Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 23. nóvember 1996 Jlagur-'®TOimn „Jú, þetta var vont og ég var eftir mig en þetta er ákvörðun sem hver og einn verður að taka fyrir sig. Eg myndi ekki ráða neinum að fara í svona aðgerð vegna sársauka," segir Jóhann m.a. í viðtalinu. Mynd: jhf einhverju allt öðru skapi á morgun. Hugsunarhátturinn er gjöróhkur, ekki bara hjá inn- fæddum heldur einnig hjá þeim útlendingum sem þarna vinna.“ Tvílengdur í slysinu í Malawi tvíbrotnaði Jóhann Páll, bæði á legg og læri. Þar sem slysið varð á með- an hann var enn að vaxa urðu afleiðingarnar alvarlegri en ef hann hefði verið eldri. Fóturinn hætti að vaxa en aðrir hlutar líkamans, þar með talinn hinn fóturinn, héldu áfram að vaxa eðlilega. Smám saman urðu fæturnir því mislangir. Annað sem gerðist var að þegar Jó- hann var enn í Malawi, eftir slysið, rann hann eitt sinn til, beinið brotnaði aftur og end- arnir gengu á mis sem leiddi til þess að fóturinn hætti ekki að- eins að vaxa heldur styttist hann líka. Jó- hann stóð frammi fyrir því vali að sætta sig við orðinn hlut, ganga í upphækkuðum skó og með hættuna á hryggskekkju hang- andi yfir höfði sér eða grípa tækifærið og láta lengja á sér styttri fót- inn. Shk aðgerð hafði ekki verið framkvæmd á íslandi áður en nokkrir íslendingar höfðu verið sendir til Rússlands í sambæri- lega aðgerð. Þrátt fyrir að það kostaði langar sjúkrahúslegur og nokkra óvissu valdi Jóhann síðari kostinn og segist ekki sjá eftir því. „Ég hugsaði í rauninni ekki um þetta sem val. Ég bara fór í aðgerðina," segir hann. „Ég fór í fyrstu að- gerðina vorið 1985 og var á sjúkrahúsinu í rúmlega þrjá mánuði í Tek því sem koma skal Aðferðin sem notuð hefur verið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri við lengingaraðgerðir er rússnesk að uppruna, kennd við lækni að nafni Ilizarion. Hún byggist á því að teinum er stungið í gegn um beinið, sitt hvorum megin við brotið. Bein- ið er síðan skrúfað í sundur, u.þ.b. einn millimetra á dag. Eftir því sem beinir er skrúfað meira í sundur lengist það meira því nýtt bein myndast í gatinu á miÚi. En ætli þetta sé ekkert vont? „Ég veit ekki hverju ég á að svara. Jú, þetta var vont og ég var eftir mig en þetta er ákvörðun sem hver og einn verður að taka fyrir sig. Ég myndi ekki ráða neinum að fara í svona aðgerð vegna sárs- auka. Ég lenti í þessu bíl- slysi og eftir það var lítið annað að gera en taka því sem þurfti," svarar Jóhann. Hann segir lenginguna hafa tekist vel og hann sé búinn að ná sér nokkuð vel þó auðvitað fylgi þessu ýmis óþægindi. „Ég var á sjúkrahúsi að með- altali þrisvar sinnum á ári fyrstu fjögur árin eftir slysið og það var í raun- inni mitt annað heimili. Eftir síðari lenginguna hef ég líka þurft að fara í einar þrjár aðgerðir í tengslum við þetta slys. Síðast þurfti að fjarlægja tein sem var farinn að angra mig og ég get allt eins átt von á að eitthvað fleira komi upp á þegar ég fer að eldast. En þá er bara að taka því. Það þýðir ekki að grenja eftir á.“ AI Lærbeinið togað í sundur. Örin vtsar á þann hluta lengingarút- búnaðarins sem sést utan frá en auk þess þurfti að stinga tein- um og skrúfum í gegnum beinið. Beinið var síðan skrúfað i sundur, u.