Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Side 14

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Side 14
26 - Laugardagur 23. nóvember 1996 |Dagur-®TOtimi 'lvlatarkrókur Uppskriftirnar sem Sigrún Heba Ómarsdóttir býður okkur upp á koma úr ýmsum áttum. „Ég œtlaði fyrst að hafa þrjá kín- verska rétti en þeir taka svo mikinn tíma þannig að ég lét mér einn tiltölulega fljótlegan nœgja, “ segir hún. Sigrún er nemi í snyrtifrœði við Fjölbrautaskólann íBreiðholti auk þess sem hún vinnur að því að klára stúdentspróf við MK. Hún er í sambúð og á einn son, hinn fimm ára gamla Sigurð Örn. Sig- rún skorar á mágkonu sína, Ýr Gunnlaugsdóttur, í nœsta Matarkrók. Fjölkrydduð nautasteik m/spergilkáli 230 g nautakjöt 1 hvítlauksgeiri (marinn) Z tsk. engilferrót (söxuð) 'á tsk. kryddblanda, 5 teg- undir (Five Spice Powder) 2 msk. jarðhnetuolía 100 g spergilkál 1 búnt af graslauk (2-3 lengjur) ’A tsk. salt 1 msk. dökk sojasósa l'/ dl heitt vatn 2 msk. komsterkja (hrœrt í örlitlu af köldu vatni) Skerið kjötið í þunnar sneiðar og síðan í mjóar ræmur. Bland- ið hvítlauknum, engiferinu og kryddblöndunni við kjötið. Hitið pönnu (wok) og setjið helminginn af jarðhnetuolíunni á hana og steikið sperglkálið í ca. 8 mínútur. Takið síðan kálið af og hellið restinni af olíunni á pönnuna. Setjið kjötið svo á og steikið í ca. 3 mínútur. Hellið spergilkálinu, sojasósunni, salt- inu og vatninu á kjötið og hitið að suðu. Hellið kornsterkjunni útí og hrærið stöðugt í meðan sósan þykknar. Dreifið svo gras- lauknum yfir. Berið fram með hrísgrjónum. Undirbúningur: 15 mínútur Matreiðsla: 15 mínútur Daim ostakaka Botn: 1 pakki Haust hafrakex 150 g smjörlíki eða smjör Krem: 250 g rjómaostur 100 g flórsykur 1 egg 1 peli rjómi 2 stór Diam súkkulaði (mulin) Botninn er búinn til með því að mylja kexið, bræða smjörið og hræra vel saman. Setjið síð- an í form og þrýstið vel niður í botninn. Geymið í kæli meðan kremið er gert. Hrærið flórsykri og eggi sam- an. Setjið næst ostinn og mulda Diam súkkulaðið útí og hrærið. Stífþeytið rjómann og blandið honum saman við. Hellið krem- inu á botninn. Kælið í ískkáp í minnst 6-8 tíma. Má skreyta með jarðar- berjum og kiwi. Marengsterta Hildar Efri botn: 3 eggjarauður 1 egg 80gsykur 2 msk. hveiti 1 tsk. lyftiduft Neðri botn: 3 eggjahvítur 180 g púðursykur heslihnetur (hakkaðar) rifið suðusúkkulaði Krem: 100 g suðusúkkulaði 2 eggjarauður 100 g Jlórsykur 75 g smjör Annað: 1 peli rjómi Búið efri botninn til fyrst. Þeytið eggið, eggjarauðurnar og strá- sykurinn vel saman. Setjið svo hveitið og lyftiduftið útí og hrærið létt. Bakið neðarlega í ofni við 150° C í 10-12 mínútur. Neðri botninn er næstur. Þeytið eggjahvíturnar og púður- sykurinn vel saman eða þar til Sigrún Heba Ómarsdóttir. deigið er orðið vel stíft. Setjið svo í kökuform með bökunar- pappír undir og stráið hnetun- um og súkkulaðinu ofan á. Bak- ið neðst í ofni við 100° C í ca. 2 klukkutíma. Kremið er búið til með því að bræða súkkulaðið yfir gufubaði, þeyta eggjarauður, flórsykur og smjörið saman og setja svo brædda súkkulaðið útí og hræra. Smyrjið neðri botninn með kreminu. Setjið svo þeytt- an rjóma á milli botnanna (þeytið ca. 1 pela). nif) '/( lel eimilis- homið Eplakaka frá Sviss Botn: 200 g hveiti 100 g smjör/smjörlíki 50gsykur 1 egg Fylling: 600 g epli 1 msk. sítrónusafi 2 egg 3 msk. sykur 3 msk. hunang ’/ tsk. kanill Z tsk. kardimommur 125 g muldar hnetur 2 eggjarauður 2 msk. rjómi Smjörið mulið saman með sykrinum og hveitinu. Egginu bætt í og hnoðað saman. Geymt á köldum stað í 30 mín. Deigið flatt út, sett í kringlótt form (ca. 22-24 sm). Eplin skræld, kjarn- ar íjarlægðir. Helmingur epl- anna raspaður gróft. Hinn helmingurinn skorinn í stóra báta, sítrónusafi settur yfir. Egg, hunang, sykur, kanill og kardimommur