðju íslenskra þjóðsagna til að skapa undraheima Leikbrúðu- lands. Sýnt er og sagt frá óhreinu börn- unum hennar Evu, sem Guð breytti í huldufólk af því að hann fékk ekki að sjá þau, Kolrössu Krókríðandi og risanum forkostulega með hausana þrjá og síðast en ekki síst er göldruð upp úr sögupott- inum hugljúf saga um lítinn arnarunga á Qallstindi og lítinn dreng við rætur fjallsins. Sýningin er um það bil klukku- stundar löng og um handrit, brúður og leiktjöld sjá Erna Guðmarsdóttir, Bryn- dís Gunnarsdóttir og Helga Steffensen. Fjöldi annarra listamanna kemur við sögu þessarrar sýningar, en Leikbrúðu- land á nú að baki næstum því þriggja áratuga langan og farsælan feril. Lítill samfylgdarmaður blaðamanns, sein hafði aldrei áður í leikhús komið, sat stjarfur af hrifningu á frumsýning- unni og eldri börn og full- orðnir virtust ekki skemmta sér síður. Sýningar á Hvað er á seyði? verða kl. 15 að Frí- kirkjuvegi 11 næstu tvo sunnudaga og hefjast síðan fljótlega aftur eftir áramót. Miðaverð er kr. 500. H.H.S. Óhreinu börnin hennar Evu, sem urðu að huldufólki, koma við sögu í nýrri sýningu Leikbrúðulands, enda er þar oft leitað í smiðju íslenskra þjóð- sagna.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.