þ.b. einn millimetra á dag. kjölfarið. Þá var leggurinn lengdtn-. Seinni aðgerðina, fyrir lærið, fór ég í síðar sama ár, í byrjun desember og þurfti þá að vera á sjúkrahúsinu samfellt í sex mánuði. Samtals lengdist fóturinn um 7-8 sentimetra." Hinir innfæddu voru alltaf glaðlyndir öf- ugt við það sem al- gengt er hjá okkur að vera í góðu skapi í dag, grátandi í gær og í einhverju allt öðru skapi á morgun. Stundum getur eitt augna- blik breytt öllu lífinu. Ein röng hreyfing, og ©kkert verður eins og áður. Þann 27. mars árið 1982 lenti Jóhann Páll Ólafsson í umferðarslysi í Malawi þar sem hann fótbrotn- aði. Brotið greri seint og illa og næstu fjögur árin voru sjúkra- hús hans annað heimili. Á sama tíma þurfti hann að glíma við föðurmissi og flutning mUli landa. Jóhann Páll er rúmlega þrí- tugur Reykvfkingin- en búsettur á Akureyri þar sem hann starfar hjá Pósti og sfma. „Má segja að ég hafi unnið þar síðan mér var sleppt af sjúkrahúsinu eftir seinni lenginguna árið 1986,“ segir hann. Lengingin sem hann vísar í er önnur tveggja lengingaraðgerða sem hann fór í vegna mótorhjóla- slyssins og var sú fyrri sú fyrsta sinnar tegundar sem fram- kvæmd var hér á landi. Þegar Jóhann Páll lenti í mótorhjólaslysinu var hann sautján ára gamall. Hann hafði þá verið búsettur í Afríkuríkinu Malawi í sjö ár vegna vinnu föður hans sem var skipatækni- fræðingur og starfaði þar við skipaeftirlit. „Slysið átti sér stað á gatnamótum. Ég var á mótor- hjóli og á móti mér kom bfll, ökumaðurinn ætlaði að svína á mér en mistókst og keyrði á mig,“ segir Jóhann Páll, þegar hann er beðinn um að lýsa slys- inu. - Og hvað svo? „Ég var tvær vikur á sjúkra- húsinu í Malawi, síðan var ég fluttur til Suður-Afríku og fór í tvær aðgerðir þar,“ segir Jó- hann og á margar sögur frá vistinni á sjúkrahúsunum í Afr- íku. í Malawi þurfti hann t.d. að bíða góða stund eftir sjúkrabfl, sem síðan var ekki sjúkrabfll þeg- ar til kom heldur ein- hverskonar pallbfll. Á sjúkrahúsinu var lítið um verkjalyf og því ekki um annað að ræða en bíta á jaxlinn. „Það var hellt í mig einhverju morfíni þegar var fram- kvæmd á mér aðgerð en annars fékk ég engin verkjalyf. Ég tók á það ráð að fara að lesa og einbeitti mér að lestr- inum til að gleyma sárs- aukanum." Haustið, sama ár og slysið varð, flutti Jó- hann Páll aftur til íslands. - Var það í tengslum við slys- ið? „Nei, faðir minn lést fljótlega eftir að ég kom af sjúkrahúsinu í Suður-Afríku,“ svarar Jóhann eftir stutta þögn. „í framhaldi af því ákvað móðir mín að flytja til Akureyrar og við börnin fylgdum með, ég og systir mín Árndís,“ heldur hann áfram. Önnur þögn, í þetta sinn lengri. „Þetta var dálítið þungur pakki, að fá þetta allt saman í einu,“ bætir hann síðan við lágum rómi. Það var hellt í mig einhverju morfíni þegar var fram- kvæmd á mér að- gerð en annars fékk ég engin verkjalyf. Ég tók á það ráð að fara að lesa og ein- beitti mér að lestr- inum til að gleyma sársaukanum. Annar heimur Jóhann minnist áranna í Mala- wi með ánægju og segir að þar hafi verið gott að vera. „Ég sé eiginlega eftir því að hafa kom- ið til baka,“ segir hann hugs- andi og kannski ekki furða þar sem árin eftir að hann kom heim reyndust enginn dans á rósum. „Þetta var og er allt annar heimur en ég á erfitt með að taka eitthvað eitt út sem var öðruvísi. Þarna er t.d. ekkert til sem heitir að flýta sér. Ef einhver segist ætla að koma klukkan tíu um morguninn er vissara að búast ekki frekar við honum fyrr en klukkan tvö eða þrjú.“ - Hvað með fólkið, var það öðruvísi? „Já, allt öðruvísi. Hinir inn- fæddu voru alltaf glaðlyndir öf- ugt við það sem algengt er hjá okkur að vera í góðu skapi í dag, grátandi í gær og í Eitt af fáum viðtölum við Jóhann Pál, sem fór í fyrstu lengingar- aðgerðina sem framkvæmd var hér á landi birtist í Degi 6. júní 1985. „Það var ekki mikið um þetta talað i fjölmiðlum, sennilega af tillitssemi við mig. Mörg blöð höfðu samband en ég var ekki tilbúinn að vera að tala mikið um þetta,“ segir Jóhann. Þýðir ekld að grenja eftir á

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.