þeytt vel saman, rifnum eplunum bætt út í ásamt muldum hnetunum og þetta sett á deigbotninn. Þar ofan á er raðað eplabátunum. Eggja- rauðurnar hrærðar með rjóm- anum og það látið jafnt yfir epl- in í forminu. Kakan er svo bök- uð við 200° í ca. 40 mín. Gerhorn Ca. 16 stk. 50 g ger 2 / dl mjólk ÍOO g smjör 2 egg 1 msk. sykur Ca. 500 g hveiti Egg til að pensla með Sesam- eða birkifrœjum stráð ofaná Mjólkin og smjörið hitað saman, haft ylvolgt. Gerið sett út í, svo eggin, sykurinn og ca. helmingur hveitisins. Hrært í jafnt deig. Deigið tekið upp á borð og hnoðað í höndunum á mjöli stráðu borði. Deigið látið hefast í ca. 1 klst. Hnoðað aftur og skipt í 2 hluta, flatt út í 2 kringlóttar kökur, sem svo eru skornar í 8 þríhyrninga hver. Þeir eru svo vafðir upp frá breiðari endanum. Settir á bök- unarpappírsklædda plötu, með samskeytin niður. Látið hefast í 30 mín. Hornin smurð með samanhrærðu eggi, fræi stráð yfir og bakað við 225° í ca. 15 mín. BAKAÐ MEÐ BÖRNUNUM Skúffukaka m/ kókosmjöli 250 g mjúkt Ljómasmjörlíki 250gsykur 4 egg Rifið hýði af 1 appelsínu 250 g hveiti 100 g kókosmjöl 1 tsk. lyftiduft 1 dl appelsínusafi 50 g rúsínur 50 g saxað súkkulaði Yfirkökuna: 150 g fiórsykur 2-3 msk. appelsínusafi Kókosmjöli stráð yfir Takið allt til sem á að fara í kökuna. Vigtið allt nákvæmlega. Smyrjið skúffuna (ca. 25-30 sm) með bræddu smjöri. Saxið súkkulaðið, blandið 1 msk. af hveiti saman við súkkulaðið og rúsínurnar. Hrærið smjörlíkið og sykurinn lengi og vel saman. Eggjunum hrært út í einu í senn og hrært vel á milli. Appelsínu- raspinu, hveitinu, kókosmjöl- inu, lyftiduftinu og appelsínu- safanum hrært saman við hrær- una. Blandið rúsínunum og súkkulaðinu saman við. Deigið sett í formið og kakan bökuð við 175° í ca. 45 mín. Prufið með prjóni hvort kakan sé bök- uð. Ef ekkert deig loðir við prjóninn, er hún bökuð. Ef eitt- hvað loðir við prjóninn, þarf kakan að vera um stund lengur í ofninum. Takið kökuna út, munið að nota pottaleppa svo þið brennið ykkur ekki. Þegar kakan er orðin köld, er smurt yfir hana glassúr af flórsykrin- um sem hefur verið hrærður vel saman með appelsínusafa. Svo er kókosmjöli stráð yfir. Úr þessu deigi má líka baka „muffins" eða múffur eins og sumir kalla kökurnar. Þá er ca. 1 matskeið af deigi sett í bréf- form, flórsykurbráð borin á þegar kökurnar eru kaldar. Leyfið börnunum að vera með að baka góða köku, þegar þau koma heim úr skólanum. GÓÐUR FORRÉTTUR Rœkjukokkteill Fyrir 4 300 g rœkjur Z salathöfuð 150 g majones 1 dl rjómi 1-2 msk. tómatpure Salt og pipar 1 msk. sérrí Þeytið rjómann, blandið majonesi saman við hann, ásamt tómatpure, salti, pipar og sérrí. Setjið salatblað í ávaxtaskál á fæti (4 skálar), skerið salatið í mjóar ræmur. Rækjurnar settar yfir og hellið sósunni þar yfir. Stráið smáveg- is dilli yfir og sítrónusneið eða sítrónubát. Ristað brauð borið með. IfL úsæld heimsins svahlind... Næst þegar þú finnur fyrir að tárin eru að koma, reyndu þá alls ekki að stöðva þau. Gráturinn er eins mikilvægur og hlátur- inn. Gráturinn léttir okkur að „slappa af‘, lækkar blóð- þrýstinginn og léttir á stressi. Prófessor George Guthery við Háskólann í Oklahoma heldur því jafn- framt fram, að við eigum helst ekki að gráta í ein- rúmi. Það sé allra best að fá að gráta á „öxlinni“ á góð- um vini. óð ráð 1. Það er mikill sparnaður í því að smyrja aldrei með köldu smjöri beint úr kæliskápnum. Maður not- ar miklu meira smjör ef það er kalt. 2. Gott er að nota kartöflu- skrælið til að skera skorpu utan af osti. Þá fer sáralítið til spillis af ostin- um. 3. Það er gaman að búa til smáhluti til að festa á kæliskápinn eða nota t.d. fallega litla steina sem við fundum í sumar. Svo kaupum við segulstál í föndurbúð og límum á það.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.